Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 35
Við störf á fjallstindum
Kristján var starfsmaður Pósts
og síma á Eiðum frá 1965-2002,
við endurvarpsstöðina á Eiðum og
síðar einnig við önnur dreifikerfi
þar, s.s. sjónvarpsdreifingu, far-
símastöðvar, gsm-stöðvar og
bátaradíó.
„Það var oft í mörg horn að líta
því þessar stöðvar eru uppi á ýms-
um fjallstindum hérna fyrir aust-
an. Við vorum því oft ansi hátt
uppi ef svo má að orði komast.
Oftast var farið á jeppum og
vélsleðum. Þetta var auðvitað
skemmtilegt starf í góðu veðri, en
það viðraði ekki alltaf vel og þá
voru þetta engar skemmtiferðir.“
Kristján lék á orgel við messur
á Eiðum eftir að hann flutti þang-
að aftur, 1965, og er nú organisti
við kirkjuna að Eiðum, í Borg-
arfirði eystra og á Valþjófsstað.
Kristján var einn stofnenda
Styrktarfélags vangefinna á Aust-
urlandi, var fyrsti formaður þess
og síðan gjaldkeri um árabil. Fé-
lagið stóð fyrir byggingu Von-
arlands á Egilsstöðum sem hýsti
lengi stofnun fyrir þroskahefta.
Um áhugamál segir Kristján að
hann dundi sér við að gera við
gömul orgel, píanó og jafnvel
klukkur. Hann hefur lengi haft
áhuga á ættfræði, les ýmsar bók-
menntir og hefur lesið Gerplu
fjórum sinnum: „Þessi langa saga
styttist eftir því sem maður les
hana oftar“ - segir hann og hlær.
Fjölskylda
Eiginkona Kristjáns er Bjarney
Bjarnadóttir, f. 14.12. 1941, fyrrv.
pósthússtjóri á Eiðum og kennari,
dóttir Bjarna Bjarnasonar, verk-
stjóra og sjómanns í Neskaupstað,
og Svanhvítar Sigurðardóttur hús-
freyju.
Börn Kristjáns og Bjarneyjar
eru Gissur Ólafur, f. 26.10. 1964,
verslunarmaður í Reykjavík,
kvæntur Maríu Helgadóttur lyfja-
tækni; Bjarni Halldór, f. 15.3.
1966, rafeindavirki í háskólanámi,
kvæntur Nönnu Herborgu Tóm-
asdóttur, forstöðumaður hjá Eim-
skip; Eðvarð Björn, f. 29.9. 1969,
vistmaður við félagsþjónustuna á
Egilsstöðum; Lilja Eygerður, f.
7.4. 1974, lífheilsufræðingur í
Hafnarfirði, en maður hennar er
Ari Páll Albertsson, tölvufræð-
ingur hjá CCP.
Systkini Kristjáns: Jóhanna U.
Erlingsson, f. 16.1. 1932, þýðandi
og fyrrv. ritstjóri, búsett í Reykja-
vík; Erlingur Þór, f. 2.3. 1934, d. í
nóvember 2008, véltæknifræðingur
í Svíþjóð; Pétur, f. 17.5. 1935,
fyrrv. togaraskipstjóri í Reykja-
vík; Kristín, f. 17.4. 1938, hús-
móðir á Seyðisfirði; Jón Örn, f.
29.9. 1939, bifreiðarstjóri í Sand-
gerði.
Uppeldissystir Kristjáns er
Auður Harpa, f. 14.1. 1951, sjúkra-
liði í Reykjavík.
Foreldrar Kristjáns: Gissur
Ólafur Erlingsson, f. 21.3. 1909, en
hann verður 104 ára í næsta mán-
uði, þýðandi og fyrrv. umdæm-
isstjóri Pósts og síma, og Mjall-
hvít Margrét Jóhannsdóttir, f.
22.10. 1911, d. 21.11. 1972, hús-
freyja.
