Morgunblaðið - 11.04.2013, Síða 45

Morgunblaðið - 11.04.2013, Síða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fataframleiðandi fagfólksins BRAGARD KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA G.I.JOE:RETALIATION3D KL.5:40-8-10:20 G.I. JOE:RETALIATIONVIP KL.5:40-8-10:20 SIDEEFFECTS KL.8-10:30 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8-10:30 THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50 THECROODS ÍSLTAL KL.5:50 DEADMANDOWN KL.8-10:20 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.5:20 KRINGLUNNI SIDEEFFECTS KL. 5:40 -8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8-10:10 JACK THEGIANT SLAYER 3D KL. 10:40 OZ:GREATANDPOWERFUL 3D KL. 5:20 - 8 G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 5:30 -8 -10:30 SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8 JACKTHEGIANTSLAYER2D KL.8 -10:10 DEADMANDOWN KL.10:30 OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.5:30 THECROODS ÍSLTAL2D KL.5:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK G.I.JOE:RETALIATIONVIP KL.8 SIDEEFFECTS KL.10:20 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.8-10:10 AKUREYRI SIDEEFFECTS KL. 8 -10:10 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 8 -10:10 FRÁBÆR ÍSLENSK GAMANMYND  H.S. - MBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS THE NEW YORK TIMES LOS ANGELES TIME WALL STREET JOURNAL TIME NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH T.V. - BÍÓVEFURINN  Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Norræn kvikmyndahátíð hefst í Nor- ræna húsinu í dag og stendur til 21. apríl. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í ár og er samstarf Norræna hússins, sendiráða Norðurlanda á Íslandi og kvikmyndaklúbbsins Græna ljóssins. Alls verða sýndar tíu kvikmyndir, sú elsta frá árinu 2008 og þær nýjustu frá því í fyrra. Aðgangur er ókeypis og verða allar myndir sýndar með enskum texta í sal Norræna hússins. Opnunarmynd hátíðarinnar er danska kvikmyndin Kapringen, eða Ránið, frá árinu 2012. Í henni segir af áhöfn á fraktskipi sem er tekin í gíslingu af sómölskum sjóræningjum sem krefjast tugmilljóna dollara lausnargjalds. Hefst þá mikið tauga- stríð milli forstjóra skipafyrirtæk- isins og ræningjanna. Með aðal- hlutverk fer Pilou Asbæk, sá hinn sami og leikur Kasper Juul í sjón- varpsþáttunum Borgen, eða Höllin. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, sér um skipulagningu hátíðarinnar og segir hún sendiráðin í raun halda hana en Norræna húsið sjái um framkvæmdina. „Það er í rauninni bara aukinn áhugi á að kynna nor- rænar kvikmyndir,“ segir Þuríður, spurð að því hver sé ástæðan fyrir því að þessi hátíð er nú haldin í fyrsta sinn. „Áhuginn á norrænum kvikmyndum hefur aukist mikið að undanförnu sem og gæði kvik- myndanna og það er verið að koma því á framfæri með þessari hátíð.“ – Þið segið í tilkynningu að áhersla sé lögð á að sýna gæðamyndir. Hver sá um að velja myndirnar? „Það eru sendiráðin,“ svarar Þur- íður, tvær til þrjár myndir hafi verið valdar frá hverju landi, frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Auk Kapringen verða sýndar kvik- myndirnar Upperdog (2009), Kauto- keino-oppröret (2008) og Limbo (2010) frá Noregi; En enkel till Anti- bes (2011) og Simon och Ekarna (2011) frá Svíþjóð; Pussikaljaelokuva (2011) og Hiljaisuus (2011) frá Finn- landi og Dirch (2012) og Hvidsten gruppen (2012) frá Danmörku. Frek- ari upplýsingar um myndirnar og dagskrá hátíðarinnar má finna á vef Norræna hússins, nordice.is. Líkleg til vinsælda En hvers