Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
Elsku bróðir minn, Guðmund-
ur Sævar, er látinn og ég á eftir
að sakna hans alltaf. Við vorum
tvö systkinin og 7 ára aldurs-
munur á okkur. Þegar við ólumst
upp í Hafnarfirði voru krakkar
farnir að vinna á barnsaldri og
Sævar fór í sveit 10 ára og byrj-
aði sína sjómennsku 15 ára gam-
all. Eftir að hann fór á togara,
sem á þeim tíma sigldu oft með
aflann til Hull, Grimsby, eða
Cuxhaven naut ég góðs af því að
vera litla systir Sævars. Eign-
aðist hjól, armbandsúr og marga
fallega hluti sem krakkar áttu
ekki á þessum tíma.
Við ólumst upp í firðinum hjá
okkar góðu foreldrum Lárusi
Gamalíelsyni, sem dó 89 ára og
Sólveigu Guðmunsdóttir, sem dó
49 ára gömul, og var okkur
systkinunum mikill harmur. For-
eldrar okkar voru gott og dug-
legt fólk, sem gaf okkur gott
veganesti frá sér inn í lífið. Sæv-
ar hitti Ásu sína og ég man hvað
hann var ástfanginn, þau eign-
uðust 2 börn, Sólveigu og Hanni-
bal, fallegt og myndarlegt fólk
sem bróðir minn var stoltur af.
Síðar komu barnabörnin sem
hann var ekki síður stoltur af.
Bróðir minn bjó eftir að hann
giftist Ásu í Grindavík og stund-
aði sjóinn. Hann var duglegur og
vandaður maður, „sjómaður
dáðadrengur“, allt sitt líf, sem
öllum þótti vænt um. Hann hugs-
aði vel um sína fjölskyldu og ekki
síður um systur sína og börnin
hennar. Ég vill þakka þér, elsku
bróðir minn, hvað þú varst mér
mikill styrkur á erfiðum stund-
um og góður við mig, ég á þér
mikið að þakka.
Elsku Ása mín, þakka þér
hvað þú varst dugleg að hugsa
um bróður minn í hans veikind-
um og stóðst með honum í gegn-
um lífið. Ég sendi þér, Ása mín,
börnum og barnabörnum, okkar
Guðmundur Sævar
Lárusson
✝ GuðmundurSævar Lár-
usson var fæddur
17. júlí 1938. Hann
lést 23. janúar
2013.
Foreldrar hans
voru Lárus Gam-
alíeusson og Sól-
veig Guðmunds-
dóttir. Eiginkona:
Ása Ágústsdóttir.
Börn: Sólveig
Steinunn Guðmundsdóttir og
Hannibal Óskar Guðmundsson.
Útför Guðmundar Sævars fer
fram frá Grindavíkurkirkju í
dag, 1. febrúar 2013, og hefst at-
höfnin kl. 13.
innilegustu samúð-
arkveðju. Guð
blessi ykkur.
Ég byrja reisu mín,
Jesús, í nafni þín
höndin þín helg mig
leiði,
úr hættu allri greiði.
Jesú mér fylgi í friði
með fögru engla liði.
(Hallgrímur Pét-
ursson.)
Sigurbjörg Lárusdóttir.
Sævar er nú fallinn frá eftir
hetjulega baráttu við veikindi
sín. Við Sævar unnum saman í
yfir tuttugu ár á sjónum. Við
gerðum út og áttum fimm báta á
þessum árum. Sævar var mikið
hraustmenni og hörku sjómaður.
Enda var sjómennskan hans líf
og yndi. Hann var einstaklega
ljúfur, rólegur og þægilegur í
samskiptum. Hann mátti ekkert
aumt sjá og vildi allt fyrir alla
gera. Hann talaði aldrei illa um
annað fólk og alltaf sá hann já-
kvæðu hliðarnar á hverjum og
einum. Í öll þessi ár sem við unn-
um saman þá rifumst við aldrei
þó svo við værum ekki alltaf
sammála. Við fórum í margar ut-
anlandsferðir saman með konum
okkar, ógleymanlegar ferðir og
dýrmætar minningar sem ylja
okkur nú.
Ég vil enda þetta á ljóði sem
mér finnst lýsa vináttu okkar
Sævars:
Ég þakka Guði löngu liðinn dag
sem lét mig eignast þig að ævivin.
Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið
með ilm og fegurð hresstu og glöddu
mig.
