Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 3. A P R Í L 2 0 1 3
Stofnað 1913 85. tölublað 101. árgangur
HEFUR ALLT
SEM UNG-
LINGAR VILJA
UNDARLEGAR
KENNDIR Á
MEÐGÖNGU
FÉKK AÐAL-
HLUTVERK Í
BRESKRI MYND
SUNNUDAGSBLAÐ GUÐMUNDUR INGI 52SUMARBÚÐIR Á SPÁNI 10
Morgunblaðið/Kristinn
Keilir Bók um bæjarfjöll í bígerð. Stundum
eru þau óumdeild. Er Keilir bæjarfjall Voga?
Vegna fyrirhugaðrar bókar um
íslensk bæjarfjöll hafa sveitarfélög
verið að útnefna bæjarfjöll. Sums-
staðar er málið einfalt, bæjarfjallið
er óumdeilt, en annars staðar koma
fleiri fjöll til greina og jafnvel eru
deildar meiningar um hvert sé hið
eina sanna bæjarfjall.
Reykvíkingar virðast ekki hafa
útnefnt borgarfjall formlega. Fæst-
um dylst þó hugur um að Esjan hafi
þann sess. Þorsteinn Jakobsson
göngugarpur sem er að safna efni í
bók um íslensk bæjarfjöll með því
að ganga sjálfur á fjöllin með hópa
segir að Vífilsfell sé bæjarfjall
Kópavogs. Málið vandast þegar
komið er á Suðurnesin. Þar blasir
við Keilir sem sumir telja bæjarfjall
Voga. »18
Hvert er bæjarfjallið
í þínu sveitarfélagi?
Morgunblaðið/Golli
Útgáfa Jón Steinar áritar ritið í
bókaverslun Eymundsson.
„Ég hvet menn til að herða upp hug-
ann.“ Svona byrjar ritgerðin Veik-
burða Hæstiréttur – verulegra úr-
bóta er þörf, eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson fyrrverandi hæsta-
réttardómara. Bókin kom út í gær.
Þar gagnrýnir Jón Steinar réttinn
harkalega á ýmsa lund og ræðir m.a.
um fjölskyldustemningu og kunn-
ingjagæsku við val á varadómurum.
Ræða þurfi um réttinn á gagnrýninn
hátt.
Jón Steinar bendir á að álag á
Hæstarétt valdi því að síðustu ár hafi
75-80% af munnlega fluttum málum
verið dæmd af þremur dómurum.
Þriggja manna dómar veki spurning-
ar um fordæmisgildi dóma og hann
nefnir dæmi um að niðurstaða í sam-
bærilegum málum hafi ráðist af því
hverjir kváðu upp dóminn. „Hvað á
dómari að gera ef svo stendur á að
þrír aðrir dómarar við réttinn hafa
nýlega staðið að dómi í sambærilegu
máli og því sem hann fæst við en
hann er á annarri skoðun en þeir um
lögskýringuna sem beitt var? Á hann
að hlýða samvisku sinni og dæma eft-
ir bestu vitund eða á hann að beygja
sig í þágu samræmisins?“ »22-23
Hörð gagnrýni á Hæstarétt
Jón Steinar Gunnlaugsson segir réttinn veikburða
Ekkert lát er á frostinu sem hefur verið und-
anfarið á öllu landinu en frost á Grímsstöðum á
Fjöllum fór upp í 21 stig í gær. Á Mývatns-
öræfum fór frostið í 18 stig og einnig á Sand-
búðum í gærkvöldi. Spáð er norðlægum áttum
og köldu veðri fram eftir næstu viku en það er
ekki fyrr en á föstudaginn að líkur eru á að hlýni
í veðri. Frostið mun víða nálgast tveggja stafa
tölu, einkum inn til landsins á kvöldin en yfir
daginn fer hitinn víða yfir frostmark. Í dag er
spáð vaxandi austan- og norðaustanátt og éljum
við suðurströndina og á annesjum fyrir norðan.
