Morgunblaðið - 04.03.2013, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
Miðbæjarfjör Snjóbrettaviðburðurinn Mintan 2013 var haldinn í miðborg Reykjavíkur á laugardag. Snjórinn var sóttur upp í Bláfjöll og brettafólkið sýndi listir sínar.
Styrmir Kári
Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, var sem
kunnugt er endurkjörinn í það
embætti með um 80% fylgi sem
er mjög afgerandi kosning.
Þetta var góður og mikilvægur
sigur fyrir Bjarna. Mikið hefur
mætt á Bjarna að undanförnu
og reyndar frá því að hann tók
við keflinu við verstu aðstæður
á landsfundinum 2009 þegar
flokkurinn var á sínum lægsta
punkti. Hann hefur síðan legið
undir ámæli vegna hrunsins, tengsla sinna
við stórfyrirtæki og vegna svokallaðs Vafn-
ingsmáls.
Réttarhöld í Vafningsmálinu sýndu svo
ekki varð um villst að allar þær skýringar
sem Bjarni hafði komið með um aðkomu sína
að málinu stóðust. Eftir hrun virðist það
hins vegar vera skýlaus krafa kjósenda að
stjórnmálamenn komi ekki nálægt rekstri
fyrirtækja samhliða þingmennsku, fólk er
brennt á mögulegum hagsmunaárekstrum og
vill hreint borð.
Hanna Birna Kristjánsdóttir var kosin
varaformaður flokksins á landsfundinum
með glæsilegri kosningu. Mér þykir Hanna
Birna sýna þarna í verki hvernig hún hugsar
sem stjórnmálamaður og gætu margir tekið
hana sér til fyrirmyndar. Mottó Hönnu
Birnu er ekki hvað getur Sjálfstæðisflokk-
urinn gert fyrir mig heldur hvað get ég gert
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Framboð hennar
styrkir mjög forystusveit flokksins og ég er
viss um að þau Bjarni munu saman mynda
sterka og samhenta forystu sem skilar ár-
angri fyrir fólkið í landinu.
Hlutur kvenna
Einhver helstu tíðindi landsfundarins eru
þau að konur voru kosnar formenn í sjö mál-
efnanefndum af átta. Glæsileg útkoma
kvenna í nýliðnum prófkjörum
Sjálfstæðisflokksins sýna líka
greinilega að konur munu koma
meira að ákvarðanatöku og for-
ystuhlutverki innan flokksins
sem utan en nokkru sinni.
Enda sagði formaður flokks-
ins skýrum orðum í setning-
arræðu landsfundar að flokk-
urinn muni að sjálfsögðu gæta
þess að hlutur karla og kvenna
úr röðum sjálfstæðismanna
verði jafn þegar kemur að rík-
isstjórnarmyndun.
Það sem framundan er
Eins og fram kemur í yfirskrift landsfund-
arins, „Í þágu heimilanna“, verður áherslan
fyrir komandi kosningar, 27. apríl nk., sett á
heimilin í landinu og hag þeirra. Markvissar
tillögur hafa verið settar fram til að koma til
móts við þá sem verst fóru út úr hruninu
ásamt aðgerðum sem miða að því að tryggja
frelsi og framþróun í landinu. Sjálfstæð-
isflokkurinn ætlar að hefja nýja sókn í at-
vinnulífinu, eyða atvinnuleysi og stækka
þjóðarkökuna, svo allir landsmenn geti feng-
ið meira í sinn hlut. Það er ekki yfirboð lof-
orða án innistæðu heldur trú á að sjálfstæð-
isstefnan sé einmitt sú stefna sem þjóðin
þarf á að halda núna. Bjartsýn, framfara-
sinnuð, jafnréttissinnuð og sanngjörn.
Eftir Elínu Hirst
»Ég er viss um að Bjarni
og Hanna Birna muni
mynda sterka og samhenta
forystu sem skilar árangri
fyrir fólkið í landinu.
