Morgunblaðið - 11.04.2013, Page 32

Morgunblaðið - 11.04.2013, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 ✝ Reynir Reykja-lín Ásmunds- son fæddist í Reykjavík 13. júní 1925. Hann lést 23. mars 2013 síðastlið- inn. Reynir var þriðji í röð fimm sona hjónanna Ásmund- ar Jónssonar frá Stíflisdal í Þing- vallasveit og konu hans Rannveigar Bjarnadóttur frá Fossi á Síðu. Bræðurnir eru nú allir látnir en þeir voru sem hér segir: Jón, Björn, Reynir sem hér er kvaddur, Hilmar og Sigurður. Voru þeir allir iðn- skólagengnir. Áttu þeir bræður tvær hálfsystur og eru þær báð- ar látnar. Þær hétu Jónína og Kristín Ásmundardætur. Reynir kvæntist 11. apríl 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísabetu Guðrúnu Brynj- ólfsdóttur. Foreldrar hennar voru Margrét Þórarinsdóttir og Brynjólfur Brynjólfsson frá Minna Knarrarnesi, Vatnsleysu- strönd. Elísabet ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, Guð- rúnu Þorvaldsdóttur og Þórarni Einarssyni í Höfða, Vatnsleysu- strönd. og gekk Þórarinn honum í föð- urstað. Sigurþór er kvæntur Guðrúnu Fríði Hansdóttur og eiga þau þrjú börn. Fyrir átti hann son með Brynhildi Björns- dóttur. Kristín Sigríður Reyn- isdóttir var áður gift Aðalsteini Þórarinssyni og eiga þau dótt- urina Heklu Elísabetu Að- alsteinsdóttur. Reynir var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og ólst upp í miðbæ Reykjavíkur. Að loknu skyldunámi í Austurbæj- arskóla fór Reynir sem vinnu- maður að Eyri í Kjós og dvaldi þar í þrjú ár við ýmis störf. Árið 1944 hóf Reynir nám í trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi 1947 og meistaraprófi 1950. Samfara námi vann Reynir fullt starf við smíðar og liggja ófá handtök eftir hann innan bæjar sem ut- an. Hann kom að ýmsum flóknum og erfiðum verkefnum, jafnt í nýbyggingum sem gömlum hús- um á vegum Húsafrið- unarnefndar. Stoltastur var hann þó af endurbyggingu Kálfatjarnarkirkju á Vatns- leysuströnd. Reynir lauk starfsferli sínum sem leiðbeinandi hjá eldri borg- urum á Vitatorgi. Eftir starfslok lærði Reynir tréútskurð og hafði hann mikla unun af þeirri vinnu fram að dánardegi. Útför Reynis fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 11 apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Börn Reynis og Elísabetur eru fjög- ur: Jóhannes, Þór- arinn, Rannveig Ása og Kristín. Jó- hannes Hólm Reyn- isson í sambúð með Ásdísi Runólfs- dóttur og eiga þau eina dóttur, Sól- veigu Þóru. Fyrir átti Ásdís fjóra syni, Runólf, Þóri, Heiðar Má en yngstur er Óttarr Örn, stjúpsonur Jóhannesar. Óttarr er kvæntur Katrínu Reynisdóttur og eiga þau þrjár dætur. Áður var Jóhannes kvæntur Sigríði Ólafsdóttur og eignuðust þau tvö börn: Ólaf Þór, sem er kvæntur Aldísi Arn- ardóttur og eiga þau þrjú börn og Elsu Guðrúnu, sem er gift Jóni Kjartani Kristinssyni og eiga þau þrjú börn. Rannveig Ása Reynisdóttir er gift Svan- bergi Sigurgeirssyni. Þau eiga einn son, Sigurgeir. Fyrir átti Ása Reyni Elís Þorvaldsson sem er er kvæntur Jóhönnu Ein- arsdóttur og eiga þau þrjár dæt- ur. Þórarinn Reynisson var áður kvæntur Pálínu Guðmunds- dóttur. Fyrr átti Pálína soninn Sigurþór Martein Kjartansson Svo var hann ríkur af siðferð- iskennd, örlæti, góðmennsku, hjálpsemi og heiðarleika að eftir því var tekið langt út fyrir innsta hring vina og fjölskyldu. Mann- kostir hans voru sannir eins og sólin sjálf. Að alast upp og vera leiddur út í lífið af slíku eðal- menni verður aldrei fullþakkað. Fyrir okkur var hann bestur og mestur. Hann var glaður á mannamót- um og