Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Yfirleitt ef ég fagna afmælinu mínu þá eru það vinir mínirsem plana eitthvað,“ segir Sigurður Þór Gunnlaugsson vín-fræðingur, en hann fagnar 32 ára afmæli sínu í dag. Að- spurður hvort hann ætli að gera eitthvað sérstakt í tilefni dagsins segist Sigurður Þór einungis vona að hann verði ekki áfram rúm- liggjandi með flensu á afmælisdaginn. Að sögn Sigurðar Þórs er hann ekki mikið fyrir það að halda upp á afmælið sitt, nefnir hann sem dæmi um þetta að á þrítugsafmælinu sínu hafi hann lokað sig af, sest niður með góða bók og lesið sér til um frjáls- hyggju. Aðspurður hvort einhver einn afmælisdagur sé eftirminnilegri en annar segir Sigurður Þór að líklegast hafi það verið þegar hann hélt upp á tvítugsafmælið sitt. „Þá hélt ég matarboð með lambalæri, kökum og ég veit ekki hvað. Ég var búinn að hafa fyr- ir því að fara með mömmu nokkrum dögum áður til að kaupa í bar. Það voru þarna í boði kokteilar og vín með matnum og gott fyllirí á eftir,“ segir Sigurður Þór og bætir við: „Annars er ég mjög lítið fyrir afmælisdaga, ég veit ekki af hverju.“ skulih@mbl.is Sigurður Þór Gunnlaugsson er 32 ára í dag Sigurður Þór Gunnlaugsson, vínfræðingur hjá ÁTVR, fagnar 32 ára afmæli sínu í dag. Hann segir tvítugsafmælið vera eftirminnilegast. Matarboð, kokteil- ar og frjálshyggja Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Ísabella Sól Ingvarsdóttir, Sig- urbjörg Brynja Ingvarsdóttir, Ronja Elmarsdóttir og Ísabella Júlía Óskarsdóttir héldu tom- bólu við verslun Samkaupa í Hrísalundi á Akureyri. Þær söfnuðu 6.759 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með. Á myndinni er Ísabella Sól sem afhenti gjöfina. Hlutvelta Borgarnes Sólveig Birna fæddist 15. október kl. 11.35. Hún vó 3.010 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Jóhanna María Þorvaldsdóttir og Ing- ólfur Hólmar Valgeirsson. Nýir borgarar P áll Ágúst Ólafsson fædd- ist 26.2. 1983 í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann gekk í Ísaksskóla, Miðbæjarskólann, Hlíðaskóla og Hagaskóla, lauk stúd- entsprófi frá MH 2002, lauk ensk- unámi í Georgetown University í Washington DC 2003, BA-prófi í lögfræði frá HR 2006 og meist- araprófi 2008, BA-prófi í guðfræði frá HÍ 2011 og meistaraprófi fyrir þremur dögum. Þá lærði Páll Ágúst á píanó í einkatímum hjá Önnu Þor- grímsdóttur og síðan hjá Ingu Ástu Hafstein, lauk 6. stigi í píanónámi og kenndi sér sjálfur á gítar. Í kristilegu starfi frá æsku Páll Ágúst var í æskulýðs- og unglingastarfi við Hallgrímskirkju, sá sjálfur um slíkt starf þar frá 15 ára aldri og til tvítugs, starfaði við sumarbúðirnar í Vatnaskógi í fimm sumur frá 15 ára aldri og starfaði við að malbika götur í Reykjavík sumrin 2003 og 2004: „Fyrra sum- arið í bikinu var ég á skóflunni og svartur í framan en hið síðara tók ég próf á valtara og ók einum slíkum það sumarið. Á hverju sumri síðan þegar angan leggur af nýlögðu mal- biki hugsa ég hlýlega til minna gömlu félaga sem margir eru enn að.“ Páll Ágúst starfaði hjá Straumi fjárfestingarbanka með námi frá 2004-2008. Hann starfaði um skeið á lögmannsstofu en samhliða lög- fræðistörfum rak hann eigið fast- eignafélag. Páll Ágúst er fram- kvæmdastjóri Háteigskirkju frá Páll Ágúst Ólafsson, framkvæmdastjóri Háteigskirkju – 30 ára Nýgift Páll Ágúst og Karen Lind á brúðkaupsdaginn sinn í fyrra, ásamt foreldrum Páls, Ólafi og Dögg. Með embættispróf í lögfræði og guðfræði Dæturnar Systurnar Þórhildur Katr- ín og Dögg bíða eftir Óla Lokbrá. Garði Karel Már fæddist 30. maí kl. 18.33. Hann vó 2.345 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Eva Rut Guðmundsdóttir og Pétur Wiencke Barðason. Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Laus við augnþurrk og pirring eftir að ég kynntist BELLAVISTA BELLAVISTA er eitt öflugasta fæðubótarefnið á markaðnum fyrir sjónina. Mjög hátt lútein innihald ásamt vítamínum og steinefnum sem gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda góðri og skarpri sjón. Í BELLAVISTA er hátt hlutfall af bláberjaþykkni og lúteini. www.gengurvel.is "Ég heyrði í útvarpsþætti um fæðubótarefni sem ætti að vera gott fyrir augun en ég hef lengi þjáðst af augnþurrki, kláða og sviða. Ég hef verið háð augndropum í 8-10 ár og hugsaði með mér að ekki sakaði að prófa þessar pillur sem byggjast upp á bláberjum og mörgu góðu úr náttúrinni. Ég nota nú BELLAVISTA að staðaldri 2 töflur á dag og finn gífurlegan mun og þarf ekki augndropa lengur! Þetta gerir mér mjög gott og er mun ódýrara en að kaupa dropana". Edda Snorradóttir 79 ára heldriborgari BELLAVISTA - gott við augnþurrki og náttblindu P R E N T U N .IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.