Morgunblaðið - 11.04.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013
Aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja
verður haldinn 18 apríl kl: 18:00.
Fundurinn verður haldinn í sal Rafiðnaðarskólans
á Stórhöfða 27. 1 hæð.
Gengið inn Grafarvogsmeginn.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Kosning fulltrúa FÍR á aðalfund Stafa lífeyrissjóðs
Tillaga að lagabreytingum sem vísað var til stjórnar
á aðalfundi félagsins 2012 afgreiddar.
Önnur mál
Kveðja
Stjórnin
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrirtækið Bergmenn ehf. hefur
fengið einkarétt til að veita þyrlu-
skíðamennsku á hluta fjallgarðanna
sem nefndir eru Tröllaskagi og
Gjögraskagi. Þannig hafa Dalvíkur-
byggð og Grýtubakkahreppur veitt
því leyfi til tólf ára en Fjallabyggð
treysti sér ekki til að veita einkaleyfi
til svo langs tíma.
Bergmenn ehf. er eina fyrirtækið
sem býður upp á skíðaferðir þar sem
fólk er flutt upp í fjöllin með þyrlum.
Jökull Bergmann framkvæmdastjóri
segir að þyrluskíðamennska sé
plássfrek íþrótt og yfirferðin mikil. Á
sama deginum sé oft skíðað á Trölla-
skaga og Gjögraskaga sem er á milli
Eyjafjarðar og Skjálfanda. Hann
segir að alls staðar þar sem þyrlu-
skíðamennska sé atvinnugrein hafi
fyrirtækin ákveðin umráðasvæði.
Það sé gert til að tryggja öryggi þar
sem varasamt sé að vera með marg-
ar þyrlur á sama svæði. Þá sé til-
gangurinn að stýra aðgengi gesta og
tryggja ánægjulega upplifun þeirra.
Hann segir að samið hafi verið um
einkarétt á afnotum af landi við tvö
sveitarfélög og stóran hluta annarra
landeigenda á þessum svæðum og
greiðslu fyrir afnotin. Tekur hann
fram að afnotin nái aðeins til þyrlu-
skíðaferða í atvinnuskyni. „Okkur
finnst eðlilegt að landeigendur njóti
góðs af sínu landi,“ segir Jökull.
Sveitarfélaginu til hagsbóta
„Þetta á að verða til þess að auka
ferðaþjónustu í sveitarfélaginu,“
segir Guðný Sverrisdóttir, sveitar-
stjóri Grýtubakkahrepps, um samn-
inginn við Bergmenn. Hún segir að
málið hafi verið skoðað gaumgæfi-
lega áður en gengið var til samninga
og niðurstaðan hafi verið sú að
samningurinn gæti orðið sveitarfé-
laginu til hagsbóta. Ýmislegt væri á
prjónunum í tengslum við þetta.
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að
starfsemi Bergmanna byggist á
skemmtilegri hugmyndafræði.
Sveitarfélagið geri engar athuga-
semdir við að þeir athafni sig í fjöll-
unum en treysti sér ekki til að veita
einkaleyfi til svo langs tíma. Það
helgist af því að unnið sé að upp-
byggingu ferðaþjónustu um allan
Tröllaskaga.
Veita einka-
leyfi að fjöllum
Þyrluskíðamennska þarf mikið pláss
Ljósmynd/Snorri G. Steingrímsson
Þyrluskíðamennska Þyrlur eru notaðar til að flytja skíðafólkið upp á fjöll.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Mennirnir hljóta að eiga rétt á
verjendum og það verður þá auðvit-
að að skipa þeim nýja. Það getur
ekki verið að brotthlaup verjend-
anna, hvort sem það er lögmætt eða
ólögmætt, geti valdið því að menn-
irnir séu ekki varðir fyrir dómi. Það
held ég að sé eina framhaldið sem
gengur ekki,“ segir Jón Steinar
Gunnlaugsson, fyrrverandi hæsta-
réttardómari, um hvað gæti gerst ef
þeir Gestur Jónsson og Ragnar
Hall, verjendur sakborninga í Al
Thani-málinu svonefnda, mæta ekki
fyrir dóm í dag. Hann telur líklegast
að aðalmeðferð málsins verði frest-
að á meðan aðrir verjendur verði
fundnir.
