Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is R eða ekki r í samsettum orðum virðist flækjast fyrir nemendum og fleirum sem fást við textagerð. Errinu er ýmist skotið aukalega inn eða fellt brott. Þetta er til- finning kennara á öllum skólastigum og annarra spekinga. Sumir tala um mál- breytingu. „Mér finnst krakkarnir eiga erfitt með að setja saman orð og mikils óöryggis gæt- ir,“ segir Guðjón Ragnar Jónsson, íslensku- kennari í MR. Hann bendir á að auðveld- ara sé að kenna stafsetningarreglur um y og n, en samsetningu orða því hún byggist meira á tilfinningu og er erfiðari fyrir vik- ið. „Að einhverju leyti er um málbreytingu að ræða, annars held ég að það þurfi að gefa þessu meiri gaum og kenna þetta á yngri stigum,“ segir Guðjón. „Framkvæmdanefnd og framkvæmdar- nefnd merkir í raun ekki það sama. Ef orð- ið er með erri þá er þetta ein framkvæmd. Hins vegar hafa menn ekki mikla tilfinn- ingu fyrir þessu og hafa þetta því sitt á hvað. Ég held að tilfinningin hafi minnkað fyrir þessu,“ segir Höskuldur Þráinsson, prófessor við íslensku- og menningardeild í Háskóla Íslands. Af hverju það stafar bendir Höskuldur m.a. á að eignarfallssamsetningar séu upp- runalega komnar úr föstum orða- samböndum þar sem eignarfallið er alveg skýrt. Núna er errið orðið meira eins og tengihljóð og hefur því enga sérstaka merkingu fyrir fólki sem notar það ein- göngu út frá því hvar það hljómar betur. Höskuldur segir að það sama sé upp á ten- ingnum hjá Færeyingum sem eru einnig óöruggir með notkun errsins í samsettum orðum. „Það er greinileg einhver málbreyting í gangi; að þetta sé ekki túlkað eins og eign- arfallsending,“ segir Höskuldur en hann geti þó ekki svarað því af hverju það stafi. Guðmundur Engilbertsson, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, hefur unnið með læsisverkefnið Orð af orði á grunnskólastigi. Markmið þess er að efla orðaforða og orðvitund. Unnið er með til- tekna orðhluta. Einstaklingur sem hefur verið í verkefninu og t.d. ritar orðið fjar- stýring veltir ekki einungis fyrir sér hvernig það hljómar heldur einnig hvernig það virkar. „Þessi aðferð eykur málvitund. Þessa vitund skortir og er áhyggjuefni margra kennara,“ segir Guðmundur. „Málkenndin er í tómu tjóni, það er al- veg ljóst. Að hluta til má rekja það til þess að þetta hefur aldrei verið kennt. Ef skoð- aðar eru kennslubækur grunnskólanna í málfræði og íslensku þá er verið að remb- ast við að kenna þágufall og einhverjar sambeygingar, lýsingarorð og nafnorð. Það er sáralítið kennt um hugsun í orð- unum. Eins og t.d. hvað er hlutbundin og óhlutbundin hugsun í orðunum. Hvað get- um við talið og hvað ekki? Það er ekki mikið talað um þennan teljanleika, hvernig við hugsum um fjölda í tungumálinu,“ seg- ir Baldur Sigurðsson, dósent í íslensku á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Mánaðamót eða mánaðarmót? - Óöryggi í notkun errs í samsetningu orða - Málbreyting telja sumir - Efla þarf hugsun um orð Morgunblaðið/Styrmir Kári Orð Vinna með orðhluta skilar árangri. Err í samsettum orðum » Tilfinningin um notkun errs í sam- settum orðum að minnka. » Errinu skotið inn hér og þar þar sem þykir henta hverju sinni. » Errið notað sem tengihljóð. » Þarf að efla hugsun um orðin sjálf. » Verkefnið Orð af orði á grunn- skólastigi hefur gefið góða raun og eyk- ur málvitund. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Fólkið sem er í tekjulægsta endan- um, lægsta fjórðungnum, ræður ekki við markaðslegar forsendur. Það þarf aðstoð. Við erum ekki að tala um millitekjuhópana,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um erfiðleika tekjulægsta fólksins við að ráða við afborganir og leigu af húsnæði. Gylfi kynnti í gær hugmyndir um nýtt félagslegt húsnæðiskerfi sem hann telur að muni leysa vanda sem farinn sé að ýta undir ójöfnuð. Þær hugmyndir muni koma við sögu við endurskoðun kjarasamninga í haust en þær ganga í stuttu máli út á að komið verði á fót félagslegu hús- næðiskerfi þar sem sveitarfélög leggi fram stofnframlag í formi t.d. lóða og gatnagerðagjalda við byggingu hús- næðis. Hlutfall framlagsins í sam- bærilegu kerfi í Danmörku sé um 14%. Umsækjandi um leiguhúsnæði leggi til eigið framlag sem sé 2% í danska kerfinu en afgangurinn, 86%, komi frá nýrri Húsnæðislánastofnun í formi 40 ára láns, miðað við sama kerfi. Myndi ríkið niðurgreiða vextina af láninu og telur Gylfi það kosta 4-6 milljarða á ári. Stofnunin eignist hús- næðið þegar lánið er greitt upp með leigu sem ASÍ áætlar að verði um 29- 43% lægri en á almennum markaði. Verði sjálfbært með tímanum Með tíð og tíma fer því hluti eigna- safnsins að skapa hreinar tekjur fyrir húsnæðiskerfið og segir Gylfi að í Danmörku sé það orðið sjálfbært þannig að leiga í elsta húsnæðinu standi straum af nýbyggingum og þannig fjölgun leiguíbúða. Gylfi vitnar til skýrslu Seðlabank- ans um skulda- og greiðsluvanda margra heimila og þá niðurstöðu bankans að 20% skuldsettra heimila hafi verið í greiðsluvanda í desember 2010. Fátt bendi til að aðgerðir stjórnvalda síðan hafi dregið verulega úr umfangi greiðsluvanda, enda hafi afrakstur þeirra skilaði sér að tak- mörkuðu leyti til þess hóps. Spurður hvort það sé mat ASÍ að of margir hafi fjárfest í húsnæði á bólu- árunum fyrir efnahagshrunið tekur Gylfi undir það. Tekjulágt fólk, þar með talið barnafólk, hafi af tvennu illu kosið að fjárfesta í eigin húsnæði með þeirri áhættu sem því fylgdi en að leigja húsnæði með litlu öryggi um að fá að halda því. „Við erum ekki með nema 20% af markaðnum í leigu og það er mjög lágt hlutfall miðað við nágrannalönd,“ segir Gylfi og nefnir hvernig ASÍ vilji að félagslegum íbúðum fjölgi úr um 4.000 nú í 25.000 á næstu áratugum. „Ákveðinn hluti þjóðarinnar hefur ekki tekjur til að standa undir þeim markaðslegu kjörum sem eru á hús- næði og þarf þess vegna aðstoð. Um 35-50% af tekjum þessa hóps fara í húsnæði og það er of mikið … Sér- eignastefnan hefur að hluta til byggst á óskhyggju að því leyti að það er ljóst að hluti þjóðarinnar ræður ekki við hana.“ Tryggi lægri húsaleigu - ASÍ kynnir hugmyndir að félagslegu húsnæðiskerfi fyrir tekjulægsta fólkið Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Leiguverð er hátt. Þvert á vilja ASÍ » Gylfi harmar að verka- mannabústaðakerfið skuli hafa verið aflagt árið 2002 í and- stöðu við vilja ASÍ. » 11.000 íbúðir eða um 15- 18% íbúða hafi verið í kerfinu. » Gylfi segir áætlað að 37% barna búi á heimilum sem eigi í greiðsluvanda. » Sá vandi þýði að umrædd börn geti ekki tekið þátt í sam- félaginu eins og önnur börn. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áætlað er að framkvæmdir við bygg- ingu nýs Landspítala kosti um 61.500 milljónir króna og um 73.500 milljónir ef tækjakaupum er bætt við. Við það bætist fjármagnskostn- aður upp á um 20.000 milljónir sem eykur heildarkostnaðinn í um 85.000 milljónir króna, að frádregnum tekjum sem aflað verður með sölu eigna. Á móti kemur að færa má 15.000 milljónir til tekna hjá ríkis- sjóði vegna vsk. af verkefninu. Þetta kemur fram í greiningu á umfangi framkvæmdarinnar í fylgi- skjali með frumvarpi um stofnun op- inbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Er skjalið unnið af fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu. Yrði langstærsta verkefnið Segir þar að kostnaðaráætlanir geri ráð fyrir að umfang fram- kvæmda við nýjan Landspítala verði „gríðarlega mikið á einungis einum áratug“. „Um væri að ræða lang- stærsta fjárfestingarverkefni sem hið opinbera hefði nokkurn tímann ráðist í og einnig er ljóst að það gæti líka haft afgerandi áhrif á þróun rekstrarkostnaðar við heilbrigðis- kerfið. Slík áform kalla á að fram fari vönduð greiningarvinna af hálfu stjórnvalda í tengslum við viðeigandi stefnumörkun en ekki einungis út frá sjónarhóli þeirra sem mundu starfa í nýjum húsakosti eða annast um byggingu hans.“ Þá segir í frumvarpinu að ljóst sé „að verkefni af þessari stærðargráðu rúmast ekki innan núverandi ríkis- fjármálaáætlunar, hvorki til skemmri tíma litið hvað varðar markmið um að ná afgangi á heildar- afkomu ríkissjóðs né til lengri tíma litið hvað varðar markmið um að sá afgangur fari vaxandi og dugi til að lækka skuldabyrði hins opinbera umtalsvert, eða í a.m.k. 60% á innan við áratug,“ segir þar og er svo minnt á að fjármagna mætti þetta verkefni og flest önnur fjárfesting- aráform ríkisins með vaxtakostnaði ríkissjóðs á síðustu árum. En fram hefur komið í Morgun- blaðinu að uppsafnaður vaxtakostn- aður ríkissjóðs á árunum 2009 til 2011 sé um 220 milljarðar króna. Kalli á forgangsröðun Sérfræðingar ráðuneytisins rifja upp að eftir mikinn samdrátt og að- hald í framkvæmdum á vegum rík- isins í kjölfar bankahrunsins hafi stjórnvöld ákveðið að ráðast í ýmsar framkvæmdir „svo sem fram- kvæmdir við byggingu húss Vigdísar Finnbogadóttur, Húss íslenskra fræða, nýtt öryggisfangelsi á Hólms- heiði, nýja Vestmannaeyjaferju, jarðgöng í Norðfirði, jarðgöng undir Vaðlaheiði, uppbyggingu ferða- mannastaða og ýmis önnur minni fjárfestingarverkefni auk árlegra samgönguframkvæmda.“ Flest verkefnin eigi að fjármagna með sérstakri tímabundinni fjár- mögnun. Því verði varla hægt að ráð- ast einnig í byggingu nýs spítala nema með því að forgangsraða upp á nýtt, draga úr framkvæmdum eða auka tekjuöflun ríkisins frekar. Tölvumynd/SPITAL Teikning Mynd af nýja Landspítalanum. Fjármálaráðuneytið telur framkvæmdina kalla á forgangsröðun. - Framkvæmdin er ekki talin munu rúmast innan fjárlaga Nýr Landspítali kosti allt að 85.000 milljónir 12.000 milljónir í tæki » Fram kemur í fylgiskjali fjár- mála- og efnahagsráðu- neytisins að kostnaðaráætl- unin sé unnin af SPITAL ráðgjafarteyminu. » Tæki og búnaður er talinn kosta 12.000 milljónir, skrif- stofubygging 997 milljónir og vörumiðstöð og eldhús 800 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.