Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 35
2011: „Kirkjan hefur glímt við erf- iðar rekstraraðstæður undanfarin misseri. Við þessari áskorun hefur verið brugðist með nýjum aðferðum og fundnar leiðir til að auka hag- ræðingu og skilvirkni en á þann hátt er hægt að viðhalda öflugu safn- aðarstarfi.“ Páll Ágúst hefur setið í stjórn KFUM og KFUK frá 2010, er vara- formaður félagsins frá 2012, var varamaður í sóknarnefnd Hall- grímskirkju 2006-2008, sat í stjórn ABC barnahjálpar 2009-2012, var gjaldkeri Fisksins, félags guðfræði- og trúarbragðafræðinema við HÍ, og sat í stjórn Stúdentasjóðs. Hann var einn forvígismanna Jóla í skókassa frá stofnun 2004, hóps ungs fólks sem safnar saman og sendir mun- aðarlausum börnum í Úkraínu gjafir um jól. Árin 2008-2010 var Páll Ágúst dagskrárgerðarmaður á Lindinni, kristilegri útvarpsstöð FM 102,9. Ferðalög, tónlist og matur „Ég er nú ekkert sérlega frum- legur í áhugamálum en á móti kem- ur að ég hef yfirleitt mikinn áhuga á því sem ég ákveð að taka mér fyrir hendur. Við hjónin erum bæði mikið fyrir ferðalög og höfum ferðast mik- ið, innan lands og utan. Ég hef ekki síst gaman af fjallgöngum og lengri göngum um óbyggðir en fyrir tveim- ur árum gekk ég á Hvannadals- hnjúk. Það er sérstök tilfinning að leggja land undir fót með bakpoka og tjald með víðáttuna fram undan. Síðan hlusta ég á ýmiss konar tón- list, spila á gítar og píanó, hef gam- an af að elda og fá góða vini í mat.“ Fjölskylda Eiginkona Páls Ágústs er Karen Lind Ólafsdóttir, f. 26.11. 1983, meistaranemi í guðfræði. Hún stundaði nám í hjúkrun í Bretlandi 2003-2005 og lauk BA-prófi í guð- fræði 2012. Með námi starfar Karen Lind á Hrafnistu auk þess að sinna safnaðarstarfi í Langholtskirkju og Áskirkju. Hún er dóttir Ólafs Krist- jánssonar, sölu- og markaðsstjóra í Svíþjóð, og Katrínar Snæhólm Bald- ursdóttur, listakonu og vþm. Dætur Páls Ágústs og Karenar Lindar eru Þórhildur Katrín Páls- dóttir, f. 5.1. 2007, og Dögg Páls- dóttir, f. 28.4. 2012. Foreldrar Páls Ágústs eru Ólafur Ísleifsson, f. 10.2. 1955, lektor í hag- fræði við HR, og Dögg Pálsdóttir, f. 2.8. 1956, lögfræðingur hjá Lækna- félagi Íslands og fyrrv. vþm. Úr frændgarði Páls Ágústs Ólafssonar Páll Ágúst Ólafsson Sigurður Jónsson b. í Melbæ í Rvík, af Víkingslækjarætt Ingibjörg Pálsdóttir húsfr. í Rvík Páll Sigurðsson læknir og fyrrv. ráðuneytisstjóri í Rvík Guðrún Jónsdóttir geðlæknir Dögg Pálsdóttir lögfr. og fyrrv. vþm. Jón Júníusson stýrim. í Rvík, bróðursonur Ísólfs tónskálds, föður Páls tónskálds, föður Þuríðar óperusöngkonu, af Bergsætt Magnea Dagmar Þórðardóttir húsfr. í Rvík, af Víkingslækjarætt Jóhann Þ. Jósefsson alþm. og ráðherra Ágústa Jóhannsdóttir húsfr. á Seltjarnarnesi. Ísleifur A. Pálsson skrifstofustj. og framkvæmdastj. í Rvík. Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði við HR Matthildur Ísleifsdóttir húsfr. í Eyjum, af ættum Síðupresta Jóhann Ísleifsson fyrrv. bankam. Örn Ísleifsson flugmaður Bergljót Pálsdóttir húsfr. á Akureyri Anna Regína Pálsdóttir húsfr. í Kópavogi Páll Tryggvason geðlæknir á Akureyri Björn Hermannsson kosningastj. Sjálfstæðisflokksins Páll kaupm. í Eyjum, sonur sr. Oddgeirs, á Ofanleiti í Eyjum, af Knudsenætt, tvímenningur við Árna Pálsson prófessor, en langafi Páls var Einar Jónsson, borgari í Rvík, föðurbróðir Jóns forseta Þórður Oddgeirsson pr. í Sauðanesi Hanna A. Þórðardóttir saumakona í Rvík Rut Rebekka Sigurjónsdóttir myndlistarm. Hanna G. Sigurðardóttir dagskrárgerðarm. Jónína Jónsdóttir frá Mundakoti Ragnar í Smára útgefandi Jón Óttar Ragnarsson fyrrv. sjónvarpsstj. Sigurður Páll Pálsson geðlæknir Jón Rúnar Pálsson hrl. Ingibjörg Pálsdóttir lyfjafr. Jónína Pálsdóttir tannlæknir Jón Sigurðsson fyrrv. ráðuneytisstjóri Sigrún Sigurðardóttir í Rvík Sigurður Ingi athafnamaður Sigurður Guðmundsson skrifstofustj. í fjárm.m.r. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Björn Kristjánsson, banka-stjóri og kaupmaður, fædd-ist á Hreiðurborg í Flóa 26.2. 1858. Foreldrar hans voru Kristján Vernharðsson, bóndi þar, og k.h., Þórunn Halldórsdóttir húsfreyja. Björn ólst upp við þröngan kost, fór til ömmu sinnar sex ára og í vinnumennsku fjórtán ára, lærði skósmíði í Reykjavík en starfrækti eigin skósmíðastofu 1876-82. Björn lærði tónfræði og orgelleik í Kaupmannahöfn um skamma hríð um 1880 en lagði þar þó grunn að yf- irgripsmiklu sjálfsnámi í tónlist og varð með söngfróðustu mönnum. hér á landi, söngstjóri, organisti og opinber hljóðfæraleikari. Björn stofnaði í Reykjavík Versl- un Björns Kristjánssonar, VBK, ár- ið 1888 og var sú verslun starfrækt í Reykjavík í 120 ár eða þar til hún rann inn í Hvítlist, í júlí 2008. Þar var lengst af verslað með vefn- aðarvörur, leðurvörur og ritföng, á horni Vesturgötu og Grófarinnar. Björn var fær endurskoðandi og snjall og ábyrgur fjármálamaður. Hann var bókhaldari í Reykjavík, bæjargjaldkeri þar, bankastjóri Landsbankans 1909-1918, sat í bæj- arstjórn í fimm ár, var alþm. fyrir borgaralega flokka á árunum 1900- 1931, síðast fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var fjármálaráðherra 1917. Björn var feikilega vel sjálfmennt- aður, skrifaði vandaðar greinar um bankamál, verslunarmál og stjórn- mál, fékk síðan mikinn áhuga á steina- og efnafræði og er hann var kominn á sextugsaldur lærði hann efnafræði og efnagreiningu í Þýska- landi og sinnti síðan rannsóknum á steinafræði landsins. Björn lést 13.8. 1939. Um hann genginn, segir Valtýr Stefánsson rit- stjóri: „Ævisaga hans var lærdóms- rík, því hún var ævintýri úr íslenzku þjóðlífi. Hann var maður, sem reis upp úr mestu fátækt, sem átti ekk- ert veganesti nema eldheita fram- faraþrá, þjóðarhollustu og trú á mátt sinn og megin.