Kuldi í kortunum fram eftir næstu viku
Morgunblaðið/Kristinn
Verð á fasteignum á landinu öllu
hækkaði um 0,91% að raungildi á
tímabilinu frá janúar 2010 og fram
til janúar á þessu ári. Verðið hefur
hækkað frá 2010, það hefur hrunið
miðað við bóluárið 2007 en hækkað
ef mið er tekið af árinu 2004. Þessa
þróun má sjá út úr tölum Hagstofu
Íslands með samanburði við vísitölu
markaðsverðs húsnæðis, sem bygg-
ist á gögnum frá Þjóðskrá Íslands,
og vísitölu neysluverðs. »30
Miklar sveiflur á
fasteignaverði
Morgunblaðið/ÞÖK
„Við erum þeirrar
skoðunar að gera
þurfi verulegar
breytingar á
skattkerfinu,“
segir Sigmundur
Davíð Gunnlaugs-
son, formaður
Framsókn-
arflokksins.
„Við leggjum
áherslu á mik-
ilvægi þess að einfalda skattkerfið.
Eins og frægt er hafa verið gerðar
um 200 breytingar á skattkerfinu,
fyrst og fremst til að flækja og
hækka skatta. Við þurfum að ein-
falda það og innleiða jákvæða hvata í
stað neikvæðra – hvata til að vinna
meira, ráða fólk í vinnu og framleiða
meira.“
Þá boðar hann lækkun trygginga-
gjalds og hækkun skattleysismarka
sem tekjujöfnunarleið. „Það gengur
ekki að skilgreina millitekjufólk sem
hátekjufólk,“ segir hann.
Í ítarlegu viðtali í blaðinu í dag
ræðir Sigmundur um niðurgreiðslur
á skuldum heimilanna, afnám verð-
tryggingar og fleira. »28-29
Vilja skattalega hvata
til að ráða og framleiða
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Spáin kemur ekki á óvart. Við
dormum hér í einhverju, sem er mest
drifið áfram af sparnaði fólks sem
heldur uppi aukinni einkaneyslu,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ um þjóðhagsspá sem Hagstofan
sendi frá sér í gær. Þar er gert ráð
fyrir mun minni hagvexti en áður.
Hann segir ennfremur, að með því að
auka einkaneyslu án þess að hún eigi
rót í aukinni verðmætasköpun, sér-
staklega útflutningi, þá sé voðinn vís
og forsendur gengisins geti brostið.
„Veikar forsendur hagvaxtar styðja
ekki við gjaldmiðil – nema síður sé.
Styrkleiki hans ræðst af jákvæðum
væntingum inn í framtíðina. Þessi
spá ýtir ekki undir það,“ segir Gylfi
og ítrekar að mikinn vanda sé við að
eiga í efnahagsmálum.
„Spáin sýnir stöðnun í hagkerfinu;
fjárfestingar eru að dragast saman,
þetta er ekki gott ástand og örva
þarf fjárfestinguna verulega,“ segir
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins. Hann bendir á að aukin skatt-
heimta sé stór þáttur í því að
fjárfestingar hafa dregist saman.
„Álögur á atvinnulífið hafa aukist um
62 milljarða króna á ári á sama tíma
og um 150 milljarða vantar í fjárfest-
inguna. Það má einnig horfa til veiði-
leyfagjaldsins; sem sligar lítil og
meðalstór fyrirtæki í útgerðinni, Þau
geta ekki staðið undir gjaldinu og því
er ljóst að það er að leiða til verulegr-
ar samþjöppunar í greininni, sem er
þvert á það sem stefnt var að,“ segir
Þorsteinn og bendir á að sjávarút-
vegurinn sé sú atvinnugrein sem
ætti að vera viljugust til fjárfestinga
en raunin sé önnur.
Spáin staðfestir stöðnun
Skattaálögur og veiðileyfagjald sliga fyrirtækin Veikur hagvöxtur styður
ekki gjaldmiðilinn „Álögur á atvinnulífið hafa aukist um 62 milljarða króna á ári“
MHorfur um hagvöxt versna »25