Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
Holy Motors
Kvikmynd sem sýnd var á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í fyrra og
þótti í furðulegra lagi. Í myndinni
segir af Óskari nokkrum sem
ferðast frá einu lífi til annars og
gegnir ólíkum hlutverkum. Þannig
er Óskar m.a. viðskiptajöfur, leigu-
morðingi, betlari, skrímsli og fjöl-
skyldumaður. Um myndina segir á
vef Bíó Paradísar, sem sýnir hana,
að í henni gæti áhrifa leikstjóra á
borð við David Lynch og Fritz
Lang og fantastískra einkenna
Kafka, Aldous Huxley og Lewis
Carrol. Leikstjóri er hinn franski
Leos Carax og aðalleikarar Denis
Lavant, Edith Scob, Kylie Minogue
og Eva Mendes.
Metacritic: 84/100
Lincoln
Nýjasta kvikmynd Steven Spiel-
berg, um Abraham Lincoln, 16.
forseta Bandaríkjanna. Myndin
fjallar um baráttu Lincolns og hans
fylgjenda fyrir afnámi þrælahalds,
að það yrði lögfest í stjórnarskrá
Bandaríkjanna. Myndin gerist á
tímum borgarastyrjaldarinnar sem
lauk rétt áður en Lincoln var myrt-
ur. Myndin er tilnefnd til 12 Ósk-
arsverðlauna, 10 BAFTA-
verðlauna og sjö Golden Globes-
verðlauna. Aðalleikarar eru Daniel
Day-Lewis, Sally Field og David
Strathairn.
Metacritic: 86/100
Parker
Harðhausinn Jason Statham leikur
þjófinn Parker sem svikinn er af
þjófagengi eftir rán og skilinn eftir
í vegarkanti nær dauða en lífi. Par-
ker er ekki feigur og leitar hefnda.
Leikstjóri er Taylor Hackford og
aðalleikarar, auk Stathams, þau
Jennifer Lopez, Clifton Collins Jr.,
Michael Chiklis og Nick Nolte.
Metacritic: 43/100
The Last Stand
Vöðvatröllið og fyrrverandi rík-
isstjórinn Arnold Schwarzenegger
er í aðalhlutverki í þessari has-
armynd, leikur fógeta í smábænum
Sommerton Junction við landa-
mæri Mexíkó. Dag einn sleppur
eiturlyfjabarón úr haldi alríkislög-
reglunnar og tekur stefnuna að
landamærunum með kónum sínum.
Leiðin liggur um Sommerton Junc-
tion og alríkislögreglan mætir á
svæðið. Hún hefur litla trú á skerf-
aranum og hans mönnum.
Schwarzenegger reynist hins veg-
ar býsna liðtækur. Leikstjóri er
Jee-woon Kim og auk Schwarze-
neggers eru í aðalhlutverkum
Eduardo Noriega og Forest Whita-
ker.
Metacritic: 54/100
Hákarlabeita 2
Framhald teiknimyndarinnar Há-
karlabeita. Segir af skrautfiskinum
Sæ sem á heima í stóru kóralrifi.
Sær er hugrakkur og snjall. Há-
karlinn Týr ætlar sér að gera árás
ásamt fleiri hákörlum á kóralrifið
og hefur sent þangað njósnara til
að fylgjast með fiskunum sem þar
búa. Sær og vinir hans búa sig
undir árásina og freista þess að fá
mannfólkið til að aðstoða sig. Leik-
stjórar eru Mark A.Z. Dippé og
Teadong Park. Enga samantekt á
gagnrýni er að finna.
Bíófrumsýningar
Schwarzenegger
og Lincoln í bíó
Þrælastríð Úr kvikmyndinni Lincoln sem segir af baráttu forsetans fyrir
afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum og borgarastyrjöldinni.
þegar Breivik sprengdi sprengjuna
í Ósló sem var hugsuð til að draga
athygli lögreglunnar frá Útey. Hún
var nýfarin frá Útey þegar Breivik
kom þangað með byssurnar og fór
að drepa krakka.
Moe fylgist með fjórum krökkum
úr ungliðastarfi fjögurra stærstu
flokkanna. Einn er úr hægriflokki,
annar úr öfgahægriflokki, enn ann-
ar úr vinstriflokki og einn úr öfga-
vinstriflokki. Allt eru þetta það við-
kunnanlegir krakkar að ekki er
hægt annað en að þykja vænt um
þá. Það þótt sá sem þetta ritar hafi
mikla fordóma gagnvart öfga-
vinstri- og hægriflokkum.
