Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind PIPA R\TBW A • SÍA • 1216 6 6 P IP A R • S ÍA • 1 3 0 0 0 1 Smart fermingargjafir – okkar hönnun og smíði Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Bílalakk Blöndum alla bílaliti og setjum á spreybrúsa Bjóðum uppá heildarlausnir í bílamálun frá DuPont og getum blandað liti fyrir allar gerðir farartækja Nicolas Maduro, bráðabirgðaforseti Venesúela og nú frambjóðandi, heldur á loft mynd af nýlátnum forvera sínum, vinstrimanninum Hugo Chavez, á kosn- ingafundi í vikunni í Catia la mar í sambandsríkinu Vargas. Innanríkisráðherra landsins sagði að örygg- isráðstafanir í orkuverum hefðu verið hertar og fylgst væri náið með símalínum og ljósleiðurum neðansjávar. Yfir 100 þúsund her- og lögreglumenn eiga að tryggja öryggi á kjördag. Maduro sagði nýlega að launmorð- ingjar frá El Salvador væru komnir til Venesúela til að ráða sig af dögum. Þeir væru á vegum bandarískra embættismanna og hægrisinna í El Salvador. AFP Maduro óttast launmorðingja Ráðamenn í Persaflóaríkinu auð- uga, Katar, hafa boðist til að kaupa egypsk ríkisskuldabréf fyrir sem svarar þrem milljörðum Banda- ríkjadollara. Auk þess hefur Katar heitið að fjárfesta fyrir 18 milljarða dollara í Egyptalandi fram til 2018 og ætlar einnig að sjá Egyptum fyrir náttúrugasi eftir þörfum, að sögn BBC. Efnahagur Egypta hangir á helj- arþröm, skortur er á bensíni, gjald- miðillinn hefur hrapað og matur hækkað í verði vegna verðbólgu. Hefur ríkið um hríð reynt að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðum upp á 4,8 milljarða dollara. Það hefur ekki enn tekist vegna þess að stjórn ísl- amista í Kaíró hefur ekki getað sætt sig við skilyrðin. Þau eru m.a. að hætt verði að niðurgreiða ýmsar vörur og þjónustu í sama mæli og nú er gert. Nú segir ráðherra áætl- ana, Ashraf El-Araby, að mjög lík- lega verði farið fram á enn hærra lán. Ráðist á kristna Ólga er í landinu vegna krepp- unnar og andstöðu veraldlega sinn- aðra Egypta við íslamista Moham- meds Morsis forseta. Einnig hafa verið mannskæð átök vegna árása íslamísta á kristna menn, kopta sem eru um 10% þjóðarinnar. Ræt- ur þeirra eru djúpar, talið er að meira en helmingur Egypta hafi verið kristinn þegar múslímar lögðu landið undir sig á sjöundu öld eftir Krist. En koptar hafa áratugum saman kvartað undan því að þeim sé mismunað. Hlutskipti þeirar hef- ur samt versnað mjög eftir að Hosni Mubarak forseta var steypt fyrir tveim árum. kjon@mbl.is Veita Egyptum fjárhagsaðstoð  Katar lánar Morsi milljarða dollara AFP Frið! Egypti með kóran og kross mótmælir ofsóknum gegn kristnum. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hollensk stjórnvöld hafa látið inn- kalla um 50.000 tonn af nautakjöti sem selt hefur verið til hundraða fyr- irtækja í Hollandi og í nokkrum öðr- um Evrópulöndum en óttast er að það sé blandað hrossakjöti. Ekki mun vera hægt að ganga með óyggj- andi hætti úr skugga um uppruna vörunnar, segir í frétt BBC. Vegna þessarar óvissu er ekki hægt að fullvissa sig um að farið hafi verið eftir öllum reglum um vinnslu vörunnar en stundum hafa fundist hrossakjötsleifar í frosnu hakki vegna þess að tæki hafa ekki verið þrifin nógu vel. Sumt af kjötinu hafnaði í Þýska- landi, Frakklandi og á Spáni. „Kaup- endur kjötsins hafa sennilega þegar unnið það og selt áfram,“ sagði í til- kynningu frá yfirvöldum matvæla- eftirlitsins í Hollandi í gær. „En þeim ber þá að láta eigin viðskipta- vini vita af þessu.“ Fullyrt er að engar vísbendingar séu um að kjötið sé varasamt fólki en komið hafa upp mál í öðrum Evr- ópulöndum þar sem fundist hafa leif- ar af hættulegum lyfjum í hrossa- kjöti. Nú er farið að gera DNA- rannsóknir á kjöti til að kanna hvort í því leynist slíkar leifar. Innkalla nautakjöt  Um 50.000 tonn gætu verið blönduð hrossakjöti Mengun og vörusvik » Varað er við hrossakjötinu vegna ótta við að það geti ver- ið mengað lyfjum. » En fyrst og fremst er um að ræða vörusvik. Neytendur fá kjöt sem ekki er af nauti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.