Og birtan sem þú breiddir yfir allt
sló bjarma á lífið allt í kringum þig.
Svo líða dagar, ár og ævitíð
og ýmsum blikum slær á loftin blá.
Í sorg og gleði alltaf varstu eins
og enginn skuggi féll á þína brá.
Svo brast á élið, langt og kólgukalt
og krafan mikla um allt sem gjalda
má.
Og fljótið niðar enn sem áður fyrr
og ennþá flúðin strýkur næman
streng.
Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl
og bjarta kyrrð – í minningu um þig.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Elsku Ása, Solla, Hannibal og
fjölskyldur, megi góður Guð
styrkja ykkur í sorginni. Missir
okkar er mikill. Minningin um
öðlingsmann lifir.
Kærleikskveðja
Þorsteinn Óskarsson.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Guðmundur, Kristján
Gylfi og fjölskyldur, við vottum
ykkur öllum okkar innilegustu
samúð. Guð gefi ykkur styrk í
sorginni og umvefji ykkur kær-
leika. Megi fallegar minningar um
góða konu verða ykkur ljós í fram-
tíðinni.
Vinakveðja frá saumaklúbbn-
um Rariku og mökum þeirra.
Katrín Yngvadóttir
Við lítum yfir farinn veg og
minnumst Sigríðar Ólafsdóttur,
skólasystur og vinkonu. Fyrstu
kynnin við Siggu voru á septem-
bermorgni árið 1962 í fallegu húsi
við Tjörnina sem enn hýsir
Kvennaskólann í Reykjavík. Við
nýnemarnir, óharðnaðar ung-
lingsstúlkur, komum víða að. Boð
og bönn voru fleiri en við áttum að
venjast, hlaup í stigum forboðin,
mínúta of seint í tíma þýddi viðtal
á skrifstofu skólastjóra. Og við
áttum að standa okkur og verða
vel að okkur til munns og handa
og næmar á menningu og listir.
Það var í þessu umhverfi sem til
urðu fræ vináttunnar sem
blómstruðu þegar fram liðu
stundir og ekki síst fyrir hennar
tilstilli.
Ofarlega í huga er veislan sem
Sigga hélt útskriftarhópnum að
heimili sínu árið 2009 sem varð
upphaf gönguferðanna okkar og
samveru sem við metum mikils.
Ferð hópsins í Flatey sumarið
2010 ber einnig hátt. Krabba-
meinið hafði þá tekið sig upp á
nýjan leik. Á kvöldvöku gáfum við
hver annarri gjafir í formi sagna
eða leikja. Sigga var ljóðelsk. Það
er okkur vel ljóst núna að gjöfina
sína, ljóð eftir Kristínu Ómars-
dóttur, valdi hún ekki af handa-
hófi. Það segir allt sem við vildum
að væri.
Vindurinn er hamingjusamur í dag.
Í hvert sinn sem ég vík mér undan mæt-
ir hann og faðmar mig að sér.
Það vildi ég að fleiri dagar væru sem
þessi.
Sigga var kærleiksrík kona.
Þess naut Guðmundur eiginmað-
ur hennar, Kristján, einkasonur-
inn og dætur Guðmundar af fyrra
hjónabandi. Þær voru hennar og
barnabörnin sömuleiðis. Í baráttu
Siggu við sjúkdóminn komu
mannkostir hennar vel í ljós. Sem
fyrr var hún óspör á elsku og at-
hygli á þeim sem í kringum hana
voru. Því fundum við fyrir sem
hittum hana stundum þetta síð-
asta ár í lífi hennar.
Um leið og við kveðjum elsku-
lega skólasystur sendum við Guð-
mundi, Kristjáni og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Anna Þóra Árnadóttir, Auð-
ur Björnsdóttir, Ása Helga
Ragnarsdóttir, Brynhildur
Anna Ragnarsdóttir, Elín
Hjartardóttir, Helga Hjálm-
týsdóttir, Helga Kristjáns-
dóttir og Rannveig Lund.
Með sárum söknuði og hryggð í
hjarta kveð ég mína góðu vinkonu
Sigríði Ólafsdóttur.
Við Sigga kynntumst í Kvennó
og urðum fljótlega góðar vinkon-
ur. Vinskapur okkar hefur því
varað í nær hálfa öld. Betri vin-
konu getur ekki nokkur maður
eignast. Traust, hlý, glaðlynd og
skarpgreind. Hún hafði góða nær-
veru og öllum leið vel í návist
hennar.
