Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
H
a
u
ku
r
1
0
.1
2
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í•
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
Spennandi verslun með eigin innflutning á íhlutum, aukahlutum,•
köplum, verkfærum og mörgu fleira á rafeindasviði. Stöðug velta um
70 mkr. og góð afkoma.
Fyrirtæki í innflutningi og þjónustu með sérhæfðan tæknibúnað fyrir•
fyrirtæki og stofnanir. Ársvelta 100 mkr.
Lítið hótel með mikilli veitingasölu á einstökum ferðamannastað á•
Suðurlandi. Mjög góð afkoma.
Deild úr heildverslun með þekktar sokkabuxur. Ársvelta 40 mkr.•
Stórt og rótgróið innflutningsfyrirtæki með áherslu á tæknivörur fyrir•
sjávarútveg. Ársvelta 700 mkr.
Þekkt pípulagningarfyrirtæki með talsverða sérstöðu. Núverandi•
eigandi vill hætta vegna aldurs en er til í að vera einhvern tíma með
nýjum eiganda. Tilvalið tækifæri fyrir duglega pípara sem treysta sér í
eigin rekstur. Auðveld kaup.
Heildverslun með heilsutengdar vörur. Þekkt merki og sterk staða á•
markaði. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 25 mkr.
Vinsæll pizza staður í góðum rekstri. Stórt og gott húsnæði á góðum•
stað.
Spár bentu til þess á sunnudag að
svissneskir kjósendur myndu sam-
þykkja lög sem setja fyrirtækjum
töluverðar skorður um hversu há laun
má greiða yfirstjórnendum. Er búist
við að um 68% kjósenda greiði at-
kvæði með tillögunni í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Með nýju lögunum verður komið í
veg fyrir sérstakar bónusgreiðslur
bæði í upphafi og lok ráðningartíma.
Eins banna lögin launabónusa fyrir
árangursríkan samruna. Fá hluthafar
aukið vald yfir launum æðstu stjórn-
enda.
Nýju lögin kveða á um að ef stjórn-
endur gerist sekir um að brjóta lögin
geti þeir vænst allt að þriggja ára
fangelsisvistar.
Það var Thomas Minder, stjórn-
andi fyrirtækis sem framleiðir jurta-
tannkrem, sem hóf herferð fyrir regl-
unum árið 2006. Er ekki búist við að
svissneskt atvinnulíf kunni Minder
miklar þakkir fyrir en fréttastofa Blo-
omberg segir launatakmarkanirnar
valda því að Sviss verður síður áhuga-
verður áfangastaður fyrir alþjóðleg
fyrirtæki. Fimm af tuttugu hæst
launuðu stjórnendum Evrópu starfa
fyrir fyrirtæki með höfuðstöðvar sín-
ar í Sviss.
Risabónus frá Novartis
Lagabreytingin fékk aukinn stuðn-
ing í síðasta mánuði þegar upplýst var
að lyfjarisinn Novartis hygðist greiða
fráfarandi stjórnarformanni fyrir-
tækisins allt að 78 milljóna dala bón-
us, jafnvirði tæplega 9,7 milljarða
króna, til að tryggja að hann færi ekki
til starfa fyrir keppinauta. ai@mbl.is
Sviss takmarkar laun stjórnenda
Talið gera landið minna spennandi
kost fyrir alþjóðleg fyrirtæki Banna
ráðningar- og starfslokabónusa
AFP
Glott Svissneski tannkremsframleiðandinn og stjórnmálamaðurinn Thomas Minder gladdist við að heyra fyrstu töl-
ur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem hann átti frumkvæðið að. Um tveir þriðju kjósenda kusu með lögunum.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Stjórnvöld í Kína hafa á undanförn-
um árum staðið í stórræðum í sam-
göngumálum og þá sérstaklega á
lestasviðinu. Er skemmst að minnast
nýrrar 1.900 km háhraðaleiðar milli
Beijing og Guangzhou sem tekin var í
notkun þann 26. desember s.l. Eru
fyrirhugaðar fjöldamargar háhraða-
lestaleiðir sem munu þvera landið frá
norðri til suðurs og austri til vesturs.