Úr frændgarði Kristjáns Gissurarsonar
Kristján
Gissurarson
Jórunn Eyjólfsdóttir
frá Gilsfjarðarmúla
Júlíus Ólafsson
kennari og kaupm. í Rvík
Jóhann Pétur Pétursson
verslunarm. og sjóm. í Rvík
Mjallhvít Margrét Linnet
húsfr. í Eyjum og Seltjarnarnesi
Margrét Ólafsdóttir
ráðskona
Pétur Sigurðsson
b. á Sjávarborg í Skagafirði
Stefanía Ólafsdóttir
ljósmóðir af Skíða-
Gunnarsætt, systurdóttir,
Elísabetar, langömmu Gunnars
Gunnarssonar skálds
Kristín Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Erlingur Filippusson
grasalæknir og búfr. í Rvík
Gissur Ó. Erlingsson
sem verður 104 ára nú í
ár, þýðandi og fyrrv. um-
dæmisstj. Pósts og síma
Filippus Stefánsson
silfursmiður í Kálfafellskoti
Grasa-Þórunn
grasalæknir og ljósm. í Kálfafells-
koti, bróðurdóttir Eiríks, afa Gísla
Sveinssonar Alþingisforseta
Jón Stefánsson
b. á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra
Einar Sveinn
Stefánsson
b. í Stakkahlíð
í Loðmundarf.
Björg
Einarsdóttir
húsfr. í Dverga-
steini á Seyðisf.
Valgeir
Björnsson
hafnarstj. í
Rvík
Geirlaug
Filippusdóttir
húsfr. á Orms-
stöðum
Helga
Eiríksdóttir
húsfr. í Rvík
Skúli Hansen
framkvæmdastj. og
matreiðslumeistari,
faðir Skúla Hansen
blaðamanns
Jörmundur Ingi Hansen
framkvæmdastj. og
fyrrv. allsherjargoði
Ásta Erlingsdóttir
grasalæknir
Jóhanna U.E. Erlingsson
þýðandi og fyrrv. ritstj.,
móðir Sigurður Rúnars
(Didda fiðlu) föður Ólafs
Kjartans óperusöngvara,
föður Fjölnis Ólafssonar
söngvara
Jóhanna E.Ó. Júlíusdóttir
húsfr. í Rvík.
Henrik Linnet
læknir
Bjarni Linnet
póst- og sím-
stöðvarstj.
Elísabet Linnet
húsfr. í Rvík
Vernharður Linnet
jassáhugamaður
Jóhanna Linnet
söngkona
Guðrún Svava
skáldkona
Hlíf Svavarsdóttir
fyrrv. stjórnandi
Íslenska dans-
flokksins
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
Valdimar fæddist á Grund íEyjafirði, 1.2. 1848, sonurÓlafs Briem, timburmeistara
á Grund, og k.h., Dómhildar Þor-
steinsdóttur.
Foreldrar Ólafs voru Gunnlaugur
Briem, kammerráð á Grund og ætt-
faðir Briemættar, og Valgerðar
Árnadóttur Briem.
Systir Valdimars var Sigríður
Briem, amma Davíðs Stefánssonar,
skálds frá Fagraskógi. Bróðir Valdi-
mars var Haraldur Briem, b. á Bú-
landsnesi, langafi Davíðs Oddssonar
Morgunblaðsritstjóra.
Valdimar ólst upp frá tíu ára aldri
hjá föðurbróður sínum, Jóhanni
Briem, prófasti í Hruna, og k.h., Sig-
ríði Stefánsdóttur Briem.
Dóttir þeirra, Ólöf, varð eiginkona
Valdimars og eignuðust þau tvo
syni, Jóhann Kristján sem lést tæp-
lega 18 ára, og Ólaf Briem, prest og
oddvita á Stóra-Núpi. Börn Ólafs
voru Valdimar Briem, stúdent á
Stóra-Núpi; Jóhann Briem listmál-
ari; Ólafur Briem menntaskólakenn-
ari á Laugarvatni, og Ólöf Briem,
húsfreyja á Stóra-Núpi.
Valdimar lauk stúdentsprófum frá
Lærða skólanum 1869, og embættis-
prófi í guðfræði frá Prestaskólanum
í Reykjavík 1872. Hann var barna-
kennari í Reykjavík 1872-73, honum
voru veittir Hrepphólar í Hruna-
mannahreppi 1873, var settur til að
þjóna auk þess Stóra-Núpi frá 1880,
settist þar þá að og bjó þar síðan til
æviloka. Hann var prófastur í Ár-
nesprófastsdæmi 1896-1918 og var
vígslubiskup í Skálholtsbisk-
upsdæmi 1909-30.
Valdimar var eitt helsta sálma-
skáld þjóðarinnar, fyrr og síðar, og
afkastamikill þýðandi. Hann er höf-
undur um 80 sálma í sálmabók ís-
lensku þjóðkirkjunnar auk þess sem
finna má um tíu sálma eftir hann í
færeysku sálmabókinni.
