Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 33

Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 ✝ Gísli KristinnSigurkarlsson fæddist í Reykja- vík 24. janúar 1942. Hann lést á Landspítalanum 2. apríl 2013. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urkarl Stefánsson, stærðfræðingur, kennari við MR og dósent við HÍ, f. 2. apríl 1902 á Kleifum í Gils- firði, d. 30. september 1995 og Sigríður Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 25. nóvember 1903 á Hrauni í Grindavík, d. 20. október 1984. Systkini Gísla eru: Anna, f. 14. júlí 1927, d. 26. apríl 2010, Stefán, f. 12. júlí 1930, Guðjón, f. 17. októ- ber 1931, d. 19. maí 2012, Sig- urður Karl, f. 30. september 1939 og Sveinn f. 2. nóvember 1943. tók stúdentspróf frá MR 1961 og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1967. Hann var fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum í Norður- Múlasýslu frá 1968-71 og stundaði jafnframt málflutn- ingsstörf. Gísli var kennari frá 1971-81, meðal annars við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Samhliða því var hann ábyrgð- armaður og starfsmaður Eigna- og verðbréfasölunnar í Keflavík og vann að þýðingum fyrir RÚV-Sjónvarp. Á ár- unum 1981-84 var Gísli við nám og störf í Noregi og stundaði meðal annars fram- haldsnám í afbrotafræði við Oslóarháskóla. Hann var lög- fræðingur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 1985- 2004. Gísli gaf út ljóðabókina Af sjálfsvígum 1980. Hann var áhugamaður um brids og skák, stofnaði meðal annars Bridgefélag Seyðisfjarðar, ásamt fleirum, og varð skák- meistari Suðurnesja 1978. Gísli verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, 11. apríl 2013, og hefst athöfnin klukk- an 13. Gísli kvæntist 22. júní 1968 eft- irlifandi konu sinni, Arnheiði Ingólfsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, f. 16. apríl 1942 í Fornhaga í Hörgárdal. For- eldrar hennar voru Ingólfur Guð- mundsson, f. 19. desember 1908, d. 1. febrúar 1983, bóndi þar og kennari, og Herdís Pálsdóttir garðyrkjukona, f. 9. ágúst 1914, d. 17. febrúar 2009. Börn Gísla og Arnheiðar eru: 1) Ingólfur stærðfræðingur, f. 5. mars 1974. Sonur hans og Elvu Bjarkar Sverrisdóttur er Flóki, fæddur 19. nóvember 2001. 2) Kristín, málverka- forvörður, f. 20. september 1976, gift Roland Hamilton. Gísli ólst upp í Reykjavík, Merking orðanna „mjög erum tregt tungu að hræra“ verður sárlega ljós við skyndilegt fráfall vinar til 65 ára. Við Gísli Sigurkarlsson hófum saman skólagöngu í Austurbæj- arskólanum. Kennarinn, Sigur- ingi E. Hjörleifsson, var mikill trúmaður sem ól okkur upp í guðsótta og góðum siðum. Í skólastofunni var orgel og dag- urinn hófst á sálmasöng við org- elleik kennarans. Gísli söng bjartast og best okkar allra. Seinna lágu leiðir saman í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem við vorum bekkjarbræð- ur öll árin og vorum samferða í skólann á hverjum morgni, ýmist gangandi eða í bíl með Sigur- karli, föður Gísla, sem kenndi við skólann. Þá komum við stundum of seint þegar illa gekk að koma bílnum í gang og dugði okkur Gísla þá afsökunin Pobedan fór ekki í gang! Oft nýttist Pobedan okkur líka sem afsökun fyrir eig- in óstundvísi. Að loknu stúdentsprófi skildi leiðir, Gísli hóf laganám við Há- skóla Íslands en ég hélt til náms í Danmörku. Þótt fundir væru stopulir hélst vináttan traust og styrktist enn frekar þegar ég sneri aftur heim til Íslands. Fyrir löngu tókum við þrír fé- lagar úr MR að snæða saman há- degisverð vikulega frá hausti fram á sumar. Seinna bættist sá fjórði í hópinn, skólabróðir úr MR en líka bekkjarbróðir