Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 22
Rekstrarniðurstöður sveitarfélaga á hvern íbúa
Reykjavík % af Höfuðb.sv. % af Vaxtarsvæði % af Önnur % af
Kr. á íbúa tekjum án Rvk tekjum tekjum sveitarfélög tekjum
Skatttekjur 508.391 79,3% 460.986 74,3% 474.313 64,9% 448.785 58,4%
Framlög jöfnunarsjóðs 43.118 6,7% 45.480 7,3% 125.111 17,1% 172.379 22,4%
Þjónustutekjur og aðrar tekjur 89.947 14,0% 113.706 18,3% 131.547 18,0% 146.947 19,1%
Samtals reglulegar tekjur 641.456 100,0% 620.173 100,0% 730.970 100,0% 768.112 100,0%
Laun og launatengd gjöld 351.625 54,8% 316.556 51,0% 378.861 51,8% 398.894 51,9%
Annar rekstrarkostnaður 252.706 39,4% 218.165 35,2% 268.875 36,8% 291.636 38,0%
Samtals rekstrargjöld 604.331 94,2% 534.721 86,2% 647.736 88,6% 690.531 89,9%
Framlegð 37.125 5,8% 85.452 13,8% 83.234 11,4% 77.581 10,1%
samkvæmt fjárhagsáætlunum fyrir árið 2013, í þús. kr.
Heimild: Samband ísl. sveitarfélaga
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Sýnilegt er að sveitarfélögingera ekki ráð fyrir mikilliaukningu fjárfestinga frásíðasta ári. Það er talið
áhyggjuefni með tilliti til atvinnulífs
í landinu og atvinnustigsins al-
mennt.
Þetta kemur m.a. fram í nýrri
greinargerð Sambands íslenskra
sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir
sveitarfélaga fyrir 2013.
Samkvæmt sveitarstjórnarlög-
um ber að skila inn fjárhagsáætl-
unum til Hagstofu og sambandsins í
síðasta lagi 15. desember ár hvert. Í
lok janúar sl. höfðu 49 sveitarfélög
með um 96% íbúa landsins skilað
inn fjárhagsáætlunum, en sveitar-
félögin eru alls 74 í dag. Í greinar-
gerð sambandsins er sveitarfélög-
unum skipt upp í fjóra flokka, þ.e.
Reykjavíkurborg, sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu án Reykjavík-
ur, vaxtarsvæði og loks önnur sveit-
arfélög. Vaxtarsvæðið er skilgreint
sem sveitarfélögin frá og með Borg-
arbyggð, suður um Reykjanes og til
og með Árborg, auk Akureyrar,
Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar.
Samanlagt gera þessi 49 sveit-
arfélög ráð fyrir skatttekjum á
árinu upp á 153 milljarða króna,
25,6 milljarðar koma úr Jöfnunar-
sjóði og ásamt þjónustutekjum og
öðrum tekjum verða tekjur alls um
215 milljarðar í ár. Laun og launa-
tengd gjöld eru áætluð 113 millj-
arðar, annar rekstrarkostnaður
nærri 81 milljarður og rekstrargjöld
því alls um 194 milljarðar. Svonefnd
framlegð sveitarfélaganna í ár, þ.a.
reglulegar tekjur að frádregnum
rekstrargjöldum, er áætluð um 21
milljarður, sem er svipað hlutfall af
áætluðum heildartekjum og fyrir
ári. Heildarskuldir sveitarfélaganna
eru alls um 260 milljarðar króna,
langtímaskuldir þar af um 166 millj-
arðar.
Óvissa í efnahagsmálum
Fram kemur í greinargerðinni
að veruleg áhersla sé lögð á það í
fjárhagsáætlunum að greiða niður
skuldir, varfærni og að aðhald í
rekstri sé óumflýjanlegt. Er þar
einkum vísað til óvissu í efnahags-
ástandi þjóðarinnar, sem geti haft
mikil áhrif á þróun útsvarstekna og
ýmissa kostnaðarliða. Hver verður
þróun atvinnuleysis og þörfin fyrir
fjárhagsaðstoð? Gengi krónunnar
og þróun verðbólgunnar? Allt eru
þetta spurningar sem sveitarfélögin
velta fyrir sér, líkt og fyrirtækin og
heimilin í landinu.
Samband íslenskra sveitarfé-
laga telur innkomnar fjárhagsáætl-
anir almennt sýna að afkoma sveit-
arfélaga og fjárhagsstaða þeirra sé
stöðugt að færast til betri vegar.
Framlegð hafi vaxið, veltufé frá
rekstri aukist sem og hlutfall þess
af heildartekjum. Fjárfestingar
muni vaxa nokkuð frá fyrra ári en
lán engu að síður greidd niður í
verulegum mæli. Haldi þessi þróun
áfram muni það þýða fjárhagslega
sterkari sveitarfélög, með meiri
möguleikum til að veita íbúunum
góða þjónustu.
