Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 19
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Líklegt má telja að við uppgjör gömlu bank-
anna þurfi að niðurskrifa „verulegu mikið“
krónueignir erlendra kröfuhafa, sem nema
hundruðum milljarða króna, en hins vegar yrði
erlendur gjaldeyrir þrotabúanna greiddur út
til kröfuhafa. Þetta kom fram í máli Más Guð-
mundssonar seðlabankastjóra á opnum fundi
efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær-
morgun, en hann sat þar fyrir svörum ásamt
Þórarni G. Péturssyni aðalhagfræðingi.
Seðlabankastjóri benti á að til viðbótar við
niðurskriftir á krónueignum kröfuhafa þyrfti
að endursemja um erlendar skuldir Lands-
bankans, sem nema um 300 milljörðum, og
lengja í lánum bankans. Að öðrum kosti gæti
skapast mikill þrýstingur á gengi krónunnar.
Nái þetta fram að ganga er það mat Más að
hugsanlega verði hægt að ráðast í losun gjald-
eyrishafta á næstu 1-2 árum. Að sögn seðla-
bankastjóra er „lykilatriði“ í slíku afnámsferli
að það verði afgangur á ríkisrekstri á næsta
fjárlagaári enda sé nauðsynlegt að ríkissjóður
hafi borð fyrir báru til að mæta auknum vaxta-
kostnaði í kjölfar afnáms hafta.
Seðlabankinn vinnur nú að breytingum á
áætlun um afnám hafta og fram kom í máli Más
að á meðal þess sem bankinn væri að skoða
væri hvort það ætti að „takmarka eitthvað
frekar það mengi“ sem aflandskrónueigendur,
en krónueign þeirra nemur 400 milljörðum
króna, geta fjárfest í. Þeir hafa einkum verið
stórtækir kaupendur á ríkistryggðum skulda-
bréfum, þá einkum og sér í lagi í styttri skulda-
bréfum.
Aðspurður sagðist seðlabankastjóri ekki úti-
loka „sérstaka vaxtalækkun“ á bankainnstæð-
ur og skuldabréfaeign aflandskrónueigenda en
erlendum aðilum er heimilt að kaupa gjaldeyri
fyrir þær krónur sem falla til vegna vaxta-
greiðslna. Már sagði að engin slík tillaga væri
þó komin á „framkvæmdaborðið“ en hins veg-
ar væri nú verið að „skoða mjög margt“ varð-
andi útfærslu á afnámi fjármagnshafta og
þetta gæti verið liður í þeim efnum.
Launahækkanir nái ekki yfir alla
Á fundi nefndarinnar varð Má og Þórarni
tíðrætt um mikilvægi þess að stemma stigu við
almennum launahækkunum. Már benti á að ef
slíkar hækkanir á vinnumarkaði yrðu í sam-
ræmi við þær sem gerðar voru við hjúkrunar-
fræðinga á Landspítalanum væri ljóst að það
gæti leitt til aukinnar verðbólgu og myndi því
kalla á vaxtahækkanir Seðlabankans. Már
sagði því að „aðalatriðið“ væri að tryggja að
slíkar launahækkanir myndu ekki ná yfir alla á
vinnumarkaði og benti á að það ættu að geta
orðið launabreytingar hjá ákveðnum hópum á
vinnumarkaði án þess að allir aðrir fylgdu í
kjölfarið.
Þórarinn tók undir áhyggjur seðlabanka-
stjóra og benti á að launahækkanir sem væru
ítrekað umfram framleiðniaukningu í hagkerf-
inu skiluðu engum raunverulegum kjarabótum
til launþega. Þórarinn gerði greinarmun á at-
vinnugreinum á borð við þær sem væru í út-
flutningi, sem hefðu vissulega borð fyrir báru
til að hækka laun, og launahækkunum í inn-
lenda geiranum, meðal annars hjá þjónustufyr-
irtækjum, sem „sem gætu með engu móti stað-
ið undir“ miklum launahækkunum.
Aðþrengd staða Íbúðalánasjóðs kom einnig
til umræðu. Að mati seðlabankastjóra er ljóst
að viðskiptalíkan sjóðsins „gengur augljóslega
ekki upp“ í núverandi efnahagsumhverfi – og
því sé spurning hvort hann eigi að starfa áfram
til frambúðar með óbreyttum hætti. Þrátt fyrir
að sjóðurinn sé langt undir þeim eiginfjár-
mörkum sem reglur kveða á um þá telur Már
að það sé hugsanlega tilgangslaust að leggja
honum til meira eigið fé þegar haft er í huga að
sjálft viðskiptalíkanið gengur ekki upp.
Þarf „verulegar“ niðurskriftir
Peningamál Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur.
- Seðlabankastjóri segir að líklega þurfi að niðurskrifa krónueignir kröfuhafa „verulega mikið“
- Skoðað að þrengja fjárfestingamöguleika aflandskrónueigenda - Viðskiptalíkan ÍLS gengur ekki upp
Niðurskriftir og launahækkanir
» Við uppgjör þrotabúa þarf að niður-
skrifa krónueignir kröfuhafa verulega.
» Til skoðunar að þrengja fjárfestingar-
möguleika aflandskrónueigenda.
» Útilokar ekki „sértækar vaxtalækk-
anir“ á krónueignir erlendra aðila.
» Segir viðskiptalíkan ÍLS „augljóslega“
ekki ganga upp í núverandi umhverfi.
» Aðalhagfræðingur Seðlabankans varar
við launahækkunum umfram framleiðni-
aukningu sem ekki skila kjarabótum.
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Opnunartími efnalaug
mán - fös: 8-18 • Lau: Lokað
Opnunartími fataleiga
mán - fös: 13-17 • Lau: Lokað
efnaLaug og fataLeiga garðabæjar | garðatorgi 3 | garðabæ | sÍmi 565 6680 | fataLeiga.is
Efnalaug & fataleiga
Garðabæjar
Hreinsum einnig
sængur, svefnpoka
og rúmteppi
minnum á að gott er að geyma
dúnúlpurnar hreinar yfir sumartíman
Hröð og vönduð þjónusta. fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð.
Fermingaföt
á drengi
til leigu
Hringdu
og bókaðu
tíma í mátun