Morgunblaðið - 01.02.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
Smáauglýsingar
Garðar
Trjáklippingar
trjáfellingar og grisjun sumar-
húsalóða. Hellulagnir og almenn
garðvinna. Tilboð eða tímavinna.
Jónas F. Harðarson,
garðyrkjumaður, sími 6978588.
Gisting
Ódýr gisting í Rvík í febrúar
3 dagar á 28 þús. Íbúðir fyrir erlenda
gesti og Íslendinga á faraldsfæti í
nokkra daga í senn. Rúm fyrir 2-6.
ALLT til ALLS. Velkomin.
eyjasol @internet.is
S. 698 9874- 898 6033.
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri
orlofshús við Akureyri og öll með
heitum potti.
orlofshus.is Leó 897 5300
Húsgögn
HÓTELHÚSGÖGN
www.nyvaki.is
Sumarhús
Vaðnes - eignarlóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir í
kjarrivöxnu landi Vaðness í Grímsnes-
og Grafningshreppi. Allar nánari
upplýsingar í síma 896 1864.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta
✝ Lárus ArnarGuðbrandsson
fæddist í Njarðvík
22. apríl 1934.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja laugardag-
inn 19. janúar 2013.
Foreldrar hans
voru Guðbrandur
Magnússon, f. 17.6.
1908, d. 5.9. 1972
og Hulda Dagmar
Pétursdóttir, f. 8.7. 1914, d. 13.7.
1985. Systkini Lárusar Arnars
eru Kristín Stefanía og Rúnar
Oddur.
Lárus Arnar kvæntist Önnu
Margréti Hauksdóttur, f. 28.4.
1932, d. 1.10. 2002. Börn þeirra
eru: 1) Jenný Lovísa, f. 13.9.
1953, gift Smára Friðjónssyni, f.
13.6. 1950. Þeirra börn eru A)
Anna Margrét, f. 1978, sam-
býlismaður Benedikt R. Guð-
mundsson, f. 1972. Börn þeirra
Þór, f. 2001. Dóttir Árna og Að-
albjargar Drífu Aðalsteins-
dóttur er Eva Kristín, f. 1988. 4)
Hulda Dagmar, f. 22.1. 1965.
Dóttir Huldu og Einars Ás-
björns Ólafssonar er Emma
Hanna, f. 1986, unnusti Eiríkur
Örn Jónsson og dóttir Huldu og
Kristmundar Carter er Aníta, f.
1995, kærasti Brynjar Þór
Guðnason.
Lárus Arnar, eða Lilli Brands
eins og hann var oftast kallaður,
bjó öll sín hjúskaparár í Njarð-
vík og lengst af á Hraunsvegi 4.
Síðustu árin var heimili hans í
Ólafslundi við Vallarbraut í
Njarðvík. Lilli hóf ungur að
starfa við bifreiðaakstur þó
hann hafi í fyrstu starfað við
húsamálun hjá Áka Gränz mál-
arameistara í Njarðvík. Hann
vann sjálfstætt við vörubílaakst-
ur um skeið en hóf að aka leigu-
bíl á Aðalstöðinni 1957 og sinnti
því starfi í rúma fjóra áratugi.
Lárus var félagi í Lionsklúbbi
Njarðvíkur og gegndi þar m.a.
formennsku um skeið.
Útför Lárusar Arnars fer
fram í dag, 1. febrúar 2013, frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju og hefst
athöfnin kl. 14:00.
eru Jenný Lovísa, f.
2001, Kristófer
Logi f. 2004 og Fal-
ur Orri f. 2006. B)
Arnar Þór, f. 1982
og C) Aron Már, f.
1984. 2) Guð-
brandur Arnar, f.
26.11. 1954, hann
var kvæntur Bryn-
dísi Margréti Sig-
urðardóttur, f. 8.7.
1959 en þau skildu.
Þeirra dætur eru A) Sigríður
Gerður, f. 1978, sambýlismaður
Ólafur Norðfjörð Elíasson,
þeirra synir eru Elías Arnar f.
2007 og Brynjar Máni f. 2009. B)
Sandra Sif, f. 1989 og C) Birta
Sól, f. 1994. Sonur Guðbrandar
og Sóleyjar Soffíu Herberts-
dóttur er Jónas Freyr, f. 1985. 3)
Árni Þór, f. 1.6. 1958, kvæntur
Stefaníu Gunnarsdóttur, f.
