Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 20
✝ Guðni AlbertGuðjónsson rennismíðameistari fæddist á Suður- eyri við Súg- andafjörð 16. maí 1931. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 21. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Hall- dórsson, fæddur á Hóli í Önund- arfirði 16. apríl 1882, d. 24. febr- úar 1960 og Rebekka Kristín Guðnadóttir, fædd á Kvíanesi í Súgandafirði 8. sept. 1892, d. 14. september 1964. Guðjón og Re- bekka eignuðust sex börn. Þau eru í aldursröð: Egill, f. 11. des. 1917, d. 31. okt. 1988. Halldór, f. 3. okt. 1919, d. 17. mars 1922. Guðríður, f. 10. maí 1921, d. 12. sept. 1998, Jóhanna, f. 28. maí 1926, Guðrún, f. 15. mars 1928, og yngstur Guðni Albert sem hér er minnst. Árið 1956 kvæntist Guðni Sig- ríði Friðrikku Jónsdóttur, f. 27. maí 1937, frá Flateyri við Ön- Vera, f. 1981, sem á tvö börn, b) Marta, f. 1988 og c) Símon Guðni, f. 1995. 4) Kristín, f. 7. júní 1964. Sonur hennar og manns hennar Einars Vignis Sigurðssonar, f. 1964, er: a) Benedikt Leó, f. 2002. Börn Ein- ars af fyrra sambandi eru Val- gerður Brynja, f. 1985, hún á þrjú börn, og Pálmar Dan, f. 1988. 5) Jóna Björk, f. 31. mars 1967. Börn hennar og eig- inmanns hennar Jóns Marinós Jónssonar, f. 1964, eru: a) Sonja Sigríður, f. 1994 og b) Sölvi Steinn, f. 1997. Að loknu námi í Vélsmiðjunni Héðni, 1958, tók Guðni við rekstri vélsmiðju föður síns á Suðureyri og rak hana ásamt Agli bróður sínum til 1966 er þau Guðni og Sigríður fluttu með dætrum sínum til Reykja- víkur. Guðni starfaði m.a. hjá Olíufélaginu Skeljungi, við eigið fyrirtæki; Plötuofna í Kópavogi, sem hann stofnaði með Ómari Þórðarsyni, systursyni sínum, sem verkstjóri hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og í Húsasmiðjunni þar til hann lét af störfum 2001. Guðni og Sigríður bjuggu lengi á Nesvegi 63 í Reykjavík en síðastliðin tvö ár á Sléttuvegi 29 í Reykjavík. Útför Guðna verður gerð frá Neskirkju í dag, 4. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13. undarfjörð. For- eldrar hennar voru Arnfríður Lára Álfsdóttir, f. 2. nóv. 1896, d. 27. feb. 1980, og Jón Ólafur Kristjánsson, f. 27.12. 1876, d. 29. júlí 1966. Guðni og Sigríð- ur eignuðust fimm dætur. Þær eru: 1) Rebekka, búsett í Ósló, f. 29. febr. 1956. Eig- inmaður hennar er Anders Gundhus, f. 1956, og eiga þau soninn b) Christoffer, f. 1992. Dóttir Rebekku af fyrra hjóna- bandi er: a) Tinna Guðmunds- dóttir, búsett í Ósló, f. 1981. Tinna á eina dóttur. Börn And- ersar af fyrra hjónabandi eru Daniel, f. 1981 og Caroline, f. 1983. 2) Anna Ólafía, f. 19. jan. 1958. Eiginmaður hennar er Viðar Böðvarsson, f. 1951. Dótt- ir þeirra er: a) Rakel, f. 1978. Hún á tvö börn. 3) Arnfríður Lára, f. 5. júlí 1960. Eiginmaður hennar er Sveinbjörn Lárusson, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Það var að morgni nýársdags árið 1978 að ég heyrði fyrst í Guðna. Ég hafði hitt Fríðu dóttur hans nokkrum dögum áður og við ætluðum í bíó þennan dag. Þegar ég hringdi svaraði Guðni, sagði að hún væri sofandi. Nokkrum