Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 28

Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 ✝ Jón Jónsson varfæddur á Mel- um í Hrútafirði 15. júní 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 23. jan- úar 2013. Foreldrar Jóns voru hjónin Jón Jós- efsson, bóndi á Mel- um, og kona hans Elísabet Jón- asdóttir. Jón var elstur þriggja sona þeirra hjóna sem allir ólust upp á Melum og urðu síðar bændur á jörðinni. Næstelstur var Jónas Reynir, f. 1926, d. 2008, en yngstur Sig- urður, f. 1933. Jón var tvo vetur við nám í Reykjaskóla og þar kynntist hann eiginkonu sinni sem síðar varð, Þóru Ágústsdóttur frá Gröf á Vatnsnesi, f. 14. október 1927, en hún kom til hans að Melum ár- ið 1947. Börn þeirra eru: 1) Jón Hilmar, f. 2. janúar 1947, maki Sigríður Karvelsdóttir. Börn þeirra eru Ágúst Þór, f. 1985, og Jóhanna Hildur, f. 1985; 2) Ágúst og Ásgeir Kristján, f. 1997. Lang- afabörnin eru 9. Jón hóf búskap á Melum árið 1946 og þar bjuggu þau hjónin allt til ársins 1994 er þau fluttu til Reykjavíkur en þar áttu þau lengst af heima í Bólstaðarhlíð 45. Síðustu tvö árin dvöldu þau hjónin bæði á hjúkrunarheim- ilinu Grund, þar sem Jón naut góðrar umönnunar. Jón var virkur í félagsstarfi í sinni heimabyggð og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, sat m.a. um árabil í hreppsnefnd Bæjarhrepps. Hann var einlægur samvinnumaður og sat lengi í stjórn Kaupfélags Hrútfirðinga. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Sparisjóðs Hrútfirðinga og var formaður Veiðifélags Hrúta- fjarðarár og Síkár um langt skeið. Þá var hann lengi formað- ur stjórnar Ræktunarsambands Bæjar- og Óspakseyrarhrepps. Heimahagarnir voru honum alla tíð kærir og hin síðari ár naut hann þess að koma að Melum með börnum og barnabörnum meðan þrek og kraftar leyfðu. Jón verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, föstu- daginn 1. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Frímann, f. 14. júlí 1950, maki Kristín Björnsdóttir. Börn þeirra eru: Þóra, f. 1978, og Birna, f. 1981; 3) Helga, f. 30. maí 1955, maki Ólafur Þor- steinsson. Dætur þeirra eru: Kristín f. 1993, og Steinunn, f. 1994; 4) Ingunn, f. 8. maí 1957. Fyrri maður hennar: Magnús H.Traustason. Börn þeirra eru: Þóra Huld, f. 1978, Jón Bjarki, f. 1984, Trausti Breiðfjörð, f. 1996. Sambýlismaður Ingunnar er Ísar Guðni Arnarson; 5) Elísabet, f. 2. apríl 1959. Fyrri maður hennar: Guðmundur Thorsteinsson, d. 1988. Dóttir þeirra er Hallveig, f. 1984. Síðari maður hennar: Sig- urgeir Ólafsson. Börn þeirra eru: Brynjar, f. 1990, d. 1991, Brynja, f. 1992, Freyja, f. 1993. Fyrir átti Sigurgeir soninn Andra Þór, f. 1976; 6) Guðlaug, f. 7. maí 1966. Maki: Karl Kristján Ásgeirsson. Synir þeirra eru: Þórir, f. 1995, Látinn er í Reykjavík á áttug- asta og áttunda aldursári. Jón Jónsson, fyrrum bóndi á Melum í Hrútafirði. Þar með lýkur kafla í búnaðar- og menningarsögu Hrútafjarðar. Jón var flottur sauðfjárbóndi, óvenju fjárglögg- ur og nostursamur við sitt fé, enda var meðalþyngd dilka frá Melum alla tíð yfir landsmeðaltali og afurðir í samræmi við það. Jón unni mjög sínum heima- högum og blés í þess orðs fyllstu merkingu á þá bábilju að veður- far í Hrútafirði fylgdi ævinlega þeim landshlutanum í