Ágæt staða en gæta
enn aðhalds í rekstri
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeir sem að-eins hlýða áþá stjórn-
málaskýrendur
sem Ríkisútvarpið
leitar til fá óhjá-
kvæmilega nokkuð
skakka mynd af tilverunni. Í
gær fékk Ríkisútvarpið álit
stjórnmálafræðinga á niður-
stöðum landsfunda helgar-
innar, þ.e. landsfunda Vinstri
grænna og Sjálfstæðisflokks-
ins. Áður höfðu Framsóknar-
flokkurinn og Samfylkingin
haldið samskonar fundi þannig
að rótgrónu flokkarnir fjórir
hafa allir skerpt á stefnu sinni
fyrir kosningar og eftir atvik-
um breytt stefnunni í ein-
stökum málaflokkum.
Stjórnmálafræðingarnir sem
Ríkisútvarpið leitaði til komust
að sérkennilegri niðurstöðu
þegar þeir hófu að reifa mögu-
legar stjórnarmyndanir að
kosningum loknum. Nú er það
að vísu svo að erfitt getur verið
að sjá fyrir hvað er mögulegt í
þeim efnum og jafnvel örðugt
að sjá það út að kosningum
loknum ef aðeins er litið til
þeirrar stefnu sem flokkarnir
fylgdu fyrir kosningar. Ef
stefnan fyrir kosningar væri
ráðandi þáttur í stjórn-
armynstrinu eftir kosningar
hefði núverandi ríkisstjórn til
að mynda aldrei getað orðið.
Annar stjórnarflokkurinn
þurfti að svíkja kjósendur sína
til að þetta stjórnarsamstarf
væri mögulegt.
Hvað um það, stjórnmála-
fræðingar og aðrir spá í spilin
fyrir kosningar og taka meðal
annars mið af stefnu flokkanna
sem samþykkt er á flokks-
þingum og landsfundum þeirra
fyrir kosningar. Og nú rýndu
fræðingar Ríkisútvarpsins í
fyrirliggjandi stefnuskrár
flokkanna og kom-
ust að þeirri nið-
urstöðu að einn
hinna rótgrónu
stjórnmálaflokka
hefði spilað sig út í
horn með stefnu-
mörkun sinni. Hann hefði
„þrengt valkosti“ sína og jafn-
vel „einangrað“ sig í íslenskum
stjórnmálum með stefnu sinni í
Evrópumálum.
Hvaða flokkur skyldi það nú
vera sem hefur stillt sér þannig
upp málefnalega gagnvart
spurningunni um aðild að Evr-
ópusambandinu að enginn ann-
ar flokkur á samleið með hon-
um? Hlýtur það ekki að vera
Samfylkingin sem ein flokka
berst fyrir því með oddi og egg
að koma Íslandi inn í Evrópu-
sambandið? Er það ekki örugg-
lega Samfylkingin, með það
sem sitt helsta og eina stefnu-
mál að ganga í Evrópusam-
bandið, sem hefur einangrað
sig frá hinum þremur sem segj-
ast ekki vilja þangað inn?
Nei, að mati stjórnmálafræð-
inganna sem Ríkisútvarpið
leitaði til er Samfylkingin
fjarri því að hafa einangrað sig
með einstrengingslegri afstöðu
sem allir hinir flokkarnir eru
ósammála henni um. Það er
auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn
sem hefur að mati skýrenda
Ríkisútvarpsins einangrað sig
með því að taka afstöðu gegn
aðild að Evrópusambandinu og
gegn aðildarbröltinu sem nú-
verandi ríkisstjórn stendur í
gegn vilja meirihluta þjóðar-
innar.
Stjórnmálaskýrendurnir
telja vafalítið að það sé afar
óþægileg tilfinning fyrir mik-
inn meirihluta þjóðarinnar að
standa einangraður utan við
einsmálssértrúarsöfnuð Sam-
fylkingarinnar.
Skýringar stjórn-
málaskýrenda eru
stundum alveg
óútskýranlegar}
Einangraði
stjórnmálaflokkurinn
Umsagnir umfrumvarp
ríkisstjórnarinnar
til laga um stjórn
fiskveiða halda
áfram að tínast
inn og áfram er
tónninn neikvæður og varn-
aðarorðin mörg.
Meðal þeirra sem veitt hafa
álit eru stóru bankarnir þrír,
sem allir eiga umtalsverðra
hagsmuna að gæta að laga-
setning um sjávarútveginn sé
ábyrg og ógni ekki rekstr-
aröryggi greinarinnar.
Í umsögnunum leyna bank-
arnir ekki áhyggjum sínum af
því að verið sé að stíga skref í
ranga átt, að í þessu nýja
frumvarpi hafi aðeins verið
tekið óverulegt
tillit til at-
hugasemda sem
gerðar voru við
eldra frumvarp og
að frumvarpið sé
til þess fallið „að
gera rekstrarumhverfi sjáv-
arútvegs óstöðugra en nú er,
veikja rekstrarforsendur,
torvelda fjármögnun og
skapa óvissu fyrir ýmis
byggðarlög, þjónustuaðila og
fjármálafyrirtæki,“ eins og
það er orðað í umsögn Lands-
bankans.