31.10. 1971. Þeirra börn eru A)
Helena Ósk, f. 1996 og B) Andri
Elsku besti pabbi minn, þú
kvaddir okkur mjög snöggt, en
varst svo sáttur við að fara því
elsku besta mamma beið eftir
þér. Það er alltaf sárt að kveðja,
pabbi minn, það er tómarúmið
sem verður, sakna brossins þíns,
lyktarinnar þinnar, húmorsisns
þíns, og að knúsa þig. Mig vantar
svo að fá að spjalla við þig þótt
þú værir nú ekki mikið fyrir það.
Þú sagðir svo oft jæja, og þá
vissi ég hvað það þýddi, að það
væri komið nóg af spjalli í bili.
Jæja, elsku pabbi minn, ég gæti
endalaust skrifað hérna um þig
með gleði í hjarta mínu fyrir mín
48 yndislegu ár sem þú gafst
mér. Þú kenndir mér svo margt
sem ég hef kennt dætrum mín-
um og þær kenna sínum börnum.
Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt
og knúsaðu mömmu frá mér,
njótið ykkar endurfunda. Pabbi,
hérna er ljóð til þín frá mér, þú
lifir að eilífu í hjarta mínu.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Ég elska þig.
Þín dóttir.
Hulda Dagmar Lárusdóttir.
Elsku afi. Nú ertu farinn og
loksins færðu að hitta ömmu.
Helstu minningar okkar um
þig tengjast Hraunsveginum og
samveru okkar þar. Þú varst
mikill matmaður og þú varst
kokkurinn á Hraunsveginum.
Alltaf var hægt að ganga að því
vísu að fá góðan íslenskan mat
hjá þér og getur eitt okkar
systkinanna þakkað þér ást sína
á beikoni. Því beikon var eitt-
hvað sem alltaf var til. Þú varst
mikil barnagæla og þóttu þér
smábörn alltaf skemmtileg.
Elsku afi, við kveðjum þig
með þessum orðum;
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi eða ótta. Ég er svo nærri,
að hvert eitt tár ykkar snertir mig og
kvelur,þótt látinn mig haldið. En þegar
þið hlæið og syngið með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem líf-
ið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfir lífinu.
(Úr Spámanninum)
Kveðja
Anna Margrét Smáradóttir,
Arnar Þór Smárason og
Aron Már Smárason.
Elsku yndislegi afi okkar,
Nú ertu farinn. Þótt erfitt sé
að hugsa til þess að sjá þig ekki
aftur veit ég að þér líður svo vel
að vera kominn til ömmu.
Það verður erfitt að geta ekki
stjanað við þig lengur. Þú varst
okkur allt.
Við áttum svo góðar stundir
saman sem við munum sakna
rosalega mikið.
Að koma til þín var alltaf svo
gott, við vorum varla komnar inn
og sestar niður þá vorum við
sofnaðar, slík var kyrrðin og róin
hjá þér. Við þurftum ekki að
leita út fyrir landsteina til að
komast í hita, því hjá þér var
alltaf svo hlýlegt og heitt, því þér
var alltaf svo kalt.
Það sem kom okkur hvað
mest til að hlæja var þín full-
komnunarárátta. Alltaf þurfti
hver hlutur að vera nákvæmlega
á sínum rétta stað, því ef eitt-
hvað var ekki eins og það átti að
vera, fór það svo í taugarnar á
þér. Þó svo þú vildir aldrei segja
neitt, þá varðstu aldrei sáttur
fyrr en allt var orðið eftir þínu
höfði.
Elsku besti afi okkar, við
kveðjum þig með miklum sökn-
uði, við erum ótrúlega heppnar
að hafa fengið að kynnast svona
flottum afa. Við elskum þig af
öllu hjarta og erum svo stoltar af
þér. Nú hvílir lítill engill hjá þér,
elsku afi minn, það er svo gott að
vita af honum á góðum stað, og
að langafi varðveiti hann.
P.S. „Hvað er þetta?“, „þetta
verður allt í góðu!“
Þín afabörn.
Emma Hanna og Aníta.
Kæri vinur.
Um leið og ég kveð þig eftir
fjörutíu ára samleið langar mig
að þakka þér einstaklega góð
kynni. Minningarnar streyma
fram í huga minn og þar sem þú
varst nú ekki sá maður að vera
mikið í sviðsljósinu, þá man ég
bara ennþá betur þegar þú tókst
ákvarðanir og framkvæmdir, þá
sá maður að þú hafðir hugsað vel
og lengi og síðan var ráðist í
hlutina.
