Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heildarframleiðsla í fiskeldi jókst á síðasta ári um rúm 2.000 tonn og var 50% meiri en á árunum 2008 til 2010. Framleiðslan hefur enn ekki náð þeim hæðum sem voru í síðasta fiskeldisævintýri 2004-2006 en það mark gæti náðst í ár. Ef áætlanir ganga eftir verður heildarfram- leiðslan 12 til 13 þúsund tonn á næsta ári og 18-20 þúsund tonn á árinu 2020. Framleiðsla í eldi lagardýra er skráð hjá dýralækni fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun. Framleiðslan nam 7.400 tonnum á síðasta ári, eins og sést á meðfylgjandi skýringar- mynd. Enn er mest framleitt af bleikju, eins og verið hefur síðustu sex árin. Framleiðsla á laxi hefur hinsvegar nærri þrefaldast á milli ára og er nú aðeins örlitlu minni en á bleikju. Þá hefur eldi á regnboga- silungi margfaldast á síðustu árum og er sú tegund nú í fjórða sæti. Aftur á móti hefur mikið dregið úr þorskeldi og mun sú þróun væntanlega halda áfram á næstu ár- um. Þá er lúða og sandhverfa smám saman að hverfa úr eldi hér á landi. Nýjar tegundir eru beitarfiskur og senegalflúra. Síðarnefnda tegundin verður alin í nýrri landeldisstöð á Reykjanesi. Minna var framleitt af kræklingi en á árinu á undan. Markaðsaðstæður voru ekki hag- stæðar fyrir lax og silung, ekki frek- ar en annan fisk, vegna efnahags- örðugleika á helstu mörkuðum. Það hefur hægt á uppbyggingunni hjá þeim fyrirtækjum sem styttra voru á veg komin en önnur hafa haldið sínu striki, eins og tölur um aukna framleiðslu sýna. Verðið hefur hækkað aftur og telur Þórður Þórð- arson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða, útlit fyrir að það verði jafnt og gott á næstu árum. Aukningin er á Vestfjörðum Aukningin er í sjókvíaeldi á laxi, einkum á Vestfjörðum. Stærsti ein- staki framleiðandinn er Fjarðalax á sunnanverðum Vestfjörðum. Það fyrirtæki framleiddi um helming allra laxeldisafurða sem á markað fóru á síðasta ári. Enn er mikið í pípunum þar, þannig að fram- leiðslan mun aukast í ár og á næsta ári. Dýrfiskur er að stórauka eldi á regnbogasilungi. Þá eru ný fisk- eldisfyrirtæki að koma til sögunnar. Arnarlax í Arnarfirði fær fyrstu hrognin í næsta mánuði og hefur seiðaeldi. Slátrun hefst í lok árs 2015 eða byrjun árs 2016. Hrað- frystihúsið - Gunnvör hf. hefur verið með verulegt þorskeldi en er að draga úr því og hyggur á að bæta við sig laxi og regnbogasilungi. Leyfi um útvíkkun og stækkun nú- verandi leyfa í Ísafjarðardjúpi er í kæruferli og tefur það fyrirtækið um að minnsta kosti ár. Nokkur fyrirtæki hafa verið að sækjast eftir leyfum til sjókvíaeldis á Austfjörðum. Laxar fiskeldi hafa leyfi í Reyðarfirði og Fiskeldi Aust- fjarða í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Síðarnefnda fyrirtækið keypti að- stöðu HB Granda í Berufirði og er að breyta úr þorskeldi í laxfiskaeldi. Seiði eru komin í sjó þannig að ekki er langt í að það skili afurðum. Meira litið á markaðinn Gífurlegar sveiflur hafa verið í fiskeldi á undanförnum árum, eink- um í laxeldinu. Í síðasta laxeldis- ævintýri, á árunum 2003 til 2006, var megnið af framleiðslunni á Austfjörðum. Það endaði illa, meðal annars vegna usla sem marglytta gerði í sjókvíum í Mjóafirði. „Mér finnst miklu meiri alvara að baki áformunum nú en á síðasta lax- eldistímabili. Nú hugsa menn meira um markaðinn, hvar þeir ætla að af- setja afurðirnar,“ segir Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands laxeldisstöðva. Hann bætir því við að komið hafi í ljós að ágætis aðstæður eru til sjó- kvíaeldis á Vestfjörðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slátrun Mikil vinna fylgir laxeldisstóriðjunni á sunnanverðum Vestfjörðum, meðal annars við slátrun hjá Fjarðalaxi á Patreksfirði. Ný fyrirtæki eru að koma inn í eldið, á Vestfjörðum, Austfjörðum og Reykjanesi. Fiskeldi í hröðum upptakti - Heildarframleiðsla í fiskeldi jókst um 50% á síðasta ári - Laxinn hefur náð bleikjunni - Búast má við að framleiðslan jafni síðasta laxeldisævintýri í ár og fari í 18-20 þúsund tonn 2020 Eldi lagardýra, heildarframleiðsla Tonn af óslægðum fiski Heimild: Mast Útflutningur fiskeldisafurða Heimild: hagstofa.is 2011 2012 Tonn Verðmæti (m. kr. fob) 2. 28 9, 3 3 .3 13 ,8 4. 0 11 ,4 4. 67 9, 5 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Heildarframleiðsla Þar af lax Þar af bleikja Þar af regnbogi Þar af þorskur 20122001 4.278 2.645 1.320 105 70 7.398 2.923 3.089 422 893 9.961 6.894 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Sjöundi og síðasti fundur háskól- anna um stjórnarskrármálið verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 12-14 í Hátíðarsal HÍ. Fundarefnið er: Ísland, full- veldið og alþjóðasamfélagið. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði verða: Björg Thoraren- sen, prófessor við lagadeild Há- skóla Íslands, Kristrún Heimis- dóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Bjarni Már Magnús- son, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fundarstjóri verður Róbert R. Spanó, prófessor og forseti laga- deildar Háskóla Íslands. Fundurinn er öllum opinn. Að fundaröðinni standa laga- deild, stjórnmálafræðideild og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála við Háskóla Íslands í sam- vinnu við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri. Fullveldið rætt í HÍ Engir alvarlegir smitsjúkdómar herjuðu á fisk- eldið á liðnu ári, tíðarfar var hag- stætt og engar umhverfisógnir á borð við þör- ungablóma settu strik í reikning- inn, að sögn Gísla Jónssonar, dýralæknis fisk- sjúkdóma hjá Matvælastofnun. Hann segir að sjúkdómastaða landsins sé óbreytt og haldist óhemjusterk, ekki síst varðandi al- varlega veirusjúkdóma. Það gefi innlendri kynbótastarfsemi byr undir báða vængi enda sé erfða- efnið eftirsótt víða erlendis til áframeldis. Lausir við alvarlega smitsjúkdóma Gísli Jónsson „Við getum fram- leitt tæp 5.000 tonn án þess að leggja út í nokkr- ar nýjar fjárfest- ingar. Aðstæður eru framúrskar- andi í Berufirði, að okkar mati,“ segir Þórður Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Fiskeldis Aust- fjarða hf. sem hafið hefur eldi á laxi og regnbogasilungi í Berufirði. Þar hóf Salar Islandica laxeldi á sín- um tíma og HB Grandi þorskeldi. Fiskeldi Austfjarða nýtir aðstöðu í firðinum og á Djúpavogi. Fiskeldi Austfjarða leggur í upp- hafi megináherslu á eldi regnboga- silungs. Nú eru 70 þúsund seiði í eldi sem byrjað verður að slátra um ára- mót. Fyrirtækið hefur leyfi til að framleiða 8.000 tonn á ári í Berufirði og 3.000 tonn í Fáskrúðsfirði og hyggst fullnýta leyfin á næstu tveim- ur til þremur árum. Þannig verða sett út 500-600 þúsund seiði í kvíar í þessum tveimur fjörðum í vor þann- ig að framleiðslan margfaldast strax næsta haust. Þórður segir að fiskeldi sé iðn- aður með mikla stærðarhagkvæmni. Því sé mikilvægt að ná ákveðinni stærð. Lax- og silungseldi hafið á ný í Berufirði Silungur Slátrun í fiskeldisstöð. Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is Gram heimilistækin eru vönduð í gegn Nilfisk þekkja allir Fyrsta flokks frá Fönix

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.