Dettur stjórnarliðum enn í
hug að reyna að afgreiða svo
gallað og hættulegt frumvarp
á þeim fáu þingdögum sem
eftir eru fram að kosningum?
Nýja fiskveiðistjórn-
arfrumvarpið fær
hverja fallein-
kunnina af annarri}
Enn fleiri neikvæðar umsagnir Þ
egar Karate Kid 3 var frumsýnd í
Stjörnubíói sáluga árið 1989 las
ég gagnrýni um myndina á síðum
þessa blaðs. Þar var meðal ann-
ars bent á þá kátlegu staðreynd
að Ralph Macchio, sá sem fór með aðalhlut-
verkið, væri nú orðinn helst til gamall fyrir
rulluna enda væri hann rétt að skríða á
fertugsaldurinn. Það þótti mér ótrúlegt og
reyndar óskiljanlegt, þangað til ég fékk skýr-
ingu á þá leið að guttinn væri reyndar bara
að verða þrítugur. Og þegar maður yrði þrí-
tugur kæmist maður á fertugsaldur. Þetta
þóttu mér hæpin vísindi og orðalagið villandi,
ef ekki hreinlega vitlaust. En þar við sat og
téður Macchio lék ekki í fleiri myndum um
karate-strákinn.
Ástæða þess að þessar minningar vitjuðu
mín er sú að um daginn fékk ég skilaboð frá góðum
kunningja á Fésbókinni þess efnis að mér væri boðið í
fertugsamæli viðkomandi. Gaf góðkunninginn þau til-
mæli út að hann vonaðist til að sem flestir gestanna
mættu með slaufu enda væri tilefnið það að hann hygð-
ist slaufa fertugsaldrinum.
Brems.
Ég er nefnilega af sama árgangi og afmælisbarnið og
þykir tilhugsunin að vera „39, um það bil að komast á
fimmtugsaldurinn“ eitthvað skrýtin. Eins og íslenskan
er á flestan hátt fallegt mál þá gengur þetta ekki fylli-
lega upp. Á ensku er maður „fortysomething“ – á ís-
lensku er maður á fimmtugsaldri? Þetta er heldur van-
þakklátt orðalag þegar fólk er komið á
miðjan aldur en fyrir börn er fyrirkomulagið
hreinlega kjánalegt. Tala lesendur um 10 ára
börn sín sem svo að þau séu komin á tvítugs-
aldurinn? Það vill svo til að ég á tíu ára son
en finnst fráleitt að tala um hann sem „barn
á tvítugsaldri“ enda hljómar það fáránlega.
Ég fellst því ekki á þetta meingallaða orða-
lag og tek ekki þátt í því lengur.
Nú er auðvitað auðvelt að afskrifa þetta
hjal sem taugaveiklun manns sem kvíðir því
að verða fertugur og er strax kominn með
heiftarlega aldurskomplexa. En það er öðru
nær, því ég hef verið svo lánsamur að hver
áratugur sem mér hefur auðnast að lifa hef-
ur verið betrungur þess sem á undan gekk.
Ef veldisfallið sem lýsir almennri vellíðan
minni gegnum áratugina heldur, þá stefnir í
mjög svo happasælan og hamingjuríkan áratug handan
við næsta afmælisdag. Það er að segja, þrítugsaldurinn
hefur verið algerlega frábær í það heila og ég hlakka til
að eiga ljúfan fertugsaldur frá og með maímánuði næst-
komandi. Tilhlökkunin er eftir því mikil.
En í umræddri afmælisveislu vinarins mun ég hnippa
í hann og leiðrétta hann góðlega á þá leið að fullkom-
lega sé ótímabært enn sem komið er að ætla að slaufa
fertugsaldrinum því fyrst þurfi jú að lifa aldurinn þann,
ekki satt? Svo ég stefni á að hnýta á mig slaufu og
slaufa þrítugsaldrinum með téðum góðkunningja um
leið og við fögnum því að vera komnir á hinn magnaða
fertugsaldur. Það verður eitthvað! jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Af fertugsaldri
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Allar tölur sýna að reksturinn er að koma til eftir
áfallið í hruninu. Það hefur verið áhyggjuefni hversu
lítið við höfum getað fjárfest og við vitum að það hef-
ur slæm áhrif á heildarveltuna í þjóðfélaginu,“ segir
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, um fjárhagsáætlanir þessa árs. Spurð-
ur hvort sveitarfélögin hafi hins vegar ekki stuðlað að
aukinni verðbólgu með hækkun á gjaldskrám segir
Halldór það vel mega vera. Samt sem áður hafi þáttur
ríkisins verið stærri hvað það varðar.
Halldór segist hafa bent á það eftir gerð síðustu
kjarasamninga SA og ASÍ að launahækkanir væru allt-
of miklar. Sveitarfélögin hefðu þurft að fara í sambærilegar hækkanir og
þar af leiðandi orðið að hækka gjaldskrár. „Fyrir þetta vorum við síðan
skömmuð af ASÍ.“
FORMAÐUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA
Halldór
Halldórsson
Reksturinn er að koma til