Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 4. MARS 63. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Nafn drengsins sem lést 2. Aftur í faðm fantsins 3. 13 ára leigumorðingi fannst látinn 4. Algjör umskipti í veðrinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í dag hefst menningarvika mán- aðarins á Seltjarnarnesi með tón- leikum á bókasafninu sem hefjast kl. 17.30. Fiðluleikarinn Margrét Dóro- thea Jónsdóttir, sellóleikarinn Kristín Edda Frímannsdóttir og kennarinn Halldór Víkingsson koma fram. Menningarvika á Seltjarnarnesi  Sópransöng- konan Arndís Halla Ásgeirs- dóttir er næsti gestur hádeg- istónleika í Hafn- arborg. Yfirskrift tónleikanna er Sönn ást … eða ekki? og mun Arn- dís Halla meðal annars syngja aríur úr Don Pasquale eftir Donizetti, Leð- urblökunni eftir Strauss og Ævintýr- um Hoffmanns eftir Offenbach. Tón- leikarnir hefjast kl. 12.00. Arndís Halla sópran syngur í Hafnarborg  Hörður Áskelsson, organisti Hall- grímskirkju, verður með hádeg- istónleika í Hafn- arfjarðarkirkju á morgun, þriðju- dag, og hefjast þeir kl. 12.15. Þá leikur hann verk eft- ir Johann Seb- astian Bach á bæði orgel kirkjunnar. Hörður með tónleika í Hafnarfjarðarkirkju Á þriðjudag Norðaustan 13-23 m/s, hvassast syðst. Él á N- og A- landi, annars úrkomulítið, en snjókoma við S-ströndina síðdegis. Frost 5 til 13 stig, kaldast fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðaustanátt, 15-23 m/s víða um land með snjókomu, en úrkomulítið S-lands. Kólnandi veður, frost 2 til 10 stig síðdegis, kaldast NV-lands. VEÐUR „Þetta er búinn að vera frá- bær vetur, aðeins fimm tap- leikir af 31 leik. Þetta hefur verið bara nokkuð skemmti- legt,“ segir Hlynur Bærings- son, landsliðsmaður í körfu- bolta, í samtali við Morgun- blaðið, en þeir Jakob Örn Sigurðarson urðu á föstu- daginn var sænskir deild- armeistarar með Sunds- vall Dragons þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eft- ir. »1 Sundsvall tryggði sér fyrsta sætið Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Elías Snorrason úr Karatefélagi Reykjavíkur urðu um helgina Íslandsmeistarar í kata en mótið fór fram í Hagaskóla. Að- alheiður stendur framarlega í heim- inum í greininni og sigraði þriðja árið í röð. Elías vann eftir þriggja ára bið en hann hefur einu sinni áður fagnað sigri en var þá einungis sextán ára gamall. Breiðablik var afar sigursælt á mótinu og vann félagið til að mynda liðakeppnina bæði í karla- og kvenna- flokki. »2 Blikar voru sigursælir í Hagaskólanum „Þetta er ótrúlega ljúfur og góður en jafnframt vanmetinn titill. Þetta er nefnilega sá erfiðasti að vinna og það er ótrúlegt afrek að hafa nú tekið hann fjögur ár í röð,“ sagði Hrafn- hildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals, meðal annars við Morgunblaðið eftir að liðið tryggði sér deildarmeistara- titilinn í handknattleik fjórða árið í röð. »4 Vanmetinn titill að mati Hrafnhildar fyrirliða ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það var farið að bera á aukningu fyr- ir árið 2008 en eftir hrunið hefur fjölgunin verið enn meira áberandi,“ segir Geir A. Guðsteinsson, formaður Sambands íslenskra karlakóra, SÍK, en mikil gróska á sér stað í starfi karlakóra með líflegu tónleikahaldi í hverri viku um allt land. Bæði er að nýir