norðri eða suðri þar sem veðrið væri verra á hverjum tíma. Honum þótti veðr- ið í Hrútafirði alltaf gott. Meðfram búskapnum gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Bæjarhrepp og héraðið allt, kosinn jafnt sem tilnefndur. Hann lét verulega til sín taka í menningarlífi sveitarinnar og var mörgum eftirminnilegur á leik- sviðinu í sýningum ungmenna- félagsins, t.a.m í Klerkum í klípu í leikstjórn Erlings Gíslasonar á sjötta áratugnum, sem sýnt var víða við góðar undirtektir. Jón var mikill samvinnumaður og um leið einlægur framsóknar- maður; ég leyfi mér að segja í bestu merkingu þess orðs. Hann heillaðist ungur af Hermanni Jónassyni, síðar forsætisráð- herra, og sagði stundum frá því, með nokkurri hreykni, að hann hefði glímt við Hermann, gamla glímukónginn, á bæjarhellunni á Melum. Kannski var það þarna sem kviknaði sú aðdáun sem hann hafði greinilega alla tíð á sterkum mönnum og fimum. Í rauninni kynntist ég Jóni á Melum of seint. Fyrsti fundur okkar, við eldhúsborðið á Melum seint á áttunda áratugnum, var heldur stirður í upphafi, en tilefn- ið var það að ég var farinn að stíga í vænginn við elstu dóttur hans, Helgu. Miklar andstæður blöstu þarna við: Jón á Melum, veðurbarinn og útitekinn á erma- lausum bol, en á móti honum sat spariklæddur kontóristi á blank- skóm úr miðbæ Reykjavíkur, sem fram að þessu hafði fyllst óöryggi við að fara austur fyrir Snorrabraut. En þar kom í sam- ræðunum að áhugamál beggja barst í tal, en það var knatt- spyrna og allt það sem henni tengist. Það kom nefnilega í ljós að Jón fylgdist vel með knatt- spyrnu sem öðru og hafði leikið ófáa knattspyrnuleiki við ná- granna sína ungur maður undir forystu séra Róberts Jack á Vatnsnesi. Þá var ísinn brotinn, enda knattspyrna flókin og marg- breytileg eins og lífið sjálft, og þar sem annars staðar var Jón á Melum á heimavelli. Því er óhætt að segja að það gladdi hann þegar hann frétti að búið væri að stofna nýjan Melavöll á Melum í Hrúta- firði og reynt væri að skikka alla gesti sem þangað kæmu til knatt- spyrnuiðkunar. Árið 1994 brugðu þau Jón og Þóra kona hans búi og fluttust til Reykjavíkur. Greinilegt var að hugur hans var þó áfram í heima- högunum. Það var eðlilegt því að þar átti hann sín bestu ár og í Hrútafirði nýttust kraftar hans best. Hann var héraðshöfðingi. Að endingu vil ég þakka Jóni tengdaföður mínum samfylgdina og leiðsögnina. Þóru konu hans og börnum þeirra sex og fjöl- skyldum þeirra færi ég hugheilar samúðarkveðjur. Ólafur Þorsteinsson. Með söknuði kveð ég tengda- föður minn, Jón Jónsson frá Mel- um í Hrútafirði. Ef litið er til ævi- ferils hans kemst maður vart hjá því að hugsa til þess framfara- skeiðs í íslenskum sveitum sem hófst þegar samtakamátturinn var virkjaður með samvinnu- hreyfingunni, ræktunarfélögum og sparisjóðunum. Jón var virkur þátttakandi í þessu öllu af lífi og sál og valdist hvarvetna til for- ystu. Hann sat í hreppsnefnd um árabil, var formaður Sparisjóðs Hrútfirðinga, formaður stjórnar Kaupfélags Hrútfirðinga, for- maður stjórnar Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár og for- maður Ræktunarsambands Bæj- ar- og Óspakseyrarhrepps. Auk þess var hann öflugur þátttak- andi í félagslífi í sveitinni. Þetta sýnir mér einkum