Morgunblaðið - 01.02.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 9. október
1949. Hún andaðist á
krabbameinslækn-
ingadeild Landspít-
alans 22. janúar
2013. Foreldrar
hennar voru Elín
Elíasdóttir frá
Saurbæ í Holtum, f.
12. nóvember 1913,
d. 13. mars 1971 og
Ólafur Guðmundsson frá Þór-
kötlustöðum í Grindavík, f. 23.
júní 1920, d. 27. febrúar 2010.
Sigríður var næstelst fjögurra
systkina. Systir hennar var
Hjördís, f. 1945, d. 2002 og
bræður eru Elías f. 1951 og
Benóný f. 1955.
Sigríður hóf sambúð árið
1987 með Guðmundi Guðmunds-
syni, f. 15. júní 1951, frá Arn-
arholti í Borgarfirði. Barn
þeirra: Kristján Gylfi Guð-
mundsson, f. 28. desember 1987.
Börn Guðmundar af fyrra
hjónabandi: 1) Borghildur, f. 21.
nóvember 1973, eiginmaður
Kolbeinn Sveinbjörnsson, f.
1975, þeirra börn: Kristrún, f.
ar móðurhlutverkið tók við.
Hún fór aftur út á vinnumark-
aðinn og starfaði hjá verk-
fræðistofunni Afli og orku og
Raferninum og síðustu árin
sjálfstætt við bókhald fyrir
ýmsa aðila.
Sigríður hóf sambúð með
Guðmundi í ársbyrjun 1987. Í
Árbæjarhverfið fluttu þau 1990
og bjuggu þar til 2006 þegar
leiðin lá í gamla Vesturbæinn
þar sem þau komu sér fyrir á
Bræðraborgarstíg 7, í göngu-
færi frá miðbænum.
Fjölskyldan og vinirnir voru
henni það dýrmætasta í lífinu
og hópurinn hennar stækkaði
jafnt og þétt. Listir og menning
voru henni gleðigjafar. Hún var
mikill Reykvíkingur og við ið-
andi miðbæ Reykjavíkur á góð-
viðrisdögum gat engin heims-
borg keppt. Hennar önnur
Paradís var fjaran á Þórkötlu-
stöðum í Grindavík þar sem þau
hjón keyptu landspildu fyrir
nokkrum árum og í haust lítið
hús á fjörukambinum þaðan
sem óteljandi fjöruferðir voru
fyrirhugaðar í framtíðinni.
Sigríður verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju í dag, 1. febr-
úar 2013, og hefst athöfnin kl.
11. Jarðsett verður í Gufu-
neskirkjugarði.
1998; Tryggvi, f.
1999; Guðmundur,
f. 2007 og Hildur,
f. 2011. 2) Bryn-
hildur, f. 21. nóv-
ember 1973, eig-
inmaður Jón
Valgeirsson, f.
1974, þeirra börn:
Lúkas, f. 1999;
Felix, f. 2003 og
Sólveig, f. 2012. 3)
Eyrún, fóst-
urdóttir Sigríðar, f. 27. nóv-
ember 1979, sambýlismaður
Unnar Bragi Bragason, f. 1979,
þeirra börn: Emil Bragi, f. 2005
og Eva Karen, f. 2007.
Sigríður hóf lífsgönguna í
braggahverfi á Melunum og var
einn vetur í Melaskóla áður en
fjölskyldan flutti 1957 í Bústaða-
hverfið, þar sem barnmargar
fjölskyldur voru á hverju strái.
Þar lá leiðin í Breiðagerðisskóla
og síðan í Kvennaskólann þaðan
sem hún útskrifaðist 1966. Hún
starfaði hjá RARIK þar til hún
1969 réð sig með vinkonu sinni í
vist í Danmörku. Heimkomin hóf
hún aftur störf hjá RARIK og
vann þar fram á haust 1987 þeg-
Sumarið 1996 buðu Sigga og
Guðmundur okkur hjónaleysun-
um að innrétta og leigja á vægu
verði af sér kjallaraíbúð í Melbæ
12 í Árbænum. Þá voru tæp tvö
ár frá því að ég kynntist Boggu,
dóttur Guðmundar, og var því
orðinn Siggu nokkuð kunnugur.
