Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 12
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útflutningur á lambakjöti til landa
Evrópusambandsins hefur dregist
mjög saman og verðið lækkað.
Markaðirnir á Spáni og Bretlandi
eru dæmi um það. Til Spánar voru
til dæmis flutt nokkur hundruð
tonn af kjöti á ári en á síðasta ári
voru flutt út 11 kíló sem svarar til
fáeinna lambalæra. Meðalverð á út-
fluttu kindakjöti lækkaði um 100
krónur frá fyrra ári.
Sigurður Jóhannesson, formaður
Landssamtaka sláturleyfishafa,
segir að samdráttur hafi orðið í sölu
dýrari afurða, svo sem lambakjöts,
en aukning í ódýrari vörum, eins og
slögum og ýmsum hliðarafurðum
sem til falla í sláturtíðinni. Kjötút-
flutningur til Spánar hefur lagst af
og mikill samdráttur og verðlækk-
un orðið á Bretlandsmarkaði.
Sigurður Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka sauð-
fjárbænda, segir að talsverðar vonir
hafi verið bundnar við Spánarmark-
að en efnahagsástandið í landinu,
mikið atvinnuleysi og minnkandi
kaupmáttur, leiði til þess að eft-
irspurn minnki. Bendir Sigurður á
að lambakjöt sé hlutfallslega dýrari
vara í Evrópu og annað neyslu-
mynstur þar en hér á landi. Þess
vegna hverfi það fyrr af matseðl-
inum þegar kreppir að.
Sókn á Bandaríkjamarkaði
Aðrir helstu markaðir fyrir ís-
lenskt kindakjöt hafa staðist. Þann-
ig er Bandaríkjamarkaður enn að
sækja á og skilaði í fyrra næst-
mesta útflutningsverðmætinu. Nor-
egur skilar mestu verðmætunum,
yfir 600 milljónum kr.
Útflutningur á slögum og ýmsum
hliðarafurðum hefur aukist til Asíu.
Sigurður Jóhannesson vonast til að
hægt verði að auka kjötsölu þangað
og segir að fríverslunarsamningur
við Kína myndi hjálpa til í því efni.
Þá hefur aukist sala á kjöti til
Rússlands. Aukin sala á ódýrari
vörum gerir það að verkum að
verðmæti útflutningsins minnkar
meira en nemur tonnafjöldanum.
Meðalverð á útfluttu kjöti og
kjötafurðum lækkaði á síðasta ári
úr 736 krónum á kíló í 635 kr. Mið-
að er við vöruna komna um borð í
skip, fob, samkvæmt samantekt
Landssamtaka sauðfjárbænda. Sig-
urður Eyþórsson skýrir verðlækk-
un með því að segja að Nýsjálend-
ingar hafi selt mikið af lambakjöti
til landa Evrópusambandsins. Þeg-
ar fór að kreppa að á þeim markaði
hafi samdrátturinn bitnað mjög á
innflutningi kindakjöts og tollkvót-
ar ekki einu sinni verið nýttir að
fullu. Nýsjálenskir framleiðendur
hafi þá boðið kjötið á Asíumarkaði í
samkeppni við Ástrala og við það
hafi verðið lækkað á öllum mörk-
uðum.
Borðum birgðirnar
„Kjötið situr í birgðum eitthvað
lengur og forsendur verðhækkana
til bænda verða veikari en áður,“
segir Sigurður Jóhannesson um
áhrif samdráttar í útflutningi og
verðlækkunar. „Við reynum að
borða það, lítið annað er hægt að
gera,“ bætir hann við. Sigurður
vekur athygli á að lambakjöt sé enn
tiltölulega ódýrt hér á landi og sal-
an hafi verið að aukast.
SAH Afurðir, fyrirtækið sem Sig-
urður stjórnar, hefur gert samninga
um sölu á öllum sínum birgðum og
segir hann að ef áætlanir ganga eft-
ir verði sölu lokið fyrir sláturtíð í
haust.
„Við erum ánægðir með hvað inn-
anlandsmarkaðurinn hefur tekið vel
við sér á sama tíma og slaknað hef-
ur á útflutningi,“ segir Sigurður
Eyþórsson.
Á síðasta ári seldist 670 tonnum
meira af kindakjöti á innanlands-
markaði en á árinu á undan og sala
hefur ekki verið meiri síðan 2008.
Fáeinir kjötbitar til Spánar
Þyngra fyrir fæti að selja lambakjöt en aukaafurðir renna út Samdráttur á mörkuðum innan Evr-
ópusambandsins og Spánarmarkaður þurrkast upp Meðalverð hefur lækkað um 100 krónur á kíló
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kjötvinnsla Mikið gengur á við slátrun, kjötvinnslu og skurð á lambaskrokkum í sláturtíðinni á haustin.
Útflutningur
» Flutt voru út 2.457 tonn
af kindakjöti á síðasta ári,
samkvæmt afurðakerfi
Bændasamtakanna, á móti
2.565 tonnum árið á undan.
Útflutningur hefur minnkað
um 1.114 tonn frá árinu 2010
þegar hann var 3.571 tonn.
» Verðmæti útflutts kjöts
hefur minnkað töluvert á
milli ára, samkvæmt tölum
Hagstofu Íslands. Kjöt var
selt úr landi fyrir 2.136 millj-
ónir á árinu 2010 og 2.012
milljónir árið eftir. Á síðasta
ári námu verðmætin 1.774
milljónum kr.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
Árið 2012 var mikið kjötsöluár á
íslenska markaðnum, raunar það
næstmesta sem tölur eru til um.
Aðeins árið 2007 skákar síðasta
ári að þessu leyti.
Heildarsala á kjöti nam 24.865
tonnum á árinu. Mest var selt af
alifuglakjöti, 7.800 tonn sem er
10,7% aukning frá fyrra ári. Af
kindakjöti seldust 6.659 tonn,
11,5% meira en á árinu á undan.
Svínakjötið er í þriðja sæti
með 5.612 tonn
og þar varð
4,1% sam-
dráttur. Alls
seldust 4.110
tonn af naut-
gripakjöti sem
er 6,6% aukning
og 682 tonn af
hrossakjöti og
þar varð mesta aukningin á milli
ára, eða 36,8%.
Metsala á innanlandsmarkaði
MEST SELT AF ALIFUGLAKJÖTI
Vinsælt kjöt.
Enn meiri afsláttur
Klappastíg 44 - sími 562 3614
Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni
ÚTSALA
Slökkvilið höf-
uðborgarsvæð-
isins sinnti 50
sjúkraflutn-
ingum frá því
klukkan hálfátta
í gærmorgun til
sjö um kvöldið,
sem þykir í
meira lagi.
Hins vegar átti rúmur helmingur
flutninganna, eða 26, sér stað á
milli klukkan eitt og fjögur.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu var gríðarlegt álag
þegar það var mest og á tímabili
voru allir sjúkrabílar á höfuðborg-
arsvæðinu í notkun. Einhverjar taf-
ir urðu á flutningum á milli spítala
enda gengur bráðaþjónusta fyrir
við svona aðstæður. Eitthvað var
um umferðaróhöpp, m.a. á Digra-
nesvegi þar sem ekið var á gang-
andi vegfaranda. Þá var skíðamað-
ur sóttur í Bláfjöll, hann hafði
handleggsbrotnað þar við iðkun
sína.
50 sjúkraflutningar
á hálfum sólarhring