Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Arður Þær Hildur og Silja segja einstaklinginn vera stóra gróðann í velferðartengdum nýsköpunarverkefnum. bæjarstjóra og Hjördísi Árnadótt- ur, félagsmálastjóra bæjarins. „Þau voru einmitt að tala um að á Reykjanesi væri fullt af lausu hús- næði og við ræddum því strax við þau. Þau svöruðu okkur um hæl og allt sveitarfélagið tók svo vel á móti okkur. Við gerðum vinasamn- ing við Reykjanesbæ og nú fáum við ákveðna þjónustu fría eins og að fara á söfn, sund og í strætó í bænum,“ segir Silja. Þær stöllur segjast hafa farið þetta mikið á hörkunni og stund- um hafi reynt á fjölskyldu og vini. „Ég held að við séum búnar að senda alla sem við þekkjum í kompurnar að leita að húsgögnum, húsbúnaði og leikföngum fyrir heimilið,“ segir Silja. Heimili þar sem börnin fá alla athyglina Lagt er upp með að Vinasetr- ið sé fyrst og fremst heimili. „Börn sem eiga rétt á stuðnings- og helg- arheimili koma þarna inn og finna þá vonandi fyrir hlýjum og góðum anda og fá virkilega á tilfinninguna að þetta sé þeirra heimili. Ein- kunnarorðin okkar eru gleði, traust og nánd. Tilgangur Vinaset- ursins kjarnast í einkunnarorðum þess, það er að hvert barn hafi möguleikana á að upplifa gleði og öryggi, læri að treysta öðrum og umhverfi sínu og upplifi kærleiks- ríka nánd. Vinasetrið vinnur af heilum hug eftir þeirri hugsjón að hvert barn sé einstakt og eigi skilið það besta. Það er það sem gerir nálg- unina ólíka venjulegum stuðnings- fjölskyldum, en í þeim tilfellum kemur barnið sem gestur inn í fullmótaða fjölskyldu. Auðvitað geta þær samt verið frábærar líka. Það sem okkur langar svo að gera er að börnin upplifi að þau eru að koma inn í fjölskylduna sína. Þau verða alltaf með sömu börnunum, sama starfsfólkinu, eiga sína tengla í starfsmannahópnum sem taka alltaf á móti þeim og sjá al- gjörlega um þau. Á heimilinu verða myndir af börnunum uppi á vegg. Þau sofa alltaf í sínum rúm- um og eiga sín rúmföt og sitt dót svo þau þurfa ekki að koma með neitt með sér þegar þau koma,“ segir Hildur. Á Vinasetrinu mætast allir á jafningjagrundvelli og starfsfólk og börn eru saman sem ein fjöl- skylda heila helgi. „Fjölskyldan samanstendur af börnum og fjór- um mjög skemmtilegum konum sem skilja gsm-símana eftir heima þegar þær eru á Vinasetrinu. Börnin eiga okkur algjörlega í þennan tíma og við gerum ekki neitt annað. Út frá sálgæslusjón- armiði þá þarf barnið ekki að fara inn í ákveðinn hermileik og horfa á einhverja fullkomna fjölskyldu sem það á ekki möguleika á að eignast og stíga inn í,“ segir Hildur. Fengu styrk sem veittur var til atvinnumála kvenna Nú nýlega fengu þær úthlutað tveggja milljóna króna styrk frá velferðarráðuneytinu sem veittur er til atvinnumála kvenna. „Við vorum auðvitað himinlifandi. Það sem er svo erfitt við nýsköpun í velferðarmálum er að fólkið sem situr á móti okkur er alltaf að leita eftir arðinum og veltu en við erum alltaf að segja að ávinningurinn er að við komum heildstæðari ein- staklingum út í samfélagið og hamingjusamari fjölskyldum. Við erum samfélagslegt nýsköp- unarverkefni án gróða. Þetta gerir síðan alla nýsköpun í velferð- armálum erfiða. Það er alltaf þessi krafa um þennan rosa gróða og að hann komi helst sem fyrst. Hjá okkur er einstaklingurinn stóri gróðinn,“ segir Hildur. Gerður er samningur til þriggja til sex mán- aða í senn um að börnin komi eina til þrjár helgar í mánuði. Nú þegar eru umsóknirnar byrjaðar að streyma inn. „Við sáum fljótt að það er mikið sótt um fyrir börn með vægar greiningar en hvorki börnin né fjölskyldurnar fá nægan stuðning og allir eru orðnir lang- þreyttir. Við sjáum svolítið fyrir okkur að geta stýrt helgunum þannig að krakkar með vægar greiningar koma kannski eina helgi, krakkar sem þurfa hvíld frá heimilum sínum aðra eins og til dæmis systkini langveikra barna eða börn veikra foreldra. Börn í svipuðum aðstæðum geta þá bæði fengið stuðning frá okkur og hvert öðru,“ segir Silja. Reynsla og fagmennska skiptir máli Þær tala um mikilvægi þess að umlykja börn af reynslu og fag- menntun en segja það gleymast þar sem börnin séu enginn þrýsti- hópur. Þær Silja og Hildur hafa líka tekið eftir því síðustu daga hversu lítið fer fyrir barnavernd- armálum í yfirstandandi kosn- ingabaraáttu. „Það eru engir fund- ir þar sem barnaverndarmál eru rædd sérstaklega. Við hjá Vina- setrinu viljum bjóða upp á fag- mennsku og öryggi. Barnið er ekki bara að fara eitthvað út í óvissuna. Við erum að bjóða öllum barna- verndarnefndum og félagsþjón- ustum að koma og skoða heimilið og kynnast okkur og starfsem- inni.“ Hinn 19. apríl koma fyrstu börnin og ríkir mikil spenna hjá fjórmenningunum. „Við erum búin að vera að allar helgar og öll kvöld að undirbúa þetta. Það er svo mik- il gleði að finna hve allir taka þessu vel og eru tilbúnir að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Silja. Nánari upplýsingar um Vina- setrið má finna á vinasetrid.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -1 6 4 2 Nýr og enn betri Mercedes-Benz GLK ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Nýr Mercedes-Benz GLK er einstaklega öflugur og ríkulega búinn sportjeppi. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,5 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs. Verð frá 7.590.000 kr. (220 CDI með 7 þrepa sjálfskiptingu). Til afhendingar strax. www.mercedes-benz.is. - . . og hann eyðir aðeins 6,5 l/100 km í blönd ðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til . . . . . il i . . - .i .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.