“ En í lokin segir Val- týr: „Listhneigð til hljómlistarinnar var það í fari hans, sem mótaði hann mest.“ Merkir Íslendingar Björn Kristjánsson 85 ára Ingibjörg Jónsdóttir Pálína M. Sigurðardóttir 75 ára Atli Örvar Bergljót Baldvinsdóttir Guðbjörg Einarsdóttir Haukur Þorsteinsson Jórunn Jónsdóttir 70 ára Bjarni Sigurmundsson Kristján Þorkelsson Svandís Jónsdóttir Sveinn Gunnarsson Sæmundur Ágústsson 60 ára Gunnar Ingi Hjartarson Jósefína Ragnarsdóttir Soffía Kristín Kwaszenko Stefán Páll Georgsson Þorsteinn I. Guðmundsson 50 ára Anna Storonowicz Elva Arndís Hallgríms- dóttir Eysteinn Gunnarsson Guðjón Bjarnason Guðrún Fríður Heiðarsdóttir Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir Hafdís Cecilia Jakobsdóttir Ólafur Jónsson Ragnar Jónsson Sigurður Flygenring Slawomir Niescier 40 ára Artur Mariusz Wegenka Ásgrímur Harðarson Eygló Jósephsdóttir Grétar Þórarinn Gunnarsson Halldóra Þórunn Ástþórsdóttir Hannes Ástráður Auðunarson Laufey Jóhanna Jóhannesdóttir Margarita Vaiman Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir Neil Labla Ordiz Ólöf Dögg Sigvaldadóttir Paul Michael Mason Sigrún Sigurðardóttir Sverrir Guðmundsson Vildís Ósk Harðardóttir 30 ára Anja Björg Kristinsdóttir Arnar Óli Bjarnason Erla Þórhallsdóttir Halldóra Ósk Reynisdóttir Jónas Guðmannsson Kinga Maria Kotwica Stefán Örn Steinþórsson Til hamingju með daginn 40 ára Bjarni er við- skiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Flutn- ingum og þjónustu. Maki: Elísabet Jónsdóttir, f. 1982, deildarstjóri. Börn: Snæþór Helgi, f. 1994, Jóhann Emil, f. 1997, Dagbjört Una, f. 2000, og Hanna Sjöfn, f. 2008. Foreldrar: Jón S. Guð- laugsson, f. 1949, kenn- ari, og Jóhanna Bjarna- dóttir, f. 1950, d. 1995. Bjarni Þór Lúðvíksson 50 ára Ósk Jórunn er Svarfdælingur en er sjúkraþjálfari á Akureyri. Maki: Guðmundur H. Jónsson, f. 1962, sjúkra- þjálfari. Börn: Bergþóra Björk, f. 1989, Arnrún Eik, f. 1999, og Brimar Jörvi, f. 2001. Foreldrar: Árni Jónsson, f. 1920, d. 1969, bóndi á Hæringsstöðum, og Berg- þóra Stefánsdóttir, f. 1920, d. 2007, bóndi og verkakona. Ósk Jórunn Árnadóttir 50 ára Kristín ólst upp í Reykjavík og er aðalbók- ari hjá Grundarfjarðarbæ. Maki: Þorsteinn B. Sveinsson, f. 1963, raf- eindavirki í Grundarfirði. Börn: Berglind, f, 1986, Anna, f. 1989, Guðbjörg, f. 1993, og Sveinn Pétur, f. 1995. Foreldrar: Pétur Pét- ursson, f. 1917, d. 2004, vagnstj. og sjómaður, og Sigríður Skarphéðins- dóttir, f. 1923, verkakona. Kristín Pétursdóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Heimsins öflugasta Hersluvél 1057Nm 20Volt Iðnaðarvélar fyrir fagmenn Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is W7150 ½ Rafhlöður 2* 3,0 Ah Li-Ion Létt og þægileg aðeins 3,1 kg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.