úr Austurbæjarskólanum. Á þess- um hádegisfundum hafa allir getað komið sínum skoðunum að, stundum allir í einu. Oft var spurt þegar heim var komið að kvöldi: Hvað sögðu strákarnir? Hádegisverðirnir hafa verið stopulir frá áramótum vegna dvalar sumra okkar í útlöndum, þar á meðal minnar. Það verður með döpur hjörtu að við hittumst þrír á ný í haust. Þegar matarklúbburinn tók sér hlé á sumrin drógu eiginkon- urnar okkur Gísla í ferðalög um Ísland. Einna minnisverðust er gönguferð um Víknaslóðir á Austurlandi. Þar var þokan svo þétt að rétt glitti í gróðurinn við fætur okkar. Þá nutum við þess hve fróð Addí, eiginkona Gísla, er um blóm og aðrar jurtir. Á kvöldin skemmti Gísli hópnum með vísum um ferðafélaga og viðburði dagsins. Gísli var ákaflega ljóðelskur maður og mjög vel hagmæltur. Nýlega endurþýddi hann hið þekkta ljóð Den första gång jag såg dig, undursamlega falleg þýðing sem hann sýndi mér mörg uppköst að og las að lokum endanlega fyrir mig í síma. Söknuður okkar vina Gísla er mikill en þó er mestur söknuður og harmur Addíar og fjölskyldu þeirra. Við Ragnhildur sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Eggert Briem. Ótímabært, óskiljanlegt og fyrirvaralaust fráfall vinar míns Gísla Sigurkarlssonar minnir mig enn á hversu lífið er hverfult og óútreiknanlegt. Ég man fyrst eftir Gísla í 9 ára bekk í Austur- bæjarskólanum. Þetta var á skólaskemmtun í samkomusal skólans þar sem nemendur stóðu fyrir skemmtanahaldi. Gísli stal heldur betur senunni þetta kvöld, því hann stóð einn fyrir skemmtiatriði þar sem hann fór með ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen utanbókar og hikstaði aldrei á textanum. Kvæðið rann upp úr honum áreynslulaust og allir heyrðu og skildu hvert orð. Við fórum báðir í lögfræði- deild Háskóla Íslands og lukum náminu um vorið 1967. Við lásum svolítið saman lögfræðina í seinni hluta námsins og fyrir lokapróf- ið. Kynntist ég þá hversu lítið hann hafði fyrir náminu en alltaf tók hann samt þokkaleg próf. Tengdumst við þá sterkum vina- böndum sem vörðu ævilangt. Síðar á lífsleiðinni lágu leiðir okkar Gísla nánar saman aftur. Þannig var að ég og Eggert Briem stærðfræðiprófessor, skólafélagi okkar úr MR, hitt- umst vikulega í Norræna húsinu og borðuðum saman hádegisverð yfir vetrartímann. Þetta byrjaði veturinn 1980 að mig minnir og vorum við yfirleitt a.m.k. fjórir í matstofunni, stundum miklu fleiri, menn komu og fóru. Gísli kom inn skömmu fyrir aldamótin og varð fastur matarfélagi. Nú hefur Sveinn Valfells, skólabróð- ir okkar, bæst við í hópinn. Þar eru rædd hin ýmsu mál, svo sem matur, þjóðmál, bókmenntir, mál efst á baugi og yfirleitt allt milli himins og jarðar. Í matstofunni reynir á samræðuhæfileika og þar stóð Gísli vel að vígi. Hann var góður hlustandi, athugull, íhugull og lagði ávallt gott til málanna með þeim hætti að ávallt var hlustað á hann. Hann hafði líka frá mörgu að segja, hann var víðlesinn og miðlaði af sínum viskubrunni. Svo skaut hann inn ljóði eftir því sem við átti og kom samræðunum á hærra plan. Fyrir nokkrum árum stofnaði Gísli Júníklúbbinn en í honum voru þrjú pör sem öll höfðu gifst í júní 1968. Það voru Gísli og Arnheiður Ingólfsdóttir, Halldór Ármannsson og Margrét Skúla- dóttir, undirritaður og kona mín, María Jóhanna Lárusdóttir. Upp úr miðjum júní ár hvert var Gísli búinn að finna álitlegan matstað í nágrenni Reykjavíkur og við hin búin að samþykkja hann. Síðan var brunað af stað öll í einum bíl. Eftir kvöldverð var ekið í sum- arbústað Gísla og Addýjar í Reykjadal rétt við Hveragerði, við hliðina á Selinu, sem er eign MR og samkomustaður