Morgunblaðið - 04.03.2013, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir?
Ég hlusta mikið í gegnum síðuna Grooveshark.com og
þá bara allt í graut. Núna er Ratatat í miklu uppáhaldi,
Beyoncé, Arcade Fire, Stina Nordenstam og Sixto
Rodriguez, MGMT og Robyn.
Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið
gerð að þínu mati?
Úff, ótrúlega erfitt að svara þessu sérstaklega þegar
það eru ár síðan ég hlustaði á plötur frá upphafi til enda.
Mismunandi tónlist höfðar til manns á mismunandi tíma-
bilum. Hef fengið algjört æði fyrir hinu og þessu en sumt
kemur alltaf aftur til manns bæði lög og plötur. Sem
dæmi get ég nefnt Oscar Peterson - Night Train, John
Lennon - Imagine, Radiohead - OK Computer,
The Knife - Deep Cuts og Silent Shout, og svo
margt margt fleira, þessi listi gæti verið
óendanlega langur. Frábærar plötur og tón-
list sem hreyfir við manni.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og
hvar keyptir þú hana?
Ég fékk spólu í jólagjöf sem ég skipti í
plötuna Dark Side of The Moon með
Pink Floyd af því að umslagið var svo
fallegt og maðurinn í búðinni mælti
með plötunni. Mér fannst platan síðan
alveg frábær og þykir enn. Búðin var á
Strandgötunni í
Hafnarfirði, man
ekki hvað hún
heitir.
Hvaða íslensku
plötu þykir þér vænst
um?
Ágætis byrjun með
Sigur Rós – afþvíbara
:)
Hvaða tónlistarmaður
værir þú mest til í að
vera?
Vá hvað þetta er
furðuleg spurning! En
ætli ég myndi ekki
segja bara Bob Dylan
eða Robyn sú sænska – einhvers staðar þar á milli. Þau
virka mjög sönn í því sem þau eru að gera.
Hvað syngur þú í sturtunni?
Ég syng ekki í sturtu en um daginn heyrði ég lagið
„Vitskert veröld“ með Herði Torfa í útvarpinu og söng
með, réð ekki við mig.
Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum?
Ef það er spiluð tónlist á föstudagskvöldum þá er það í
boði barnanna sem hafa fundið eitthvað í I-paddinum.
Yfirleitt þá eitthvað mjög hresst og fjörugt af YouTube.
En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum?
Mulatu Astatke sem Stella benti mér á þegar við
bjuggum í Kaupmannahöfn, sú tónlist er líka frábær í
eyrun þegar maður er að hjóla. Í Köben. Tónlistin úr
Amelie er líka mjög sunnudagsvæn sem og gömul ís-
lensk dægurlög og Kind of Blue með Miles Davis er líka
fín ef það er rigning úti.
Í mínum eyrum Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og
verkefnastjóri í Norræna húsinu
Einhvers staðar á milli Dyl-
ans og hinnar sænsku Robyn
Morgunblaðið/Ernir
Goðsögn Bob gamli Dylan.
Fjörug Robyn á
Iceland Airwaves
árið 2010.
RetRoBot Sigurvegarar Músíktilrauna í fyrra, drengirnir í RetRoBot.
Sena styrkir Mús-
íktilraunir í þrjú ár
Fyrirtækið Sena og Músíktil-
raunir hafa gert með sér styrkt-
arsamning til þriggja ára. Heild-
arverðmæti samningsins er níu
milljónir króna yfir næstu þrjú
ár, að því er fram kemur í til-
kynningu. Af þeirri upphæð fá
sigurvegarar keppninnar 250 þús-
und krónur í verðlaunafé ár
hvert. Músíktilraunir verða
haldnar 17.-23. mars næstkom-
andi í Hörpu.
Kvikmyndavefurinn Vulture sagði
frá því í liðinni viku að norska
kvikmyndin Kon-Tiki, sú dýrasta
sem framleidd hefur verið á
Norðurlöndum til þessa, hefði
bæði verið tekin upp með norsku
tali og ensku. Því hafi þurft að
taka öll atriði hennar upp á tveim-
ur tungumálum. Ástæðan fyrir
þessu er að þýskir framleiðendur
sem fjármögnuðu myndina að
stóru leyti gerðu þá kröfu að hún
yrði einnig tekin upp á ensku. Sú
útgáfa verður sýnd í Bandaríkj-
unum en dreifingaraðili mynd-
arinnar þar, fyrirtækið Weinstein,
má ekki auglýsa hana sem kvik-
mynd sem tilnefnd hafi verið til
Óskarsverðlauna (myndin var til-
nefnd sem besta erlenda myndin á
verðlaununum í ár) því ekki er um
norsku útgáfuna að ræða, þ.e. þá
sem hlaut tilnefningu.
Hættuför Kon-Tiki segir af því er Norðmaðurinn Thor Heyerdahl og fimm
félagar létu sig reka á fleka frá Perú til Pólýnesíu árið 1947.
Kon-Tiki var líka
tekin upp á ensku
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
• Mylur alla ávexti, grænmeti
klaka og nánast hvað sem er
• Hnoðar deig
• Býr til heita súpu og ís
• Uppskriftarbók og
DVD diskur
fylgja með
Lífstíðareign!
Tilboðsverð kr. 106.900
Með fylgir Vitamix sleif
drykkjarmál og svunta
Fullt verð kr. 125.765
Meira en bara
blandari!
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VIP
ÞETTA REDDAST KL. 5:50 - 8 - 10:10
BEAUTIFUL CREATURES KL. 5:50 - 8 - 10:40
BEAUTIFUL CREATURES VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40
FLIGHT KL. 8 - 10:10
WARM BODIES KL. 8 - 10:10
HANSEL AND GRETEL KL. 8:20
PARKER KL. 10:50
FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50
ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL. 6
KRINGLUNNI
ÞETTA REDDAST KL. 5:50 - 8 - 10:10
BEAUTIFUL CREATURES KL. 8 - 10:40
THIS IS 40 KL. 8 - 10:40
THE IMPOSSIBLE KL. 5:40
FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ
ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6
BEAUTIFULCREATURES KL.5:20-8-10:40
FLIGHT KL.5:20-8-10:10
ARGO KL.5:20-8-10:40
WARM BODIES KL. 5:50 - 8
PARKER KL. 10:30
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:10
BEAUTIFUL CREATURES KL. 8
FLIGHT KL. 10:30
AKUREYRI
ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:20
BEAUTIFUL CREATURES KL. 8
FLIGHT KL. 10:20
EMPIRE
EINFRUMLEGASTA
GAMANMYND
SEM GERÐ
HEFUR VERIÐ
FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA
BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND
3ÓSKARSVERÐLAUNÞAR Á MEÐALBESTA MYNDIN
TILNEFND TIL 2
ÓSKARSVERÐLAUNA
R.EBERT
ENTERTAINMENT WEEKLY
100/100
LA TIMES
JEREMY IRONSEMMA THOMPSONVIOLA DAVIS
STÓRSKEMMTILEGT RÓMANTÍSKT
GAMANDRAMA MEÐ
BIRNI THORS Í AÐALHLUTVERKI
MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND
BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM
UM LENU SEM BÝR YFIR
YFIRNÁTTÚRULEGUM KRÖFTUM
VIÐSKIPTABLAÐIÐ