Innréttingasmíðin var tafsöm og
margt annað að gera fram eftir
hausti. Því var það oftar en ekki
að Sigga bauð okkur að koma
bara upp í mat á kvöldin. Þetta
var afskaplega þægilegt og þarna
komst ég að því að fyrir utan það
að vera afbragðs kokkur hafði
Sigga góðan smekk og næmi fyrir
mörgum hlutum. Þess hef ég not-
ið í ótal matarveislum og leikhús-
ferðum sem hún og Guðmundur
hafa boðið okkur í. Ég hef mjög
takmarkaðan áhuga á fótbolta,
þannig að ef hann var á dagskrá
lenti ég oft á spjalli við Siggu um
eitthvað sem tengdist sveitalíf-
inu, náttúrunni, Grindavík eða
kórsöng, sem hún þekkti vel og
hafði gaman af. Hún var gjafmild
og um árabil studdi hún uppeldi
og nám suður-amerískrar stúlku í
gegnum SOS Barnaþorp. Og á
aðfangadagskvöld bauð hún lengi
vel til sín einstæðri samstarfs-
konu og öldruðum ættingjum. Á
jóladag hefur okkur öllum verið
boðið í hangiket og spila-
mennsku, nú síðast fyrir rúmum
mánuði. Ekki tók hún annað í
mál.
Barnabörnin sem hún stjanaði
við og var alltaf tilbúin að snúast
með hafa upplifað margar dýr-
mætar og lærdómsríkar stundir
með henni sem þau munu öll búa
að. Það er mikil hvatning fyrir
ungt fólk að því og viðfangsefnum
þess sé sýndur áhugi og stuðn-
ingur af þeim sem eldri eru.
Þessu fann ég vel fyrir frá Siggu,
t.d. þegar við tókum þá ákvörðun
að koma okkur fyrir hér austur í
Þingvallasveit. Þá færði hún mér
fljótlega skemmtilegar ljósmynd-
ir sem hún hafði tekið á óbyggðu
landi okkar, sem síðan hafa
reynst skemmtileg heimild. Í
veikindunum sýndi hún styrk
sinn, nýtti tímann vel og sem bet-
ur fer kunni hún vel að gleðjast
og njóta lífsins. Hafi hún þökk
fyrir allt og allt.
Kolbeinn Sveinbjörnsson.
Amma okkar verður alltaf í
minningu okkar. Við bræðurnir
fórum oft með afa og ömmu í fjör-
una í Grindavík og grilluðum
pylsur. Amma las fyrir okkur og
spilaði oft við okkur þegar við
komum í heimsókn. Í sumar fór
Lúkas með ömmu og afa í sum-
arbústað í Hrífunesi. Amma
gerði mat handa okkur sem var
góður. Hún gaf Lúkasi alltaf
auka eftirmat. Felix man eftir því
þegar hann fór í réttirnar og fékk
ís á eftir. Amma passaði upp á
honum yrði ekki kalt. Við erum
líka þakklátir fyrir að hafa haft
ömmu hjá okkur um jólin. Það er
leiðinlegt að litla systir okkar hún
Sólveig fái ekki að kynnast ömmu
því hún var alltaf svo hlý og góð.
Hvíli hún í friði.
Lúkas og Felix
Sigríður Ólafsdóttir, eða Sigga
frænka eins og ég hef alla tíð kall-
að hana, hefur nú skilið við okkur
á þessari jörð en allslaus erum
við svo sannarlega ekki því hún
skildi mig og svo marga aðra eftir
með fullt af góðum minningum
sem létta sorgina og munu þær
ylja okkur um ókomna tíð.
Hún Sigga var einstök að öllu
leyti og ég er sannfærð um að
hver einasti aðili sem þekkti til
hennar er á sömu skoðun. Þrátt
fyrir að hafa glímt við mikil veik-
indi síðustu 10 ár man ég aldrei
eftir henni kvarta. Hún var sann-
kallað hörktól, gleðigjafi og sér-
staklega góður gestgjafi. Ætli
hún hafi ekki haft það eftir lang-
afa. Sigga hafði þann hæfileika að
geta látið manni líða vel með sig,
mér leið að minnsta kosti alltaf
betur eftir að hafa komið í heim-
sókn og átt smáspjall við hana.
