Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 38

Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Þórhildur Ólafs- dóttir (Tóta á Hrauni) er sextug í dag, 11. apríl. Af því tilefni langar fjölskylduna til að gera sér dagamun og gleðjast með ættingjum, vinum og samstarfsfólki í gegnum tíðina í Hafinu bláa við ósa Ölfusár föstudagskvöldið 12. apríl frá kl. 19. Blóm og gjafir afþakkaðar, en ef einhver vill láta eitthvað af hendi rakna mætti björgunarsveitin Mann- björg í Þorlákshöfn/Ölfusi njóta góðs af því. Kennitala: 460387-2569, reikn- ingur: 0150-26-002003. Árnað heilla 60 ára Akureyri Aþena Ósk fæddist 18. júlí kl. 8.41. Hún vó 2.765 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Halla Soffía Tulinius og Óskar Jónasson. Nýr borgari Eftir lögguna er líf og ég hætti sáttur eftir tæplega 35 ár í starfi.Þetta hefur verið góður tími, í starfi sem hefur bæði mótaðmig og þroskað. Á þessum ferli hefur maður öðlast þolinmæði og fær innsýn og skilning á mannlegum brestum. Sér allar birtingar- myndir og hliðar mannlífsins,“ segir Karl Hjartarson, fv. lög- reglumaður, sem er 65 ára í dag. Af því tilefni býður hann í dag kl. 18 í samferðafólki í afmælisboð í sal Lögreglufélags Reykjavíkur við Brautarholt. Karl fluttist með sínu fólki í Kópavoginn sem barn. Er alinn upp þar og austur á Héraði, kom svo í bæinn og nam blikksmíði. Um þrítugt tók hann sig upp ásamt fjölskyldunni, flutti norður á Húsavík og bjó þar í átta ár. Þar starfaði Karl fyrst við iðn sína, en munstraðist fljót- lega í lögregluna á staðnum og starfaði þar og síðar í áratugi í lög- reglunni í höfuðborginni. „Áhugamálin eru mörg. Ég hef alltaf haft áhuga á flugi og þá sér- staklega vélunum sjálfum og virkni þeirra,“ segir Karl sem er liðs- maður Þristavinafélagsins svonefnda, það er bakvarða Douglas- flugvélarinnar Páls Sveinssonar. „Við fjölskyldan eigum svo skika uppi í Borgarfirði. Erum þar við með hjólhýsi og litla lóð þar sem allt grær sem við setjum niður; tré, blóm og runna,“ segir Karl sem er kvæntur Ragnheiði Hrefnu Gunnarsdóttur og eiga þau fjögur börn. sbs@mbl.is Karl Hjartarson er 65 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lögreglumaður „Sér allar birtingarmyndir og hliðar mannlífsins,“ segir Karl Hjartarson í Kópavogi sem heldur upp á afmælið í dag. Þar grær allt sem við setjum niður H inrik er alinn upp í Háaleitishverfinu og gekk í Álftarmýrar- skóla. Hann var í píanónámi hjá Åge Laarance frá 8 ára aldri og Tón- listarskóla Sigursveins. Hinrik spilaði handbolta með Fram alla yngri flokkana, lék með unglinga- landsliði Íslands og spilaði yfir 200 meistaraflokksleiki með Fram. Fjölbreyttur söng- og leikferill Hinrik stundaði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð en flutti til Danmerkur frá 1983 og stundaði tónlistarnám við Kons- ervatorium í Árósum jafnframt því að spila handbolta með AGF í dönsku 1. deildinni. Síðar stundaði hann söngnám við Söngskólann í Reykjavík í tvö ár og tók þátt í óp- eruuppfærslum og í leikhúsum sem söngvari. Árið 1987 stundaði Hinrik söngnám við tónlist- arháskólann í Vín og 1989 hóf hann leiklistarnám við Leiklist- arskóla Íslands og útskrifaðist 1993. Hinrik starfaði sem leikari hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og fjölda leikhópa, t.d. Stopp leikflokknum Hinrik Ólafsson, leikari, leiðsögumaður og framleiðandi – 50 ára Vinnur að mynd um íslenska æðarfuglinn Síðasti víkingurinn? „Þarna var ég að vinna með Brian Cox við tökur á sjónvarpsþáttunum The Wonders of the Solar System.“ Fjölskyldan Frá vinstri: Klara Lind Þorsteinsdóttir, Arnar Gísli Hinriksson, Þorsteinn Þór Arnarsson, Hinrik Ólafsson, Blær Hinriksson, Ísak Hinriksson, Drífa Harðardóttir og Kolka. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.