nem- enda. Þar sýndi Gísli okkur hvernig gróðurinn dafnaði með ári hverju og óx og Addý bauð upp á sérrístaup áður en heim var haldið. Gísli skilaði okkur síð- an heim á bæjarhlað og var ávallt komið heim fyrir miðnætti. Mikill er missir að góðum vini. Eftir standa ljúfar minningar um yndislegan mann. Hvíl þú í ró við lands þíns ljósa barm, ó ljúfi vin! Bros þitt er geymt – og bak við þyngstan harm er bjartast skin. Þakklát og bljúg sem blóm, er hneigja sig, við breiðum krónu lífsins yfir þig. (Jóhannes úr Kötlum.) Við María Jóhanna vottum fjölskyldu Gísla okkar dýpstu samúð. Ólafur Ragnarsson. Mér er í fersku minni er ég sá nafn Gísla fyrst. Þá hafði ég ný- hafið nám við Gangfræðaskólann við Vonarstræti. Málfundur skyldi haldinn og voru nöfn frummælenda, þ.á m. Gísla Sig- urkarlssonar auglýst. Ég spurði bekkjarfélaga úr barnaskóla sem stóð við hlið mér: „Hver er það?“ „Það er afskaplega gáfaður mað- ur,“ var svarið. Eftir að ég kynntist Gísla varð mér oft hugs- að til þessa svars og komist að raun um að mikið væri til í því. Hann var fjölfróður maður og voru áhugamál hans á ýmsum sviðum, t.d. skák, brids, skáld- skap, stjórnmálum. Hann átti líka mikinn sannfæringarkraft og má nefna að hann taldi mér trú um að ég gæti tekið þátt í bridsmóti þótt ég hefði aldrei spilað brids og voru mér kennd grundvallaratriðin á meðan við biðum þess að spilamennska hæfist. Þetta varð upphaf að löngum ferli okkar sem spila- félagar. Síðustu árin spiluðum við oftast í Miðvikudagsklúbbn- um en þar eð ég var stundum fjarverandi fékk hann með sér aðra félaga. Einn þeirra vill koma að því að þeir unnu auka- verðlaun sem voru tveir bíómiðar og hafði Gísli strax boðið honum sinn miða. Annað dæmi um sann- færingarkraft Gísla er að hann sannfærði okkur hjónin, er við höfðum þekkst í innan við ár, að við ættum að gifta okkur og gekk hann á undan með góðu fordæmi og giftist Addý sinni nokkrum dögum á undan okkur. Erum við ævarandi þakklát fyrir þetta frumkvæði. Þriðju hjónin úr okk- ar vinahópi giftu sig í sömu vik- unni í júní og höfum við seinni árin haldið upp á hana sem „Júníklúbburinn“, farið út fyrir borgina og borðað góða máltíð. Ferðunum hefur svo lokið í Reykjakoti í Ölfusi þar sem Gísli og Addý áttu sumarbústað sem var arfleifð frá fjölskyldu hans. Bar sá bústaður enn einni gáfu Gísla vitni, þ.e. smíðum, viðhaldi og gróðursetningu, og átti Addý þar og stóran hlut að máli Gísli hafði mikinn áhuga og sterkar skoðanir á skáldskap. Ef menn ætluðu að yrkja með hefð- bundnum hætti skipti verulegu máli að rétt væri stuðlað og engir aðrir hnökrar væru á. Fengu jafnvel hin ástsælustu þjóðskáld þann dóm að þau hefðu ekki haft gott brageyra. Hann fékkst sjálf- ur þó nokkuð við skáldskap. Liggur eftir hann ein ljóðabók og nýlega gerði hann vandaða nýja þýðingu á ljóði Birgers Sjöberg „Den førsta gang jeg så dig“, sem í meðförum Gísla varð „Ég sá þig fyrsta sinni.“ Gísli var ákaflega skemmtileg- ur maður, var m.a. góð eftir- herma. Starfaði hann um tíma sem skemmtikraftur á því sviði. Gísli og Addý eignuðust tvö börn og var fjölskyldan samheldin. Oft var vík milli vina þar eð hvorug fjölskyldan bjó samfellt á höfuð- borgarsvæðinu. Endurfundir voru því æ ánægjulegir og síð- ustu árin höfum við oft hist og hefur frændsemi kvenna okkar styrkt sambandið. Við Maddí vottum Addý, Ing- ólfi, Stínu, Roland og Flóka inni- lega samúð. Halldór Ármannsson. Ég hef stundum staðið í þeirri trú að Guð hafi fylgt mér og leið- beint mér að góðu fólki í lífinu. Þessi tilfinning á sérstaklega við þegar ég varð svo lánsöm að kynnast Gísla og fjölskyldu er ég flutti í