Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Í þeirri þróun og
vexti sem hefur verið í
ferðaþjónustu und-
anfarna áratugi hafa
allt frá 1936 verið sett
fjölmörg lög um at-
vinnugreinina.
Eðlilega hefur þar
þurft að skilgreina og
skýra fjölmarga þætti í
lagatexta í svo nýrri
grein.
Smám saman hafa ýmis orð fest sig
í sessi án þess þó að merking þeirra
sé endilega vel skilgreind. Það skiptir
oft á tíðum ekki öllu máli. En þegar
farið er að nota hugtök og orð í laga-
textum án skilgreiningar þá reynir á
túlkun framkvæmdaaðila.
Ferðamannastaður er eitt þessara
orða sem hafa fest sig í málinu og rat-
að í lagatexta án nákvæmrar skil-
greiningar.
Ég minnist þess að þegar ég var
spurður af Alþingi við gerð fyrstu
laga um umhverfismat hvort til væri
listi yfir núverandi og líklega ferða-
mannastaði á Íslandi svaraði ég að í
reynd væri nær enginn staður á land-
inu útilokaður frá því að vera eða geta
orðið ferðamannastaður í víðustu
merkingu þess orðs.
Alþjóðaferðamálaráðið hefur ítrek-
að bent á mikilvægi þess að skilgrein-
ingar á hugtökum ferðaþjónustunnar
séu þær sömu á alþjóðavísu til að auð-
velda mælingar og samanburð milli
landa
Þegar við unnum að gerð fyrstu
stefnumótunar í ferðamálum á ár-
unum 1995-1996 var ákveðið að vinna
skilgreiningar á fjölmörgum hug-
tökum í ferðaþjónustu. Var þar í
flestum tilfellum stuðst við alþjóð-
legar viðurkenndar skilgreiningar og
staðla þar sem þá var að finna. Einnig
var reynt að íslenska fjölda hugtaka
sem notuð eru í atvinnugreininni.
Þessi listi yfir skilgreiningar er í
umræddri stefnumótun frá 1996.
Skilgreining á orði eða hugtaki er
ekki það sama og að finna starfhæfa
skilgreiningu þess eins og komið hef-
ur víða í ljós síðan.
Í listanum frá 1996 er ferðamanna-
staður skilgreindur á eftirfarandi
hátt:
Staður (annað hvort náttúrulegur
eða manngerður) sem
laðar að sér ferðamenn.
Alþjóðaferða-
málaráðið skilgreinir
síðan ferðamannastað
sem mikilvægan stað
sem ferðamenn heim-
sækja.
Þetta eru mjög víðar
og opnar skilgreiningar
og staðfesta þá skoðun
að í reynd geta nær allir
staðir hér á landi talist
ferðamannastaðir enda
ekki talað um neinn lág-
marksfjölda sem heimsæki þá eða
annað í skilgreiningunni.
Eftir því sem orðið kemur víðar
fyrir í lagatextum og reglugerðum
gæti reynst nauðsynlegt að skilgreina
þetta nánar.
Nú hefur t.d. verið ákveðið að veita
allt að 1800 milljónum á næstu þrem-
ur árum til Framkvæmdasjóðs ferða-
mannastaða. Í lögum um þann sjóð
segir:
Fjármagni úr Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða skal varið til:
1. Uppbyggingar, viðhalds og
verndunar mannvirkja og náttúru á
ferðamannastöðum sem eru í eigu op-
inberra aðila eða á náttúruvernd-
arsvæðum.
2. Framkvæmda sem varða öryggi
ferðamanna og verndun náttúru á
ferðamannastöðum í eigu opinberra
aðila jafnt sem einkaaðila.
Þannig að löggjafinn hefur falið
framkvæmdavaldinu að úthluta um
1.800 milljónum á næstu 36 mánuðum
til úrbóta og verndunar á ferða-
mannastöðum.
