Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Landbúnaðurinn og nátengd fyrir-
tæki hans skapa 12.000 manns at-
vinnu,“ sagði Haraldur Benedikts-
son, fráfarandi formaður
Bændasamtaka Íslands, við setningu
Búnaðarþings 2013 í gær. Hann
sagði að árið 2011 hefði atvinnugrein-
in framleitt verðmæti fyrir 150 millj-
ónir hvern einasta dag, eða fyrir
rúma 50 milljarða á ári. Landbúnað-
urinn sinnir fyrst og fremst innan-
landsmarkaði en framleiðir útflutn-
ingsvörur fyrir 11 milljarða á ári.
Haraldur vék að versnandi rekstr-
arskilyrðum bændabýla og sagði:
„Framleiðsluverðmæti búvöru á
grunnverði hefur hækkað um 49%
frá 2007 til 2011. En verð á aðföngum
til sömu framleiðslu hefur hækkað
um 60% á sama tíma.“ Hann nefndi
einnig umsóknina um aðild að Evr-
ópusambandinu og sagði að í sínum
huga væri hún pólitískt dauð.
„Henni verður endanlega aflýst
eftir alþingiskosningarnar í vor, en
þær kosningar eru fullveldiskosning-
ar,“ sagði Haraldur.
Björt framtíð landbúnaðarins
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðherra, vék
að miklum breytingum sem orðið
hefðu í landbúnaði og uppbyggingu
innviða. „Ég er sannfærður um að
fjárfesting í innviðum og bættum
þróunarmöguleikum sveitanna og
strjálbýlisins á Íslandi er einhver sú
ábatasamasta sem við getum ráðist í
sem þjóð út frá okkar framtíðarhags-
munum. Með slíku stækkum við Ís-
land, aukum fjölbreytni þess og þró-
unarmöguleika, virkjum verðmæta-
sköpunartækifæri og krafta sem
annars liggja dauðir,“ sagði Stein-
grímur.
Hann nefndi breytingar sem
fylgdu búsetuþróun í sveitum og
sagði ljóst að við þeim gæti þurft að
bregðast. Atvinnuvegaráðuneytið
kynnti í gær niðurstöður nefndar
sem falið var að endurskoða jarðalög,
m.a. með tilliti til þess hvernig bregð-
ast ætti við ýmsum atriðum sem nú
væru óljós.
Steingrímur kvaðst sannfærast æ
betur um að það hefði verið skref í
rétta átt að sameina ráðuneyti at-
vinnugreinanna á liðnu hausti. Hann
nefndi einnig að náttúran hefði minnt
nokkuð harkalega á sig undanfarin
misseri. Í kjölfarið sigldu viðamiklar
aðgerðir til að bæta bændum tjón
vegna eldgosa og hamfaraveðra.
„Ég tel mig þekkja landið og fólkið
og ég tel mig þekkja íslenskan land-
búnað allsæmilega. Í mínum huga er
enginn efi um bjarta framtíð hans,“
sagði Steingrímur.
Landbúnaður og nátengd
fyrirtæki skapa 12.000 störf
Morgunblaðið/Kristinn
Takk! Haraldur Benediktsson (t.h.) er að hætta sem formaður bænda. Honum og fjölskyldunni voru færðar þakkir.
Búnaðarþing 2013 var sett í gær ESB-umsóknin er „pólitískt dauð“
Morgunblaðið/Kristinn
Þjóðleg hátíð Margar konur og karlar, yngri sem eldri, klæddust fallegum
þjóðbúningum við setningu Bændaþings í gær.
Þyrlusveit Land-
helgisgæslunnar
hafði í nógu að
snúast um
helgina. Tvö út-
köll voru á laug-
ardagskvöldið.
Um hálfníu var
að beiðni læknis
á Hvolsvelli beð-
ið um aðstoð eftir að jeppi valt á
Þingskálavegi við Svínhaga. Fjórir
voru í bílnum og var einn þeirra
fluttur slasaður til Reykjavíkur
með TF-LÍF. Við komuna þangað
barst önnur beiðni um aðstoð vegna
bíls sem festist vegna vatnavaxta í
Sandavatni á Haukadalsheiði, suð-
ur af Langjökli. Þyrla fór á vett-
vang, ásamt björgunarsveitum frá
Biskupstungum og Flúðum. Var
tveimur mönnum bjargað af þaki
bílsins og komið til byggða. Þyrla
fór svo í sjúkraflug til Ísafjarðar í
gær vegna hjartasjúklings sem
þurfti að koma suður áður en veður
versnaði þar vestra.
Í nógu að snúast hjá
Gæsluþyrlunni
Karlmaður á sextugsaldri féll af
mótorhjóli á Strandvegi í Vest-
mannaeyjum síðdegis í gær, eftir að
hafa misst stjórn á hjólinu. Rann
hann 33 metra leið á hjólinu áður
en hann féll af því, að sögn lögregl-
unnar í Eyjum. Maðurinn hafði ætl-
að að færa mótorhjólið á milli húsa,
sem standa skammt hvort frá öðru,
en hugðist í millitíðinni setja á það
bensín. Hann var ekki í hlífðarbún-
aði, fyrir utan hjálm, en hlaut
minniháttar meiðsli.
Missti stjórn á mót-
orhjóli í Eyjum
Eldur kom upp í kyrrstæðri jeppa-
bifreið á bílastæði við mót Háteigs-
vegar og Lönguhlíðar snemma í
gærmorgun.