útbreiddur faðmurinn hlýr og innilegur. Ákvarðanir voru teknar af yfirvegun og fylgt eftir með staðfestu. Handbragðið var til fyrirmyndar. Nöfn fólks fengu viðskeytin minn og mín og sögur af samferðamönnum, fjölskyldu og barnæsku höfðu hlýju sem gæddi þær nýrri merkingu, meiri dýpt og hann sjálfur varð maður að meiri. Þannig dafnaði ást okk- ar á honum fram í andlátið og lengra. Hann vann hörðum höndum fyrir fjölskyldunni og byggði okk- ur og öllum gestunum öruggt skjól í Austurbrún 29. Stór og sterkur gætti hann eigna og vel- ferðar fjölskyldu og vina. Í heim- sóknum til okkar systkina var tréverkið rannsakað, hverri fjöl og spýtu strokið og athugað með leka. Rannsóknarvinnan varð að verkefnum og hann mætti með verkfæratöskuna klukkan átta á laugardagsmorgnum til að laga misfellur. Stundum mætti hann fyrr og beið í bílnum til að gera ekki rúmrusk. Síðan kvaddi hann með góðum ráðum um hvernig mætti halda fjölinni góðri eða þröskuldinum í lagi. Hann hafði það sem hann þurfti og fannst það yfirdrifið. Við vissum alltaf hvar hann var og hvað hann var að gera. Vinnan, timbrið, steypan, uppslátturinn, teikningarnar, skrautskrifuð rit- höndin, útreikningarnir, kapall- inn við eldhúsborðið, fréttatíminn og sögurnar. Dagarnir hver öðr- um líkir og allir voru þeir honum ánægjulegir. Biblían á náttborð- inu, bænin á vörunum og trúin í hjartanu. Á hátíðum voru gamal- menni og skrítið fólk sótt út í bæ. Hann var jafnaðarmaður alla tíð, allir skiptu máli og enginn var meiri en annar. Svo urðu þagnirnar lengri og dýpri. Við tókum fyrst eftir að frásagnirnar tóku að eldast, þær fjölluðu minna um samtímann og meira um foreldra hans og bræð- ur, gamla kennara og barnæsku. Smám saman hljóðnaði hann en var þó fyllilega samkvæmur sjálf- um sér. Hann hlýjaði okkur á höndunum því það kostaði ein- ungis þau fáu orð sem ekki voru horfin úr huganum. Hann spurði hvernig gengi í skólanum og í vinnunni því sú hugsun hafði ekki verið tekin frá honum. Ást hans og virðing fyrir móður okkar, sem nú kveður mann sinn til 64 ára, var sönn og tær. Setningarn- ar urðu dálítið undarlegar undir lokin en skiluðu sér frá hreinu hjartanu: „Elsa mín, þetta er bara ég, maðurinn þinn, hann Reynir. Þú þarft ekkert að vera hrædd.“ Móðir okkar annaðist hann af einlægni og kostgæfni og hann gerði sitt besta til dauða- dags. Faðir okkar var sá faðir sem öll börn eiga skilið að eignast. Við vorum lánsöm og erum óendan- lega þakklát fyrir allt það inni- haldsríka og góða sem hann veitti okkur af ómælanlegu örlæti. Heimurinn verður aðeins fátæk- ari en himnaríki tekur á móti merkilegum kirkjusmiði, traust- um föður, eiginmanni, afa og vini, Reyni R. Ásmundssyni. Jóhannes, Rannveig Ása, Þórarinn og Kristín Reynisbörn. Horfinn er á braut tengdafaðir minn Reynir R. Ásmundsson tré- smiður. Mér er efst í huga þakk- læti fyrir þau rúmlega 30 ár sem ég hef fengið að umgangast og kynnast þessum stórbrotna manni. Mér er til efs að gegnheilli og heiðarlegri manni hafi ég nokkru sinni kynnst. Ég var svo heppinn að fá að starfa veturlangt með Reyni við trésmíðar og lærði margt sem ég á eftir að búa að ævilangt. Ekki var það einungis vandvirkni, skipulag og natni við trésmíðar sem þar kom við sögu heldur einnig fjölmargar frásagnir frá fyrri árum. Þá var oft hlegið dátt, enda alltaf stutt í gamansemina hjá honum. Eftirminnilegasta frásögnin var frá árunum sem Reynir starfaði hjá Íslenskum að- alverktökum á Keflavíkurflug- velli (hann sagði mér reyndar þessa sögu oftar en einu sinni og alltaf var