Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Styrmir Gunnarsson vekur at-hygli á því, að sjálfstæðis-
menn komi sameinaðri frá lands-
fundi sínum en þeir hafi verið
árum saman. Síðar segir hann:
- - -
Þessi mikla sam-staða gjör-
breytir stöðu Sjálf-
stæðisflokksins í
kosningabaráttunni,
sem segja má að sé
hafin. Hann gengur
fram til hennar ef
endurnýjuðum krafti og er aug-
ljóslega eins og vikið er að í for-
ystugrein Morgunblaðsins í dag að
endurheimta sjálfstraust sitt.
- - -
Fyrir nokkrum mánuðum varekki endilega líklegt að Sjálf-
stæðisflokkurinn kæmi inn í land-
stjórnina á ný. Nú eru yfirgnæf-
andi líkur á því að svo verði. Sú
staðreynd ein mun auk annars
auka sóknarhug flokksmanna.
- - -
VG er rekald og mun ekki násér á strik eftir þá fáránlegu
ákvörðun, sem landsfundur flokks-
ins tók í gær um aðildar-
viðræðurnar við Evrópusam-
bandið.
Samfylkingin hefur klofnað í
þrennt. Björt framtíð og Lýðræð-
isvaktin eru klofningsbrot og
kannski meira en brot úr Samfylk-
ingunni. Kjósendum verður auðvit-
að ljóst í vetur að það er ekkert
vit í því að treysta svo sundur-
leitum hópum fyrir stjórn lands-
ins.
- - -
Ný ríkisstjórn á að hætta við-ræðunum við Evrópusam-
bandið og losa samfélagið þar með
við þær miklu deilur og þann
mikla kostnað sem þeim fylgja og
snúa sér að þeim aðkallandi verk-
efnum að byggja atvinnulífið, af-
komugrundvöll fólksins í landinu,
upp.“
Styrmir
Gunnarsson
Áhugavert
stöðumat
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 25.2., kl. 18.00
Reykjavík 10 súld
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 10 skýjað
Kirkjubæjarkl. 9 rigning
Vestmannaeyjar 8 rigning
Nuuk -8 léttskýjað
Þórshöfn 7 skúrir
Ósló 0 heiðskírt
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Helsinki -1 heiðskírt
Lúxemborg 1 snjókoma
Brussel 1 slydda
Dublin 5 léttskýjað
Glasgow 7 heiðskírt
London 3 skýjað
París 1 snjókoma
Amsterdam 2 þoka
Hamborg 2 skýjað
Berlín 2 skýjað
Vín 1 þoka
Moskva 0 heiðskírt
Algarve 12 heiðskírt
Madríd 6 léttskýjað
Barcelona 8 léttskýjað
Mallorca 8 léttskýjað
Róm 2 skúrir
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -10 léttskýjað
Montreal 0 snjókoma
New York 3 heiðskírt
Chicago 1 léttskýjað
Orlando 23 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
DYk
U26. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:45 18:37
ÍSAFJÖRÐUR 8:56 18:36
SIGLUFJÖRÐUR 8:39 18:19
DJÚPIVOGUR 8:16 18:05
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR kynna áherslur
sínar á félagsfundi sem verður haldinn á Hilton Nordica Hótel
í Reykjavík miðvikudaginn 27. febrúar nk. kl. 19:30.
Komdu og hittu frambjóðendur til formanns og stjórnar.
Dagskrá:
1. Frambjóðendur kynna áherslur sínar.
2. Fyrirspurnir til frambjóðenda.
Félagsmenn hvattir til að mæta.
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Kínverska undrabarnið Wei Yi gæti
orðið yngsti stórmeistari heims í
skák í dag en hann færðist nær
þeim áfanga með því að leggja
næststigahæsta keppanda N1
Reykjavíkurskákmótsins, Vachier-
Lagrave, í Hörpunni, í gærkvöldi.
Wei er stigahæstur á mótinu með
6,5 vinninga að lokinni 8. umferð,
ásamt stórmeisturunum Eljanov frá
Úkraínu, Wesley So frá Filipps-
eyjum, Pólverjanum Gajewski og
Kínverjanum Ding Liren.
Frá þessu er sagt á vefnum
skak.is en þar kemur einnig fram
að Hannes Hlífar Stefánsson er
meðal 11 skákmanna sem hafa 6
vinninga eftir góðan sigur á pólska
stórmeistaranum Bartosz Socko.
Þröstur Þórhallsson og Henrik
Danielsen koma næstir Íslendinga
með 5,5 vinninga. Bæði Hjörvar
Steinn Grétarsson og Friðrik Ólafs-
son máttu hins vegar sætta sig við
tap í gærkvöldi. 9. og önnur síðasta
umferð mótsins fer fram í dag og
hefst klukkan 16.30.
Einbeittur Wei Yi við skákborðið.
Gæti orðið
yngsti stór-
meistarinn
- Wei leiðir Reykja-
víkurskákmótið