Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
ekkert nema ostur
Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS
innihalda 100% ost. Þú finnur spennandi og girnilegar uppskriftir
á gottimatinn.is.
ÍSLENSKUR
OSTUR
Gögn frá Fjársýslu ríkisins verða
hér eftir birt og uppfærð á nýju vef-
svæði, gogn.island.is. Þar með er
hafin sú þróun að gera upplýsingar
úr bókhaldi ríkisins aðgengilegar
almenningi. Gögnin sem ákveðið
hefur verið að birta nú varða árs-
hluta- og mánaðaruppgjör ríkis-
sjóðs. Upplýsingarnar sem eru ít-
arlegri og aðgengilegri en áður
geta nýst almenningi, fyrirtækjum í
upplýsingatækni og fjölmiðlum.
„Markmið þessa verkefnis er að
stuðla að því að almenningur hafi
greiðan aðgang að fjárhagsupplýs-
ingum ríkisins. Gegnsæi er lykil-
atriði í þessari vinnu og samfara
því aukið aðhald og traust í sam-
félaginu,“ segir Katrín Júlíusdóttir,
fjármála- og efnhagsráðherra, sem
kynnti verkefnið í gær.
Í tilkynningu segir að mikil-
vægur grunnur hafi verið lagður að
frekari birtingu fjárhagsupplýs-
inga ríkisins.
Ítarlegri
upplýsing-
ar en áður
Fjármál ríkisins
aðgengileg á netinu
Morgunblaðið/Rósa Braga
Fé Verkefnið eykur traust í sam-
félaginu, að sögn fjármálaráðherra.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ætla má að kaupverð á byggingarrétti við hlið Tollhúss-
ins í Reykjavík, sem auglýstur var í byrjun vikunnar geti
numið allt að 1,1 milljarði króna. Þetta er mat Guðmund-
ar Theódórs Jónssonar, fasteignasala hjá Fasteigna-
markaðinum.
Lóðin sem um ræðir er á milli Geirsgötu og Tryggva-
götu og er 3.840 fermetrar að flatarmáli. Á henni má
reisa sex hæða hús að hámarki 9.350 fermetrar, auk 400
fermetra kjallara.
Það er félagið Sítus ehf., sem er í eigu Reykjavík-
urborgar, sem auglýsir lóðina en félagið keypti hana af
þrotabúi Landsbankans árið 2008.
Miðað við byggingarmagn
Guðmundur Theódór segir að fermetraverð í miðborg-
inni fari eftir lóðinni sem um ræði.
„Núna myndi ég segja að byggingarréttur á mjög góð-
um stöðum í miðborginni gæti kostað um það bil 110-120
þúsund krónur fermetrinn að gatnagerðargjöldum
greiddum. Það er mitt mat,“ segir hann.
Því geti söluverð lóðarinnar við Tollhúsið legið á bilinu
900-1.100 milljónir króna þegar miðað er við byggjanlega
fermetra á lóðinni.
Gæti kostað um milljarð
Morgunblaðið/Golli
Miðborgin Fermetraverð á góðum lóðum í miðborginni er yfir 100.000 kr.
Fermetraverð á lóðum á góðum stað í miðborginni um
120.000 kr. með gjöldum Lóð við Tollhúsið nýlega auglýst
Fjölmiðlavaktin
hefur nú opnað
sérstakan vef
með upplýsingum
um fjölmiðlaum-
fjöllun um fram-
boð til alþing-
iskosninga 2013.
Slóðin er
www.kosn-
ingavakt.is og þar er ætlunin að
endurspegla umfjöllun fjölmiðla um
kosningarnar og framboð til þeirra,
að því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Creditinfo. Byggt er á inni-
haldsgreiningu Fjölmiðlavaktar-
innar, sem er aðili að AMEC,
alþjóðasamtökum greiningarfyrir-
tækja. Á vefnum má m.a. skoða
hvernig umræða um íslensk stjórn-
málaöfl þróast til loka kosningabar-
áttunnar. Sjá má m.a. fjölda frétta
eftir framboðum og hvort þær eru
taldar hafa jákvæð eða neikvæð
áhrif fyrir þau.
Fjölmiðlavakt-
in með kosn-
ingavakt.is