hlegið jafnmikið). Nokkrir vinnufélagar höfðu kom- ið við á einum af klúbbunum til að fá sér öl. Ekki líkaði dátunum allskostar við dvöl þeirra og upp- hófust heilmikil slagsmál milli dátanna og þeirra íslensku. Áflogin hlutu nokkuð skjótan endi þegar Reynir rétti einum dátanum einn vel útilátinn „god morgen“ eins og hann orðaði það, svo hann sveif í fallegum boga yf- ir hálft dansgólfið, út um glugga og endaði á grasfleti fyrir utan. Ekki varð víst manninum meint af en á eftir honum sást hlaupandi út í myrkrið. Vesalings dátarnir höfðu ekki áttað sig á því að hér fór heljarmenni að burðum sem þar að auki hafði æft hnefaleika af kappi meðan það var leyft á Ís- landi. Reynir var mikill vinur, stoð og stytta fjölskyldu sinnar og vina og mátti ekkert aumt sjá. Hann var óþreytandi við að heimsækja ættingja og vini sem voru veikir eða áttu við erfiðleika að stríða og sér í lagi þá sem voru einmana. Ekki brást það að í hvert skipti sem við hittumst spurði hann um líðan ættingja minna eða vina. Al- varleg veikindi hans sjálfs bar hann aftur á móti ekki á torg en barðist við af ótrúlegu æðruleysi. Ég held að góðmennsku Reynis hvað mig varðar verði best lýst er ég heimsótti hann fársjúkan nokkrum dögum fyrir andlátið og við heilsuðumst jafn innilega og ávallt áður. Við tókumst í hendur og honum varð að orði að mér væri kalt á höndunum. Hann tók síðan með báðum höndum um mínar og byrjaði af veikum mætti að nudda hita í þær. Þess er ég fullviss að ef til er æðra tilverustig þá mun Reyni verða tekið þar með kostum og kynjum. Ég sé hann fyrir mér með gegnheilan eðaleikarbút, velta honum fyrir sér og skoða í krók og kring eins og honum var svo tamt að gera við hvaða spýtnabút sem hann kom hönd- um yfir síðustu ævidagana. Elsu, börnum þeirra og öðrum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Svanberg Sigurgeirsson. Fyrsta minningin um afa er frá Stokkseyri þar sem ég og Reynir frændi lékum okkar í fótbolta ungir að árum. Afi slóst með í leikinn, tók boltann og sparkaði honum af miklu afli upp í loftið og við frændurnir héldum á þeim tíma að við fengjum aldrei að sjá boltann aftur, slíkur var kraftur- inn í spyrnunni. Þarna var afi mættur, stór og stæðilegur mað- ur, orkumikill og alveg tilbúinn í leik með okkur strákunum. Afi tók alltaf vel á móti okkur með sínu glettnislega brosi, sæló – oftast sitjandi við eldhúsborðið með útvarp og sjónvarp hátt stillt að leggja kapalinn sinn, spurði frétta og var alltaf til í spjall og hæfilegan skammt af stríðni. Afi var af hinni vinnandi kyn- slóð þar sem vandamálin voru ekki leyst með útreikningum í töflureiknum eða túlkunum á lagaflækjum á bak við tölvuskjái inni á lokuðum skrifstofum. Hann lagði fyrir sig trésmíði ungur að aldri og gerðist meistari í þeirri iðn. Afi var svo lánsamur að geta sameinað vinnu og áhugamál sem voru smíðar og nú í seinni tíð út- skurður á klukkum, skartgripa- skrínum o.fl. sem fjölskyldan varðveitir nú til minningar um hann. Þrátt fyrir lagni sína í smíðun- um var afa alveg fyrirmunað að umgangast bílana sína svo sómi væri að. Honum fannst t.d. að beita þyrfti miklu afli við stjórn- tæki bílanna með þeim afleiðing- um að gírstangir, handbremsub- arkar og annað hreyfanlegt átti til að losna mjög fljótt og eyði- leggjast. Sama átti við þegar kom að viðgerðum, þá voru hamarinn, kúbeinið og önnur smíðaverkfæri sótt til þess að freista þess að laga bílinn. Oft heyrðust miklir skruðningar í nágrenni Austur- brúnar 29 þegar vélarhlífinni á fjölskyldubílnum var hrundið upp