Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Skúli Hansen
Hjörtur J. Guðmundsson
Heimir Snær Guðmundsson
Erfitt er að meta líkurnar á því hvort
Bjarni Benediktsson haldi áfram
sem formaður Sjálfstæðisflokksins
að sögn Grétars Þórs Eyþórsson,
stjórnmálafræðiprófessor við Há-
skólann á Akureyri. Grétar bendir á
að Bjarni sé hinsvegar búinn að opna
á þann möguleika að hætta, með yf-
irlýsingum sínum. Þá segir Grétar
að yfirlýsingar Bjarna bendi til þess
að verulegur þrýstingur sé á honum.
Þá bendir Grétar einnig á að ekki
þurfi svo mikla sveiflu sjálfstæðis-
manna sem snúi heim frá Framsókn-
arflokknum til að jafna metin. Þá
segir hann að Bjarni muni þurfa á
mjög skýrum meldingum úr flokkn-
um að halda til að geta haldið áfram
sem formaður.
Stuðningur frá flokksmönnum
„Já, hinsvegar verðum við kannski
líka að horfa á vangaveltur for-
mannsins í ljósi þess að samkvæmt
skoðanakönnunum frá því í janúar
þá stefnir í annan sögulegan ósigur
Sjálfstæðisflokksins í röð í kosning-
um. Því síðast var sögulegur ósigur
2009. Öðru eins 2013 held ég að eng-
an hafi órað fyrir, fyrir nokkrum
mánuðum. Það er von að menn í
Sjálfstæðisflokknum leiti logandi
ljósi til að snúa taflinu við,“ segir
Grétar aðspurður hvort þessar
vangaveltur Bjarna væru ekki tíð-
indi í sjálfu sér.
Bjarna barst stuðningur frá fjölda
flokksmanna í gær í kjölfar ummæla
sinna í fyrrnefndu viðtali í Ríkissjón-
varpinu í fyrrakvöld þess efnis að
hann útilokaði ekki að draga sig í hlé
sem formaður flokksins. „Það hefur
ekki hvarflað að mér að stíga til hlið-
ar þó að það hafi blásið á móti, en ég
verð að viðurkenna að núna, svona
nálægt kosningum, og í ljósi þeirrar
umræðu sem er að grafa um sig í
þjóðfélaginu, að hluti vandans sé að
einhverju leyti tengdur formannin-
um, að þá get ég bara ekki leyft mér
annað en að velta því fyrir mér. Ég
verð að gera það,“ sagði Bjarni í um-
ræddu viðtali. Enn liggur ekkert fyr-
ir um hvaða ákvörðun hann muni
taka í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir náðist ekki í Bjarna í gær.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun í
gærkvöldi höfðu rúmlega 1.200
manns mælt með fésbókarsíðunni
„Við styðjum Bjarna Benediktsson“.
Í stuttri lýsingu á síðunni segir að
Bjarni hafi sýnt ótrúlegan kjark í
viðtalinu á RÚV í fyrrakvöld, þá hafi
hann þar sýnt að hann sé einlægur
og heiðarlegur maður sem þori að
segja sannleikann. Þá lýstu ýmis fé-
lög innan Sjálfstæðisflokksins yfir
eindregnum stuðningi við Bjarna í
gær, þar á meðal Samband ungra
sjálfstæðismanna, Sjálfstæðisfélagið
í Vestmannaeyjum, Eyverjar – félag
ungra sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum og stjórn Samtaka
eldri sjálfstæðismanna.
Baráttan heldur áfram
„Já, kosningabarátta flokksins
hefur haldið áfram eins og hún var
áformuð þannig að það er allt á fullu
hér í Valhöll eins og hefur verið síð-
ustu daga. Við finnum fyrir því að
okkur er farið að ganga betur í sam-
tölum okkar við kjósendur og erum
með miklar væntingar um það að við
munum ná árangri,“ segir Jónmund-
ur Guðmarsson, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins, spurður um
stöðuna í Valhöll og hvort forystu-
menn flokksins hefðu verið í ein-
hverjum skipulögðum fundahöldum
um stöðuna í gær.
Spurður að því hvort Bjarni hafi
fundað með framámönnum í flokkn-
um í Valhöll í gær um stöðu málsins
segir Jónmundur að Bjarni hafi ver-
ið í miklu sambandi við oddvita
flokksins í öllum kjördæmum og auk
þess verið á ferð og flugi á fundum.
„Ekki síst í sínu eigin kjördæmi,
bara eins og dagskrá dagsins bauð
uppá.“
Morgunblaðið/Ómar
Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson mun flytja ræðu á kosningafundi í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ klukkan ellefu í dag.
Óvissa um framtíð Bjarna
Rúmlega 1200 manns hafa lýst yfir stuðningi við Bjarna á fésbókarsíðu
Stjórnmálafræðiprófessor segir Bjarna þurfa skýrar meldingar úr flokknum
Pétur H. Blöndal,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins,
segist styðja for-
mann flokksins
hvort sem hann
taki ákvörðun um
að segja af sér
eða ekki. Hann
vill þó ekki segja
til um hvort þjóni
hagsmunum
Sjálfstæðisflokksins betur, að Bjarni
Benediktsson stígi til hliðar sem for-
maður eða haldi áfram og leiði
flokkinn í komandi alþingiskosn-
ingum.
Viðtalið mun styrkja flokkinn
„Ég held að óvissan hafi nú ekki
aukist eða minnkað. Þetta var mjög
gott, heiðarlegt og einlægt viðtal við
hann í gær. Mér fannst hann vaxa af
því, ég held að þetta viðtal muni
styrkja flokkinn og hann sjálfan. Nú
þarf hann að taka ákvörðun og það
er vissulega fólgin ákveðin óvissa í
því,“ segir Pétur, spurður hvort
hann sé þeirrar skoðunar að þessi
óvissa um framtíð Bjarna sem for-
manns skaði flokkinn í kosningabar-
áttunni.
Þá segir Pétur að könnun Við-
skiptablaðsins sem sýndi að flokk-
urinn fengi meira fylgi með Hönnu
Birnu sem formann sé ekki ný tíð-
indi. „Það er eitthvað sem við höfum
skynjað í kosningabaráttunni mjög
víða. Við skynjuðum að sumir voru
ekki sáttir með Bjarna sem for-
mann, þess vegna finnst mér hann
hafa tekið af skarið,“ segir Pétur.
Segist styðja Bjarna
óháð þeirri ákvörð-
un sem hann tekur
Pétur H.
Blöndal
Guðlaugur Þór
Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins, segist
að sjálfsögðu
styðja Bjarna
Benediktsson,
formann Sjálf-
stæðisflokksins,
og þá ákvörðun
sem hann tekur.
Einlægt viðtal
„Þetta var gott og einlægt viðtal
og ég hef ekki orðið var við annað en
að menn muni styðja hann í þeirri
ákvörðun sem hann tekur,“ segir
Guðlaugur Þór í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins og bætir við
að flokksmenn vinni allir saman í
þessari kosningabaráttu og að hann
viti ekki til þess að sú samstaða hafi
brugðist gagnvart forystu flokksins.
Flokksmenn vinni
allir saman í kosn-
ingabaráttunni
Guðlaugur Þór
Þórðarson
„Ég mun styðja þá niðurstöðu sem formaður Sjálf-
stæðisflokksins kemst að. Hann hefur óskað eftir tíma
til að skoða stöðu sína og við eigum að virða það,“
sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, í samtali í gær. Þá benti Hanna Birna
jafnframt á að hún hefði ítrekað lýst því yfir að hún liti
svo á að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði valið
sér þann formann sem ætti að leiða flokkinn í gegnum
komandi kosningar. „Það er ástæðan fyrir því að ég fór
ekki aftur í framboð á síðasta landsfundi. Sú skoðun
mín hefur ekki breyst, enda ekki nema nokkrar vikur
síðan Bjarni fékk umboð til að leiða flokkinn áfram.“
Mun styðja niðurstöðu Bjarna
SEGIR LANDSFUND HAFA VALIÐ SÉR FORMANN
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Ellefu framboð munu bjóða fram
lista í öllum kjördæmum í komandi
alþingiskosningum þann 27. apríl
næstkomandi en frestur til að skila
inn formlegri tilkynningu um fram-
boð rann út á hádegi í gær.
Í framboði á landsvísu verða því
listar frá: Sjálfstæðisflokknum, Sam-
fylkingunni, Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði, Framsóknarflokkn-
um, Bjartri framtíð, Dögun, Hægri
grænum, Regnboganum, Lýðræðis-
vaktinni og Pírötum. Í Norðvestur-
kjördæmi verða framboðslistarnir
hinsvegar tólf en þar bætist við fram-
boðslisti Landsbyggðarflokksins. Þá
munu Húmanistaflokkurinn og Al-
þýðufylkingin bjóða fram lista í báð-
um Reykjavíkurkjördæmunum.
Jafnframt mun flokkurinn Sturla
Jónsson bjóða fram lista í Reykjavík-
urkjördæmi suður.
Yfirkjörstjórnir eiga eftir að fara
yfir framboðslistana en landskjör-
stjórn mun auglýsa framboðslista
eigi síðar en 17. apríl, eða tíu dögum
fyrir kjördag. skulih@mbl.is
Ellefu flokkar með
framboð á landsvísu
Framboðsfresturinn rann út í gær
Kosningar 11 framboð á landsvísu.
BERIÐ SAMAN
VERÐ OG GÆÐI
Grill sem endastSmiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið laugardaga til kl.16
www.grillbudin.is
59.900
49.900
109.900
YFIR 40 GERÐIR GASGRILLA
YFIR 20 GERÐIR KOLAGRILLA
10,5
kw/h
13,2
kw/h
Bjarni Benediktsson útilokar ekki að stíga til hliðar sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Jónmundur
Guðmarsson
Grétar Þór
Eyþórsson