Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Langtímaleiga
www.avis.is
52.100 kr. á mánuði og allt
innifalið nema bensín!*
Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða
kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
*Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu.
Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp!
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Láttu þér ekki leiðast þótt einhver
þér nákominn virðist fjarlægur þessa dag-
ana. Sinntu því sem sinna þarf. Nú er komið
að því að þú hrindir hlutunum í framkvæmd
og fylgir þeim í höfn.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú átt auðvelt með að ná til annarra og
það hjálpar þér til að koma þínum málum
fram. Þú heldur áfram að mennta sjálfan þig.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Nýjar hliðar á vandasömu verkefni
krefjast allrar þinnar athygli þinnar. Innst inni
þráirðu tilbreytingu, ævintýri og jafnvel upp-
reisn. Trúnaðarsamtal við nána vinkonu mun
gleðja þig í dag.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Láttu ekki undan minnstu löngun til
lausungar í fjármálum því allt slíkt hefnir sín
grimmilega. Það sem þú leggur á þig í nafni
skemmtunarinnar er virkilega hvetjandi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Kauptu eitthvað sem mun hjálpa þér til
að vera skipulagaðri, hvort sem er á vinnu-
stað eða heima. Gakktu skipulega til verks.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú velur vandlega fólkið sem þú um-
gengst. Láttu ekki undan freistingunni að
láta kæruleysisleg orð falla því þau gætu
reitt einhvern til reiði.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Vogin er mikilvægur partur af hópi og
hefur vald til þess að hafa umtalsverð áhrif á
aðstæður. Brjóttu málin til mergjar og leystu
þau svo eitt af öðru.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ekki er úr vegi að nýta sér með-
byrinn og ná þeim markmiðum sem þú hefur
sett þér. Einhleypir eru í þann mund að kynn-
ast nýjum ástvini.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ef þú heldur rétt á spöðunum
ætti þér að takast flest það sem þú vilt
leggja áherslu á. Varastu að láta telja þig á
eitthvað sem þú veist að er ekki rétt fyrir þig.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Ekki gera mistök, neistinn sem
logar með þér gefur þér orku. Álitlegt við-
skiptatækifæri skýtur upp kollinum. Ræddu
við aðra til að fá fram skoðun þeirra á mál-
inu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú ert með frábært minni og rök-
hugsunin er meiriháttar. Þó þér hafi gengið
vel að fullkomna venjur þínar þá er enn hluti
af þér sem þú ert ekki sáttur við.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Láttu það eiga sig að reyna að stjórna
öðru fólki því þú átt í fullu fangi með að hafa
stjórn á sjálfum þér. Jafnvel þeir sem sleikja
þig vanalega ekki upp, gera það nú.
Ármann Þorgrímsson dró þannlærdóm af Vikudegi að sam-
kvæmt aldursgreiningu blaðsins
væru 30% líkur á að hann dræp-
ist á næstu fjórum árum:
Feigðar að ósi nú flýt ég
fagna þeim áfanga hlýt ég
örsjaldan unaðar nýt ég
einna helst þegar að hrýt ég.
Ármann hefur farið mikinn á
Leirnum, póstlista hagyrðinga,
og Björn Ingólfsson stóðst ekki
mátið. Hann hrósaði Ármanni
fyrir kveðskapinn, bæði magn og
gæði, og orti í framhaldi af því:
Hjá Ármanni stefnir allt í skort
ár og daga – völvur spá –
og því sem hann hefur ekki ort
hann ólmast nú við að koma frá.
Þórir Jónsson skrifaði eftir að
hafa verið við fjölmenna útför
Óttars Einarssonar: „Það tekur
sinn tíma að átta sig á því að
símtölin við Óttar verða ekki
fleiri.
Læðist yfir lífsins torg
ljásins feigðarhvinur.
Harmur sest í hugarborg;
horfinn gamall vinur.“
Nokkur umræða spannst um
það á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins um helgina hvort
lagasetning ætti að taka mið af
kristnum gildum „þegar það ætti
við“.
Hjálmar Freysteinsson orti:
Að sjálfstæðismanna sið
setti ég þau háleitu mið:
Að keppast ég skyldi
við kristin gildi,
þar sem það á við.