Elín Hirst
Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eða
Kraganum til alþingiskosninganna 27. apríl nk.
Ný og sterk forysta
Nýverið var eftirfarandi fyr-
irsögn að finna á vef Alþýðu-
sambands Íslands: „Hvað hafa
Hagkaup, Kostur, Nóatún og
Víðir að fela?“ Svo er bætt við
að fyrrnefndar verslanir „neita
allar að veita neytendum eðli-
legar upplýsingar um verðlag í
verslunum sínum með því að
vísa verðtökufólki ASÍ út úr
þeim verslunum.“ Umræddar
verslanir hafa ekkert að fela í
þessum efnum nema síður sé.
Dagvörur eru vel verðmerktar í verslunum.
Því fer fjarri að verðkannanir ASÍ gefi rétta
mynd af dagvörumarkaðinum. Meðan verð-
lagseftirlit sambandsins velur að kanna smá-
söluverð hjá einungis hluta verslana og bera
saman ólík vörumerki er augljóst að verðsam-
anburðurinn gefur langt frá því raunsanna
mynd af verðlaginu. Upplýsingarnar sem ASÍ
miðlar til neytenda eru því afar takmarkaðar
og villandi.
Viðskiptavinir okkar vita vel hvað dagvaran
kostar. Málið snýst ekki um það heldur að
verðlagseftirlit ASÍ neitar ætíð allri samvinnu
við verslanirnar um að laga og bæta aðferða-
fræðina sem notuð er við þessar kannanir. Það
virðist vera hagsmunapólitísk ástæða fyrir því
að ASÍ hefur horn í síðu dagvöruverslana og
reynir að nota málið til að gera sjálft sig breitt
í augum almennings.
Tökum dæmi. Neytendur vita að epli og epli
er alls ekki það sama. Neytendur vita líka að
súkkulaðikex og súkkulaðikex er ekki það
sama. Grænar baunir frá einum framleiðanda
til annars eru alls ekki fáanlegar á sama inn-
kaupsverði. Þetta veit almenningur og verð-
lagseftirlit ASÍ ætti að vita það
líka. Þetta er einn af ásteytingar-
steinunum í samskiptum ASÍ við
dagvöruverslanir landsmanna.
Í mörg ár hafa verslunarstjórar
kvartað undan því að ASÍ sé gjör-
samlega ófáanlegt til að setjast
niður með forráðamönnum versl-
ana til þess að sníða agnúana af
umræddum könnunum. Verslunar-
eigendur hafa ekkert að fela í þess-
um málum, þótt ASÍ haldi öðru
fram. Þeir fara aðeins fram á að
kannanir séu framkvæmdar á heið-
arlegan, réttlátan og faglegan hátt.
Það hlaut að koma að því að fyrrgreindar
verslanir gætu ekki lengur tekið þátt í könn-
unum ASÍ af ofangreindum ástæðum. Kostur
var fyrsta verslunin til að hætta þátttöku en á
eftir fylgdu Víðir, Nettó, Nóatún og Hagkaup.
Sennilega eiga fleiri eftir að bætast í hópinn ef
ASÍ brýtur ekki odd af oflæti sínu og tekur
þátt í friðsamlegu og jákvæðu samráði með
það í huga að leysa hnökrana sem standa í
vegi fyrir réttlátum og heiðarlegum könn-
unum. Neytendur hljóta að eiga kröfu til þess.
Ég er til hvenær sem er og er viss um að koll-
egar mínir eru það einnig. Orð eru til alls
fyrst.
Eftir Jón Gerald
Sullenberger
» Verðlagseftirlit ASÍ
neitar allri samvinnu
við verslanir um að laga og
bæta aðferðafræðina sem
notuð er við verðkannanir.
Jón Gerald
Sullenberger
Höfundur er eigandi lágvöruverslunarinnar
Kosts.
Epli og epli eru
alls ekki það sama