Margir sálmar Valdimars hafa
verið sungnir af flestum Íslend-
ingum, ekki síst jólasálmar á borð
við Í dag er glatt í döprum hjörtum,
og Í Betlehem er barn oss fætt, ára-
mótasálmurinn Nú árið er liðið og
útfararsálmurinn Kallið er komið.
Valdimar lést 3.5. 1930.
Merkir Íslendingar
Valdimar
Briem
95 ára
Kristbjörg Jónsdóttir
90 ára
Þórður Thorarensen
85 ára
Erna Brynhildur Jensdóttir
80 ára
Birna Björnsdóttir
Gylfi Pálsson
Sigríður R. Þorvaldsdóttir
Skúli Geirsson
75 ára
Guðrún Jónsdóttir
70 ára
Elín Björnsdóttir
Guðbjörn Geirsson
Pétur H. Björnsson
Ragnheiður Óskarsdóttir
Steinunn Þorleif
Hauksdóttir
Þorsteinn S. Jónsson
60 ára
Guðrún Guðlaugsdóttir
Hallfríður A. Matthíasdóttir
Lára Helga Sveinsdóttir
Ragnheiður Harðardóttir
Rúnar K. Rósmundsson
Stefán Geir Gunnarsson
50 ára
Halla Sigurjónsdóttir
Kristinn R. Sigurbergsson
Lilja Sigríður Jónsdóttir
Númi Ingimarsson
Sigvaldi Árnason
Susan Palfreeman
Þorbjörg Gísladóttir
40 ára
Bjarni Þorkell Jónsson
Elgar Ascalon Cairo
Gerður Sveinsdóttir
Guðrún Hildur Pétursdóttir
Guðrún Ósk Hermansen
Gunnar Níels Ellertsson
Heiða Björk Reynisdóttir
Inga Birna Kristinsdóttir
Jóna Valdís Guðjónsdóttir
Kieran Francis Houghton
Kristinn Ágúst Ingólfsson
Kristín Hafsteinsdóttir
Manuela Tanja Kaes
Ólafur Þór Arason
Pálmi Rafn Hreiðarsson
Perla Ingólfsdóttir
Rakel Linda Björgvinsdóttir
Scott Ashley Mc Lemore
30 ára
Arnar Freyr Óskarsson
Birkir Pálsson
Birna Dögg M.
Sigrúnardóttir
Georg Sankovic
Jón Guðlaugsson
Lukasz Nogal
Styrmir Sæmundsson
Til hamingju með daginn
30 ára Þorgerður ólst
upp á Gilsárteigi í Eiða-
þinghá, lauk prófi í hár-
greiðslu frá Meistaraskól-
anum og er hárgreiðslu-
meistari á La Bellu.
Maki: Alexander A. Grant,
f. 1983, iðnaðarmaður.
Foreldrar: Gunnþóra
Snæþórsdóttir, f. 1952,
hjúkrunarfræðingur og
ljósmóðir á Egilsstöðum,
og Jón Almar Kristjáns-
son, f. 1949, bóndi á Gils-
árteigi.
Þorgerður Birta
Jónsdóttir
40 ára Ingólfur lauk prófi
í iðnhönnun 2003 og er
hönnuður hjá Kollgátu á
Akureyri.
Maki: Herdís Margrét
Ívarsdóttir, f. 1973, verk-
efnastjóri og kennari.
Dætur: Indiana Líf, f.
1994; Alexandra Sól, f.
1995, og Ísabella Örk, f.
2003.
Foreldrar: Guðmundur
Svansson, f. 1953, og
Inga Pálmadóttir, f. 1955,
d. 2005.
Ingólfur Freyr
Guðmundsson
40 ára Steinunn lauk
prófi í skurðhjúkrun 2008
og er hjúkrunarfræðingur
við Sjúkrahúsið á Akur-
eyri.
Maki: Kristján Birkir
Jónsson, f. 1967.
Börn: Eygló Erna, f.
2000, og Sunneva, f.
2002. Stjúpbörn: Vala
María, f. 1989, og Jó-
hanna Marín, f. 1995.
Foreldrar: Erna Ólafs-
dóttir og Eyjólfur Sigur-
jónsson.
Steinunn
Eyjólfsdóttir
Skráðu bílinn þinn
frítt inn á
diesel.is
Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252
þegar þú ætlar að selja bílinn
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón