Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Matvælaframleiðsla, tollvernd og fæðuöryggi
Hver á að framleiða
matinn okkar?
Fyrirlesari:
Christian Anton Smedshaug,
doktor í umhverfisfræðum og
höfundur bókarinnar „Feeding
theWorld in the 21st Century.“
mánudagur 15. apríl
kl. 12.00-13.30.
2. hæð Hótel Sögu, í salnum Kötlu
Sjá nánari upplýsingar á
bondi.is
Erindið fer fram á ensku.
Allir velkomnir
- aðgangur ókeypis.
Hádegisfundur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Það var áhrifarík stund á málþingi
um matarfíkn og átvanda þegar 28
matarfíklar stigu á svið en þeir
höfðu samtals lést um 1,1 tonn. Svar-
ar það til tæpra 40 kílóa á mann.
Málþingið var haldið í tengslum við
stofnun samtakanna Matarheilla.
Fram kom að fólkið hafði að með-
altali verið í fráhaldi frá mat í rúm
þrjú ár. Margir höfðu losnað við
sjúkdóma sem höfðu hrjáð þá lengi,
ýmist alveg eða dregið úr þeim veru-
lega. Þeir höfðu losnað við lyf, eins
og sykursýkislyf, blóðfitulyf, þung-
lyndislyf, háþrýstingslyf og verkja-
lyf.
„Það er til lausn,“ er yfirskrift yf-
irlýsingar hópsins og niðurstaða
hans er: „Öll höfum við eignast nýtt
líf.“ helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
„Öll höfum við eignast nýtt líf“
28 matarfíklar sem misst höfðu
samtals 1,1 tonn sýndu árangur sinn
„Vigtin er snilldin að mínu mati. Við vigtum allt sem við borðum,“ sagði
Rut Jensdóttir sem sagði sögu sínu á málþingi um matarfíkn. Hún hefur
glímt við offitu alla sína ævi og reynt flest sem í boði er. Eftir að hún byrj-
aði í meðferð hjá MFM-miðstöðinni hefur hún lést um 45 kíló. „Ég fer
með vigtina mína hvert sem er. Vigtin er eins og mín gleraugu því ég
skynja ekki matarstærðir. Á þessum fimm árum hef ég vigtað 5500 mál-
tíðir og borðað um tvö tonn af grænmeti.“
Hefur vigtað 5500 máltíðir
VIGTIN ER EINS OG GLERAUGU MATARFÍKLA
Rannsóknanefnd sjóslysa lauk í gær
rannsókn sinni á því er Hallgrímur
SI fórst undan ströndum Noregs í
aftakaveðri 25. janúar í fyrra. Að
sögn Inga Tryggvasonar, formanns
nefndarinnar, eru meginniðurstöður
þær að ágallar hafi verið á lensikerfi
skipsins og stjórnbúnaður lensi-
dælna hafi ekki virkað sem skyldi.
Mikill sjór hafi safnast í skipið og
hafi sjósöfnunin aukist eftir að skipið
fór að hallast.
Með skipinu fórust þrír skipverj-
ar, en Eiríkur Ingi Jóhannsson vann
einstakt þrekvirki er hann komst í
björgunarbúning og frá sökkvandi
skipinu. Það var ekki fyrr en tæpum
fjórum klukkustundum síðar að hon-
um var bjargað úr köldum sjónum
um borð í norska björgunarþyrlu.
aij@mbl.is
Lensikerfið virkaði
ekki sem skyldi
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hallgrímur SI-77 Skipið fórst í af-
takaveðri undan ströndum Noregs.
„Það er enn verið að vinna að henni
en við erum á lokametrunum. Efn-
islega er hún tilbúin en við nefnd-
armennirnir erum í yfirlestri,“ segir
Gunnar Tryggvason, formaður
nefndar um framtíðarhorfur og
framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs.
Starfshópurinn var skipaður af
velferðarráðuneytinu. Hlutverk
hans er jafnframt að fylgjast með
framgangi aðgerða til þess að bæta
eiginfjárstöðu Íbúðalánasjóðs og
tryggja rekstur sjóðsins til lengri
tíma litið.
Gunnar vildi ekki tjá sig efnislega
um skýrsluna og sagði velferð-
arráðherra geta svarað því nánar
hvenær hún yrði birt. Töluverð bið
hefur verið eftir skýrslunni enda
varðar niðurstaða hennar fjölmarga.
Morgunblaðið/Ómar
Íbúðalánasjóður Efnislega er skýrsla um
framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs tilbúin.
Skýrsla um ÍLS
á lokametrunum
Mikil snjóflóðahætta er á ut-
anverðum Tröllaskaga að sögn
Veðurstofu Íslands. Töluverð hætta
er á norðanverðum Vestfjörðum og
Austfjörðum. Tvö snjóflóð voru sett
af stað á Tröllaskaga í upphafi vik-
unnar. Náttúruleg snjóflóð hafa
einnig fallið. Bætt hefur í snjó þessa
vikuna og mikill kuldi verið, í slík-
um kulda er viðbúið að veik lög geti
myndast í snjóþekjunni eins og hef-
ur sýnt sig á Tröllaskaganum.
Snjóflóðahætta
á Tröllaskaga
„Okkur þykir mjög skrítið að
skenkja okkar fyrirtækjum og fé-
lagsmönnum það hlutskipti að
keppa á jafnréttisgrundvelli við ríki
sem virðir ekki mannréttindi,“ segir
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, en sambandið
leggst gegn því að íslensk yfirvöld
skrifi undir fríverslunarsamning við
Kína.
Enn fremur leggur Gylfi til, að
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis-
ráðherra Íslands, sem nú er stödd í
Kína til að undirrita samninginn við
kínversk stjórnvöld, taki upp við-
ræður um stöðu mannréttindamála í
landinu og skyldur Kína gagnvart
alþjóðasamfélaginu. Hann segir
þessa afstöðu ASÍ hafa legið fyrir og
sambandið hafi gert stjórnvöldum
þetta ljóst í vetur. „Það er nær að
gera ekki samning fyrr en hann er
orðinn ásættanlegur,“ segir Gylfi.
ASÍ mótmælir
fríverslunarsamn-
ingi við Kína
Atvinnuleysi var 5,3% í mars sam-
kvæmt nýjum tölum Vinnumála-
stofnunar. Að meðaltali voru 8.487
atvinnulausir í mars og fækkaði at-
vinnulausum um 228 að meðaltali frá
febrúar eða um 0,2 prósentustig.
Að jafnaði er atvinnuleysi í há-
marki yfir vetrartímann, en tölurnar
sem birtar voru í gær bera með sér
að vetrarsveiflan hefur náð hámarki.
Búast má við að atvinnuleysi minnki
næstu mánuðina. ASÍ bendir á að at-
hygli veki að fækkun atvinnulausra
sé meiri á landsbyggðinni en á höf-
uðborgarsvæðinu og þar af mest á
Suðurnesjum eða 0,7%. Minnsta at-
vinnuleysið mældist á Norðurlandi
vestra, 1,8% en mest á Suðurnesjum,
8,8%.
Sé horft á atvinnugreinar kemur
fækkun atvinnulausra að mestu fram
í flutningastarfsemi, gistingu, veit-
ingum og mannvirkjagerð sem rekja
má til árstíðarsveiflu tengdrar ferða-
mannatímabilinu og íbúðabygging-
um. Engin hópuppsögn var tilkynnt í
síðasta mánuði.
Af þeim hópi fólks sem er atvinnu-
laus höfðu 47% eingöngu lokið
grunnskólaprófi, næstmest var at-
vinnuleysi meðal háskólamenntaðra,
eða 18%.
Alls voru 1.618 erlendir ríkisborg-
arar án atvinnu í lok mars eða um
19% allra atvinnulausra. Af þeim
voru 920 Pólverjar eða um 57%
þeirra útlendinga sem voru á skrá í
lok mánaðarins. thorunn@mbl.is
Atvinnulausum fækkaði úti á landi
5,3% atvinnuleysi á landinu í mars
Vetrarsveiflan hefur náð hámarki
Morgunblaðið/Golli
Atvinnuleysi 5,3% atvinnuleysi mældist í mars. Að meðaltali voru það 8.487
einstaklingar. Þeim fækkaði um 228 frá febrúar eða um 0,2 prósentustig.