Sigga ólst upp við mikinn kær-
leik sem mótaði hana. Foreldrar
hennar, þau Elín og Ólafur, voru
einstakar manneskjur, hlý og
notaleg. Börnin þeirra fengu
þessa eiginleika í heimanmund.
Það fann ég svo glöggt nú síðast
þegar ég var hjá Siggu á spítalan-
um nokkrum dögum fyrir andlát
hennar ásamt bræðrum hennar,
þeim Elíasi og Benna.
Eftir langa samleið er margs
að minnast, enda vorum við sam-
rýmdar og samtaka. Á unglings-
árunum var það Glaumbær, Búð-
in og Tunglið sem heilluðu. Farið
var í útilegur og á ýmis námskeið.
Námið í Tízkuskóla Andreu hefur
oft komið sér vel, a.m.k. gat Sigga
skemmt fólki með því að sýna
hvernig klæða ætti sig í kápu.
Þegar Sigga var au pair í Kaup-
mannahöfn og ég flugfreyja, hitt-
umst við gjarnan og áttum góðar
stundir saman.
Samskiptin héldust alla tíð.
Við höfum verið í saumaklúbbi
ásamt þeim Dagnýju og Hildi síð-
ustu 35 árin. Minnumst við
margra góðra stunda saman og
einnig ferða um landið með eig-
inmönnunum. Fyrir nokkrum ár-
um fluttu Sigga og Guðmundur
rétt í næsta hús við okkur Einar
Inga, okkur öllum til mikillar
ánægju. Síðan hefur verið svo
auðvelt að kíkja í kaffi eða bara í
smáspjall hvor til annarrar.
Það var mikil gæfa þegar þau
Guðmundur rugluðu saman reyt-
um sínum. Samband þeirra var
einstakt, áhugamálin voru lík, þó
að íþróttaáhuganum undanskild-
um, og lífsskoðanirnar svipaðar.
Sigga var stolt móðir þegar
einkasonurinn, Kristján Gylfi
fæddist fyrir 25 árum, enda hefur
hann verið þeim mikill gleðigjafi.
Það lýsir Siggu vel hversu sam-
skipti hennar og dætra Guð-
mundar, þeirra Boggu, Binnu og
Eyrúnar, voru góð. Hún leit á
þær sem dætur sínar og þegar
barnabörnin bættust í hópinn
naut hún þess að umvefja þau
líka.
Sigga var menningarkona. Þau
hjónin sóttu mikið leikhús, tón-
leika og sýningar. Hún var ljóða-
unnandi og las mikið. Sigga og
Guðmundur stofnuðu bók-
menntaklúbb fyrir nokkrum ár-
um og erum við ellefu sem höfum
komið til þeirra mánaðarlega.
Þar naut Sigga sín vel, tók á móti
okkur með sinni elskulegu fram-
komu. Þessi kvöld eru okkur
ógleymanleg ekki síst þegar
Sigga las upp með kímni í augum,
vel valinn texta eða ljóð sem oftar
en ekki var góð lífsspeki.
Ég hef lært svo margt af
Siggu, nú síðast hvernig hún
tókst á við erfiðan sjúkdóm. Hún
hefur kennt mér að njóta lífsins
með því að rækta það sem mestu
máli skiptir. Hún var sannur lífs-
kúnstner. „Við þurfum alltaf að
hafa eitthvað til að hlakka til“,
þetta var eitt af hennar lífsmottó-
um.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir áralanga vin-
áttu og samveru. Ég leita hugg-
unar í dýrmætum minningum og
sendi hugheilar samúðarkveðjur
til Guðmundar, Kristjáns Gylfa
og allrar fjölskyldunnar.
Ásta Bára.
Í dag kveðjum við fyrrverandi
samstarfskonu okkar, Sigríði
Ólafsdóttur.
Sigríður kom til starfa sem
einn af eigendum Rafarnarins ár-
ið 1990 og var fjármálastjóri fyr-
irtækisins til ársins 2009.
Hún var næm, lífsglöð og fág-
uð kona sem vann verk sín af trú-
mennsku og bar umhyggju fyrir
samferðafólki sínu, var næm fyrir
högum starfsfélaganna.