Auglýst hefur verið eftir umsókn-
um í sjóðinn. Miðað við lagatextann
þá er ekki annað að sjá en sveit-
arfélög geti sótt um fjármagn vegna
úrbóta á stöðum eins og við Tjörnina í
Reykjavík, sem er einn fjölsóttasti
ferðamannastaður landsins eða skíða-
svæðið í Hlíðarfjalli. Til viðhalds og
verndunar á Perlunni og á hafn-
arsvæðinu á Húsavík eða til upp-
byggingar í Herjólfsdal svo örfá
dæmi af handahófi séu nefnd.
Tugir þúsunda innlendra og er-
lendra ferðamanna sækja 70 golfvelli
um allt land, sem eru víða í opinberri
eigu. Þar þarf víða að leggja göngu-
stíga, huga að snyrtingum og vernda
umhverfi sem þolir ekki alls staðar
áganginn.
Með svo stórauknum framlögum í
sjóðinn má gera ráð fyrir miklum
fjölda umsókna frá slíkum aðilum og
öðrum.
Auðvitað eru til ótal gerðir ferða-
mannastaða og staður sem er talinn
ferðamannastaður í einu sveitarfélagi
myndi ekki nauðsynlega teljast það
alls staðar. Þetta er afstætt, fer eftir
áhrifum á hverjum stað og alls konar
viðmiðum við íbúafjölda og fleira.
Þegar litið er til lagatextans og hve
skilgreiningin á ferðamannastað er í
reynd galopin hlýtur að koma til álita
að skilgreina betur í reglugerð hvers
konar ferðamannastaðir uppfylli skil-
yrði við úthlutun styrkja.
Jafnvel flokka þá og forgangsraða
þá flokkunum innan ramma laganna í
auglýsingu um umsóknir í samræmi
við opinberar áherslur hverju sinni.
Skilgreining og flokkun er tíma-
bær nú þegar t.d. er rætt er um að
selja aðgang að ferðamannastöðum
og setja verðmiða á ferðamannastaði
án nánari skilgreiningar.
Þá hefur einnig við lagasetningu
verið rætt um fjölsótta ferða-
mannastaði.
Slíkt er auðvitað mjög afstætt. Ís-
land sem einn áfangastaður er ekki
fjölsótt miðað við heildina. Ísland
kemst eðlilega ekki á topp 1000 mest
sóttu ferðamannastaða í heiminum og
fjarri því. Miðað við stærð landsins
mun Ísland sem slíkt varla teljast
fjölsóttur staður. Hins vegar þegar
litið er til íbúafjölda þá er niðurstaðan
önnur.
Að mínu mati er nauðsynlegt að
vinna nánari skilgreiningar og flokk-
un vegna þeirrar grunnvinnu sem er
framundan í allri skipulagningu
næstu ára í viðhaldi ferðamannastaða
og uppbyggingu nýrra.
Eftir Magnús
Oddsson »Löggjafinn hefur
falið framkvæmda-
valdinu að úthluta um
1800 milljónum á næstu
36 mánuðum til úrbóta og
verndunar á ferðamanna-
stöðum hér á landi.
Magnús Oddsson
Höfundur er fv. ferðamálastjóri og
hefur unnið að flug- og ferðamálum í
áratugi.
Hvað er ferðamannastaður?
Í nýrri skýrslu at-
vinnuvega og nýsköp-
unarráðherra um
stöðu ferðaþjónust-
unnar er nær hvergi
vikið beint að starfi
leiðsögumanna og
varla minnst á þá tvo
skóla hér á landi sem
mennta og útskrifa
leiðsögumenn með full
réttindi. Þetta finnst
okkur leiðsögumönn-
um mjög miður í þessari fyrstu
skýrslu sem gerð er um stöðu
þessarar hratt vaxandi og mjög
mikilvægu atvinnugreinar. Skýrsl-
an er unnin hjá Ferðamálstofu og
upplýsinga í hana aflað m.a. hjá
Hagstofunni, Nýsköpunarmiðstöð
Íslands, Samtökum ferðaþjónust-
unnar (SAF), Íslandsstofu og
Rannsóknarmiðstöð ferðamála.
