Morgunblaðið - 11.04.2013, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013
✝ Svanur Karls-son fæddist á
Stokkseyri 2. ágúst
1922. Hann lést á
dvalarheimilinu
Grund laugardag-
inn 30. mars sl.
Foreldrar hans
voru Karl Frímann
Magnússon, for-
maður og útvegs-
maður á Stokks-
eyri, f .4.10. 1886,
d. 30.1. 1944, og seinni kona
hans, Kristín Tómasdóttir hús-
freyja, f. 4.6. 1888, d. 12.2. 1967.
Systkini Svans eru Karl Magn-
ús, f. 1911, d. 1938, Sigríður
Bjarney, f. 1913, d. 1998, Kar-
ítas, f. 1914, d. 2001, Svanlaug, f.
1915, d. 1920, Tómas, f. 1923, d.
2008, Jóhanna Pálína, f. 1925,
Ólöf, f. 1927, d. 2003, og Sesselja
Margrét, f. 1929, en Jóhanna og
Sesselja lifa nú einar þeirra
systkina.
Fyrri kona Svans var Ragn-
heiður Gísladóttir, húsfreyja, f.
1922, d. 1985, og síðari kona
hans var Sigríður Guðný Páls-
dóttir, hjúkrunar-
kona, f. 1932, d.
2004.
Svanur hóf ung-
ur að stunda sjó,
fyrst með föður sín-
um á bátum hans
og Tómasi bróður
sínum, seinna fór
hann í siglingar
með Norðmönnum
á stríðsárunum
seinni. Hann lagðist
rétt rúmlega tvítugur inn á Víf-
ilsstaðahælið með berkla og síð-
an öðru sinni um tíu árum
seinna og var samtals hálft
fimmta ár á Vífilsstaðahælinu.
Eftir stríð ók Svanur leigubíl
um nokkurra ára skeið, en réðst
á ný í siglingar um 1950 á skip-
um Eimskipafélagsins og Jökla,
en síðustu starfsárin vann hann
á vélaverkstæði Eimskipa-
félagsins. Svanur var lengst af
búsettur í Reykjavík, síðustu
áratugina á Bergþórugötu 16 a.
Útför hans fer fram frá Lang-
holtskirkju fimmtudaginn 11.
apríl kl. 13.
Orðstír fagur aldrei deyr
óhætt má það skrifa
á söguspjöldum síðar meir,
sagan þín mun lifa.
(G.J.)
Já kæri Svanur, sagan þín
mun svo sannarlega lifa eins og
segir í þessu ljóði. Þótt þú syngir
og dansir ekki meir hérna megin
muntu örugglega halda því
áfram í Paradís. Orðstír þinn
mun ávallt lifa í hjörtum okkar
og í öllum ljóðunum sem þú
skildir eftir þig.
Við systkinin frá Ásbyrgi
minnumst þín með virðingu og
væntumþykju í hjarta. Í hugann
koma minningabrot frá því að við
vorum börn á Stokkseyri. Þegar
þú komst í heimsókn alltaf jafn
glæsilegur og glaður, gjarnan
með fulla tösku af fínum fötum
frá útlöndum og alltaf var
myndavélin meðferðis og þú
varst óspar á að taka myndir af
okkur. Enn í dag eigum við þess-
ar myndir úr búi foreldra okkar.
Þú varst alltaf svo stoltur af
frændfólkinu þínu og talaðir allt-
af um hvað þú værir lánsamur að
eiga allar þessar fallegu frænk-
ur. Dans og söngur var þér alltaf
hugleikinn og þú samdir mikið af
ljóðum, það var svo gaman að
hlusta á þig fara með ljóðin þín.
Á þessari kveðjustund finnst
okkur viðeigandi ljóð þitt „Í
Stokkseyrarfjöru“ þar sem við
ólumst öll upp.
Í fjörunni fyrir austan
fyllist ég vorsins þrá.
Í minninga fagnandi faðmi
finn ég mitt hjarta slá.
Tjarnarslétt er tindrandi hafið
á Trölllendum örlar við stein
og Músarsund greiðir mörgum för
þótt marri kjölur við hlein.
Sundvarða og Svartiklettur
sitja þögul og keik
og Baðstofuklettarnir bjóða heim
börnum í kátum leik.
Í fjörunni fyrir austan
fagnar mitt hjarta á ný
þar sindrar sólskin í broti
og sunnan golan er hlý
(Svanur Karlsson)
Kæri frændi, takk fyrir allt,
megir þú hvíla í friði.