tvennt. Annars vegar það traust sem menn báru til hans og hins vegar ósérhlífni hans við að vinna í þágu sveit- unga sinna. Öllu þessu sinnti hann samviskusamlega samtímis því að reka fyrirmyndarbú á Mel- um ásamt bræðrum sínum, þeim Jónasi og Sigurði. Jón hafði yndi af sauðfjárbúskap og var fjár- glöggur mjög. Hann átti góðan fjárstofn og hinn gróskumikli og algróni afréttur Melamanna skil- aði þeim ávallt vænu fé. Kaupfélagið rak verslun og sláturhús á Borðeyri og veitinga- skálann í Brú, rétt sunnan við Mela. Jóni var umhugað um að vel gengi í Brú og er komið var að sunnan var oft spurt hvort ekki hefðu verið margir bílar við skál- ann. Þegar Jón og Þóra hættu bú- skap á Melum og fluttu til Reykjavíkur var það vegna lík- amlegs heilsubrests. Andlega var hann þó enn fullur orku og fram- kvæmdaþarfar. Hann fylgdist með fréttum af virkjunum til sveita og sá fyrir sér ýmsa mögu- leika á virkjunum í Melalandi. Eitt sinn er dóttir hans fór með hann í bankaútibú í Reykjavík til að sinna hefðbundnum bankavið- skiptum missti hún sjónar á hon- um eitt augnablik, en fann hann síðan þar sem hann spurðist fyrir um hver réði þar ríkjum því hann vildi forvitnast um lán til virkj- unarframkvæmda. Í einni af síð- ustu ferðum sínum norður í Hrútafjörð bað hann um að vera keyrður suður að Ormsá því hann þurfti að kanna hvort hugmynd hans um frekari virkjunarfram- kvæmdir þar gengi upp. Það hlýtur að hafa verið sárt fyrir þennan mikla samvinnu- mann að upplifa þá hnignun sem hófst með falli Sambandsins og síðan kaupfélaganna og spari- sjóðanna. Nú er enginn verslun- arrekstur eða sláturhús lengur á Borðeyri, búið að jafna yfir veit- ingaskálann í Brú og Sparisjóður Hrútfirðinga ekki lengur til. Í raun flutti Jón aldrei alveg frá Melum. Hugurinn var þar að nokkru og ef einhver átti þar leið um var ávallt spurt um gras- sprettu, heyskap og vænleika lamba. Fyrir stuttu kom ég að honum sofandi og vakti hann og spurði hann þá í svefnrofunum hvernig sauðburður gengi. Ljóst er hvar hann hafði þá verið í draumum sínum. Ég er þakklátur fyrir þau rúm- lega tuttugu ár sem ég hef átt samleið með Jóni. Ég er þakklát- ur fyrir glettnina sem hann var óspar á meðan heilsan leyfði. Blessuð sé minning hans. Sigurgeir Ólafsson. Elsku afi. Þær eru margar minningarnar sem ég á um þig og margar tengj- ast þær Melum: sauðburði, slætti, smalamennsku og ógleym- anlegum kvöldvökum þar sem húmorinn réð ríkjum. Elsta minningin sem ég á um þig er auðvitað tengd Melum. Við fjölskyldan gistum í stóra her- berginu og ég vakna að morgni við útvarpsfréttirnar og veit að þú ert að klæða þig í húsafötin. Ég hleyp fram í eldhús og bið þig að bíða. Svo göngum við saman upp í fjárhús, hönd í hönd. Að fá að ganga ein með þér upp í fjár- hús, vera ein með þér að hugsa um féð, var eitt það besta sem ég vissi sem barn. Upp í hugann koma ótal mynd- ir af þér í sveitinni; afi að gefa fénu og að reka frameftir, afi að hrópa „það er afturfóta, náið í Þóru“, afi við spilið í hlöðunni og á dráttarvélinni, afi á volvoinum á þjóðveginum flautandi á féð í smalamennsku með halarófu af bílum fyrir aftan sig. Ég gleymi seint deginum þeg- ar mamma og pabbi sögðu mér að þið amma ætluðuð að flytja í bæ- inn og gráturinn var mikill, hvað yrði um kindurnar hans afa? Nú er ég þakklát fyrir þessa ákvörð- un. Eftir því sem árin liðu tókst með okkur traust og góð vinátta. Þau eru ófá samtölin sem við átt- um og þá ræddum við allt milli himins og jarðar, lífs og dauða – og alltaf var stutt í hláturinn. Hlýja og einlægur áhugi á því sem ég hafði fyrir stafni ein- kenndu þig, skipti ekki máli hvort um var að ræða skóla, vinnu eða dans. Þannig var það líka á okkar síðasta fundi en þín síðustu orð til mín voru „Var gaman?