Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Morgunblaðið gefur þann 14. mars út glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur Pöntunarfrestur auglýsinga: fyrir kl. 16, föstudaginn 8. mars. nÁnari uPPlýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík .– . . Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Loðnuskipin voru flest að veiðum í grennd við Vestmannaeyjar í gær og voru aðstæður heldur erfiðar í sunnanátt. Loðnan er enn frekar dreifð og menn sakna þess að fremsti kökkurinn verði þéttari eins og oft gerist á þessum árstíma. Um helgina varð vart við vikursalla, að því er talið er, í maga loðnu úr einum farmi, sem fékkst undan Eyjafjalla- jökli. Þessa varð einnig vart á sömu slóðum í fyrravetur. Slík loðna fer ekki í frystingu á Japansmarkað, en eftirlitsmenn þaðan fylgjast náið með framleiðslunni. Frá Akranesi til Þórshafnar Afli hefur þó verið þokkalegur og jafnt og þétt gengur á kvóta íslensku skipanna, sem er um 460 þúsund tonn. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu er búið að veiða vel yfir helming kvótans. Loðnu er landað þessa dagana frá Akranesi austur um til Þórshafnar og er hún ýmist fryst fyrir Japan og Austur-Evrópu eða brædd í mjöl og lýsi. Hrognafylling loðnunnar var í gær komin yfir 20% og gæti frysting hrogna fyrir markað í Japan byrjað í vikunni. Loðnuvertíð lýkur venju- lega að lokinni hrygningu síðari hluta mars, en útgerðarmenn vonast til að vertíðin standi út mánuðinn þar sem a.m.k. hluti loðnunnar er seinn á ferðinni. Víða vart við loðnu Loðna hefur fundist víða fyrir sunnan land og m.a. bárust fréttir af loðnu í Meðallandsbug í gær. Kap II er við loðnuleit á vegum útgerðanna fyrir norðan land og varð vart við loðnu norður af Horni um helgina. Á sunnudag barst fyrsta loðnan á vertíðinni til fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Helguvík. Það var Vilhelm Þorsteinsson EA sem kom þangað með fullfermi, 2.400 tonn. Eggert Ólafur Einarsson, verk- smiðjustjóri í Helguvík, segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar að þar birti svo sannarlega yfir mönnum þegar fyrsta loðnulöndunin á sér loks stað enda hafi starfsmenn verk- smiðjunnar beðið í töluverðan tíma eftir því að hlaðið loðnuskip komi í höfnina. Í verksmiðjunni í Helguvík eru 10-12 fastir starfsmenn en á vinnslutíma fjölgar starfsmönn- unum og eru þeir þá um 20 talsins. Minna til Helguvíkur „Á síðustu vertíð var tekið á móti um 42.000 tonnum af loðnu í Helgu- vík en sýnt þykir að magnið verður mun minna á þessari vertíð. Kvótinn á yfirstandandi vertíð er minni en á þeirri síðustu, loðnan hefur verið dreifðari og veðráttan ekki nægilega hagstæð til veiða. Allir þessir þættir stuðla að því að Helguvíkurverk- smiðjan mun fá minna í sinn hlut. Í fyrra barst fyrsta loðnan til Helgu- víkur hinn 8. febrúar en nú ekki fyrr en liðlega hálfum mánuði síðar,“ segir á heimasíðu SVN. Ljósmynd/Börkur Kjartansson Víkingar Talsverð samvinna er á milli skipa á miðunum og þá sérstaklega á milli „kompanískipa“. Í síðustu viku nutu skipverjar á Lundey NS góðs af því er Víkingur AK var kominn með fullfermi og var loðnu dælt yfir í Lundey, þaðan sem myndin er tekin. Á myndinni sjást skipverjar á Víkingi taka á móti línunni sem skotið var frá Lundey. Hrognafrysting gæti byrjað síðar í vikunni - Að veiðum við Eyjar - Vart við vikursalla í loðnunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem frömdu rán í versluninni 10-11 í Þverbrekku í Kópavogi síðastliðið föstudagskvöld en tilkynning um ránið barst lögreglunni kl. 23.17. Ræningjarnir beittu starfsmann verslunarinnar ofbeldi og höfðu á brott með sér einhverja