Guð geymi þig.
Við vottum öllum ættingjum
og vinum innilega samúð. Guð
blessi ykkur öll.
Börn Ólafar og Víglundar,
Guðbjörg Kristín, Magnea
Inga, Hafrún Ólöf, Sverrir,
Jóhann Sigurður, Lilja, Íris
og Ragnheiður.
Músikant og myndasmiður
af mikilli virðing ég heilsa yður
og hylli sjötugan sómamann.
Glaðan í bragði og léttan í lundu
ljúflinginn mesta á góðri stundu
sem kynstur af ljóðum kann.
Við Stokkseyrarbrimið upp var alinn
og alltaf verður með hetjum talinn
sá flest til frægðar vann.
Með norskum út í orrahríð
eftir fisksölu- og músíktíð
þá voru stríðin ströng.
Á úthaldi var engin bið
Ingólfs Müllers Jöklalið
hóf upp siglinga söng.
Síðan hófust Fossaföll
ferðast var um höfin öll
flutt var björg í bú.
En erfið reyndist útivist
ástvinum fjær og margs var misst
sem veitir von og trú,
því skyldi haldið hafnar til
hoppað í land við gítarspil,
syngjum og dönsum og segjum takk
og keyrum Kadilakk.
(R.S.)
Þannig lýsti faðir okkar, Rík-
arður Sigmundsson, lífshlaupi
Svans í léttum brag sem hann
flutti honum sjötugum.
Svanur móðurbróðir okkar var
okkur afar kær, enda heillandi
maður og mikill gleðigjafi. Við
þökkum yndislegar minningar.
Margrét, Sigmundur Karl
og Hildur, Linda Sólbjörg,
Trausti og Þyri.
Mér finnst birta og batna allt/
bara við að sjá þig … kvað hann
oft er við hittumst og síðast
heyrði ég hann segja þetta fyrir
nokkrum vikum. Svanur var lip-
ur hagyrðingur og gott skáld en
fyrst og fremst var hann góður
maður. Hann lifði langa ævi og
varð mörgum gleðigjafi – ekki
síst börnum en alls staðar löð-
uðust börn að honum – og konur
því engum manni hef ég kynnst
sem eins vel kunni að umgangast
konur og hann var mestur hof-
maður og kavalér sem ég hef hitt
um dagana. Síðustu tvö árin undi
hann við góða umhyggju á efstu
hæð Grundar vegna ellibilunar
og minnisleysis en þessi kurteisi
hans og virðing fyrir konum var
svo inngróin og eðlislæg að jafn-
vel þær sem komnar voru á tí-
ræðisaldurinn fengu glampa í
augu bara við að sjá hann.
Svanur var sjómaður lengst af
ævi; byrjaði ungur á sjó með föð-
ur sínum og Tómasi, bróður sín-
um, en báðir voru annálaðir sjó-
sóknarar frá Stokkseyri. Seinna
lá leið hans út um heimsins höf.
Hann sigldi með Norðmönnum á
stríðsárunum, en fékk berkla og
varð að leggjast inn á Vífilsstaði í
blóma lífsins. Það má nærri geta
að það hefur verið ungum manni
þung raun að vera á spítala í
hálft fimmta ár. Samt heyrði ég
hann aldrei segja eitt æðruorð
um það frekar en annað sem
dreif á daga hans. Hann tók öllu
með sömu ró og gamansemi, en
það þýddi þó engan veginn að
lognmolla væri yfir honum. Öðru
nær. Hann var geðríkur og var
oft hrjúfur – en það var ytra
byrði hans. Lítil barnshönd gat
dimmu í dagsljós breytt og hann
ljómaði þá upp á svipstundu. Á
Vífilsstöðum kynntist Svanur
Ragnheiði, fyrri konu sinni, en
samband þeirra var farsælt og
hamingjuríkt. Mér er enn í
fersku minni hvað mér fannst
þau glæsilegt par, þegar ég sá
þau fyrst á útmánuðum 1984, en
þá átti Ragnheiður aðeins rúmt
ár ólifað.
Örlögin báru svo Svan til móts
við okkur, þegar hann og Sigríð-
ur, mágkona mín og seinni kona
hans, hófu sambúð árið 1986, en
hún lést árið 2004. Samband
þeirra var fallegt og þeim báðum
mjög hamingjuríkt. Þau áttu
saman yndisleg átján ár, sóttu
leikhús og tónleika, ferðuðust um
heiminn og nutu lífsins. Ein-
hvern tíma á þeim árum orti
hann til hennar þetta ljóð:
Flosgrænir bjargfingur
birtuna grípa frá blessaðri sól.