klukkustundum og símtölum síðar fékk ég loks að tala við Fríðu. Ávallt var Guðni kurteis við mig í þessum samtölum og aldrei varð ég var við óþolinmæði gagnvart þessum unga ágenga pilti sem var að stíga í vænginn við dóttur hans og átti svo erfitt með að bíða. Nokkrum dögum síðar var mér boðið í kaffi hjá Siggu og Guðna og var tekið af alúð og hlýju. Síðan hef ég verið hluti af fjölskyldunni. Við Guðni áttum ótal stundir saman. Hann eyddi óratíma í að leiðbeina mér og aðstoða við að gera við og mála Austin Mini sem við Fríða áttum fyrstu búskapar- árin okkar. Ávallt var hann boðinn og búinn að aðstoða okkur ef það þurfti eitthvað að gera við, smíða úr járni eða bara gera við bílinn. Ógleymanleg er sú minning þegar hann bað mig að vera með sér að reisa sumarbústað og ég sagði honum að það væri lítið mál að eyða sumarfríinu með honum fyr- ir austan. Ég myndi bara taka Veru litlu með mér, en hún var þá 5 ára og Fríða föst í vinnu í bæn- um. Hann játti þessu en var ekki trúaður á að okkur yrði mikið úr verki með barnið með okkur. Við gistum í sumarbústað Þuru systur minnar sem er skáhallt á móti bú- stað þeirra Siggu og Guðna. Ég held að ánægjan og stoltið sem skein af honum þegar hann sagði síðar frá þessum tíma segi allt um hvað þessi tími var honum kær. Við fórum út snemma á morgn- ana og Vera kom hoppandi og syngjandi á eftir okkur þegar hún vaknaði og var búin að klæða sig og borða morgunmat, þá heyrðist oft „sjáðu þarna kemur hún“. Prýðilega gekk að sameina vinn- una og eftirlit með stelpuskottinu. Ekki síður minnist ég stoltsins í afanum þegar við vorum að keyra inn afleggjarann að sumarbústöð- unum í Hraunborgum, þegar Vera las nöfnin á götuskiltunum, „hvað hún er bara orðin læs“. Bókin Reikningsveislan var keypt í næstu kaupstaðarferð og lásum við bókina með Veru á hverju kvöldi þarna í sveitinni. Ótal stundir og ferðir áttum við síðar saman þegar hann var að byggja, breyta og bæta sumarbústaðinn. Guðni var stoltur af börnum sínum og ekki síður barnabörnum. Ótal á ég myndirnar þar sem hann er með barnabarn í fanginu að sýna því heiminn. Enda leið þeim vel í fanginu hjá afa Guðna þar sem þau voru ávallt velkomin. Þegar við kveðjum nú Guðna vil ég þakka fyrir allar ferðirnar yfir heiðina og samverustundirnar á lífsleiðinni. Ég veit að þegar hann nú kemur yfir þessa síðustu heiði taka ástkærir foreldrar og systk- ini fagnandi á móti honum. Sveinbjörn. Guðni, tengdafaðir minn, var ekki maður margra orða enda var starfssvið hans tengdara verkum en orðum. Hann var rennismiður að mennt og rak á árum áður vél- smiðju á Suðureyri við Súganda- fjörð ásamt bróður sínum. Guðni stundaði ýmiss störf um ævina, sótti sjóinn, starfaði sem verkstjóri í Fóðurblöndunni og rak á tímabili eigið ofnafyrirtæki ásamt Ómari Þórðarsyni, systur- syni sínum. Síðustu starfsárin vann hann í Húsasmiðjunni og í því starfi fékk þekking hans og verklagni að njóta sín. Guðni kynntist ungur eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigríði Frið- rikku Jónsdóttur, og eignuðust þau fimm dætur á ellefu árum. Lífsbaráttan hefur án efa verið hörð fyrir vestan og um miðjan sjöunda áratuginn tóku þau hjón- in þá ákvörðun, væntanlega með framtíðarhag dætranna í huga, að flytja til Reykjavíkur. Það er erfitt fyrir nútímamann að gera sér í hugarlund hvernig það hefur verið fyrir fjölskyldu- föður og fyrirvinnu sjö manna fjöl- skyldu að koma sér upp þaki yfir höfuðið og brauðfæða fjölskyldu á þessum árum, en það gerði Guðni með því að leggja hart að sér og láta verkin tala. Þegar ég kynntist eiginkonu minni, Önnu, næstelstu dóttur- inni, bjó fjölskyldan á fallegu heimili, í stórri íbúð, við Dalbraut. Fimm árum síðar var sú íbúð seld og í stað hennar keypt falleg hæð í vesturborginni, þar sem þau Guðni og Sigríður bjuggu í 27 ár. Síðustu tvö ár voru þau hjónin bú- in að koma sér vel fyrir á Sléttu- vegi 29. Á níunda áratugnum byggði Guðni sumarhús í Hraunborgum í Grímsnesi þar sem stórfjölskyld- an hefur átt margar ánægjustund- ir saman. Nú síðast í afmælis- veislu hans síðasta vor, þar sem dæturnar, tengdasynirnir og barnabörnin voru mætt til að eiga ánægjustund yfir góðum kvöld- verði. Guðni smíðaði eitt og annað um ævina, meðal annars kertastjaka úr smíðajárni sem hann gaf sínum nánustu og hafa meðal annars prýtt heimili okkar hjóna. Fyrir um það bil ári fór hann á námskeið í silfursmíði ásamt einni dætra sinna, sem var þeim báðum gagn- legt og skemmtilegt, og þar urðu til verk sem bera skapara sínum fagurt vitni. Guðni var myndarmaður, há- vaxinn, samsvaraði sér vel og var dökkur á brún og brá á yngri ár- um. Hann var smekkmaður á föt og ávallt vel klæddur. Augljóst er að smekkvísi og hæfileikar Guðna og Sigríðar hafa erfst til dætr- anna. Allar hafa þær lokið lang- skólanámi, hver á sínu sviði. Allar hafa þær áhuga og þekkingu á listum og menningu og búa að því sem mótaði uppvöxt þeirra á æskuheimilinu. Guðni hafði góða kímnigáfu og þótt hann væri ekki orðmargur kom hann oft með hnyttnar athugasemdir sem hittu vel í mark. Hann sannaði það fyrir manni hvað gerðir okkar mann- anna eru í raun meira virði en orð- in, þó að þau séu allra góðra gjalda verð. Ég votta tengdamóður minni og öðrum aðstandendum samúð mína og bið Guð að varðveita Guðna Guðjónsson. Viðar Böðvarsson. Mig langar að minnast tengda- föður míns í örfáum orðum. Það var fyrir ríflega 25 árum að ég kynntist Jónu Björk, eiginkonu minni, og upp frá því föður henn- ar, Guðna. Bauð hann mig vel- kominn í fjölskylduna frá fyrsta degi og urðum við strax mjög góð- ir vinir. Guðni var ákveðinn maður og fastur fyrir en mýkri hliðin var ekki langt undan og var hann óspar á að hrósa þeim sem það áttu skilið. Guðni var lærður rennismiður og var hann snillingur þegar kom að því að móta málminn hvort sem það voru stórir vélahlutir eða silf- urhringar og hálsmen sem hann smíðaði á efri árum og afkomend- ur hans njóta góðs af. Guðni var líka hagleikssmiður á tré og sést það best á sumarbústaðnum sem hann byggði í Hraunborgum í Grímsnesi fyrir fjölskylduna. Bú- staðurinn var rétt fokheldur þeg- ar ég bættist við hópinn