fjármuni. Mennirnir eru ófundir og rann- sakar lögreglan nú málið. Myndir náðust af ræningjunum á öryggis- myndavélar í versluninni og hvet- ur lögregla þá sem geta gefið upplýsingar um mennina að hafa samband við lögregluna á höfuð- borgarsvæðinu í síma 444-1000. Upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Rán í Vesturbænum upplýst Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur upplýst tvö rán sem framin voru í Vesturbæ Reykja- víkur um helgina. Karl á þrítugs- aldri hefur játað að hafa framið þau bæði, en maðurinn hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. mars á grundvelli almanna- hagsmuna. Fyrra ránið átti sér stað á föstudagskvöld, en það seinna á laugardag. Ránin voru framin í verslununum Pétursbúð og 10-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni tengjast þessi rán ekki ráninu sem framið var í verslun 10-11 í Kópavogi síðastliðið föstu- dagskvöld. Lýst eftir grunuð- um ræningjum - Beittu starfsmann 10-11 ofbeldi Rán Myndir náðust af ræningjunum á öryggismyndavélar í búðinni. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „ASÍ getur ekki stutt að frumvarpið verði að lögum nema gerðar verði á því veigamiklar breytingar,“ segir m.a. í niðurlagi umsagnar Alþýðu- sambands Íslands um frumvarp um stjórnun fiskveiða, sem send hefur verið atvinnuveganefnd Alþingis. ASÍ telur að of langt sé gengið í frumvarpinu í sértækum aðgerðum sem veiki rekstrargrundvöll sjávar- útvegsins. Umsögnin er byggð á stefnu ASÍ í atvinnumálum og fram koma marg- víslegar athugasemdir. Í umsögninni segir m.a.: „Frumvarpið virðist þannig hvorki til þess fallið að há- marka þjóðhagslegan ávinning af sjávarauðlindinni og tryggja þjóð- inni eðlilega auðlindarentu né heldur að tryggja að sjávarútvegurinn sé arðsamur og búi við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. Þá má draga í efa að frumvarpið stuðli að farsælli samfélagsþróun með hags- muni komandi kynslóða að leiðarljósi og að það treysti atvinnu og byggð í landinu. Helstu veikleikar frumvarpsins eru að verið er að veikja rekstrar- grunn sjávarútvegsins,“ segir í ályktun ASÍ. Biðja um vinnufrið Útvegsbændafélag Vestmanna- eyja hefur sent atvinnuveganefnd umsögn um frumvarpið og er þar mælst „einlæglega til þess að frum- vörpin verði lögð til hliðar í eitt skipti fyrir öll og að sjávarútveginum verði gefinn vinnufriður og þar með tæki- færi til að halda áfram að vaxa og dafna með eðlilegum hætti, þjóðar- búinu til heilla“. Útvegsbændur í Vestmannaeyj- um telja að lögfesting boðaðra breyt- inga á stjórn fiskveiða muni skaða sjávarútveginn stórlega og varan- lega og veita þar með sjávarbyggð- um landsins og atvinnulífi lands- manna þung högg. Í umsögn Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að varað hafi verið við róttækum breytingum á lögunum í umsögn um fyrra frum- varp. Nú sé komið fram annað frum- varp sem gangi enn lengra í að skapa mikla óvissu um fyrirkomulag og framtíð fyrirtækja í sjávarútvegi. VM harmar að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í grein- inni. ASÍ vill veigamiklar breytingar - ASÍ styður ekki frumvarp um stjórn fiskveiða að óbreyttu - Útvegsbændur í Eyjum mælast til þess að frumvörpin verði lögð til hliðar í eitt skipti fyrir öll - VM segir að gengið sé lengra í að skapa óvissu Siðfræðistofnun » Siðfræðistofnun Háskóla Ís- lands fjallar í umsögn sinni um nokkur atriði og áhrif fisk- veiðistjórnunar á samfélagið. » M.a. er bent á að skoða þurfi gaumgæfilega hvernig ákvæði í þessu frumvarpi samrýmast frumvarpi til laga um nýja stjórnarskrá sem nú er til um- fjöllunar á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.