Hún sparaði ekki hrósið þegar
þau áttu við og hélt langar og
flottar ræður við flest öll tilefni.
Efst í huga mér er ræðan sem
hún hélt við útskriftina mína. Ég
hef gaman af ræðuhöldum og
þessi ræða var mér mjög kær-
komin. Í henni þuldi hún upp lífs-
leið mína og fræddi mig um ætt-
ina okkar. Hún sagði mér að ég
væri eina konan í beinum kven-
nlegg frá langömmu Elínu og það
gerir mig mjög stolta.
Hún fylgdist alltaf vel með
mér og fjölskyldunni minni.
Elsku Sigga frænka lét okkur svo
sannarlega finna að við tilheyrð-
um fjölskyldunni. Eftir andlát
elskulegrar ömmu minnar, Hjör-
dísar, systur hennar Siggu, var
hún alltaf til staðar fyrir mig og
bræður mína. Hún fyllti það gat
sem ég hafði í hjartanu og elskaði
mig sem sitt eigið ömmubarn,
fyrir það mun ég verða henni æv-
inlega þakklát.
Elsku Sigga frænka, ég vona
að þú hafir átt endurfund með
ömmu Hjördísi og langafa, mikið
er ég heppin að eiga ykkur sem
verndarengla í himnaríki.
Þín.
Helen
Amma okkar var mjög góð
kona. Henni fannst gaman að
vera með okkur og okkur fannst
gaman að vera með henni. Þegar
við komum í heimsókn til hennar
og afa gáfu þau okkur alltaf eitt-
hvað gott að borða og gerðu eitt-
hvað skemmtilegt með okkur.
Ömmu fannst mjög gaman að
fara til Grindavíkur og vera þar í
fjörunni. Þar fórum við stundum í
göngutúra og söfnuðum skeljum.
Og alltaf þegar við vorum úti með
henni passaði hún að okkur yrði
ekki kalt, sem var mjög gott.
Amma var dugleg að ferðast
með afa og fara í heimsóknir. Til
dæmis fórum við oft með þeim í
Rarik-bústaði, þá fannst henni
gaman að setja einhverja góða
tónlist á og dansa við okkur. Þeg-
ar við áttum heima í Hraunbæn-
um komu hún og afi stundum og
buðu okkur góða nótt ef þau voru
í kvöldgöngu. Sumarið 2011 fór-
um við tvö með þeim út í Flatey
og vorum í bústaðnum þar. Það
var skemmtilegt og notalegt. Við
fórum líka oft í Kolaportið með
henni þegar við vorum í heim-
sókn á Bræðraborgarstígnum og
líka niðrá höfn að skoða ýmislegt.
Hún amma okkar var góð og
sniðug kona sem átti gott líf.
Okkur þykir mjög sorglegt að
það varð ekki lengra.
Kristrún Kolbeinsdóttir og
Tryggvi Kolbeinsson.
Elsku Sigga, alla tíð hefur þú
reynst okkur ómetanleg í alla
staði og í hugum okkar og hjört-
um ert þú ekki bara Sigga
frænka heldur svo miklu miklu
meira.
Systir þín, móðir okkar, var
mjög ung þegar hún eignaðist
okkur systkinin og strax tókst þú
að þér að vera aðstoðarmamma
okkar. Alveg frá barnæsku hefur
þú dekrað okkur og vafið með
þinni einstöku hlýju. Þú varst
óþreytandi að hjálpa mömmu að
sinna okkur og passa eða hafa
okkur hjá ykkur á Réttarholts-
veginum. Alltaf settir þú okkur
systkinin í fyrsta sæti og hag-
ræddir þínu í kringum okkur ef
þess þurfti. Grjónagrautur, búð-
ingur, vöfflur, Rarik, ís, spil, pyls-
ur, kók og popp eru meðal annars
það sem kemur upp í hugann
þegar við hugsum tilbaka. Ef við
bara bárum upp óskina, gerðir þú
það sem í þínu valdi stóð til að
uppfylla hana. Einu alvöru
barnamyndirnar sem til eru af
okkur systkinunum eru síðan þú
fórst með okkur til ljósmyndara,
þar sem þér fannst ófært að ekki
væru til alvöru myndir af okkur.