Seljahverfið ung að árum og vinátta okkar Stínu, dóttur hans, hófst. Heimilið í Kögurseli varð fljótt að mínu öðru heimili og Gísli og Addý urðu vernd- arenglar mínir. Það var einstaklega notalegt andrúmsloft í Kögurselinu, ró- legt og yfirvegað og samskipti foreldra og barna voru bæði fal- leg og náin. Það leið öllum vel í návist hvert annars. Engin læti, bara ró og friður og það var rætt um daginn og veginn. Samveru- stundirnar voru iðulega í stof- unni, þar sem Gísli og Addý sátu og lásu blöðin í gulu stólunum, Ingó lá í sófanum að fara yfir Gettu betur spurningar og Stína lá á gólfinu að hugsa. Þá laum- aðist ég stundum í karamelluk- rukkuna. Oft voru stærðfræðidæmi á eldhúsborðinu sem þurfti að leysa, skemmtun sem Gísli leiddi og öll fjölskyldan tók þátt í, oft klukkustundum eða dögum sam- an. Og ilmurinn af heimabökuðu brauðunum hennar Addýjar ang- aði um húsið. Það var alltaf svo notalegt í Kögurselinu, þar var alltaf gott að vera og þangað voru allir velkomnir, vinir og vandamenn og jafnvel ógæfufólk sem fór húsavillt og sofnaði á stofugólfinu. Þá var náð í teppi og breitt yfir. Mér eru minnisstæðar allar bílferðirnar úr skóla eða vinnu, þegar Gísli kom æðandi á Citro- ën-bílnum og sótti fólkið til að ferja það heim. Þegar við nálg- uðumst Jóruselið þar sem ég bjó, spurði Gísli mig iðulega: „Jæja, er það Sörusel eða Kögursel?“ Ég var alltaf velkomin í Kögur- selið. Gísli var sérlega góður og ljúf- ur maður sem var notalegt að vera í kringum. Hann var fræð- andi og hjartahlýr og lét sig varða, af einlægni og kærleika, um þá sem þurftu skjól. Hann var mikill mannvinur. Þannig mun ég minnast Gísla. Elsku Addý, Stína, Ingó og Flóki. Megi guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Sara Hlín Hálfdanardóttir. Gísli Kristinn Sigurkarlsson ✝ Lilja Ránfæddist á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 2. febrúar ár- ið 2010. Hún lést af slysförum 31. mars sl. Foreldrar Lilju Ránar eru Björn Jónsson, f. 21. febrúar 1985, frá Laugum í Reykjadal, og Sig- rún Ragna Rafnsdóttir, f. 8. júní 1975, frá Sköldólfsstöðum í Breiðdal, og eru þau búsett á Tjarnarlöndum 22 á Egils- stöðum. Hálfsystur Lilju Ránar eru Guðný Ósk, f. 16. september 1997, og Sunneva Rós, f. 12. júlí 2004. Foreldrar Björns eru Jón Ingi Björnsson og Þór- hildur Gunn- arsdótttir (Jóngi og Didda), búsett á Laugum í Reykjadal. Móðir Sigrúnar Rögnu er Margrét Frið- finnsdóttir og maður hennar er Sigurbjörn Heið- dal, búsett á Djúpavogi. Fósturforeldrar Sigrúnar Rögnu eru Vilborg Karen Hjartardóttir og Gestur Reimarsson, búsett á Skjöld- ólfsstöðum í Breiðdal. Útför Lilju Ránar fer fram frá Egilsstaðakirkju 11. apríl 2013 og hefst athöfnin kl. 14.00. Páskadagurinn 31. mars 2013 er dagur sem við gleym- um ekki né þeim atburði sem þá gerðist. Klukkan 19:00 um kvöldið hringir síminn. Dóttur- sonur minn og nafni spyr: „Sit- ur þú?“ Ég jánka því. „Ég þarf að segja þér sorgarfrétt, Lilja Rán, dóttir Björns bróður, er dáin. Hún lenti í fjórhjólaslysi austur í Breiðdal og lést sam- stundis.“ Þetta er fréttin sem barst á þessum páskadegi. Þegar ég lít til baka og hug- leiði stutt lífshlaup Lilju Ránar, sem aðeins spannaði 38 mánuði, finnst mér eins og hún hafi skynjað að hún hefði lítinn tíma og yrði að nota hann vel. Hún vildi vera hér og þar og alls staðar, hún vildi sjá þetta og hitt og af engu missa. Hún lifði hratt, var blíð og góð og þess nutum við sem í kringum hana vorum. Hún var mikill gleði- gjafi og tilsvör hennar gleym- ast seint. Þess vegna er sökn- uðurinn svo mikill og tárin svo stór en minningin lifir í hjört- um okkar sem eftir stöndum. Nú