Sigríður átti drjúgan þátt í
uppbyggingu Rafarnarins og
benti gjarnan á sjónarhorn sem
öðrum höfðu yfirsést. Í upphafi
voru fjármálin hlutastarf því á
hennar starfstíma fjölgaði starfs-
fólki úr 2 í 15 starfsmenn. Hún
orðaði það sjálf svo, að fyrstu árin
hefði bókhald Rafarnarins ein-
faldlega legið á stofuborðinu, en
svo varð borðið skyndilega allt of
lítið.
Sigríður tók vel á móti þeim
áhugasömu og atorkumiklu ein-
staklingum sem smám saman
bættust í raðir starfsfólksins og
áhrifa af viðhorfum hennar og
framkomu gætir í andrúmsloft-
inu innan fyrirtækisins enn í dag.
Henni fannst gaman að gefa
ungu tæknifólki innsýn í að líf
hefði þrifist fyrir tíma tölvutækn-
innar og lýsti þá gjarnan fyrstu
árum sínum hjá RARIK þegar
engar tölvur voru notaðar en
vinnan gekk samt prýðilega. Hún
hló svo innilega þegar tækni-
menn hristu hausinn í vantrú.
Alla tíð var Sigríður 6́8 kyn-
slóðar blómabarn í anda og stóð
fast á grunngildum frelsis, jafn-
réttis og bræðralags. Hún hvatti
til að starfsfólk tæki sér annað
veifið frí frá önn dagsins, ræktaði
þá tengslin og nyti menningar.
Hún naut sín vel í árshátíðarferð-
um Rafarnarins sem í nokkur ár
voru ætíð dagsferðir í rútu út úr
borginni og oftast gist á lands-
byggðinni.
Sigríður hafði einlægan áhuga
á menningu og listum og var vel
lesin í ljóðum. Til hennar var gott
að leita til að finna texta sem
hæfðu flestu tilefni.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Sigríði Ólafs-
dóttur og njóta starfskrafta
hennar og umhyggju um árabil.
Við vottum Guðmundi Guð-
mundssyni, eftirlifandi eigin-
manni Sigríðar, fjölskyldu þeirra
og ættingjum okkar innilegustu
samúð.
F.h. starfsfélaga hjá Rafernin-
um,
Smári Kristinsson
Það er komin skilnaðarstund.
Ótímabær kveðjustund. Og þeg-
ar leiðir skiljast hvarflar hugur-
inn gjarnan til baka, að upphaf-
inu.
Leiðir okkar og ykkar Guð-
mundar lágu saman í erli lífsins, á
því skeiði þegar alls hins besta,
sem það gefur, er notið:
barnanna ungra, iðandi heimilis-
lífs, erils vinnunnar og frístund-
anna, með ferðalögum og annarri
samveru góðra vina. Ekkert var
neinum ofvaxið og lífsins var not-
ið saman, til fulls. Þannig mynd-
aðist vinátta sem treyst hefur
með hverju liðnu ári eins og sjóð-
ur sem vex – gróður sem dafnar.
Þú varst sælkeri á lífið og allt það
sem gæddi það og göfgaði. Fal-
legt heimili, fagrar listir, góðan
mat í glöðum hópi, útivist og æv-
intýri, hér heima og úti í álfum.
Og mikið var lífið skemmtilegt.
Þú geislaðir frá þér öllu litrófi
þess, glettin og hláturmild, söng-
elsk og með sögur á hraðbergi og
ljóð við hvert tækifæri. Engan lit
skorti í litrófið þitt. Allir skinu
þeir skærir, hreinir og tærir.
Nú hefur dimmt í lofti og dreg-
ið fyrir sólu. En út úr sortanum
birtast minningarnar eins og
regnboginn, óáþreifanlegur í feg-
urð sinni og þótt hann hverfi um
stundarsakir birtist hann ætíð
aftur þegar sólin skín. Og við
enda hans er fjársjóðurinn fólg-
inn: minningarnar sem orna
munu okkur, sem svo lánsöm vor-
um að þekkja þig, meðan við lif-
um.
Mikið munum við sakna sam-
fylgdarinnar við þig. Við áttum
svo margt eftir ógert saman, í
Grindavík eða Grímsnesinu.