Við gátum alltaf leitað til þín
og treyst á þinn stuðning. Ef okk-
ur fannst foreldrarnir ósann-
gjarnir, gátum við alltaf verið
viss um að þú myndir taka upp
hanskann fyrir okkur. Að sama
skapi ef þér þótti mikið á okkur
lagt heima fyrir eða í skólanum,
þá hjálpaðir þú okkur með verk-
efnin eða gerðir þau jafnvel bara
fyrir okkur.
Þegar móðir okkar dvaldist er-
lendis í lengri tíma, varst þú í far-
arbroddi ykkar systkina í að
fylgjast með okkur og sjá til þess
að allt væri í lagi. Oft komst þú
eins og engill inn úr dyrunum og
settir skikk á heimilishaldið og
eyddir með okkur tíma, enda
þekkja flestir vinir okkar hana
Siggu frænku.
Eftir að við urðum fullorðin
hélst þú áfram að vaka yfir okkur
og bera hag okkar í brjósti. Mak-
ar okkar og börn fundu einnig
þína einstöku hlýju, ástúð og alúð
og voru fljót að láta sér þykja
vænt um þig. Þegar móðir okkar
svo féll frá fyrir aldur fram, má
segja að þú hafir endanlega tekið
við mömmu/ömmu-hlutverkinu í
lífi okkar.
Um leið og við kveðjum þig
með miklum söknuði erum við
óendanlega þakklát fyrir að hafa
átt þig að og langar að vitna í ljóð
eftir KK.
„When I think of angels, I
think of you“
Elsku Guðmundur, Kristján
Gylfi, Bogga, Binna, Eyrún og
fjölskyldur, megi góður guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Óttar og Elín
Elskuleg mágkona mín Sigríð-
ur Ólafsdóttir er látin eftir erfiða
sjúkdómsbaráttu. Við urðum
fljótlega góðar vinkonur eftir að
Gummi bróðir kynnti hana fyrir
okkur hér. Öllum í minni fjöl-
skyldu þykir mjög vænt um hana,
hún var svo skemmtileg og hafði
svo hlýja og góða nærveru, það
upplifðu börn líka í miklum mæli,
barnabörnin fengu endalausa
þolinmæði og athygli. Hún var
mikill listunnandi og sóttu þau
hjón mikið tónleika, söfn og aðra
listviðburði. Sigga fór margt með
mér í Reykjavík sem ég hefði
annars ekki farið. Það upplifðu
líka tvær ömmustelpur mínar
sem þau buðu til sín í helgardvöl.
Hennar verður sárt saknað á
næsta fjölskyldumóti sem haldið
hefur verið hér, þar var hún
hrókur fagnaðar. Alltaf þegar
Sigga og Gummi komu í heim-
sókn fóru þau í gönguferðir hér
um. Það brást varla því hún hafði
svo mikinn áhuga á allri náttúru-
fegurð. Bauð mér með sér til
Grindavíkur en þann stað þótti
henni sérstaklega vænt um, þar
hafði hún dvalið sem barn og þar
dvöldu þau hjón oft í fríum. Hún
sagði oft skemmtilega frá því
þegar hún var í sveit á Skarði í
Landsveit. Þau hafa verið dugleg
að bjóða heim á sitt fallega heim-
ili. Hún Sigga mín kunni svo
sannarlega að taka á móti gest-
um, hjartans þakkir fyrir mig og
mína. Hún sagði ævinlega góða
ferð heim, og nú segi ég góða ferð
og bið henni Guðs blessunar.
Elsku Gummi minn og fjölskylda,
Bræður Siggu og fjölskylda,
Innilegar samúðarkveðjur, Guð
veri með ykkur.
Elinborg Anna Guðmunds-
dóttir, Laugardalshólum.
Fræ í frosti sefur
fönnin ei grandar því.
Drottins vald á vori
vekur það upp á ný.
Elska hans gefur
öllu líf og skjól.