hefur hún kvatt með „stæl“ eins og hennar var von og vísa. Hún kvaddi ekki einn og einn heldur kvaddi hún alla per- sónulega. Sunnudaginn 24. mars hitt- um við hana í síðasta sinn hjá ömmu og afa í Reykjadal. Þeg- ar við vorum að fara kom hún og kvaddi okkur, ekki einu sinni heldur tvisvar. Nú er hún horfin, minningin ein eftir. Mánudaginn 1. apríl var bænastund í Heydalakirkju. Þar var setið í hverju sæti og samhugur og hlýja einkenndi þessa ljúfu stund sem séra Finnur Stefánsson, prestur í Heydölum, sá um og hafi hann hjartans þökk fyrir. Ég er full- viss um að þegar Lilja Rán kvaddi þennan heim tók langamma hennar á móti henni og þar er hún í góðum höndum. Ég vil biðja góðan Guð að styrkja foreldra hennar, Sig- rúnu og Björn, systur hennar, ömmur og afa, langömmur og langafa og alla sem eiga um sárt að binda í þeirra miklu sorg. Eitt er ég viss um, að þegar okkar lífshlaupi lýkur þá kemur hún hlaupandi á móti okkur með útbreiddan faðminn og mér dettur ekki annað í hug en að hún sé sami stormsveipurinn þar og hér. Ég kveð með orðum Friðriks Steingrímssonar: Geislar dagsins dvína dómsins klukkur tifa. Ljós er skærast skína skemmstan tíma lifa. Tæmast tára lindir tilgang enginn skilur. Minningar og myndir moldin aldrei hylur. Guð geymi þig vina. Þinn langafi, Gunnar Valdimarsson. Elsku Lilja Rán, við trúum ekki að þú skulir hafa verið hrifin á brott frá okkur svo skyndilega og óvænt, þú sem varst alltaf svo kát og fjörug og áttir allt lífið framundan. En vegir Guðs eru órannsakanleg- ir, þú varst sólargeisli okkar allra og gafst svo mikið á þinni stuttu ævi. En maður er orð- laus á slíkum stundum og skil- ur ekki að slíkt skuli gerast á örskotsstund. Eftir stöndum við harmi slegin, foreldrar, systur, afar, ömmur og frænd- systkini öll. Guð varðveiti þig, minning þín er ljós í lífi okkar. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að ykkur mun gleðja. (G. Ingi) Hinsta kveðja, Vilborg Karen (amma Bogga). Aðfaranótt 2. febrúar 2010 kom Bjössi nágranni okkar með Sunnevu Rós sofandi í fanginu upp til okkar sem á hæðina fyr- ir ofan. Þau Sigrún voru á leið- inni á Norðfjörð þar sem litlu dömunni, sem ekki var von á alveg strax, lá mikið á að kom- ast í heiminn. Það var svo gam- an þegar við færðum Sunnevu Rós þær fréttir í morgunsárið að hún væri orðin stóra systir. Lítil heilbrigð dama hafði litið dagsins ljós, á mettíma. Stoltið skein úr andliti stóru systur. Litla daman flýtti sér ekki bara að koma í heiminn, hún flýtti sér að öllu. Hún var farin að ganga löngu fyrir eins árs afmælið sitt og þegar hún fór að tala talaði hún skýrt og mik- ið. Hún var glaðlynd og vissi vel hvað hún vildi, sem gerði hana að ótrúlega heillandi og skemmtilegu barni. Hún heill- aði ekki bara okkur heldur alla sem hún komst í kynni við, þannig var hún bara. Það vita þeir sem urðu þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Lilju Rán. Innra með okkur ólgar reiðin og vanmátturinn er algjör. Harmurinn og sorgin sem fyllir hjörtu ástvina er ólýsanleg og það er engin leið að setja sig í spor vina sem missa barnið sitt. Í myrkrinu er þó ljós. Ljósið er minningin um Lilju Rán. Prakkarastrikin, hláturinn og gleðin sem hún færði svo ótal mörgum á sinni stuttu ævi eiga eftir að ylja okkur um hjarta- rætur. Elsku Sigrún og Bjössi, Sunneva og Guðný, Bogga og Gestur, Jón Ingi og Didda og aðrir þeir sem eiga um sárt að binda. Engin orð geta bætt fyr- ir ykkar mikla missi, en við sendum ykkur allar okkar fal- legustu hugsanir. Megi góður Guð vaka yfir ykkur. Sigrún og Orri. Lilja Rán Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.