Rifja upp þá gömlu góðu daga
þegar þú varst í akstrinum og
mikið í gangi, allt á fullu á Borg-
arveginum, ég, Rúnar og Guð-
brandur í allri þessari aksjón
þar, ógleymanlegt, og þú svo yf-
irvegaður að með ólíkindum var,
komst alltaf óhagganlegur út úr
hinu og þessu braskinu. Líka
man ég hvað þú varst slyngur í
viðskiptum, alltaf að díla með
eitthvað, t.d. bílakaupin, það
brást ekki að þú náðir einhverj-
um góðum díl þar.
Allar ferðirnar í bústaðinn,
smíða pallinn, veiðiferðirnar og
allir bíltúrarnir, þetta er ógleym-
anlegt.
Ekki má nú gleyma öllum
sunnudagssteikunum þínum, þau
voru ófá skiptin sem við Jenný
komum á Hraunsveginn í mat,
svo við tölum nú ekki um Flór-
ídaferðina 1991 með krakkana,
það að fara með þér að kaupa í
matinn, allir pokarnir sem kost-
uðu þónokkra dollara, þú varst
hreinlega eins og barn í berjamó,
þetta var svo gaman, og ennþá
skemmtilegra hjá þér að elda og
bjóða í stórveislu. Og eftir góða
máltíð var sest niður, slappað af,
þú tekur í nefið, með klútinn við
höndina, ég gleymi þessu aldrei.
Kæri vinur, ég kveð þig núna,
og trúi því að þú sért sáttur.
Smári.
Lárus Arnar Guðbrandsson er
látinn. Ég og Lárus vorum
æskuvinir og ólumst við saman
upp í Ytri-Njarðvíkum. Á þeim
árum er við vorum að alast upp
voru engin götuheiti, menn voru
því ávallt nefndir eftir nafni þess
húss sem þeir bjuggu í eða nöfn-
um foreldra sinna og var því
Lárus best þekktur undir nafn-
inu Lilli Brands en ég alltaf kall-
aður Óli í Höfða. Á þessum árum
voru hvorki leikvellir né íþrótta-
hús, aðeins túnin og fjaran. Og
var fjaran mikið notuð af okkur
krökkunum ekki síður en túnin
þar sem boltaleikir fóru fram.
Ekki voru við nógu margir á
þessum aldri til þess að ná í heilt
fótboltalið en við vorum nógu
margir til þess að ná í heilt hand-
boltalið og er ég ekki frá því að
þetta hafi verið fyrsta liðið í
íþróttum undir nafni Njarðvíkur
og að sjálfsögðu vorum við látnir
etja kappi við Keflavíkurstrák-
ana og var Lárus mjög svo lið-
tækur í Njarðvíkurliðinu. Hann
var mjög vinamargur og mikill
vinur vina sinna, var hann kunn-
ur fyrir mikla orðheppni og skjót
tilsvör og voru þau aldrei sær-
andi en mjög svo spaugileg og
höfðu menn ávallt gaman af. Ég
minnist þess ávallt hve hann var
duglegur að heimsækja fatlaðan
bróður minn og voru þeir mikið
fyrir að tefla saman og minntist
móðir mín heitin oft á það í
gegnum árin. Fyrir það mun ég
alltaf vera þakklátur honum. Ég
vil kveðja þig, kæri vinur, með
sömu orðum og þú kvaddir mig
er ég heimsótti þig allhressan að
mér fannst daginn fyrir andlát
þitt, þá horfðir þú fast á mig og
sagðir „Þakka þér fyrir, vinur“.
Ég vil votta öllum aðstandendum
Lárusar innilega samúð. Þakka
þér fyrir, vinur.
Ólafur Ingvi Kristjánsson
(Óli í Höfða).
Lárus A.
Guðbrandsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku pabbi, minnig þín
mun ávallt lifa í hjarta
mínu.
Kysstu mömmu frá mér.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Jenný Lovísa.
✝ Hinrik ÓskarGuðmundsson
fæddist að Auðs-
stöðum í Hálsa-
sveit í Borgarfirði
10. apríl 1931.
Hann lést á dval-
arheimilinu Lundi
þann 20. janúar
2013. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Þor-
steinsson, bóndi
Auðstöðum, f. 20. sept 1903, d.
17. maí 1975 og Hallfríður Ás-
mundsdóttir, f. 4. janúar 1901,
d. 9. september 1956. Eig-
inkona Hinriks var Helga Guð-
rún Eiríksdóttir, f. 6. sept-
ember 1940, d. 7. júlí 1998.
Þeirra dætur eru: Ólavía, gift
Sigurði Þorvaldssyni, þeirra
sonur er Óskar Ingvi, María, en
hennar sonur er Eiríkur Elis,
og Halla Steinunn.