Guðs míns kærleiks kraftur,
kom þú og ver mín sól.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Kær mágkona er fallin frá allt
of snemma eftir hetjulega bar-
áttu við sjúkdóm sinn. Sigríður
kom inn í fjölskylduna fyrir um
25 árum er þau Guðmundur og
hún felldu hugi saman. Þau eign-
uðust einn son, hann Kristján
Gylfa, en fyrir átti Guðmundur
þrjár dætur frá fyrra hjónabandi,
tvíburana Borghildi og Brynhildi
ásamt Eyrúnu. Minning um góða
og ljúfa konu gleymist ekki.
Sigríður var mjög góður kokk-
ur, og rómaðar eru matmiklar
súpurnar hennar og svignaði
borðið af kræsingum er þau hjón
héldu veislur og matarboð fyrir
ættingja og vini. Gott var þau
heim að sækja.
Sigríður naut þess að fara á
menningarviðburði og voru þau
dugleg að sækja leikhús og tón-
leika. Einnig ferðuðust þau sam-
an innanlands sem utan bæði
vegna starfs og með fjölskyld-
unni. Þau nutu útivistar í sumar-
húsi fjölskyldu hennar í Grinda-
vík, einnig í sumarhúsum í Flatey
og Hrífunesi.
Við fjölskyldan þökkum Sigríði
fyrir samfylgdina og sendum
Gumma og börnum, tengdabörn-
um ásamt barnabörnum hans
okkar samúðarkveðju, einnig
bræðrum Sigríðar og fjölskyldum
þeirra og öðrum ættingjum, því
missir þeirra allra er mikill.
Hvíl í friði og þökk fyrir sam-
veruna.
Kristný, Kristinn, Birgir
og Björn.
„Sigga systir kann að lesa það
er alveg nóg. Hún les allt fyrir
mig.“ Þannig svaraði sá eldri okk-
ar þegar átti að fara að reyna að
kenna honum að lesa sex ára
gömlum. Sigga var einu og hálfu
ári eldri, mjög bráðger og læs frá
5 ára aldri.
Sigga systir lést þriðjudaginn
22. janúar síðastliðinn eftir erfið
veikindi sem hún glímdi við und-
anfarin ár af dugnaði og með
bjartsýni að leiðarljósi. Við bræð-
urnir söknum hennar mjög og
þökkum um leið fyrir allt sem hún
gerði fyrir okkur.
Við systkinin vorum samrýnd
og héldum vel saman og móðir
okkar sagði að stundum hefði það
gerst á árunum vestur í Camp
Knox þar sem fjölskyldan bjó til
1957 að ef eitt okkar systkina
hefði meitt sig þá hefði verið erfitt
að átta sig á því hvert okkar það
var því öll grétum við jafnhátt.
Sigga var næstelst okkar syst-
ina og nutum við bræður þess að
vera lengst af undir verndarvæng
hennar og Hjördísar eldri systur
okkar. Þær systur siðuðu okkur
og leiðbeindu um framkomu, fata-
val og fleira sem þær töldu þörf á.
Í maí árið 1957 urðu miklar
breytingar á högum okkar þegar
fjölskyldan flutti inn í Bústaða-
hverfi í 90 fermetra raðhús við
Réttarholtsveg. Í hverri íbúð
voru að lágmarki fjögur börn
enda var það skilyrði til að geta
eignast þessar íbúðir.
Sigga sótti Breiðagerðisskól-
ann frá átta ára aldri og var ætíð í
besta bekk og átti auðvelt með að
komast inn í Kvennaskólann í
Reykjavík þegar þar að kom en
þaðan lauk hún Kvennaskólaprófi
árið 1966.
Í nokkur sumur dvaldi Sigga í
sveit í Skarði í Landsveit hjá því
góða fólki Dóru og Guðna og við
bræðurnir fengu stundum að
heimsækja hana í um það bil viku-
tíma á sumri. Þar fundum við vel
að Sigga var metin að verðleikum.
Móðir okkar Elín lést árið 1971
en þá var Sigga 21 árs og við
bræður 19 ára og 15 ára. Nokkru
fyrr hafði Sigga snúið heim frá
vist í Danmörku til að aðstoða í
veikindum móður okkar. Sigga
hélt síðan heimili með föður okkar
og okkur bræðrum næstu ár. Hún
hjálpaði pabba við að matreiða og
þvo af okkur bræðrum en faðir
okkar var langt á undan sinni
samtíð þegar kom að húsverkum.