Enginn var í jeppanum, en eld-
urinn kom upp undir vélarhlíf hans.
Óvíst er hvað olli eldinum, en
jeppinn er gjörónýtur. Skemmdir
urðu á nærliggjandi bílum og mest-
ar á þeim sem stóð næst jeppanum.
Bruni Jeppinn er gjörónýtur eftir brunann
á bílstæðinu við Háteigsveg.
Eldur í kyrrstæðum
jeppa á bílastæði
Morgunblaðið/Hjalti St. Kristjánsson
Mikill erill var hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt og
til morguns fylltust fangageymslur
lögreglunnar við Hverfisgötu. Í
gærmorgun voru fjórir handteknir
á hótelherbergi í austurborginni
grunaðir um fíkniefnabrot. Fólkið
var vistað í fangageymslu vegna
rannsóknarhagsmuna. Þá var bif-
reið stöðvuð á Reykjanesbraut þar
sem ökumaðurinn var handtekinn,
grunaður um akstur undir áhrifum
fíkniefna. Honum var sleppt að lok-
inni sýna- og upplýsingatöku. Einn
var handtekinn á tíunda tímanum í
gærmorgun í Kópavogi grunaður
um ökugjaldssvik og hótanir í garð
leigubílstjóra. Sá fór í fanga-
geymslur.
Erill hjá lögreglunni
og fangageymslur
fullar í Reykjavík
Bændur í Laxárdal II í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi og hópurinn
„Handverkskonur milli heiða“ í
Þingeyjarsveit fengu Landbún-
aðarverðlaunin 2013. Steingrímur
J. Sigfússon, atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðherra, afhenti verð-
launin á setningarathöfn Bún-
aðarþings í gær.
Í Laxárdal II rekur fjölskylda
svínabú. Þar búa hjónin María
Guðný Guðnadóttir og Hörður
Harðarson og sonur þeirra, Björg-
vin Þór, og tengdadóttir, Petrína
Þórunn Jónsdóttir. Þau tóku við
verðlaununum í gær. Hörður er í
dag auk búskaparins í hálfu starfi
sem formaður og framkvæmda-
stjóri Svínaræktarfélags Íslands.
Bændurnir í Laxárdal II rækta
bygg auk hveitis og tilrauna með
ræktun á repju, rúg og höfrum. Ís-
lenskt hráefni er í 75% af öllu fóðri
svínanna í Laxárdal.
„Þetta er mikill heiður fyrir okk-
ur og eins alla svínaræktina,“ sagði
Björgvin Þór að lokinni athöfninni.
Hann taldi þetta vera í fyrsta sinn
sem svínabú fengi Landbúnaðar-
verðlaunin.
Félagið „Handverkskonur milli
heiða“, þ.e. Fljótsheiðar og Vaðla-
heiðar, var stofnað 1992. Tilgang-
urinn var að mæta aukinni spurn
eftir minjagripum og að vinna að ís-
lensku handverki og selja það í
Goðafossmarkaðnum ehf. Félagið
er að stærstum hluta í eigu félags-
kvenna. Um 90% viðskiptavina þar
eru erlendir ferðamenn. Tæplega
hundrað konur eru nú í félaginu.
Þær Friðrika Sigurgeirsdóttir á
Bjarnastöðum, formaður félagsins,
Ingibjörg Hartmannsdóttir, Þórð-
arstöðum, og Gunnhildur Arnþórs-
dóttir, Hrísgerði, veittu verðlaun-
unum viðtöku fyrir hönd félags-
kvenna. „Vissulega var þetta
óvænt,“ sagði Friðrika, að lokinni
afhendingu verðlaunanna. „Ég
varð kjaftstopp þegar ég fékk
hringinguna.“ Hún sagði að verð-
launin yrðu þeim hvatning til að
halda áfram. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Landbúnaðarverðlaun 2013 Bændur í Laxárdal II og handverkskonur í
Þingeyjarsveit fengu verðlaunin afhent við setningu Búnaðarþings. Með
þeim eru forseti Íslands, atvinnuvegaráðherra og Haraldur Benediktsson.
Svínabændur og hand-
verkskonur hlutu hnossið
„Ég varð kjaftstopp þegar ég fékk hringinguna“
Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL)
fékk í gær afhentan fimm milljóna
króna styrk á Búnaðarþingi 2013.
Peningarnir voru gefnir í viðurkenn-
ingar- og þakklætisskyni fyrir öfl-
ugan stuðning björgunarsveitanna
við bændur sem týndu eða töpuðu fé
í hamfaraveðrinu 10.-11. september
2012. Guðni Ágústsson, fyrrverandi
landbúnaðarráðherra og formaður
verkefnisstjórnar söfnunarinnar
„Gengið til fjár“, og Þórarinn Ingi
Pétursson, formaður Lands-
sambands sauðfjárbænda, afhentu
gjöfina.
Hátt í tíu þúsund fjár fórust í
óveðrinu. Guðni sagði að í hundruð
ára hefði ekki svo margt sauðfé far-
ist í einu ofviðri hér.
Hörður Már Harðarsson, formað-
ur SL, og Jón Svanberg Hjartarson,
framkvæmdastjóri SL, veittu gjöf-
inni viðtöku og þökkuðu fyrir.
Morgunblaðið/Kristinn
Þakkir Björgunarsveitunum var
þökkuð hjálpin í haust.
Hjálpin
þökkuð