Uppbyggingin hefur þó ekki geng-
ið alveg snurðulaust fyrir sig og er nú
útlit fyrir að lestaráðuneyti Kína
verði leyst up.
Financial Times greinir frá að
starfsemi ráðuneytisins sé bæði þjök-
uð af spillingu og háum skuldum.
Þessa dagana standa yfir miklir fund-
ir kínverska kommúnistaflokksins í
Beijing þar sem vænta má að Xi Jinp-
ing verði valinn næsti forseti alþýðu-
lýðveldisins. Er reiknað með að með
fyrstu aðgerðum nýs leiðtogahóps
verði það að gera rækilegan skurk í
lestaráðuneytinu.
Kínverska lestaráðuneytið er gríð-
arstórt og er stundum sagt vera eins
og ríki inni í ríkinu. Hjá ráðuneytinu
starfa 2,1 milljón manns og hefur
ráðuneytið á að skipa eigin lögreglu
og dómstólum. Segir FT að með því
að takast á við svona kröftugt appa-
rat muni Xi sýna og sanna viljann til
að knýja í gegn nauðsynlegar breyt-
ingar til að viðhalda kröftugum hag-
vexti.
Þörf á aðskilnaði
Er talið líklegast að lestamál verði
færð undir ráðuneyti samgöngumála.
Álitsgjafar í Kína segja almenna sátt
ríkja meðal opinberra fulltrúa um
hvert skal stefna en æskilegast væri
að aðskilja rekstrarhlið og stjórn-
málahlið lestamála líkt og tekist hef-
ur í flugiðnaði.
Lestaráðuneytið hefur til þessa
getað spyrnt við tilraunum til upp-
stokkunar en smám saman hafa völd
ráðuneytisins minnkað. Á síðasta ári
var Liu Zhijun, ráðherra lestamála,
vikið úr starfi fyrir „agabrot“ sem
iðulega er notað sem dulmál fyrir
spillingu í starfi.
Engin samkeppni er á kínverska
lestamarkaðinum og varaði Alþjóð-
bankinn við því á síðasta ári að kín-
versk stjórnvöld þyrftu að grípa til
skjótra aðgerða til að brjóta upp ein-
okunarfyrirtæki í eigu ríkisins enda
væru þau dragbítur á efnahagsvexti.
Verður kínverska lesta-
ráðuneytinu lokað?
Gert ráð fyrir að nýr leiðtogi brjóti upp risavaxið ráðuneyti
Þörf á að aðgreina betur samkeppnisrekstur og pólitík
AFP
Uppbygging Farþegar láta fara vel um sig um borð í háhraðalest á leið milli
Beijing og Guangzhou. Þörf er fyrir mikla uppstokkun í lestamálum og m.a.
æskilegt að aðgreina rekstur annars vegar og pólitíska stefnumörkun hins
vegar líkt og tókst með góðum árangri í flugmálum.
XI JINPING TALAR TÆPITUNGULAUST
Arftaki Hu Jintao (t.v.), og Xi
Jinping um helgina við opnun
árlegs allsherjarfundar.
Xi Jinping, væntanlegur leiðtogi Kína, sagði í
ræðu í Beijing um helgina að framtíð flokks-
ins væri í hættu vegna minnkandi trausts al-
mennings og hvimleiðra spillingarmála. Hef-
ur Telegraph eftir Xi að flokknum muni
aðeins takast að fagna 100 ára afmæli sínu,
sem nú vantar átta ár í, ef flokksmeðlimir
leggjast allir á eitt.
Tveggja vikna fundahöld eru framundan í
kínversku höfuðborginni og mun þeim ljúka
með því að Xi tekur formlega við stjórnar-
taumunum. Til fundanna mæta málsmetandi
kínverskir borgarar, þeirra á meðal leikarinn
Jackie Chan og körfuboltastjarnan Yao Ming.
Hefur áhyggjur af framtíð
kommúnistaflokksins