Myndin sýnir hvernig krakkar
eru að reyna að mynda sér skoðun
og læra að standa á henni og verja
hana. Sumt í ungliðastarfinu virðist
Allir muna eftir hinumskelfilegu fjöldamorðumBreiviks á ungliðum íVerkamannaflokknum í
Útey hinn 22. júlí árið 2011. Margir
muna enn hvar þeir voru þegar þeir
heyrðu af þessum hryllingi. Morðin
vöktu óhug um heim allan. En eftir
að fólk komst yfir sjokkið fór það að
spyrja spurninga eins og hvernig
gat þetta gerst? Hvers vegna gerði
Breivik þetta? Og svo kom spurn-
ingin um hvað þessir krakkar hefðu
verið að gera þarna í pólitískum
sumarbúðum. Sjálfur líkti Breivik
búðum norska Verkamannaflokks-
ins við uppeldisbúðir Hitlersæsk-
unnar. Þar sem heilaþvottur fyrir
fjölmenningarsamfélaginu færi
fram. En fjölmenningarsamfélagið
er það sem Breivik hatar hvað
mest.
Þessi heimildarmynd um ungliða-
starf pólitískra flokka í Noregi er
því þarft framlag í umræðuna.
Kari Anne Moe, sem stýrir
myndinni, tók sjálf þátt í pólitísku
ungliðastarfi og vildi gera heimild-
armynd um slíkt starf. Hún var
byrjuð á myndinni áður en Breivik
gerði árás. Hún var við tökur í Útey
vera utanbókarlærdómur skoðana
en varla hægt að tala um heilaþvott.
Þau reyna að takast á um skoðanir
sínar og pólitísk markmið og það er
gaman að fylgjast með þeim í sjálfs-
gagnrýni sinni og tilraunum til að
segja sína skoðun.
Með því að fylgjast með ungliðum
í öllum helstu flokkunum skynjar
áhorfandinn það svo sterkt að árás
Breiviks var ekki árás á ungliða
Verkamannaflokksins heldur árás á
allt kerfi ungliða, hvar í flokki sem
þeir eru, árás á lýðræðið í Noregi.
Þegar Moe segir frá hryllingnum
í Útey gerir hún það með smekk-
legum hætti. Rétt eins og öll með-
höndlun hennar á efniviðnum er;
ákaflega smekklegt og hjartnæmt.
Ýmsir felldu tár á frumsýningunni
og hægt er að mæla með myndinni.
Hryllingur Unglingar í norska Verkamannaflokknum á leiðinni í sum-
arbúðir á friðsæla eyju sem kallast Útey. Myndin er tekin í júlí 2011.
Árás á lýðræði í Noregi
Bíó Paradís. Sýnd á laugardag
og sunnudag kl. 20.
Til ungdommen bbbnn
Leikstjóri: Kari Anne Moe
BÖRKUR
GUNNARSSON
KVIKMYNDIR
THE LAST STAND Sýndkl. 8-10:15
HÁKARLABEITA 2 Sýndkl.4
VESALINGARNIR Sýndkl.5:50- 9:10
DJANGO Sýndkl.10:15
THE HOBBIT 3D Sýndkl.7
THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.4:30
HVÍTI KÓALABJÖRNINN Sýndkl.4
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
12
12
12
16
16
L
L
L
3 óskarstilnefningar
SÝND Í 3D
OG Í 3D(48 ramma)
“Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.”
-Séð & Heyrt/Vikan
EIN BESTA HASARMYND ÁRSINS
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
- H.S.S MBL
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
BESTI LEIKAR ÁRSINS - BESTI LEIKSTJÓRI ÁRSINS - BESTA MYND ÁRSINS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
- H.S.S., MBL” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN
- S.S., LISTAPÓSTURINN” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ
-H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ
LINCOLN KL. 5.50 - 9 14
VESALINGARNIR KL. 5.50 - 9 12
DJANGO KL. 9 16
LIFE OF PI 3D KL. 6 10
ÁST KL. 8 - 10.20 L / RYÐ OG BEIN KL. 5.50 L
-ROGER EBERT-EMPIRE
LINCOLN KL. 5 14
THE LAST STAND KL. 8 - 10.20 16
THE LAST STAND LÚXUS KL. 8 - 10.20 16
HÁKARLABEITA 2 KL. 3.20 L
VESALINGARNIR KL. 4.30 - 8 12
VESALINGARNIR LÚXUS KL. 4.30 12
DJANGO KL. 4.30 - 8 - 10.40 16
DJANGO LÚXUS KL. 10.20 16
THE HOBBIT 3D KL. 4.30 12
LIF OF PI 3D KL. 8 10
LINCOLN KL. 8 14
THE LAST STAND KL. 8 16
VESALINGARNIR KL. 5.20 12
DJANGO KL. 10.40 16 / RYÐ OG BEIN KL. 5.50 L