og áttum við margar góðar samverustundir við að innrétta hann og breyta og bæta. Ég minnist þess hversu nat- inn hann var við barnabörnin sín og fljótur að finna smíðaverkefni fyrir þau þegar þau komu í heim- sókn í bústaðinn. Fyrr en varði var veröndin full af allskyns bát- um og skipum sem hann kenndi þeim að búa til. Þegar horft er til baka eru 25 ár ekki langur tími enda líður tíminn hratt þegar gaman er og mikið að gera. Það var fyrir 8 árum sem Guðni greindist með þann sjúk- dóm sem síðan lagði hann að velli en hann tók þessu af æðruleysi og lét engan bilbug á sér finna. Bar- áttan gekk vel lengi framan af en síðastliðið haust versnaði heilsan hratt. Það lýsir ákveðni hans vel að þegar hann lá á spítalanum í byrjun desember og var búinn að fá nóg af þeirri dvöl, reif hann sig á fætur og fékk það mikinn kraft að hann fékk að fara heim til að dvelja þar fram yfir jól og áramót. Ég mun minnast þess lengi að hafa átt þessi skemmtilegu jól og áramót með þeim hjónum, Siggu og Guðna. Farinn er góður drengur á vit feðra sinna og er hann nú laus við allar þær þjáningar og heilsuleysi sem herjaði á hann undangengnar vikur. Mun hans verða sárt sakn- að og erfitt verður að fylla það tómarúm sem hann skilur eftir en ég veit að við eigum eftir að smíða saman aftur. Hann réð sínum ráðum sjálfur. Hann rækir sín skyldustörf. Þótt líkaminn sortni af sóti, er sálin hrein og djörf. Fast er um tangirnar tekið, en tungunni lítið beitt Hart dynja höggin á steðjann, unz höndin er dauðaþreytt. (Davíð Stefánsson.) Hvíldu í friði, kæri vinur. Jón Marinó. Elsku afi minn er látinn. Ég minnist hans með hlýhug og þakk- læti fyrir öll árin sem við áttum saman. Afi var góður maður, ein- staklega barngóður, húmoristi og hafði gaman af því að segja sögur. Hann var handlaginn og kunni vel til verka á mörgum sviðum. Hann byggði t.d. sumarbústað í Gríms- nesinu, gerði kertastjaka úr smíðajárni og fór á námskeið í silf- ursmíði. Hann vann líka mikið enda sá hann fyrir stóru heimili. Afi var umvafinn kvenfólki alla sína tíð, þar sem hann og amma eignuðust fimm dætur og var mik- ið grín gert að því að fyrstu fjögur barnabörnin voru líka stelpur. Ég var fyrsta barnabarnið og var svo heppin að fá að verja góð- um tíma á heimili hans og ömmu á Dalbrautinni. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar afi og ég rölt- um saman hönd í hönd út í sjoppu í hvert skipti sem ég var þyrst og keyptum malt og appelsín. Ég hef örugglega ekki verið mikið eldri en 5 ára. Afi hafði nefnilega ein- staklega gaman af því að gleðja barnabörnin. Eitt skipti taldi afi mér líka trú um að setja fína skál út í glugga til að jólasveinninn gæti nú gefið mér eitthvað fallegt. Ég hafði gleymt spariskónum heima og var einungis með skítug stígvél sem ég vildi alls ekki setja út í glugga og því síður skó af afa eða ömmu. Ég fór áhyggjufull að sofa þessa nótt því ég hélt að jóla- sveinninn myndi fara fram hjá þessum glugga með skálinni. En auðvitað beið mín heill poki af Mónu-skúkkulaðidropum daginn eftir. Ég var svo glöð og man þennan atburð svo vel og ekki síst vegna þess hve afi brosti breitt yf- ir þessu. Við rifjuðum þetta oft upp þegar ég var orðin eldri. Ég á einnig margar góðar minningar um afa minn eftir að hann og amma fluttu á Nesveginn. Þá var svo stutt á milli okkar. Ég kom oft í heimsókn eftir skóla og hlustaði þá á sögur frá Flateyri og Suður- eyri á meðan ég gæddi mér á dýr- indis kræsingum sem voru alltaf á boðstólum hjá þeim. Það verður skrítið að hafa afa ekki lengur á meðal okkar, að hann komi ekki fram á gang á Sléttuveginum til að taka á móti manni þegar maður kemur næst í heimsókn. Ég kveð afa minn með miklum söknuði. Blessuð sé minn- ing hans. Rakel Viðarsdóttir. Guðni Albert Guðjónsson  Fleiri minningargreinar um Guðna Albert Guð- jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013 ✝ Ágúst Jónssonvar fæddur á Akureyri 14. júlí 1947. Hann lést á Líknadeild Trelle- borgar spítala í Sví- þjóð 12. febrúar 2013. Foreldrar hans voru Jón Lárusson, vélstjóri í Reykja- vík, f. 14. sept. 1908, d. 12. april 1983, og kona hans Marta Hannesdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1913, d. 15. júlí 2011. Ágúst var næstyngstur fimm systkina. Þau eru: Margrét Þóra, f. 28. nóv. 1934, Hannes Gunnar, f. 27.ág. 1936, Lárus, f. 15. nóv. 1943, Guðrún, f. 7. jan. 1952. Ágúst kvæntist 1. des. 1973 Ingibjörgu Benediktsdóttur, tannsmið frá Reykjavík, f. 31. maí 1953. Foreldrar hennar: Benedikt Ingvarsson vélstjóri, f. 31. okt. 1915, d. 4. maí 1994, og Hjördís Þorkelsdóttir, f. 14. sept. 1918. Ágúst og Ingibjörg eign- uðust 2 dætur. Þær eru: Hjördís, f. 8. ág. 1974, eiginmaður hennar Petter Wallin, f. 2. maí 1977. Börn þeirra: Ines, f. 3. des. 2005 og Ruben, f. 24. nóv. 2007, Krist- ín Anna f. 24. okt. 1978, eig- inmaður hennar er Stuart Gra- ham, f. 23. ág. 1980. Börn þeirra: Estelle f. 16. okt. 2008 og Linton Ágúst f. 26. júní 2010. Ágúst ólst upp á Sólvallagötu 60 í Reykja- vík og eftir gagnfræðapróf starf- aði hann sem sölumaður hjá plötudeild Fálkans á Laugarveg- inum. Árið 1964 fór hann í nám hjá Guðjóni Axelssyni tannlækni, sem nemi í tannsmíðum. Eftir 3 ára nám hjá Guðjóni fór hann til Svíþjóðar og hélt áfram námi í tannsmíðum hjá Statens Tand- teknikerskola í Malmö og vann eftir það sem tannsmiður í Malmö. Árið 1972 sneri hann aftur til Íslands og setti upp eigið fyrirtæki sem hét Tanntækni og var til húsa í Suð- urveri. Árið 1976 flutti Ágúst ásamt eiginkonu sinni og eldri dóttur sem þá var fædd, alfarinn til Svíþjóðar. Ágúst hóf þar störf sem deild- arstjóri hjá tannsmíðafyrirtæki í Jönköping og þar bjó hann með fjölskyldu sinni í 26 ár. Á þeim árum stofnaði hann ásamt eig- inkonu sinni eigið fyrirtæki, Hus- kvarna Dental, i Huskvarna og rak það í 10 ár. Árið 1990 var hann ráðinn til DPNova sem var stærsta tannsmíðafyrirtæki í Evrópu á þeim tíma. Þar var hann markaðsstjóri, aðstoðarfor- stjóri og síðar forstjóri i 10 ár, allt til ársins 2002. Eftir það bjó hann ásamt eiginkonu sinni í Ljunghusen í Suður-Svíþjóð. Á síðustu árum rak Ágúst tannsmíðafyrirtækið