Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Sex viðburðir eru á dagskrá Myrkra músíkdaga í dag:  kl. 12:15 í Kaldalóni Hörpu: Þórarinn Stef- ánsson píanó- leikari frum- flytur verk eftir Oliver Kentish, Kolbein Bjarna- son, Karólínu Eiríksdóttur, Ríkarð Örn Páls- son og Tryggva M. Baldvinsson. Einnig flytur hann verk eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, Jón Leifs, Hallgrím Helgason og Magnús Blöndal Jó- hannsson.  kl. 15:00 í Kaldalóni: Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og El- ísabet Waage hörpuleikari flytja verk eftir Jórunni Viðar, Þuríði Jónsdóttur, Mist Þorkelsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur.  kl. 17:00 í Kaldalóni: Nemendur úr Tónlistarskóla Álftaness á aldr- inum 7-18 ára flytja verk sem samin voru í til- efni af 25 ára af- mæli skólans. Höfundar eru John Speight, Helga Sigríður E. Kolbeins, Andrea Ósk Jónsdóttir, Helena Rós Jónsdóttir, Karólína Eiríks- dóttir, Ari Bergur Gunnarsson, Helga Guðrún Albertsdóttir, Haf- dís Sól Jóhannsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson, Guðný Erla Sig- urjónsdóttir, Jens Davíð Roberts- son og Hilmar Örn Hilmarsson.  kl. 20:00 í Norðurljósum: Caput frumflytur fjóra nýja einleiks- konserta eftir Áskel Másson, Snorra Sigfús Birgisson, Þórð Magnússon og Jónas Tómasson undir stjórn Guðna Franz- sonar og Snorra Sigfúsar Birgissonar. Einleikarar eru Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Tinna Þorsteins- dóttir á píanó og Þórhallur Birg- isson á fiðlu.  kl. 22:30 í Norðurljósum: Hljóm- eyki flytur verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur undir stjórn Mörtu Halldórs- dóttur. Á gítar leika Hafdís Bjarnadóttir og Ragnar Em- ilsson.  kl. 00:00 í Stemmu í Hörpu: Opnun hljóð- og vídeóinnsetningar til kynningar á Calmus Automata verkefninu. Frumflutt verður verk eftir Kjartan Ólafsson. Fjöldi verka frumfluttur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er sálfræðitryllir sem fjallar um aðdragandann að glæp,“ segir Jón Atli Jónasson um leikrit sitt Nóttin nærist á deginum í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar sem frum- sýnt verður á Litla sviði Borgarleik- hússins í kvöld kl. 20. Aðspurður segist Jón Atli hafa fengið hugmyndina að verkinu fyrir um tveimur árum þegar vinur hans sýndi honum hverfi í úthverfi höfuð- borgarinnar sem hann hafði óvart keyrt í gegnum. „Það var svo mögn- uð upplifun að sjá þessi ókláruðu hverfi,“ segir Jón Atli sem í fram- haldinu skrifaði smásögu út frá hug- myndinni sem nefnist Í kjallaranum og hlaut fyrir hana fyrstu verðlaun í glæpasagnakeppni Hins íslenska glæpafélags og DV, Gaddakylfunni, árið 2011. Nóttin nærist á deginum fjallar um hjón á fimmtugsaldri sem standa allslaus og ein eftir hrunið. Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi með kjall- araíbúð sem var ætluð dóttur þeirra, manni hennar og barni, þegar hún kæmi heim úr sérnámi sínu. Þegar í ljós kemur að hún er ekki á leiðinni heim ákveður eiginmaðurinn að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda í drauminn um það sem átti að verða. Vilja fanga andrúmsloftið Spurður hvort túlka megi að- stæður hjónanna sem táknmynd fyr- ir íslenskt samfélag, svarar Jón Atli því neitandi. „Þetta var fyrst og fremst spennandi viðfangsefni. Þetta á ekki að vera pólitískt verk heldur persónulegt, enda er í dramatísku samhengi alltaf mest spennandi að sjá hvernig einstaklingurinn tekst á við stærri atburði sem eru að gerast í kringum hann. Okkur langaði þannig að fanga það andrúmsloft sem hefur ríkt og ríkir á Íslandi,“ segir Jón Atli og tekur fram að miðað við viðbrögð áhorfenda á rennslum síðustu daga megi ljóst vera að viðfangsefnið sé þungt. „Það er erfitt að horfa á þetta verk vegna þess hversu nálægur þessi veruleiki er okkur. Óhætt er að segja að verkið skilji áhorfendur eft- ir á erfiðum stað og suma langar hreint ekkert til að klappa,“ segir Jón Atli og tekur fram að það sé mik- il áskorun að setja verkið upp á Litla sviðinu. „Litla sviðið býður upp á ákveðna möguleika, en líka miklar hættur. Þetta er eins og að fara að spila á alræmdum fótboltavelli.