Eftir að við urðum fullorðin þá
höfum við systkinin alltaf haldið
nánu sambandi og stutt hvert
annað eftir bestu getu. Sigga var
með afbrigðum barngóð og nutu
systkinabörnin þess ómælt, fyrst
börn Hjördísar og síðan börn
okkar bræðra og barnabörn okk-
ar systkinanna. Allur þessi hópur
syrgir nú og saknar mjög Siggu
frænku.
Það var mikið gæfuspor fyrir
Siggu þegar hún hóf sambúð með
Guðmundi Guðmundssyni árið
1987 en hann átti þá þrjár dætur
frá fyrra hjónabandi. Vitum við
að Sigga hefur reynst þeim systr-
um stoð og stytta. Árið 1987
fæddist þeim sonur sem skírður
var Kristján Gylfi. Hann var
augasteinn móður sinnar og var
Sigga vakin og sofin í að hugsa
um velferð hans.
Sigga var mikill ljóðaunnandi
eins og móðir okkar og sendi hún
okkur oft part úr ljóðum á jóla-
og afmæliskortum. Við viljum að
lokum kveðja Siggu með kvæði
Hannesar Péturssonar „Leiðar-
stef“.
Innar á dalnum
– ofan við næsta högg
er skjaldfönnin
bjarta.
Meira: mbl.is/minningar
Benóný og Elías.
Elsku perlan mín.
Það er ekki hægt að lýsa þér
öðruvísi, frábæra vinkona, þú
varst engri lík.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að vera svona náin vinkona
þín frá unglingsaldri og að eiga
þessar yndislegu minningar. Það
er dýrmætara en orð fá lýst. Svo
kom Guðmundur inn í líf þitt með
sína yndislegu fjölskyldu og
kraftaverkið hann Kristján Gylfa
og lífið varð eins og ævintýrin
gerast best. Ég veit, elsku Siggan
mín, að þú hefðir viljað lifa til 100
ára en svona er lífið og manni
finnst það svo langt frá því að
vera réttlátt. Ég veit að þú óskar
þess nú að við höldum áfram á
sömu braut og þú hefðir gert.
Elsku Guðmundur, Kristján
Gylfi og fjölskylda. Takk fyrir að
vera til.
Þín vinkona,
Rut.
Við kveðjum elskulega vin-
konu okkar Sigríði Ólafsdóttur,
sem allt, allt of fljótt kvaddi þenn-
an heim. Hvílíkt reiðarslag!
Kynni okkar hófust þegar við
unnum allar saman hjá Rarik á
áttunda áratug síðustu aldar. Þá
strax tókust með okkur góð kynni
sem hafa enst æ síðan, eða í um
40 ár. Mjög fljótlega var ákveðið
að stofna saumaklúbb sem við
nefndum auðvitað Rariku. Við
gerðum það til að hafa góða og
gilda ástæðu til að hittast oftar og
þá utan vinnunnar. Við minnumst
svo ótal margra góðra samveru-
stunda sem verða okkur ljúfar í
minningu hennar.
Sigga var góð vinkona, sem
gott var að leita til, hún var rétt-
sýn og sagði okkur hinum til,
svona eins og foringinn í hópnum.
Dýrmætar minningaperlur úr
fortíðinni koma upp í hugann
núna, við tókum svo virkan þátt í
stóru stundunum í lífinu hver
með annarri, t.d. þegar við hitt-
um maka okkar, þegar börnin
fæddust, áttum stórafmæli og
bara öllu því sem gerðist í dag-
legu lífi fjölskyldnanna. Við erum
ríkari að hafa fengið að deila svo
stórum hluta ævinnar með henni.
Með eftirfarandi ljóðum kveðjum
við Siggu okkar Ólafs með sökn-
uði og trega og þökkum henni
samfylgdina.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Sigríður Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA
Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
(Matthías Jochumsson)
Guð geymi elsku Siggu og styrki
fjölskyldu og vini.
Dagný L.