Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, Óskarsverðlaunin, voru afhent í 85. sinn í Los Angeles sunnudags- kvöldið sl., um miðja nótt að íslensk- um tíma. Engin kvikmynd náði því að sópa til sín verðlaunum, Life of Pi hlaut flest, eða fern, og þ.á m. fyrir bestu leikstjórn. Argo varð fyrir val- inu sem besta kvikmyndin og þótti nokkuð merkilegt að leikstjóri henn- ar, Ben Affleck, væri ekki tilnefndur fyrir leikstjórn. Kynnir hátíðarinnar, Seth MacFarlane leikari, handrits- höfundur og grínisti með meiru, gerði sér mat úr þessu og sagði umfjöll- unarefni Argo svo mikið leyndarmál að Óskarsakademían vissi ekki einu sinni hver hefði leikstýrt henni. Það er afar óvenjulegt að leikstjóri bestu myndar Óskarsverðlaunanna sé ekki tilnefndur, síðast gerðist það þegar Driving Miss Daisy hlaut verðlaunin, árið 1989, kvikmynd Bruce Beres- ford. Leikstjórinn Steven Spielberg fór tómhentur heim líkt og í fyrra, var til- nefndur fyrir bestu leikstjórn fyrir kvikmyndina Lincoln. Í fyrra var hann tilnefndur fyrir War Horse en sú kvikmynd var tilnefnd til sex verð- launa en hlaut engin. Lincoln var til- nefnd til 12 verðlauna en hlaut aðeins tvenn og reið því, líkt og War Horse, ekki feitum hesti frá verðlaununum. Breski leikarinn Daniel Day-Lewis hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aðal- hlutverki í Lincoln og náði þeim áfanga, fyrstur leikara, að hafa hlotið þrenn slík Ósk- arsverðlaun. Fyrri hlaut hann fyrir My Left Foot árið 1990 og There Will Be Blood árið 2008. Af öðrum helstu verðlaunum má nefna að Jennifer Lawrence hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Silver Linings Playbook. Lawrence hrasaði á leið sinni upp á svið, enda í heldur efnismiklum kjól frá Dior sem þvældist eitthvað fyrir henni. Anne Hathaway hlaut verðlaun sem besta leikkonan í aukahlutverki fyr- ir kvikmyndina Les Miséra- bles og Christoph Waltz verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki, fyrir leik sinn í Django Unchained. Leikstjóri þeirrar myndar, Quentin Tarantino, hreppti verðlaun fyrir besta frumsamda hand- ritið. helgi- snaer@mbl.is Argo best og Day-Lewis sló met AFP Kempur George Clooney og Grant Heslov, tveir af framleiðendum Argo, með leikstjóra hennar Ben Affleck og leik- aranum Jack Nicholson. Nicholson var greinilega að segja frá einhverju áhugaverðu þegar myndin var tekin. Hissa Jennifer Lawrence virðist ekki hafa átt von á verðlaunum. Hér fagn- ar hún með móður sinni Karen og leikaranum Bradley Cooper. - Óskarsverðlaunin voru afhent í Los Angeles aðfaranótt mánudags - Life of Pi hlaut flest verðlaun eða fern - Daniel Day-Lewis hlaut sín þriðju Óskarsverðlaun fyrir besta leik, fyrstur leikara Besta kvikmyndin Argo Besti leikstjórinn Ang Lee – Life of Pi Besti leikari í aðalhlutverki Daniel Day-Lewis – Lincoln Besta leikkona í aðalhlutverki Jennifer Lawrence – Silver Linings Playbook Besti leikari í aukahlutverki Christoph Waltz – Django Unchained Besta leikkona í aukahlutverki Anne Hathaway – Les Miserables Besta erlenda kvikmyndin Amour Besta teiknimyndin í fullri lengd Brave Besta stutta teiknimyndin Paperman Besta frumsamda handrit Django Unchained – Quentin Tarantino Besta handrit byggt á áður útgefnu efni Argo - Chris Terrio Besta kvikmyndataka Life of Pi – Claudio Miranda Besta hljóðblöndun Les Miserables – Andy Nelson, Mark Paterson og Simon Hayes Besta frumsamda lag í kvikmynd „Skyfall“ úr samnefndri kvik- mynd, lag eftir Adele Adkins og Paul Epworth Besta frumsamda tónlist Life Of Pi – Mychael Danna Bestu búningar Anna Karenina – Jacqueline Durran Besta heimildarmynd í fullri lengd Searching For Sugarman Besta stutta heimildarmyndin Inocente Besta leikna stuttmyndin Curfew Besta klipping Argo – William Goldenberg Bestu tæknibrellur Life Of Pi – Bill Westenhofer, Guillaume Rocheron, Erik-Jan De Boer og Donald R Elliott Besta förðun Les Miserables – Lisa Westcott og Julie Dartnell Besta útlitshönnun Lincoln – Rick Carter og Jim Erickson Helstu verðlaun ÓSKARSVERÐLAUNIN 2013 Þrenna Daniel Day-Lewis þakkar fyrir þriðju Óskarsverðlaunin. Óskarskjóll Amy Adams var í kjól hönnuðum af Oscar de la Renta. Glæsileg Jennifer Aniston í fagur- rauðum kjól Salva- tore Ferra- gamo. Axlarber Naomi Watts í kjól frá Armani.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.