“ Besta hugmyndin ræður Að sögn Jóns Atla stóð upphaflega til að setja verkið upp í fyrra og þá hugðist hann sjálfur leikstýra því. „En þegar verkefnið frestaðist af óviðráðanlegum orsökum ákvað ég að fá Jón Pál til að leikstýra því, þar sem hann er svo góður leikstjóri, og sjálfur bara vera til aðstoðar,“ segir Jón Atli, en þeir Jón Páll hafa unnið talsvert saman í gegnum tíðina. Jón Atli var aðstoðarleikstjóri Jóns Páls í Músum og mönnum auk þess sem þeir hafa unnið sýningar saman und- ir merkjum Mindgroup, þeirra á meðal Zombíljóðin, Góðir Íslend- ingar og Þú ert hér. „Segja má að við höfum innleitt Mindgroup-hugmyndafræðina, sem er mjög lýðræðisleg, inn í þessa upp- færslu. Þannig geta allir sem taka þátt í uppsetningu sýningarinnar haft skoðun á öllu og lagt í púkkið hugmyndir. Afstaða Jóns Páls sem leikstjóra er að besta hugmyndin í herberginu ráði. Þetta er mjög gef- andi vinnufyrirkomulag sem skilar miklu betri árangri.“ Athygli vekur að leikarar verksins hafa ýmist ekki sést á íslensku leik- sviði um nokkurt skeið, s.s. Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmar Jónsson, eða hafa ekki leikið í atvinnuleikhúsi fyrr, þ.e. Birta Hugadóttir. Þegar Jón Atli er spurður hvað legið hafi til grundvallar leikaravalinu, svarar hann: „Ég hef miklar mætur á Elvu og Hilmari enda fylgst með þeim á leiksviðinu árum saman. Þau eru svo næm og flinkir listamenn. Birta er mikið náttúrutalent og það verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.“ Sálfræðitryllir í kjölfar hruns  Nóttin nærist á deginum frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20  Jón Atli Jónasson höfundur segir verkið skilja áhorfendur eftir á erfiðum stað Hálfkarað Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmar Jónsson í hlutverkum sínum sem hjón sem sitja uppi með hálfklárað einbýlishús eftir efnahagshrunið. Listabókahelgi Crymogeu hefst í dag í húsakynnum útgáfunnar að Barónsstíg 27 og stendur til sunnu- dags, en opið er alla daga milli kl. 11- 17. „Við héldum listabókahelgina fyrst í fyrra og viðtökur voru þess eðlis að ákveðið var að gera þetta að árlegum viðburði,“ segir Margrét Áskelsdóttir, kynningarstjóri Crymogeu. Að sögn Margrétar verður boðið upp á á þriðja hundrað titla. „Við verðum með mikið úrval íslenskra myndlistarbóka og bók- verka á einum stað. Um er að ræða vandaðar útgáfur þar sem inntakið er myndlist, gamla katalóga og ein- stök bókverk sem listamenn hafa jafnan dregið upp úr rykugum köss- um á vinnustofum sínum,“ segir Margrét og bendir á að nokkrar ger- semar verði aðeins í einu eintaki og aðrar í takmörkuðu númeruðu upp- lagi. Þátttakendur í listabókahelg- inni eru sjálfstætt starfandi lista- menn og fræðimenn, auk fjölmargra forlaga, safna og gallería sem dregið hafa fram bækur af lagerum sínum sínum sem sumar hverjar hafa ekki verið á markaði í áraraðir. Meðal höfunda eru Ragnheiður Jónsdóttir, Ingólfur Arnarson, Daði Guðbjörns- son og Þorvaldur Þorsteinsson. Listabókahelgi Crymogeu hefst Morgunblaðið/Styrmir Kári Gersemar Margrét Áskelsdóttir, kynningarstjóri Crymogeu, með brot af úrvali þeirra bóka og katalóga sem á boðstólum verða um helgina.  Eini markaðurinn á Íslandi sem er helgaður myndlistarbókum STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : Sv al a Þó rð ar d ó tt ir einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.