Ófarnar ferðir, stuttar sem lang-
ar. Ólesnar bækur og fjörugar
umræður í bókasafninu á menn-
ingarheimilinu ykkar, við
Bræðraborgarstíg, þar sem hóp-
urinn okkar kom saman á vetr-
arkvöldum og bókmenntir voru
krufðar. Ætíð áttir þú ljóð í lokin
sem þú varðst að lesa fyrir okkur
á þinn næma hátt. Og svo allar
ókomnu stundirnar, stuttar,
stolnar í amstri daganna eða á
stefnumótum, sem þið Guðmund-
ur voruð svo óþreytandi að finna
tilefni til og auðguðu andann og
nærðu vináttuna.
Kæru Guðmundur og Kristján
Gylfi, Eyrún, Binna og Bogga og
fjölskyldur. Þið hafði mikið misst
og skarðið eftir Siggu ykkar
verður ekki fyllt. Hugur okkar er
hjá ykkur á þessari þungbæru
stund.
Páll Þór biður fyrir samúðar-
kveðju frá Kína.
Katla og Sigurjón.
„Ég gæti drepið fyrir svona
bókastofu,“ sagði rithöfundur
nokkur, góður, sem kom til sam-
ræðna við menningarklúbbinn
okkar í hitteðfyrra. Þetta var á
heimili þeirra góðu hjóna, Siggu
og Guðmundar. Við vorum búin
að dreypa á púrtvíni; eitt lítið glas
með gylltri rönd. Þannig hófust
fundirnir fimm sinnum yfir vet-
urinn í nokkur ár, með áleitinni
tilhneigingu til að dragast fram-
eftir. Ekki bara fyrir sakir hins
andlega fóðurs heldur hefur hið
hlýja og allt hið smálega og fal-
lega í umhverfinu slík áhrif.
Sigga, kær vinkona okkar,
flutti ásamt Guðmundi í nágrenn-
ið fyrir nokkrum árum. Traust
vinátta okkar allra og dýmæt
nær áratugi aftur í tímann. Þau
hjónin voru að minnka heimilis-
umstangið og gefa sér tíma til
annarrar iðju, eins og það blasti
við okkur. Vinaheimsókna, bók-
mennta og menningarviðburða,
gönguferða um miðbæinn og
Nesið. Af einhverri ástæðu sem
þekkist vart í nútímanum varð
eðlilegt á báða bóga að líta við án
þess að gera boð á undan sér.
Um þær mundir sem Sigga
kenndi sér meins í annað sinn
stóð til að kanna hálendið. Sum-
arið 2010 skoðuðum við Lakagíga
undir heiðum himni og tókum
spjall við landvörðinn milli þess
sem hann áminnti aðvífandi
ferðamenn um að nota stígana.
Annað sumar ókum við línuveg-
inn meðfram Hlöðufelli í skini og
skúrum með útsýni upp á Lang-
jökul. Hristingsferð en áreynslu-
laus þangað til við sáum snjó-
skaflinn. Auðvitað kröfluðum við
okkur í gegnum hann eins og
maður gerir með góðum vinum.
Í desember hittumst við,
menningarklúbburinn, og tókum
hring um það hvað við værum að
lesa eða langaði að lesa. Sigga
hafði komið við á æskustöðvum í
Grindavík og gist þar. Hún mætti
undirbúin til leiks og las kafla úr
sögu um manninn Mensalder,
sem hún hafði fundið í bókabúð á
Selfossi. Falleg, jákvæð og glöð
eins og við öll á þeirri stundu.
Þessi tignarlega kona með hvasst
nef, bjart bros og hlýlegt fas var
svo úr leik vegna veikinda.
Bókastofan er hér enn, mynd-
irnar og fallega umhverfið, en
Sigga er farin. Við vottum æsku-
vini og fjölskyldunni allri innilega
samúð við fráfall þessarar góðu
konu og vinkonu.
Við þökkum fyrir dýrmæta
samfylgd með broti úr ljóði.
regnið fellur
hljóðlátt
í kyrrðinni
og breiðir silfurblæju
á þögn daganna
vindurinn hvíslar
ósögðum orðum
og hafið svarar
með sjávarnið
gulnuð stráin hlusta
jörðin grætur
nóttin tekur í fang sér
lítinn kuðung
sem eitt sinn lagði upp í ferð
með brimhljóð í hjartastað
en hafaldan skolaði aftur
að sömu strönd
(G. Lillý Guðbjörnsdóttir)
Gylfi Páll og Sigurlaug.
Fleiri minningargreinar
um Sigríði Ólafsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn