Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 18

Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Krónan styrktist töluvert í gær, eða um 1,5%. Svo mikil hreyfing á einum viðskiptadegi hefur ekki verið í þessa átt síðan seint í ágúst árið 2009. Þetta kom fram í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka í gær. Þar segir að styrkinguna megi líklega rekja til inngrips af hálfu Seðlabanka Ís- lands í gærmorgun en bankinn hafi selt að minnsta kosti níu milljónir evra á millibankamarkaði í þrennum við- skiptum. Svo virðist sem veiking krónu í jan- úar sé að fullu gengin til baka. Töluverð styrking krónu Viðurkenningu Félags kvenna í at- vinnulífinu í ár hlaut Margrét Guð- mundsdóttir, forstjóri Icepharma. Þetta var tilkynnt við athöfn í Ráð- húsi Reykjavíkur í fyrradag. Mar- grét hefur komið víða við í atvinnu- lífinu, bæði hér heima og erlendis. Auk þess að stýra Icepharma er hún stjórnarformaður N1 og for- maður Félags atvinnurekenda. Þá er hún í stjórn evrópskra samtaka fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum, ESTA. Áður var Margrét forstjóri Austurbakka, framkvæmdastjóri hjá bæði Skeljungi og olíufélagsins Q8 í Danmörku, 9 ár á hvorum stað. Hún segir í samtali við mbl.is að miklar breytingar hafi orðið hér á landi á síðustu árum og tækifæri kvenna séu mun meiri en áður. „Mér finnst á þessum ferli mínum, sem spannar yfir 30 ár, í atvinnulíf- inu hafa orðið gríðarlega mikil breyting hér heima á síðustu fjór- um til fimm árum. Konur eru að koma miklu sterkari inn og fá miklu fleiri tækifæri. Ég held að þessi löggjöf sem kemur núna í september um konur í stjórn, hún hafi ýtt við mörgum að horfa út fyr- ir þægindahringinn við að leita að aðilum til að taka þátt í stjórn- arstörfum.“ Þá telur hún að viss gildi sem al- mennt standi konum nær hafi náð meiri fótfestu í atvinnulífinu og að það sé jákvætt. „Eftir hrunið hefur verið leitað að öðrum gildum varð- andi stjórnun. Konur hafa verið áhættufælnari en karlar og það er eitt af því sem fólk vildi á þeim tíma, ekki hámarksáhætta. Fólk vildi heldur meira öryggi, traust og virðingu, sem er kannski það sem konur hafa oft staðið meira fyrir. „Mér finnst grundvallaratriðið vera að bera virðingu gagnvart því fólki sem maður vinnur með og er í samskiptum við.“ Þá segir hún nauðsynlegt að Ís- lendingar fari í auknum mæli að horfa til samkeppnishæfni þjóð- arinnar. „Við erum svolítið búin að gleyma okkur í innri hnappaskoðun undanfarin 4 ár og nú þurfum við að leggja það á bakvið okkur og taka þátt í alþjóðasamfélaginu.“ Hvatningarviðurkenningu FKA hlutu þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir – eigendur Tuli- pop, þakkarviðurkenningu FKA hlaut Guðrún Lárusdóttir í Stál- skipum og Gæfusporið 2012 hlutu SVÞ; Samtök verslunar og þjónustu og veitti Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, viðurkenningunni viðtöku. Nánar á mbl.is. thorsteinn@mbl.is Morgunblaðið/Golli Viðurkenning Hafdís Jónsdóttir, formaður FKA, Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og Katrín Júlíusdóttir, efnahags- og fjármálaráðherra. FKA veitti fjórar viðurkenningar  Margrét Guðmundsdóttir verðlaunuð Guðrún Hálfdánardóttir Helgi Vífill Júlíusson Verði hagvöxtur að jafnaði 2,5% á ári mun full atvinna í landinu ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Verði hagvöxtur að jafnaði 3,5% á ári má gera ráð fyrir að full atvinna komist á eftir tæpan