Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 21
Park Geun-Hye Dóttir Park Chung-Hee, sem var hershöfðingi og einræðisherra og mjög gagnrýndur fyrir hörku gegn andstæðingum sínum. Gegndi opinberu hlutverki forseta- frúar eftir að móðirin var myrt 1974. Faðirinn var myrtur 1979 og yfirgaf dóttirin þá forsetahöllina. Sigraði í forsetakosningunum í desember 2012. 61 árs gömul Hún sór í gær eið sem forseti S-Kóreu, fyrst kvenna. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Söguleg tíðindi urðu í Suður-Kóreu í gær þegar Park Geun-Hye varð fyrst kvenna til að sverja eið sem for- seti landsins. Hún hefur hvatt til þess að reynt verði að auka gagn- kvæmt traust milli Kóreuríkjanna beggja, þrátt fyrir kjarnorkutilraun- ir og aðrar ögranir norðanmanna. Slík stefna yrði afar ólík þeirri harð- línustefnu sem forveri Park og annar hægrimaður, Lee Myung-Bak, hefur fylgt. Í ræðu sinni sagðist Park vilja að hleypt yrði nýju lífi í efnahag Suð- ur-Kóreu og hvatti norðanmenn til að hætta smíði kjarnorkuvopna. „Síðustu kjarnorkutilraunir Norð- ur-Kóreumanna ógna lífi og framtíð kóresku þjóðarinnar og enginn skyldi velkjast í vafa um að helsta fórnarlambið verður Norður-Kórea sjálf,“ sagði Park þegar hún ávarp- aði mikinn mannfjölda á grasflöt við þinghúsið í Seoul. Hún minnti á að Norður-Kórea, þar sem mikil neyð ríkir og skortur er á brýnustu nauð- synjum, verði nú geysimiklu fé í kjarnorku- og eldflaugaáætlun og héldi áfram að „snúa baki við heim- inum í sjálfvalinni einangrun“. Psy lífgaði upp á athöfnina Rapparinn Psy, sem gerði Gang- nam-dansinn heimsfrægan, skemmti viðstöddum við athöfnina. Efnahag- ur landsmanna hefur tekið stakka- skiptum síðustu áratugina og Suður- Kórea er nú komin í hóp mestu iðn- velda heims, lífskjörin á margan hátt jafn góð og í vestrænum löndum. At- hygli vakti að Park notaði hugtök sem föður hennar, einræðisherran- um Park Chung-Hee, voru hugleikin þegar hann í valdatíð sinni eftir Kór- eustríðið 1950-1953 stýrði endur- reisninni sem á nokkrum áratugum breytti þróunarlandi í iðnveldi. Hún ræddi þannig mikið um „endurnýj- un“ og „annað efnahagsundur við Han-fljótið“. En sagði einnig að þessi endurnýjun yrði að byggjast á „efnahagslegu lýðræði“. Yfirgangur stórfyrirtækja Kreppan á Vesturlöndum hefur valdið vanda í landinu, þrátt fyrir mikinn útflutning og margir kjós- endur kvarta einnig undan vaxandi ójöfnuði og yfirgangi risastórra iðn- fyrirtækja eins og Hyundai og Sam- sung sem valti yfir smáfyrirtæki, að sögn The New York Times. Ungir gagnrýnendur Park segja að í tíð föður hins nýja forseta hafi verið lagður grunnurinn að ofurveldi um- ræddra risafyrirtækja og tökum nokkurra fjölskyldna á fjármálalíf- inu. Park vill „nýtt efnahagsundur“ - Nýr forseti Suður-Kóreu og dóttir fyrrverandi einræðisherra hvetur norðan- menn til að hætta smíði kjarnorkuvopna og einangra sig ekki frá umheiminum Slúðrað um forseta » Park er hægrisinni, eins og faðirinn. En hún hefur ekki sömu völd og hann hafði, menn fara nú sínu fram á sam- skiptavefjum. » Nýlega var þó 76 ára prestur handtekinn fyrir að fullyrða að Park hefði átt kynmök við þá- verandi leiðtoga norðan- manna, Kim Jong-il, í Pjongj- ang árið 2002. FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Róma-barn í þorpinu Svatovac í Bosníu-Hersegóvínu krafsar í jörð- ina til að reyna að finna brotajárn til að selja. Svatovac er einangrað smáþorp með um 200 íbúa, það er skammt frá borginni Tuzla í norð- anverðu landinu. En einn íbúanna, Nazif Mujic, er nú orðinn frægur eftir að hann hreppti Silfurbjörninn í Berlín fyrir bestan leik í kvik- myndinni Atburður í lífi brotajárns- manns. Leikstjóri hennar er Bosníumaðurinn Danis Tanovic. Róma-fólkið, sígaunar, er víða þjóð- arbrot í löndum Suðaustur-Evrópu. Yfirleitt eru Róma-menn bláfátæk- ir, margir hafa horn í síðu þeirra og saka þá um betl og þjófnað. AFP Leitað að brotajárni Slöngur og þar á meðal eitur- slöngur eru orðnar slík plága á eynni Guam að Bandaríkja- menn, sem ráða þar ríkjum, ætla nú að grípa til nýrra ráða, að sögn Dagens Nyheter. Ætlunin er að varpa úr flugvélum aragrúa dauðra músa sem dælt hefur verið í eitri sem sagt er vera skaðlaust mönnum en drepa slöngur. Um 160 þúsund manns búa á Guam og er ferðaþjónusta mikil tekjulind, greinin er í hættu vegna ótta gesta við skriðdýrin. Slöng- urnar, sumar allt að þriggja metra langar, bárust fyrst með bandarísk- um skipum til Guam fyrir um 60 ár- um. Slöngufárið veldur því að fugl- um hefur snarfækkað. kjon@mbl.is EYJAN GUAM Eitraðar mýs gegn eiturslöngunum Ógnvekjandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.