Von mín er traust
eins og veggur bjargsins
og veitir mér skjól.
Sólstafir tipla á tærbláum öldum
og töfra mér sýn.
Í fögnuði mínum
er ferðinni heitið
til þín.
Svanur var fram eftir ævi
býsna liðtækur í hirð Bakkusar,
en sneri við blaðinu árið 1976 og
fór til Freeport og varð eftir það
eindreginn og hreinn í þeirri
góðu hirð sem safnast hefur sam-
an undir merkjum SÁÁ og AA-
samtakanna. Hann sótti fundi í
Langholtskirkju á meðan hann
hafði heilsu til, í meira en þrjá
áratugi.
Hann bar mótlæti seinustu ára
með karlmannlegu æðruleysi og
reisn. Að leiðarlokum þökkum
við Álfhildur og fjölskylda okkar
honum einstaka tryggð og alla þá
gleði sem hann veitti okkur og
barnabörnum okkar með þeim
orðum sem Kolfinna litla, dótt-
urdóttir okkar, sagði eitt sinn
upp úr eins manns hljóði: Hann
Svanur er góður.
Bárður G. Halldórsson.
Við glaða leiki bernskunnar í
nánd við hafið á Stokkseyri ólst
hann upp sem nú er genginn á vit
eilífðar. Hafið heillandi frá fyrstu
tíð og bar hann víða. Lífsbjörgina
sótti hann úr sjó þegar aldur gaf
efni til. Hann varð mótoristi á
litlum bát, síðar á stærri skipum.
Farmaður er sigldi um ókunn höf
á vit framandi landa. Næmt auga
fyrir því sem á vegi varð og frá-
sagnargáfa til að greina frá bæði
því stóra sem allir sjá og hinu
smáa sem fáir greina einkenndi
hann. Það gerði og góð greind og
áhugi fyrir tungumálinu, tónlist-
inni, ljóðlistinni og fyrir mannlíf-
inu öllu. Allt eru þetta með öðru
þræðir í lífsvef Svans Karlssonar
sem sofnað hefur svefninum
langa eftir góða ævi. Lífssigling
hans var ekki ætíð um lognsævi.
Hann háði sína Jakobsglímu í
baráttu við berklana á unga aldri
og síðar við ógnvaldinn Bakkus. Í
hvoru tveggja hafði hann fullan
sigur og lagði síðar mörgum lið í
starfi AA-samtakanna áratugum
saman. Hann var kempa að gam-
allar tíðar hætti. Karlmannlegur
og stoltur, hreinn og beinn í sam-
skiptum, æðrulaus í mótlæti, vin-
fastur og tryggur sínu fólki.
Hjálpsemi og greiðvikni hans átti
sér vart mörk. Þar nutu hans
margir í bílaviðgerðum sem og í
öðru því er hann veitti lið.
Svanur var glaðastur þegar
fjölskyldan var samankomin og
lék á als oddi. Hagmæltur og
orðhagur. Minnið einstakt þegar
hann flutti kvæði. Oft ljóð eftir
Laxness en stundum Tómas.
Iðulega flutti hann frumort tæki-
færiskvæði með heilla- og ham-
ingjuóskum. Þar voru orð mælt
af hlýhug og vinarþeli. Dýrmæt-
ar gjafir í veganesti. Svanur gat
líka flutt frumsamda kvæðabálka
um lífsvegferðina. Þar kom fram
næmi hans og lífsskilningur og
ekki síður færni til að setja hugs-
anir í orð. Hann átti auðvelt með
að verða miðpunktur alls og naut
sín vel í sviðsljósinu. Hann hefði
sómt sér vel sem hirðskáld Nor-
egskonunga fyrri alda að flytja
þar drápur til konunga og kvæði
í veislum. Sigla um höf og kanna
lönd og setja í orð það er fyrir
auga bar.
Svanur kvæntist Sigríði móð-
ursystur minni og áttu þau sam-
an góða vegferð en hún lést fyrir
aldur fram og varð hann þá
ekkjumaður öðru sinni. Þau
Sigga og Svanur reyndust mér
og minni fjölskyldu með ein-
stökum hætti og verður sú þökk
seint goldin. Þau voru sonum
mínum sem afi og amma í öllu.