Þeir Gestur og Ragnar sögðu sig
frá málinu á mánudag þar sem þeir
treystu sér ekki til að verja skjól-
stæðinga sína. Dómarinn í málinu
varð ekki við þeirri málaleitan.
Aðalmeðferð í málinu á hefjast í
Héraðsdómi Reykjavíkur dag en
óvíst var hvort þeir Gestur og
Ragnar ætluðu að mæta í réttarsal.
Takmörkun sé skýr í lögum
Jón Steinar segist ekki skilja
hvers vegna ekki hafi verið hægt að
veita verjendunum frest til að fara
yfir gögn í málinu en þeir sögðu sig
frá því í kjölfar þess að beiðni þeirra
um frestun var hafnað af héraðs-
dómi. Það sé hins vegar gild spurn-
ing hvort þeim Gesti og Ragnari
hafi verið heimilt að segja sig frá
málinu.
Í lögum um lögmenn segir í 20.
grein að lögmanni sé skylt taka við
skipun eða tilnefningu sem verjandi
í máli en í 21. grein segir engu að
síður að lögmaður geti sagt sig frá
verki á öllum stigum.
„Í 21. greininni er ekki gerð ber-
um orðum undantekning hvað varð-
ar verjendastörf. Þá er það lögskýr-
ing þegar við spyrjum okkur að því
hvort heimildin til að segja sig frá
verki gildi líka í tilfellum þar sem
lögmönnum er skylt að vinna eins
og kveðið er á um í 20. greininni,“
segir Jón Steinar.
Til þess að banna lögmönnum að
segja sig frá verjendastörfum þá
hefði þurft að kveða á um það í 21.
greininni en lögmætisregla feli í sér
þá lágmarkskröfu að slík frelsistak-
mörkun sé skýr í lögum.
Hugsanlegar sektir
Í a-lið 223. greinar laga um með-
ferð sakamála segir að dómari geti
ákveðið að sekta verjendur, ákær-
endur eða réttargæslumenn fyrir að
valda óþörfum drætti á máli af
ásetningi.
Jón Steinar segir að ef dómari
telji að verjendunum hafi verið
óheimilt að segja sig frá málinu geti
hann hugsanlega sektað þá með vís-
an í þennan lið laga.
„Það yrði þá að telja að þrátt fyr-
ir þær ástæður sem verjendurnir
gefa upp þá séu þeir að reyna að
tefja málið. Sé þeim hins vegar
heimilt að segja sig frá málinu af
þeim ástæðum sem þeir hafa sjálfir
lýst þá getur ekki komið nein sekt,“
segir hann.
Eiga þrátt fyrir allt
rétt á verjendum
Jón Steinar telur að skipa þurfi nýja verjendur
Morgunblaðið/Ómar
Verjendur Óvíst er hvort þeir Gestur Jónsson (t.v.) og Ragnar Hall (t.h.)
mæta í dómsal í dag. Aðalmeðferð í Al Thani-málinu á að hefjast í dag.
Gestur Jónsson og Ragnar Hall
sendu í gær frá sér tilkynningu
þar sem þeir birtu samskipti sín
við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Með því vildu þeir sýna fram á
að þeir hefðu ekki fengið lög-
mæltan sólahringsfrest til þess
að skila greinargerðum í tveim-
ur kærumálum sem Hæstirétt-
ur dæmdi í 4. apríl sl.
Í kærum verjendanna var far-
ið fram á að aðalmeðferð í Al
Thani-málinu svonefnda væri
frestað um 6-8 vikur og að
ákæruvaldið afhenti þeim til-
tekin gögn.
Verjendurnir sögðu sig frá
málinu eftir að þessum kröfum
var hafnað og fullyrtu að réttur
skjólstæðinga þeirra til rétt-
látrar málsmeðferðar og jafn-
ræðis við ákæruvaldið hefði
ítrekað verið þverbrotinn.
Fresturinn
ekki virtur
YFIRLÝSING VERJENDA