En þessi setning var felld út af
landsfundarfulltrúum og varð það
til þess að Magnús Ólafsson frá
Sveinsstöðum orti:
Sjallar bæta sumra hag
saman glaðir núna þinga.
En undir teppi ætla í dag
aftur kristnum gildum stinga.
Hjálmar bætti við:
Freistni teymir oss villur vega
„víst er það svona enn.“
Allir haga sér ókristilega,
einnig sjálfstæðismenn.
Magnús tók hann á orðinu:
Breyskur maður bærilega
birtist Hjálmar enn.
Ætlar að haga sé ókristilega
eins og sjálfsstæðismenn.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af feigðarósi, hrotum
og kristnum gildum
Í klípu
„Í efstu skrifborðsskúffunni
minni er rafbyssa. ef ég fer að
haga mér eins og vinur þinn, en
ekki eins og foreldri, þá hefur þú
leyfi til að nota hana.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„þetta litla gráa er teflon-
húð af steikarpönnu.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hafa heiminn í
örmum sér.
„yfir brúna
og Í gegnum
göngin ...“
ansans!
mér tekst
aldrei að reima
skóna mÍna!
þetta er allt of
flókið, gerðu
bara eins og ég.
sem
er?
að vera
berfættur.
Jón, þú ert algJör klaufi.
stattu nú upp af gólfinu.
þú hrintir mér
úr stólnum!
af hverJu ertu svona
fastur Í þvÍ sem er liðið?Hver á hina látnu? Menn veltaþessu nú fyrir sér í Bretlandi
eftir að leikkonan og þokkadísin
Audrey Hepburn birtist á dögunum
í sjónvarpsauglýsingu fyrir Galaxy-
súkkulaði. Hún sálaðist sem kunn-
ugt er fyrir tuttugu árum.
Ýmsum þykir auglýsingin
ósmekkleg en synir Hepburn, sem
höndla með dánarbú hennar, gáfu
samþykki sitt fyrir henni. Höfðu á
orði að móðir þeirra hefði orðið stolt
af þessu nýja hlutverki sínu enda
hafi hún löngum verið sólgin í
súkkulaði og orðið tíðrætt um já-
kvæð áhrif þess á sálarlíf sitt.
Varla þarf að taka fram að bræð-
urnir fá nú greitt fyrir ómak móður
sinnar – eflaust enga skiptimynt.
x x x
Þetta er ekki í fyrsta skipti ogörugglega ekki síðasta sem mál
af þessu tagi kemur upp. Árið 1997
fékk Fred Astaire, sem þá hafði leg-
ið í gröf sinni í áratug, sér snúning
með ryksugu einni í auglýsingu.
Ekkja leikarans dansandi gaf leyfi
sitt fyrir þeim gjörningi en dóttir
hans var miður sín. „Það hryggir
mig að eftir stórbrotinn feril sé hann
nú seldur djöflinum,“ sagði hún.
Af þessu tilefni mælti hin djúp-
spaka sjónvarpspersóna Homer
Simpson: „Þið verðið að átta ykkur á
því, fræga fólkið, að almenningur á
ykkur fyrir lífstíð. Og þegar þið eruð
látin munuð þið dansa við ryksugur í
auglýsingum.“
x x x
Í þessum tveimur tilvikum fékkauglýsandinn samþykki aðstand-
enda hins látna en svo er ekki alltaf.
Í fyrra höfðaði dánarbú Alberts Ein-
steins mál á hendur bílaframleiðand-
anum General Motors vegna notk-
unar ásjónu vísindamannsins í
auglýsingum. Búið tapaði málinu
með þeim rökum að tjáningarfrelsið
væri réttindum dánarbúsins til að
stýra notkun ímyndar Einsteins
æðri enda væri meira en hálf öld lið-
in frá dauða hans.
Sem kunnugt er „þéna“ látnir
milljarða króna á ári hverju í Banda-
ríkjunum. Nægir þar að nefna Eliza-
beth Taylor, Elvis Presley og Mari-
lyn Monroe. víkverji@mbl.is
Víkverji
Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi
Jesú til góðra verka sem hann hefur
áður fyrirbúið til þess að við skyldum
leggja stund á þau. (Efesusbréfið 2:10)