Ferðirnar með þeim austur fyrir
fjall á bernskuslóðir Svans eru
ógleymanlegar sem og heim-
sóknir á Bergþórugötuna eða
komur þeirra til okkar norður í
land. Allt er bjart og ljóma sveip-
að í minningunni um þau. Við
fjölskyldan minnumst Svans með
miklum hlýhug og þakklæti. Það
varð okkur hjónunum til mikillar
gleði að fá að hitta hann hressan
nú í janúar sl. þar sem hann
dvaldi á Grund. Hann var sjálf-
um sér líkur og gladdist innilega
gestakomunni og flutti okkur
sem fyrr kvæði og góðar óskir.
Þá minningu berum við með okk-
ur. Við biðjum honum blessunar í
nýrri vegferð eilífðarinnar. Guð
blessi minningu Svans Karlsson-
ar. Hann var ljós á vegi okkar.
Arnaldur Bárðarson,
Ingibjörg Jóhannsdóttir
og synir.
Hann Svanur verður okkur
alltaf minnisstæður. Hann var
hávaxinn, beinn í baki og gránaði
varla hárið fyrr en undir það síð-
asta, hafði góðlegan augnsvip, þó
mishvassan, bak við gleraugun,
yfirvararskeggið klippt og skorið
að hætti snyrtimenna og mál-
rómurinn glaðvær. Ullarjakki og
gljáburstaðir skór og þegar ekki
var ekið á Buick, þá Cadillac. Það
var í senn stíll og reisn yfir Svani
Karlssyni þar sem hann kom og
fylgdi honum glaðvær og kær-
komin návist. Nú er hann allur,
kominn heim til sinna. Við að-
standendur og vinir hans þökk-
um fyrir góð kynni og skemmti-
legar samverustundir gegnum
árin.
Hann Svanur var skáldfugl í
eðli sínu. Hann naut skáldskapar
og orti sjálfur falleg og grípandi
kvæði. Ljóð Höllu Eyjólfsdóttur,
Svanurinn minn syngur, minnir
mig á ævi þess Svans sem við
kveðjum nú, það kvæði var Sig-
ríði Pálsdóttur móðursystur
minni kært, hún varð seinni kona
Svans. Við kölluðum þau stund-
um í gamni svanahjónin og ef til
vill lýsir kvæðið vel þeirri lífs-
gleði og trega sem gæti hafa ver-
ið þeirra.
Í skáldskap er sagt að sumir
leiti hins hreina sanna tóns og
þekki hann þegar þeir heyra
hann en lífsafstaðan mótast af
leitinni. Þannig var það með lífs-
afstöðu Svans Karlssonar, hann
leitaðist við að haga lífi sínu í sátt
við sjálfan sig og lifa innihalds-
ríku lífi og miðla jákvæðri lífs-
afstöðu til annarra. Við vinir
hans sáum þessa lífssýn í kvæð-
um hans og í samræðum við
hann. Öðrum miðlaði af hann
reynslu og þekkingu á öðrum
vettvangi og studdi dyggilega.
Svanur starfaði við vélavið-
gerðir. Oft stóðum við Svanur yf-
ir brokkgengri bílvél í regni og
roki, kaldir úti fyrir bílskúrsdyr-
um og reyndum að tjónka við
falska laglínu og brotna hrynj-
andi vanstilltrar bílvélar og oftar
en ekki höfðum við betur og upp-
skárum þennan kliðmjúka nið
sem bara gangviss mótor og
malandi köttur geta gefið frá sér.
Sá sem séð hefur Svan njóta
hljómfalls tónlistar, skáldskapar
eða taktfastra slaga mótorsins,
sá hefur hugmynd um hinn
hreina tón sem tengist meira
vinnu, lestri, samveru og fram-
komu við menn og málleysingja
en guðlegri gáfu.
Svanur var víðförull heims-
borgari, ungur fór hann til sjós
og það varð hans hlutskipti að
sigla um heimshöfin og sjá lönd
og þjóðir sér til fróðleiks og
ánægju en stundum hryggðar.
Hann menntaðist af vinnu, lestri
og ferðalögum og bjó yfir skarp-
skyggni og greind. Hann var
dýravinur og barngóður og naut
þess að vera með sínu fólki í
góðri veislu og blanda geði við
unga sem aldna. Hann hlustaði á
börn og dró lærdóm af samræð-
um við þau. Hann heyrði lítinn
frænda Sigríðar konu sinnar
segja að maður ætti að vera glað-
ur í lífinu. Sú lífsspeki hitti Svan í
hjartastað, þetta var hans lífs-
sýn: vera glaður í lífinu! Svanur
náði háum aldri, tók áföllum í
einkalífi með æðruleysi og kjarki
en naut lífsins og lifði fögru lífi
með reisn.