“. Allar minningarnar um þig, elsku afi, geymi ég nú í hjarta mínu. Það er ómetanlegt að hafa fengið að eiga þig sem afa og að hafa fengið að njóta vináttu þinn- ar og væntumþykju. Ég kveð þig með söknuði en gleðst yfir því að nú hefur þú fengið hvíldina sem þú hafðir þráð svo lengi. Þitt barnabarn og vinur, Jóhanna. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf: Mary Elizabeth Frye.) (Þýð: Ásgerður Ingimarsdóttir.) Þú varst afinn sem ruggaðir okkur á kné þér þegar við vorum lítil. Þú sönglaðir fyrir okkur vísnabúta og lagstúfa, sem meðal annars fjölluðu um kókómjólk og mandarínur. Það fannst okkur gaman, enda kókómjólk og mand- arínur hið besta sælgæti. Við eyddum ófáum sumrunum hjá þér og ömmu í sveitinn á Melum. Í minningunni var himinninn allt- af blár og grasið svo fallega grænt. Þú tókst ætíð fagnandi á móti okkur þegar við komum í heim- sókn, og spurðir glaður og reifur frétta. Vorum við ekki örugglega búin að vera dugleg að læra? Þú kenndir okkur að iðjusemi væri dyggð. Þú varst bóndi af lífi og sál, maður sem þótti vænt um dýrin sín, maður sem kenndi okk- ur að hvert lítið lamb er svo ein- stakt að það á skilið að bera sitt einstaka nafn. Elsku afi. Ertu ennþá á Mel- um? Stendur þú núna með kíkinn í stofunni og athugar með hest- ana? Eða ert þú kannski sjálfur kominn upp á heiði og farinn að gera við girðingar? Gengur þú gamla veginn á leið þinni út í Brú- arskála með Snata í eftirdragi? Eða siturðu nú afslappaður uppi í Skarði og virðir fyrir þér Trölla- kirkjuna þína? Elsku afi. Takk fyrir sam- fylgdina. Þú lifir enn – í okkur. Þín barnabörn, Þóra Huld og Jón Bjarki. Elsku afi minn, Jón á Melum, er látinn. Þær eru margar minn- ingarnar sem streyma fram við þessi tímamót, ljúfar minningar úr sveitinni. Sem barn vildi ég helst hvergi annars staðar vera en á Melum hjá ömmu og afa. Þangað komum við fjölskyldan öllu jöfnu að kvöldi föstudags og brást þá varla að afi sat við eldhúsborðið meðan amma skoppaði blístrandi um eldhúsið, hlæjandi sínum dillandi hlátri og móttökurnar voru ávallt hlýjar. Mikið óskaplega varð ég alltaf ánægð þegar ég vaknaði að morgni laugardags og áttaði mig á því hvar ég var, spratt á fætur og fann gömlu hjónin í dásamlega ilmandi eldhúsinu. Ferð í fjárhúsin með afa var yf- irleitt fyrst á dagskrá; úlpa, ull- arhúfa, gúmmístígvél og hlý afa- hönd. Yfirleitt var margt um manninn og mikið um að vera. Ekki var óvanalegt að við krakk- arnir gengjum fram af þeim full- orðnu í öllum hamaganginum – slík var orkan. Alla daga kom ég heim í hús, sæl og þreytt, og alltaf beið þá amma með eitthvert góð- gæti. Sveitin var paradísin mín og afi minn var sterkasti maður í heimi. Eftir að afi og amma hættu bú- skap og fluttu til borgarinnar var hugur afa alltaf á Melum. Hann