og kúbeinið rekið af öllu afli ofan í vélarhúsið þar sem afi taldi sig vera búinn að finna hvar meinið væri að finna. Mér er minnisstætt þegar læsingin á skottlokinu á einum bílnum stóð á sér á köldum vetrarmorgni fyrir mörgum ár- um. Þá var hamarinn sóttur og læsingin slegin inn í farangurs- rýmið og eftir það var notaður spotti milli skottloks og stuðara svo hægt væri að loka skottinu. Sami bíll var síðar notaður til þess að draga hestakerru með Trausta sáluga innanborðs með þeim afleiðingum að burðarvirkið í honum gaf sig og bíllinn var svo úrskurðaður ónýtur í kjölfarið. Þannig fór með alla bílana hans afa, nafnið hans var ætíð það síð- asta sem skráð var í eigendasögu þeirra. Fyrir þessu hafði afi þrátt fyrir allt mikinn húmor, bölvaði þessum bíldruslum í gríni og var alveg gáttaður yfir því að ekki skyldu vera framleiddir almenni- legir bílar. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Ég er þakklátur fyrir það að hafa átt þig sem afa minn og hafa kynnst þér svona vel. Það var ómetanlegt, þrátt fyrir hnignandi heilsufar, að þér skyldi takast að taka þátt í átt- ræðisafmælinu hennar ömmu í lok janúar síðastliðins og halda reisn til síðasta dags umvafinn fjölskyldu og ástvinum. Elsku amma, missir þinn er mikill að góðum manni. Megi Guð veita þér styrk til þess að takast á við sorgina og breyttar aðstæður. Blessuð sé minning afa míns. Ólafur Þór Jóhannesson. Það hlýtur að vera til sérstak- ur staður á himnum fyrir menn eins og þig, elsku hjartans afi minn. Þú varst besti afi sem nokkurt barn gæti óskað sér. Af þér lærði ég svo margt um sann- girni, réttlæti, jafnaðargeð og náungakærleika. Þú hataðir eng- an og barst virðingu fyrir öllum. Þú tókst á við mótlæti af æðru- leysi og jákvæðni. Þú varst heið- arlegur, ástríkur og vitur maður með einstakt lundarfar. Þú skipaðir stórt hlutverk í lífi mínu og tókst virkan þátt í að móta mig sem manneskju. Um- hverfi þitt var litað af skilyrðis- lausri ást og hamingju. Þú varst alltaf til staðar fyrir alla og baðst aldrei um neitt á móti. Ánægjan sem þú hlaust af því að láta gott af þér leiða var meira en nóg fyrir þig. Þú varst örlætið, hlýjan og hjálpsemin uppmáluð. Áranna í húsinu ykkar á Aust- urbrún 29, sem þú byggðir með fallegu og sterku höndunum þín- um, mun ég ávallt hugsa til með bros á vör. Sunnudagslærin, kirkjuferðirnar, útvarpstónlistin úr eldhúsinu, trésmíðin í bíl- skúrnum, dagblaðalesturinn, síð- degislúrarnir, kapallinn sem þú lagðir mörgum sinnum á dag og allir þessir hversdagslegu hlutir sem ég upplifði á heimili ykkar ömmu eru orðnir að ómetanleg- um minningum. Þið amma voruð og eruð bestu fyrirmyndir sem völ er á, alltaf góð hvort við annað og alla í kring um ykkur. Hverja einustu hlýju æskuminningu mína á ég ykkur að launa á einn eða annan hátt. Í seinni tíð þegar alzheim- ersjúkdómurinn var farinn að láta skugga sína falla á líf þitt varstu alltaf samkvæmur sjálfum þér, þótt þú hyrfir smám saman frá okkur. Manngæska eins tær og þú bjóst yfir verður nefnilega seint tekin af fólki. Þú mundir ekki alltaf hvað ég hét eða hver ég var, en þú fjarlægðist mig aldrei. Ég gat alltaf haldið utan um þig og tekið í höndina þína, og þú vissir að hjá þér væri einhver sem þú elskaðir. Ég mun aldrei gleyma brosinu sem færðist yfir andlit þitt þegar ég lá við hlið þér daginn áður en andlát þitt bar að og spurði hvort þú myndir ekki eftir Heklu litlu. „Jújú,“ sagðir þú og straukst yfir handarbak mitt af umhyggju, þó nánast án með- vitundar. „Jújú.