Nú þegar siglingu Svans er
lokið kveð ég hann með ljóðlínu
úr kvæði Laxness, Hallormstað-
arskógi, sem hann hafði oft yfir.
Ég sé hann fyrir mér sem þann
pamfíl sem er „alkominn heim
um Atlantshafið hvíta“ og hann á
góða heimvon.
Eiríkur Páll Eiríksson.
Svanur Karlsson hefur lokið
dvöl sinni hér á jörðu. Ég kynnt-
ist Svani fyrir fjörutíu og fimm
árum, þá var ég ung og nýtrúlof-
uð frænda hans Sigmundi Karli.
Svanur tók í höndina á mér og
horfði á mig með aðdáun og
sagði: „Mikið ert þú falleg stúlka
og með falleg augu í réttum lit.“ Í
kjölfarið fylgdi ljóð um fagurt og
ástfangið fljóð sem ég hélt að
hann væri bara rétt í þessu að
yrkja um mig. Svanur var ein-
stakur maður, sérstaklega
myndarlegur með góða nærveru.
Hann heillaði mig algerlega upp
úr skónum, mér fannst hann vera
næstum óraunverulegur þar sem
hann notaði hvert tækifæri til að
kasta fram ljóði með hrósi og
fögrum orðum. Svanur orti
hundruð ljóða og mundi stóran
hluta þeirra fram að andláti.
Þegar fyrsta barnabarnið mitt
var skírt mætti Svanur með gjöf
sem var hálsmen með blágráum
steini og sagðist hann hafa valið
þetta eftir augnlit litlu stúlkunn-
ar. Hann tók líka alltaf í hend-
urnar á fólki, horfði í augun og
sagði eitthvað fallegt. Svanur og
seinni kona hans Sigríður fóru
með mér í siglingu um Karabíska
hafið þar sem hann naut þess að
vera á sjó og á svona fínu skipi.
Gullfoss var hans skip og vinnu-
staður til margra ára en hann
naut hverrar mínútu um borð í
þessari ferð. Í fyrsta kvöldverð-
inum í glæsilegum salarkynnum
kom í ljós að þau Sigríður höfðu
gift sig áður en lagt var úr höfn.
Þau voru eins og ástfangnir ung-
lingar, miklir vinir og ákváðum
við að gera alla kvöldverði að
brúðkaupsveislu. Við hin ýmsu
tækifæri um borð stóð Svanur
upp og fór með fallegt ljóð, þetta
var hans leið til að tjá sig. Mér er
minnisstæð nýleg heimsókn á
Elliheimilið Grund með tvær
brúneygðar sonardætur. Svanur
tók í hönd þeirra og horfði í aug-
un og sagði að þau væru akkúrat
í rétta litnum, og svo kom ljóð.
Það var ánægjulegt að fjölskyld-
an náði að hittast og halda upp á
90 ára afmæli Svans 2. ágúst síð-
astliðinn. Hann lék á als oddi,
geislandi brosið og fögur ljóð af
vörum hans munu lifa í minning-
unni um Svan Karlsson.
Hildur Jónsdóttir.
Svanur Karlsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR LEIFSSON
fyrrverandi rafverktaki,
Lækjarseli 13,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 7. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
María Helga Guðmundsdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir,
Guðjón Sigurðsson, Louisa Aradóttir,
Hólmfríður Sigurðardóttir, Eggert Ólafsson,
Kolbrún Alda Sigurðardóttir,
Gunnar Sigurðsson, Margrét Svavarsdóttir,
Kristín Svala Sigurðardóttir,
Kristín Guðmundsdóttir,
Rósa S. Guðmundsdóttir, Rúnar H. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGUNN JÚLÍUSDÓTTIR,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraun-
búðum, Vestmannaeyjum, mánudaginn
8. apríl.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Svanhildur Eiríksdóttir, Arnór Páll Valdimarsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI VILHJÁLMUR JÓNSSON
frá Mjóafirði,
Fífuhvammi 17,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánu-
daginn 8. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. apríl
kl. 15.00.
Jenný G. Godby, Jim Dale Godby,
Jón Steinar Árnason, Gunnhildur Olga Jónsdóttir,
Halla María Árnadóttir, Tryggvi L. Skjaldarson,
barnabörn, langafa- og langalangafabörn.