var bóndi fram í fingurgóma, á Melum var hann fæddur og þar bjó hann alla sína búskapartíð. Honum leiddist það ekki þegar ég fór að heimsækja þau hjónin með annan eins bónda upp á arminn, unnusta minn og síðar eigin- mann. Umræðuefnin voru ótæm- andi og þeir náðu vel saman. Afi lýstist upp þegar við komum með börnin okkar í heimsókn, eitt af öðru, þessa ungu afkomendur sem hann sá því miður allt of sjaldan. Líkaminn gaf hratt eftir síðustu árin en áfram hvarflaði hugurinn heim í Hrútafjörðinn, heim að Melum. Afi lét sig dreyma fram á síð- asta dag og framkvæmdi í hug- anum. Hann var sérstaklega áhugasamur um að virkja og ræddi mikið þá virkjunarkosti sem hann taldi til staðar á Mel- um. Hann var einnig afar áhuga- samur um búskap okkar að Neðri-Mýrum í Austur-Húna- vatnssýslu og alveg sérstaklega ánægður með hve mikið pabbi kæmi til okkar – að hann væri orðinn bóndi! Um miðjan nóvember á síðasta ári heimsóttum við dóttir mín þau afa og ömmu á Grund. Undir lok heimsóknarinnar vék amma að því að þau myndu nú kannski heimsækja okkur við tækifæri. „Það verður aldrei,“ sagði þá afi vonsvikinn. Því miður var það rétt hjá honum – af þeirri heim- sókn varð aldrei. Mér hefði þótt yndislegt að geta boðið honum til mín, sýnt honum sveitina mína, fjárhúsin og ærnar, en til þess var hann orðinn of lúinn. Ég kvaddi afa minn í hinsta sinn föstudaginn 18. janúar sl., kyssti hann á kinnina og hann hvíslaði veikum rómi „Bless elsk- an“. Þessa kveðju mun ég geyma með mér um ókomna tíð. Kannski getur hann litið til okkar í fjár- húsin núna, hver veit. Ég er þakklát fyrir allar stund- irnar sem ég átti með afa, þær voru dýrmætar og hann var mér dýrmætur. Ömmu minni og fjöl- skyldunni allri sendi ég hlýjar kveðjur og bið Guð um styrk þeim til handa. Hvíldu í friði, afi minn. Birna Ágústsdóttir Jón Jónsson, föðurbróðir minn, var síðastur ábúenda á Melum sem bar nafnið Jón Jóns- son eftir nær óslitna keðju Jóna í níu kynslóðir, allt frá 17. öld. Að sumu leyti finnst mér Jón frændi hafa verið fulltrúi þessarar sögu og gamallar tíðar. Hann var sauð- fjárbóndi af lífi og sál, þrjóskari en andskotinn en deigur inn við beinið. Mínar fyrstu minningar um Jón frænda eru þegar ég var staddur í þvottahúsinu hjá þeim Þóru „suðurfrá“ og hann hvatti mig til að þenja út brjóstkassann. Ég blés hann út og lyftist upp á tær, gríðarlega stoltur. Þá heyrð- ist smá hlátur og svo hrós um hversu myndarlegur kassinn væri. Þessi leikur var leikinn aft- ur og aftur og alltaf var hann jafn skemmtilegur. Þó það væri ekki endilega fært í orð, frekar en venja var á þess- um stað og þessum tíma, fann ég alltaf að Jóni þótti vænt um okk- ur Eia bróður. Til er mynd af okkur þar sem við höngum utan á honum og erum að slást við hann um jól á Melum og gleðin og kát- ínan skín af andlitum okkar allra. Ég varð þó yfirleitt þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera vinur númer eitt og var afskaplega stoltur af þeirri virðingarstöðu, en um hana ríkti heilmikil sam- keppni. Fjárhúsin hjá Jóni voru rétt hjá fjárhúsum pabba og var ósjaldan sem maður kom þar við á leið að loknum gjöfum, enda var Jón yfirleitt lengur í fjárhúsunum en við. Um hátíðirnar var þetta sérstaklega áberandi, enda fannst honum öruggara