karlakórar hafa tekið til starfa og söngmönnum hefur fjölgað hjá starfandi kórum. Einnig hefur meðalaldur söngmanna lækkað og sífellt yngri menn koma inn í kór- starfið. Innan SÍK eru 26 kórar gildir með- limir. Að sögn Geirs eru fleiri starf- andi og sumir hafa sótt um aðild að sambandinu, en uppfylla þarf nokkur skilyrði til að fá inngöngu. Áætlar Geir að um 1.500 karlar syngi í karlakórum um allt land. Eru þá ótaldir þeir fjölmörgu sem syngja í kirkjukórum og öðrum blönduðum kórum. „Án þess að ég hafi kynnt mér það sérstaklega þá tel ég nær öruggt að fjölgun hafi einnig átt sér stað hjá kvennakórum og blönduðum kórum. Það er gaman að syngja í kór og fólk sækir í þennan félagsskap,“ segir Geir. Hann segir nýja kórfélaga yfirleitt vera á aldrinum 25-40 ára en dæmi séu um pilta undir tvítugu í sumum kórum. Einnig hafi eldri kórmenn byrjað á ný eftir smáhlé. „Vinnudag- urinn er kannski ekki eins langur og áður og menn hafa meiri tíma aflögu fyrir söng og annað félagsstarf.“ Nýir kórar stofnaðir Sem dæmi um nýja kóra nefnir Geir Karlakór Grafarvogs og Karla- kór V-Skaftfellinga í Vík, sem stofn- aðir voru 2011, Karlakórinn Kára, sem stofnaður var 2007 í Stykkis- hólmi og Grundarfirði, og Drengja- kór Hafnarfjarðar, sem stofnaður var 2008 og skipaður „eldri“ drengjum. Þá er Karlakór Kópavogs ekki gam- Karlakórar í mikilli uppsveiflu  Fjölgun í starfandi karlakórum og nýir bætast við  Söngmenn yngjast Ljósmynd/Geir A. Guðsteinsson Karlakórar Langholtskirkja er eftirsóttur tónleikastaður og þar komu þrír karlakórar saman nýlega, Karlakór Reykjavíkur, Kópavogs og Kjalnesinga. Geir Guðsteinsson syngur með Karlakórnum Þröstum í Hafn- arfirði og hefur gert það frá 2002, hafði þar áður sungið í kórum á Akureyri með hléum frá 1977. Þrestir eru elsti starfandi karlakór landsins, stofnaður árið 1912. Fjórradda söngur karla á sér yfir 150 ára sögu hér á landi en hins vegar er talið að karla- kórshefðin sé elst á Akureyri þar sem söngfélagið Hekla var stofnað upp úr aldamótunum 1900. Fór sá kór í söngferð til Noregs 1905. Vitað er um hátt í 60 karla- kóra sem hafa verið stofnaðir á rúmri öld. Yfir 150 ára gömul saga KARLAKÓRSSÖNGUR all, stofnaður 2002, og hefur félögum fjölgað á tveimur árum úr 25 í nærri 50, fyrst og fremst með tilkomu nýs stjórnanda, Garðars Cortes eldri. Geir segir það mikinn misskilning að karlakórar syngi bara sígild lög eins og Brennið þið vitar og Þú álfu vorrar yngsta land (Íslands lag). Sí- fellt fjölbreyttari dagskrá sé tekin upp og oft slegið á létta strengi, eins og með flutningi á bítlalögum og öðr- um dægurlögum, íslenskum sem er- lendum. Einnig taki karlakórar sig til og stofni hljómsveitir úr röðum kór- félaga, líkt og t.d. Fóstbræður, Þrest- ir og Heimismenn hafi gert. Vinsælt er að taka þemu fyrir. Þannig eru Þrestir að æfa fyrir tónleika með ýmsum þekktum héraðslögum og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps verður með tónleika á næstunni með lögum Geirmundar Valtýssonar. Hekla, samband norðlenskra karlakóra, og Katla, samband sunn- lenskra karlakóra, eru enn starfandi og standa reglulega fyrir kóramót- um. Næsta Kötlumót verður í Keflavík á næsta ári og Heklumót, hið 55., verður á Akureyri árið 2016. Geir Guðsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.