Hinrik ólst upp við öll al-
menn sveitastörf
og um fermingu
fór hann í vinnu-
mennsku eins og
alsiða var á þess-
um árum, lengst af
á Varmalæk. Árið
1966 flutti hann í
Hveragerði og rak
þar um tíma vinnu-
vélafyrirtæki.
Seinna fór hann að
vinna hjá Orku-
stofnun sem bormaður. Árið
1981 flutti fjölskyldan að Bóli í
Biskupstungum þar sem Hinrik
stundaði hefðbundinn búskap í
nokkur ár. Þegar hann hætti
búskap fór hann að vinna hjá
Límtré-Yleiningu í Reykholti
og vann þar í nokkur ár.
Hinrik verður jarðsunginn
frá Skálholtskirkju í dag, 1.
febrúar 2013, og hefst athöfnin
kl. 14. Jarðsett verður í Torfa-
staðakirkjugarði.
Það er komin kveðjustund.
Hún er sár en ég er full þakklætis
fyrir allar þær góðu stundir sem
við áttum. Ég var á sjötta ári þeg-
ar leiðir okkar lágu saman og þá
var það fljótlega ákveðið af minni
hálfu hvaða hlutverki þú ættir að
gegna í mínu lífi. Þú áttir að vera
pabbi minn. Það hlutverk tókstu
að þér og sinntir því óaðfinnan-
lega upp frá því.
Það er margs að minnast úr
uppvextinum í Hveragerði og öll-
um góðu árunum okkar á Bóli.
Þar skipa hestar, hundar og ekki
síst geitur stóran sess.
Það var mikið áfall þegar
mamma féll frá langt fyrir aldur
fram en það styrkti böndin hjá
okkar og minnir mann á hvað all-
ar samverustundir eru mikils
virði. Núna stendur upp úr hjá
okkur fjölskyldunni að hafa átt
svona góðar stundir um síðustu
jól og áramót.
Á tímamótum telst það góður siður
að tylla sér, já setjast bara niður
og láta hugann reika, hálft til baka
úr hugarfylgsnum, gamalt dót út taka
og hampa því í hendi sér um stund
halda frjáls á minninganna fund.
(H.G.E)
Ég kveð með þessu ljóðbroti
eftir konuna sem tengir okkur öll
saman, hana mömmu
Þín dóttir.
Ólavía (Didda).
Hinrik Óskar
Guðmundsson
Kveðja frá Kvenfélaginu
Seltjörn, Seltjarnarnesi
Hún Ásta hefur lagt í sína ferð
til sólarlandsins. Á kveðjustund
koma margar minningar í hug-
ann, eftir áratuga samstarf í okk-
ar félagi þar sem hver einstak-
lingur er mikils virði og til að allt
gangi upp þurfa allir að róa í takt.
Ásta lagði svo sannarlega sitt af
mörkum í þeim róðri, ekki með
hávaða eða fyrirgangi heldur hóg-
værð, jákvæðni og blíðu. Hún
gegndi mörgum ábyrgðarstörfum
innan félagsins og einnig var hún
tiltæk við hljóðfærið við ýmis
tækifæri og þegar kvenfélagið
stofnaði kór var Ásta ein af stofn-
endum hans og starfaði þar til
margra ára. Við áttum margar
góðar stundir saman bæði í leik
og félagsstafi.
Ásta gleymdi ekki að rækta
garðinn sinn og vökva kærleiks-
Ásta
Sveinbjarnardóttir
✝ Ásta Svein-bjarnardóttir
fæddist 9. júlí 1939
á Breiðabólstað í
Fljótshlíð. Hún lést
14. janúar 2013 á
Landspítalanum í
Reykjavík.
Ásta var jarð-
sungin frá Nes-
kirkju 23. janúar
2013.
blómið og í sama
orði voru þau ávallt
nefnd, Ásta og Garð-
ar, sem hún missti
fyrir nokkrum ár-
um. Fljótlega eftir
fráfall hans kom í
ljós sá vágestur er
hún glímdi við, hóg-
vær og hugrökk,
sem að lokum tók yf-
irhöndina. Í því
stríði komu börnin
henni til hjálpar að gera henni líf-
ið sem bærilegast og njóta góðu
stundanna. Við félagskonur í Sel-
tjörn fylgdumst með úr fjarska og
fögnuðum er hún gat komið og
verið með okkur.
Við vottum fjölskyldu Ástu
okkar dýpstu samúð og minnumst
samveru hennar með þakklæti.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.)
Vertu guði falinn.
Fyrir hönd kvenfélagsins
Seltjarnar.
Erna Kristinsdóttir.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið
Minningargreinar