að láta hrútana lemba hverja kind tvisv- ar. Í heyskap á Melum var föst verkaskipting og Jón var verk- stjóri í hlöðunum og sá til þess að dreift væri úr heyinu, á meðan votheysheyskapur var við lýði. Þar var margt spjallað. Ég hef líka góðar minningar af vinnu með Jóni í girðingarvinnu á fjöllum á vorin, en Jón var varð- stjóri Sauðfjárveikivarna á okkar svæði. Í girðingarvinnunni lék hann oft á als oddi og kímnin fékk að njóta sín. Mér er líka sérstak- lega minnisstætt hversu auðvelt Jón átti með að sofna í hádegis- pásum. Við vorum kannski að spjalla og svo liðu ekki nema fjór- ar sekúndur og þá fóru að heyr- ast hrotur frá Jóni. Þá var kallinn steinsofnaður á milli þúfna. Nú fær Jón að hvílast að loknu drjúgu ævistarfi. Ég vil fyrir hönd systkina minna frá Melum III þakka Jóni samfylgdina og færa Þóru, frændum mínum og frænkum frá Melum I og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Finnur Sigurðsson. Miðvikudaginn 23. janúar sl. lést föðurbróðir minn, Jón Jóns- son frá Melum. Hann var saddur lífdaga og andlátið kom ekki á óvart. Við Melafólk sjáum því á eftir tveimur af elstu kynslóðinni með skömmu millibili, því móðir mín, Elladís var jarðsett þann 24. janúar. Ég tala gjarnan um Jón frænda minn sem Jón bónda á Melum, því að í minni mínu var hann hinn sanni íslenski bóndi — gekk til verka hvern dag til að sinna búi sínu og bústofni — og víst var hugur hans bundinn við Mela alla tíð, en hann varð að hverfa frá búskap vegna veik- inda. Á Melum var mikill samgang- ur milli þriggja heimila þar sem börn föðurbræðra minna, Jóns og Sigga, og svo við Jónasarbörn gengu út og inn „suðurfrá“ og „hinummegin“, og þegar við syst- ur eignuðumst okkar börn bætt- ust þau í þann flokk. Veturinn sem Jón og Þóra fluttu í nýja hús- ið var ég á Melum með mína fjöl- skyldu. Þá fóru þeir gjarnan í heimsóknir til Jóns frænda, Sig- urðarsynirnir Eii og Finnur, og sonur minn, Guðjón Freyr, elti auðvitað. Venjulega kom hann til baka með ýmsan „fróðleik“ frá frænda sem misjafnlega gekk að leiðrétta, í huga yngstu barnanna var allt rétt sem „gömlu kallarn- ir“ sögðu. Tilsvör hans eru mér minnis- stæð. Bóndi nokkur í Dölunum hafði eftir honum að á Melum þyrfti að fara að verja ærnar fyrir landinu, svo gott væri beitilandið þar. Þegar einhver hafði á orði að Hrútafjörðurinn væri hryssings- legur og veður þar alltaf and- styggilegt, sagði hann bara að það væri ekki fyrir aumingja að búa á svona stað, þeir gætu verið annars staðar. Ríkan skilning hafði hann því á að við Ína systir mín reistum okkur heilsársbú- stað í landi Mela. Þegar ég sagði að margir yrðu alveg steinhissa á að okkur dytti þetta í hug, þetta væri alveg ömurlegur staður, hló hann bara og sagði að ekki þyrfti það fólk að vera að flækjast þarna. Það var gaman að taka á móti honum og Þóru í nýja húsinu okk- ar og tala um framkvæmdir sem honum fannst að þyrfti að ráðast í, svo sem að virkja árnar og fleira smáræði. Það var föst venja í nokkur ár þegar ég kom að Melum að ég væri kölluð suðureftir. Það þurfti að klippa hár frænda míns og ekki nauðsyn að vanda það svo mikið að hann leitaði annað með það. Alltaf var einfaldleikinn bestur og óþarfa bruðl og vesen Jón Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.