Isodental i Stokkhólmi. Ágúst var ræð- ismaður Íslands í Jönköping á ár- unum 1992 til 1998. Árið 1998 var hann skipaður aðalræð- ismaður í Malmö og gegndi þeirri stöðu fram til dauðadags. Hann hafði alltaf gaman af því að kynna land sitt og þjóð fyrir Sví- um og fór fjölmargar ferðir sem fararstjóri með hópa af sænskum tannlæknum og fleirum á heima- slóðir. Hann var stoltur Íslend- ingur. Útför Ágústs fer fram í dag, 4. mars 2013 kl. 11, í Vellinge kirkju i Vellinge, Svíþjóð. Elsku Gústi frændi. Pabbi sagði mér að þegar þú hringdir í hann með fréttirnar um að þú hefðir greinst með krabba- mein á lokastigi hefði það verið í fyrsta sinn á ævinni sem hann heyrði þig ekki grínast eða slá á létta strengi. En það reyndist að- eins tímabundið ástand. Þú varst fljótur að átta þig og ná tökum á stöðunni og á tímabili leit út fyrir að þú hefðir sigur. Krabbamein er auðvitað ekkert til að grínast með og meðferðin er engin skemmti- ferð hvorki fyrir sjúklinginn né aðstandendur, en þín einstaka eðlislæga jákvæðni og glettni leiddi þig með glans í gegnum þessa áskorun allt til enda og gerði okkur sem stóðum á hlið- arlínunni og horfðum á ráðlaus og hjálparvana auðveldara fyrir. Ég er þakklátur fyrir þau tæki- færi sem ég fékk til að heimsækja þig og Ingu eftir greininguna og rifja upp gamla tíma. Það var á leiðinni til baka í lestinni eftir eina heimsóknina sem ég áttaði mig á því hvað þinn einstaki léttleiki, glettni, kjarkur, dugnaður og gleði hafði verið mér sterk fyrir- mynd í gegnum tíðina. Fyrir það vil ég þakka þér sérstaklega. Ég minnist þess þegar þú fékkst mig lánaðan til að gefa mér ís í bænum þegar ég var smágutti, þegar þú last yfir mér fyrir að þrífa ekki nógu vel undan tækjunum þegar ég vann hjá þér á verkstæðinu í Jönköping og þegar þú sýndir mér hvernig á að taka beygjur þannig að það ýlfri í dekkjunum. Ég kallaði þig alltaf Brimhóla- greifann og þú mig uppáhalds- frændann til baka. Ég kveð þig með sorg í hjarta og sárum sökn- uði. Eftir stendur ljóslifandi minn- ingin um einstakan hagleiks- mann, ósérhlífinn dugnaðarfork sem ungur hélt utan til náms í tannsmíðum. Eftir að námi lauk var Íslendingurinn sá eini sem ekki fékk samning, en réði sig í staðinn sem sendil á tannsmíða- stofu, gekk í öll störf og með heil- indum, ráðvendni og hæfni í mannlegum samskiptum vann sig hratt upp í stjórnunarstöðu. Varð síðar meðeigandi og farsæll leið- togi yfir umfangsmikilli starf- semi. Hann sýndi okkur að frelsi okkar til að velja okkur viðhorf er nokkuð sem enginn getur rænt okkur. Hann sannaði það fyrir okkur að jafnvel illvígur sjúkdóm- ur getur ekki hrifsað frá okkur það vald að kjósa okkur afstöðu. Hann kenndi okkur að við getum alltaf valið með hvaða hætti við lítum á hlutina, þó við stjórnum ekki öllu í lífinu. Og þannig færði hann okkur ljósið, ljósið sem lýsa mun okkur hinum sem eftir stöndum. Ingu, Hjördísi, Önnu og að- standendum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Tryggvi Gunnarsson Ágúst Jónsson VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.