Svo virðist sem engin þessara
stofnana eða samtaka geri sér
grein fyrir mikilvægi starfs leið-
sögumanna. Þeir eru oft nefndir
„andlit Íslands“ því algengt er að
þeir séu með sama hópinn á sínum
snærum vikulangt eða lengur yfir
sumarið, og nú á tímum gildir eig-
inlega það sama um veturinn.
Leiðsögumenn kynnast hinum er-
lendu gestum sem leggja leið sína
hingað til lands mun betur en aðr-
ar stéttir, og stundum er talað um
„skyndikynni“ annarra stétta við
erlenda ferðamenn. Þá er átt við
t.d. flugfreyjur sem þjóna þeim
um borð í flugi hingað til lands,
eða þá starfsfólk á veitingahúsum,
sem ber á borð fyrir þá eina og
eina máltíð, eða hellir í eitt og eitt
vínglas.
Það er hlutverk leiðsögumanna
að svara hinum ólíkustu spurn-
ingum sem ferðamaðurinn hefur
fram að færa og til þess að vera
fær um það þarf hann að hafa víð-
tæka þekkingu og hafa gengið í
sérstakan skóla sem sérhæfir sig í
kennslu fyrir leiðsögumenn. Einn-
ig ber leiðsögumanni að gæta ör-
yggis sinna gesta. Verðandi leið-
sögumenn geta sótt
nám sitt í tvo skóla,
Leiðsöguskóla Ís-
lands sem er til húsa
í Menntaskólanum í
Kópavogi, og svo hjá
Endurmenntun Há-
skóla Íslands. Þeir
sem ljúka námi frá
þessum skólum fá
fulla aðild að Félagi
leiðsögumanna, sem
fagnaði 40 ára af-
mæli sínu á síðasta
ári .
Í skýrslunni umræddu sem
ráðherra hefur nú lagt fyrir Al-
þingi er mjög lítið fjallað um leið-
sögumenn og skólana þeirra,
hvort sem um er að ræða van-
þekkingu á faginu, eða hreinlega
að þetta sé af ásettu ráði. Leið-
sögumenn hafa verið að berjast
fyrir því að fá löggildingu starf-
heitis síns, en ekki haft erindi
sem erfiði í þeim efnum. Margs-
konar misskilningur hefur ríkt
hjá stjórnvöldum varðandi það
mál. Þó rofaði til í þeim efnum
fyrir nokkrum misserum, þegar
fulltrúi Félags leiðsögumanna var
kvaddur að því borði þar sem
fjallað hefur verið um reglugerð
um öryggi ferðamanna, í
tengslum við ný lög um ferðamál,
sem eru nú til umfjöllunar á Al-
þingi. En vandséð er að þau verði
samþykkt á yfirstandandi þingi.
Innan raða Félags leiðsögu-
manna eru nú hátt í átta hundruð
félagsmenn, en þeir eru mjög
misvirkir. Um 20-30 manns eru í
föstu starfi allt árið við leiðsögn,
en svo eru um eitt hundrað
manns sem skila fullu ársverki
Hvað um
leiðsögumenn?
Eftir Örvar Má
Kristinsson
Örvar Már
Kristinsson
» Leiðsögumönnum
þykir furðu sæta að
þeirra sé varla getið í
þessari annars ágætu
skýrslu ráðherra um
stöðu ferðaþjónust-
unnar. Hvað veldur?
FERMINGAR
:
–– Meira fyrir lesendur
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn
8. mars.
PöntunarFrestur auglýsinga:
fyrir kl. 16 mánudaginn 4. mars.
sérblað
nÁnari uPPlýsingar geFur:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins og
verður blaðið í ár
sérstaklega
glæsilegt.
Fjallað verður um
allt sem tengist
fermingunni.