Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
Davíð Kjart-
ansson fór með
sigur af hólmi á
Skákþingi
Reykjavíkur,
sem í ár er kennt
við Kornax.
Davíð fékk 8
vinninga úr 9
skákum og er því
skákmeistari
Reykjavíkur 2013 en hann sigraði
einnig á mótinu árið 2008.
Í 2. sæti varð Omar Salama með
7,5 vinninga og í 3. sæti Mikael Jó-
hann Karlsson með 7 vinninga.
Keppendur voru 63 talsins og teflt
var í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur.
Davíð skákmeistari
Reykjavíkur
Davíð Kjartansson
Tónlistarhúsið Harpa er komið í
úrslit í samkeppni hjá Evrópusam-
bandinu um arkitektaverðlaun
sambandsins og Mies van der
Rohe-stofnunarinnar í ár.
Fimm byggingar keppa til úr-
slita en alls bárust tillögur um 335
verk í 37 löndum Evrópu í keppn-
ina. Fram kemur á heimasíðu
Hörpu, að þetta séu ein æðstu
verðlaun sem hægt sé að fá innan
arkitektageirans og því mikil við-
urkenning að fá slíka tilnefningu.
Tilkynnt verður í maí í Barce-
lona á Spáni hvaða bygging hlýtur
verðlaunin í ár.
Auk Hörpu eru ráðhúsið í Ghent
í Belgíu, Superkilen, almennings-
garður á Norðurbrú í Kaupmanna-
höfn, heimili fyrir aldraða í Alcá-
cer do Sal í Portúgal og Metropol
Parasol í Seville á Spáni í úrslit-
um.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.
Harpa í úrslitum
í arkítektakeppni
STUTT
Árleg Japanshátíð verður haldin 2.
febrúar næstkomandi á Há-
skólatorgi Háskóla Íslands milli kl.
13 og 17.
Á meðal þess sem í boði verður á
hátíðinni má nefna japanska mat-
argerðarlist, japanska skrautritun,
og kynningu á japanskri tungu og
menningu. Einnig verður boðið upp
á fræðslu um japanska poppmúsík,
tölvuleiki, anime og manga.
Sendiráð Japans á Íslandi og
nemendur í HÍ standa að hátíðinni.
Japanshátíð á
Háskólatorgi
Atvinnuleysisbætur hækkuðu um
áramót úr 167.176 krónum í
172.609 krónur og gildir það frá
og með næstu útborgun, þ.e. út-
borgun í dag. Það sama gildir um
bæturnar og laun, að greiddir eru
af þeim skattar og launatengd
gjöld. Bótaþegar geta skilað inn
skattkortum og nýtt persónu-
afslátt.
Til samanburðar eru lágmarks-
laun skv. kjarasamningum 204.000
kr. eftir launahækkunina í dag.
Atvinnuleysisbætur
hækka í dag
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Skíðasvæðið í Skálafelli verður opnað
um helgina. Undirbúningur hefur
staðið allan janúarmánuð og að sögn
framkvæmdastjóra skíðasvæðanna
hefur allur janúarmánuður farið í
undirbúning fyrir opnunina.
„Þetta eykur líkur á því að fólk
komist á skíði um helgar. Yfirleitt er
þó meiri snjór í Bláfjöllum auk þess
sem meiri sólbráð er í Skálafelli, þess
vegna er opnað síðar þar en í Bláfjöll-
um. Með tilkomu Skálafells fáum við
fjölbreytni inn í skíðaflóruna,“ segir
Magnús Árnason, framkvæmdastjóri
skíðasvæðanna.
55-65 manns að störfum
Opnunin krefst mikils undirbún-
ings. ,,Snjótroðarar hafa verið á
svæðinu allan mánuðinn,“ segir
Magnús.
Á opnunartíma starfa 15 manns á
svæðinu. Til samanburðar starfa 40-
50 manns í Bláfjöllum þegar opið er.
„Áætlanir gera ráð fyrir því að við
verðum með opið í Skálafelli fram að
páskum. Páskar eru óvenjusnemma í
ár þannig að það getur verið að við
munum halda opnu fram í apríl.
Ákvörðun um það verður tekin síð-
ar. Ef aðsókn er lítil um páska sjáum
við enga ástæðu til að vera með tvö
skíðasvæði opin á þessu svæði,“ segir
Magnús.
Afleitt veður en góð mæting
Magnús segir að veður hafi verið
afleitt til skíðaiðkunar það sem af er
skíðaári. Það helgast af miklu roki.
Nægur snjór er í fjallinu.