vegna varð Kapringen fyrir valinu sem opnunarmynd? „Það er í rauninni í samstarfi við Græna ljósið, þeir stungu upp á þeirri mynd sem opnunarmynd fyrir okkur. Við vildum hafa eina nýja mynd og danski kvikmyndaiðnaðurinn er náttúrlega mjög framarlega, mynd- irnar sem koma þaðan núna hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá Ís- lendingum og þ.a.l. vildum við líka fá þessa mynd inn. Hún er mjög líkleg til vinsælda og hefur fengið góðar viðtökur þar sem hún hefur verið sýnd,“ segir Þuríður. – Var lagt upp með að bjóða upp á ólíkar myndir? „Já, það var reynt að hafa svolítið breiðan skala. Það eru þarna myndir sem byggjast á sannsögulegum atburðum og myndir í léttari kant- inum. En það er í raun dramatískur þráður í þeim öllum, það sem skand- inavískar myndir eru þekktar fyrir.“ Hvað sýningaraðstöðu Norræna hússins varðar segir Þuríður að hús- ið sé með mjög gott sýninga- og hljóðkerfi og að salurinn taki um hundrað gesti. „Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin og við erum í rauninni svolítið að prufu- keyra hana,“ segir Þuríður. „Ef hún verður haldin á næsta ári eða árum er stefnan tekin á að eiga samstarf við bíóhúsin og þá líklegast Bíó Paradís.“ Dramatískur þráður  Norræn kvikmyndahátíð haldin í fyrsta sinn í Norræna húsinu  Áhersla lögð á gæðamyndir og aðgangur ókeypis Sjórán Úr opnunarmynd hátíðarinnar, kvikmyndinni Kapringen sem fjallar um sjórán. Pilou Asbæk fer með aðalhlutverkið í henni. Uppreisn Kvikmyndin Katuokeino-oppröret er byggð á sönnum atburðum, segir af uppreisn Sama í bænum Kautokeina í N-Noregi árið 1852. Sýning á myndbandsinnsetningu kanadísku listakonunnar Aleese Co- hene, Yes, Angel, verður opnuð í dag kl. 18 í Ljósmyndasafni Reykja- víkur og er hún hluti af hátíðinni Sequences. Í innsetningunni má sjá brot úr ríflega hundrað Hollywood-kvikmyndum frá níunda og tíunda áratugnum og setur Cohene saman persónur sem eiga í samtali hver við aðra í atriðum sem varpað er á mismunandi skjái, skv. tilkynningu. „Ásamt nánast goðsagnakenndum sögumanni segja persónurnar sögu missis, skammar og að lokum vonar,“ segir um verkið. Í sýningarrým- inu sé að finna veggmynd af næturhimni sem sé endurskapaður úr myndbandinu auk ilms sem Cohene bjó til og sótti innblástur í blóðlykt. Yes, Angel Úr myndbandsinnsetningu Aleese Cohene. Brot úr yfir 100 Hollywood-myndum Charlotte Laub- ard, sýning- arstjóri og for- stöðumaður CAPC-nútíma- listasafnsins í Bordeaux í Frakklandi, heldur í kvöld kl. 20 erindi um stöðu samtímalistasafna á 21. öld, í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi. Erindið er hluti af fyr- irlestraseríunni Umræðuþræðir, liður í dagskrá sjónlistahátíð- arinnar Sequences og unnið í sam- starfi við franska sendiráðið á Ís- landi og Alliance Française. Af öðrum störfum Laubard má nefna skrif fyrir alþjóðleg listtímarit, m.a. ArtForum. Staða samtíma- listasafna á 21. öld Charlotte Laubard Ásgeir Long opnar ljós- myndasýningu í Menningarsal Hrafnistu í Hafn- arfirði í dag kl. 13.30. Ásgeir hefur um ævina verið iðinn við ljósmyndun og kvikmyndagerð. Árið 2001 stóð Hafnarborg fyrir umfangsmikilli sýningu á ljósmyndum eftir hann, Svona var Fjörðurinn og fólkið, þar sem sýndar voru nær 300 myndir sem Ásgeir tók í heimabæ sínum, Hafnarfirði. Ásgeir hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir kvikmynda- gerð, m.a. gullverðlaun á hátíð í Atlanta árið 1973 fyrir heimild- armynd um Vestmannaeyjagosið. Sýning á ljósmynd- um Ásgeirs Long Ásgeir Long

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.