áratug. Flestar hags- pár gera ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,5-3,0% næstu árin ef ekki kemur til veruleg aukning atvinnu- vegafjárfestinga. Þetta kemur fram í riti Samtaka atvinnulífsins, Fleiri störf - Betri störf. Af þessu má ráða að þörf er á enn meiri hagvexti en 3,5% næstu árin til að mæta stækkandi vinnumark- aði, vinna bug á núverandi atvinnu- leysi og loks að bjóða þeim Íslend- ingum störf sem fluttu af landi brott í kjölfar efnahagskreppunnar, segir í ritinu. Á næstu fimm árum mun fólki á vinnualdri (16-70 ára) fjölga um 1.900 árlega, segir í ritinu, og miðað við 80% atvinnuþátttöku bætast 1.500 manns árlega við vinnuaflið. Samtök atvinnulífsins héldu fund um atvinnumál í gær. Kolbeinn Kol- beinsson, forstjóri Ístaks, sagði að starfsemi fyrirtækisins byggðist á sérþekkingu. „Ef við ætlum að bæta og fjölga góðum störfum þá þurfum við að auka sérþekkingu okkar. Til þess þurfum við að bæta okkar menntun til að fá fleira tæknimennt- að fólk til vinnu,“ sagði hann og gagnrýndi að verið væri að skera niður framlög til tæknimenntunar, og nefndi að Ísland hefði þar ekki verið í fremstu röð. Halldór Árnason, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, sagði að góð menntun væri lykillinn að uppbygg- ingu íslensks atvinnulífs og að mik- ilvægt væri að Samtök atvinnulífsins og fyrirtækin í landinu yrðu virkir þátttakendur í mótun menntastefnu á komandi árum. Hann segir að bæta megi mennta- kerfið. „Nýlegar rannsóknir benda til þess að mikið sé um endurtekn- ingu námsefnis í undirstöðugreinum eins og íslensku og stærðfræði í framhaldsskóla. Ísland ver mest allra þjóða til fræðslumála í hlutfalli við landsframleiðslu, en uppsker miðlungsárangur skv. alþjóðlegum könnunum,“ sagði Halldór. Þörf á 3,5% hagvexti til að ná fullu atvinnustigi  Mikilvægt er að atvinnulífið taki þátt í að móta menntastefnuna Atvinnumál Góð mæting var á fundi SA í gær þar sem samtökin kynntu nýtt rit, Fleiri störf - Betri störf. Fram kom nauðsyn þess að ná 3,5% hagvexti. Morgunblaðið/Styrmir Kári Helgi Júlíusson hefur verið ráð- inn sjóðsstjóri hjá Lands- bréfum hf. og mun hefja störf í dag, 1. febr- úar. Helgi verð- ur sjóðsstjóri á sviði sérhæfðra fjárfestinga. Á árunum 2008-2011 starfaði Helgi sem fjár- málastjóri og síðar sem forstjóri Pennans, en árin 2007-2008 sem fjármálastjóri Eimskips á Íslandi. Helgi er með MBA gráðu frá Cranfield School of Management og með M.Sc. gráðu í rekstr- arverkfræði frá DTU í Kaup- mannahöfn. Ráðinn sjóðsstjóri Helgi Júlíusson  Stýrir sérhæfðum fjárfestingum Seðlabanki Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær, í tilefni fréttar á forsíðu Viðskiptablaðs Morg- unblaðsins í gær, sem var undir fyrirsögninni „Þrengt að fjárfest- ingakostum aflandskrónueigenda“. Í fréttinni kom fram að Seðla- bankinn undirbyggi nú að gera af- landskrónueigendum óheimilt að fjárfesta í styttri skuldabréfa- flokkum. Tilkynning Seðlabankans er svo- hljóðandi: „Í Seðlabankanum hafa um all- langt skeið verið til skoðunar ýms- ar hugmyndir um framkvæmd áætlunar um losun fjármagns- hafta, m.a. frá ýmsum aðilum utan bankans. Engin afstaða hefur ver- ið tekin til þessara hugmynda og á þessu stigi er ótímabært að full- yrða um hvaða leiðir verða farnar. Breytingar á fjárfestingarheim- ildum eru háðar breytingum á lög- um um gjaldeyrismál nr. 87/ 1992.“ Skoðar ýmsar hugmyndir Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.