Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 34

Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Það verður mikil afmælisstemning sem svífur yfir vötnum hjáBerghildi Erlu Bernharðsdóttur, kynningar- og markaðs-fulltrúa Listasafns Reykjavíkur, nú um helgina. Ekki aðeins fagnar hún 45 ára afmælisdegi sínum í dag, heldur hefst einnig af- mælissýning í tilefni af afmælisári Kjarvalsstaða í dag. Safnið verð- ur fjörutíu ára hinn 24. mars. „Sýningin heitir Flæði en þetta er síbreytileg sýning þar sem verkum er sífellt skipt út. Það verður nóg um að vera,“ segir Berg- hildur Erla. Sjálf ætlar hún að fagna deginum með því að fá nokkrar góðar vinkonur sínar í heimsókn í smá hóf um helgina. Eftirminnilegasta afmælisdaginn segir Berghildur Erla vera fertugsafmælið en þá blés hún til mikillar veislu. „Það var mjög skemmtilegt og alls kyns skemmtiatriði sem gestirnir stóðu fyrir. Ætli minnisstæðasta stund- in hafi ekki verið þegar sonurinn, sem þá var þrettán ára, tróð upp og lék sígaunavalsinn á fiðlu. Það vakti mikla lukku, sérstaklega hjá afmælisbarninu,“ segir hún og hlær. Berghildur Erla er með burtfararpróf í söng frá Nýja tónlistar- skólanum en hún segist því miður búin að kveðja sönginn tímabund- ið. „Ég vonast hins vegar eftir að taka upp þráðinn aftur síðar meir enda á ég nóg eftir!“ segir hún. kjartan@mbl.is Berghildur Erla Bernharðsdóttir er 45 ára Annríki Berghildur Erla er einnig formaður Íbúasamtaka Grafar- holts og hefur hún í nægu að snúast þessa dagana. Afmælisfögnuður á tvennum vígstöðvum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kópavogur Jón Jökull fæddist 8. apríl kl. 14.42. Hann vó 3.590 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Hanný Inga Birsch- bach og Pétur Már Jónsson. Nýr borgari K ristján fæddist í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp fyrstu sjö árin, átti síðan heima á Seltjarnarnesi og víðar en flutti að Eiðum 1948 er faðir hans hóf þar kennslu. Kristján lauk landsprófi á Eið- um og stúdentsprófi frá MA 1954, lærði orgelleik hjá Páli Ísólfssyni frá 1958, stundaði nám við tón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík og lauk þaðan kennaraprófi 1961. Að loknu stúdentsprófi var Kristján við brúarvinnu á Austur- landi í sjö sumur og kenndi þá við Alþýðuskólann á Eiðum. Hann var skólastjóri Tónlistarskólans í Nes- kaupstað og organisti þar á ár- unum 1961-64 og kennari við Eiðaskóla 1965. Kristján Gissurarson, organisti á Eiðum - 80 ára Í Egilsstaðakirkju Kristján spilar undir og stjórnar Kór eldri borgara Fljótdalshéraðs fyrir nokkrum árum. Gerir við gömul orgel, píanó og klukkur Hjónasvipur Kristján Gissurarson og eiginkona hans, Bjarney Bjarnadóttir. Bandsög - Basato 1 Kr. 48.900 TRÉSMÍÐAVÉLARNAR FÁST Í BRYNJU Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is 40 ÁRA FRÁBÆR REYNSLA Á ÍSLANDI VÉLAR FYRIR ATVINNUMENN OG HANDVERKSFÓLK Byggingasög - Tku 4000 Kr. 122.500 Bútland 57.900 „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.