Alls hefur verið opið í 21 dag í Blá-
fjöllum frá opnunardegi sem var 6.
desember. Magnús segir að á þeim
dögum sem opið hefur verið hafi
mæting verið mjög góð. „Vegna
þessa roks höfum við þurft að hafa
mun meira lokað en við hefðum viljað,
sérstaklega þar sem svæðið er alveg
hvítt og nægur snjór.“
Spurður um muninn á skíðasvæð-
inu við Skálafell og í Bláfjöllum, segir
Magnús hann vera nokkurn. ,,Skála-
fell á sína aðdáendur. Skíðasvæðið í
dag er opnara og þar er betra útsýni.
Þar er jafnframt lengsta stólalyfta
landsins,“ segir Magnús.
Skíðasvæði landsins eru rekin fyrir
tilstilli framlaga frá sveitafélögum.
Magnús segir þau langt frá því að
geta staðið undir sér. ,,Við myndum
þurfa stöðugt framboð gesta og helm-
ingi hærra miðaverð til þess að geta
staðið undir þessu án aðstoðar sveit-
arfélaga. Inngangur á skíðasvæði á
Íslandi er ódýr. Að sama skapi er
reksturinn dýr. Starfsfólki er greidd
yfirvinna eftir klukkan fimm á daginn
og dagarnir eru langir enda er opið til
kl. 21. Erlendis er opið á skíðasvæð-
um frá hálfníu til hálffimm,“ segir
Magnús.
Opnað í Skálafelli um helgina
Opið í 21 dag í Bláfjöllum frá 6. desember Nægur snjór en óvenju vinda-
samt Ódýrt að fara á skíði á Íslandi segir framkvæmdastjóri skíðasvæðanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skálafell Snjótroðari að störfum í Skálafelli í gær, til að gera allt klárt fyrir helgina, þegar svæðið verður opnað.
Landsbókasafni Íslands var
óheimilt að afhenda félagatal
Kommúnistaflokks Íslands á ár-
unum 1930-1938
vegna sagnfræði-
rannsóknar þar
sem ekki var aflað
leyfis vegna af-
hendingarinnar
frá Persónuvernd
eða þeim einstaklingum sem fé-
lagatalið nær til og eru enn á lífi.
Vísað er til þess að málið snúist
um stjórnmálaskoðanir fólks sem
flokkist undir viðkvæmar per-
sónuupplýsingar. Þetta er úr-
skurður Persónuverndar.
Afhent árið 2005
Félagatalið var afhent Lands-
bókasafninu í nóvember 2005 og
kemur fram í úrskurðinum að
safnið hafi greint frá því að með
hafi fylgt ósk þess sem afhenti
gögnin að þau nýttust til fræði-
legra rannsókna á vinstrihreyf-
ingunni á Íslandi á 20. öldinni.
Engar kvaðir hafi hins vegar
fylgt gögnunum og þá séu þau
nærri 70 ára gömul og flestir þeir
sem getið er í þeim sennilega
látnir.
Þá hafi ekki verið um að ræða
gögn sem heyrðu undir upplýs-
ingalög enda tengdust þau frjáls-
um félagssamtökum en ættu ekki
uppruna sinn að rekja „til stjórn-
valds á vegum ríkis, sveitarfélaga
eða eru til komin vegna starfsemi
einkaaðila að því leyti sem honum
hefur verið falið opinbert vald“.
Óheimilt að af-
henda félagatal
kommúnista
Skálafell var opið í fyrra en ekki
árin tvö þar á undan sökum snjó-
leysins. Að sögn Einars Bjarnason-
ar, rekstrarstjóra Bláfjalla, eru
Skálafell og Bláfjöll á tveimur ólík-
um veðursvæðum og því þurfi að-
stæður á einum stað ekki að hald-
ast í hendur við aðstæður á hinum.
„Veður eru mjög ólík á þessum
svæðum. Úrkomusamara er í Blá-
fjöllum. Austanáttin er frábær fyr-
ir Skálafell en þá er oft mjög
hvasst í Bláfjöllum,“ segir Einar.
Lyftan í Skálafelli er um 1.200
metra löng og skíðabrekkan er um
tveggja kílómetra löng. „Þeir sem
eru nýlega byrjaðir eru oft mjög
hrifnir af Skálafelli. Brekkan þar er
meira aflíðandi. Það er eins þar og
í Bláfjöllum, snjóbyssur myndu
gera mikið fyrir svæðið,“ segir Ein-
ar.
Tveggja kílómetra löng brekka
SKÁLAFELL OG BLÁFJÖLL Á ÓLÍKUM VEÐURSVÆÐUM