“ Jörðin er nú einni gersemi fá- tækari og sama hvað ég reyni mun ég aldrei geta komið því í orð hversu heppin mér finnst ég vera að hafa átt afa eins og þig. Það voru forréttindi að fá að alast upp í kringum þína dásamlega per- sónu og ég er þakklátari fyrir að vera afkomandi þinn en þú nokk- urn tíma vissir. Þú varst og verð- ur alltaf mestur og bestur í mín- um huga, og ég verð alltaf litla stelpan hans afa. Ég geymi þig og ástina sem þú gafst mér í hjarta mínu þar til það slær sitt síðasta. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir. Afi minn og nafni Reynir Reykjalín Ásmundsson lést hinn 23. mars síðastliðinn í kærleika og faðmi sinna nánustu. Hann hefði orðið 88 ára í sumar og var bara nokkuð brattur þó svo að harði diskurinn hafi aðeins verið byrjaður að klikka. Maður undirbýr sig fyrir þenn- an dag frá barnæsku og meira að segja þegar málin eru komin í þann farveg að engu er viðbjarg- andi er maður samt ekki tilbúinn þegar fréttirnar berast. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann á svona stundum og eru þær nú geymdar í sérhólfi á besta stað í hugar- fylgsnum mínum merktar „Reyn- ir afi“. Reynir afi eða „afi á Austur- brún“ var frábær einstaklingur með lúmskan og góðan húmor og sá hlutina yfirleitt í jákvæðu ljósi. Hann var mikill dugnaðarforkur í vinnu og þótti heljarmenni á sín- um yngri árum. Smíðar áttu hug hans allan og gæti ég trúað því að hann hafi eytt góðum 30 árum „úti í skúr“ á Austurbrúninni af þeim 48 árum sem amma og afi bjuggu þar. Skúrinn var mikið ævintýra- land fyrir unga drengi, alls konar verkfæri, stór sem smá, fullt af spýtum og þess háttar. Þar var líka leynikjallari sem gaman var að leika í og ímynda sér að það væri heil herdeild að leita að manni. Á Austurbrúninni var gott að vera, amma alltaf með eitthvað gott á boðstólum og í sunnu- dagshádeginu hryggur eða læri, einhver albesta minningin sem ég á frá mínum yngri árum. Þá settist afi inn í eldhús á sinn stað næst glugganum klukkan ca 11:59, sneri sér við og kveikti á hádegisfréttunum og um leið og þær hófust skimaði hann í áttina að eldavélinni og ömmu. Það þýddi einfaldlega að mat- urinn mætti koma á borðið. Svona var þetta í þá daga en mundi túl- kast sem karlremba í dag. Afi var engin karlremba, hann var bara af gamla skólanum og mátti sjá það allt til síðasta dags hvað þau hjónin voru í raun enn ástfangin og miklir vinir og báru endalausa virðingu hvort fyrir öðru. Ég vil kveðja hann elsku afa minn og nafna með þessum sálmi: Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf vér göngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (Vald. Briem) Þinn nafni Reynir Elís Þorvaldsson. Reynir R. Ásmundsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÓLAFSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 5. apríl. Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 12. apríl kl. 14.00. Halldór Ólafsson, Guðlaug Sigurjónsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Herdís Þórðardóttir, Ólafur Ólafsson, Ingiríður Kristjánsdóttir, Þráinn Ólafsson, Helga Jóna Ársælsdóttir, Lárus Þór Ólafsson, Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Steinunn Helga Ólafsdóttir, Halldór Hauksson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, afa og langafa, ANDRÉSAR HAFLIÐA GUÐMUNDSSONAR, Miðleiti 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Landspítalans. Kristín Magnúsdóttir, Örn Andrésson, Guðbjörg Erla Andrésdóttir, Ingibjörg Ólöf Andrésdóttir, Magnús Andrésson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.