Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 6

Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 www.jonar.is Geimstöðvargámurinn hans Það var öllu tjaldað til þegar Jónar fluttu tól og tæki fyrir kvikmyndina Oblivion, sem kvikmynduð var á Íslandi í fyrra. Einni bíómynd fylgir mikil vinna og margir sem koma að slíku verki. Sérstakar ráðstafanir þurfti svo vegna geimstöðvarinnar enda passaði hún ekki í neinn gám sem fyrir var. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • J L .I S • S ÍA Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Í byrjun júní á þessu ári taka gildi skipulagsbreytingar á starfsemi legudeildar lyf- og húðsjúkdóma- lækningadeildar Landspítala. „Deildinni, sem áður hét húð- og lyflækningadeild, hefur verið breytt í bráðadeild sem sinnir nú einnig öðrum sjúklingahópum,“ segir Vil- helmína Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyflækningasviðs. Að sögn hennar er langflestum sjúkling- um með húðsjúkdóma sinnt á göngu- deildinni. „Það heyrir til undantekn- inga ef sjúklingar þurfa að leggjast inn,“ segir Vilhelmína, en hún segir að yfirleitt liggi þrír til fimm sjúk- lingar inni á deildinni og stundum færri. „Þegar deildin er fyrst og fremst orðin bráðalækningadeild þá passar ekki að hafa húðsjúklinga á deildinni,“ segir Vilhelmína. Gísli Ingvarsson, húðsjúkdóma- læknir, gagnrýnir þessa breytingu. „Við höfum séð, að ef þessir sjúkling- ar eru settir inn á aðrar deildir kunna hjúkrunarfræðingar því mið- ur ekki til verka,“ segir hann, en á deildinni starfa nú hjúkrunarfræð- ingar sem þekkja meðhöndlun sjúk- dómanna vel og það geri samskipti og meðferð þægilegri. Óttast að þeir feli sig „Ég óttast líka að sjúklingarnir feli sig,“ segir Gísli. „Þessir sjúkling- ar vilja heldur ekki fara inn á hvaða deild sem er.“ Vandamál sjúklinganna eru oft þess eðlis að þau veki ugg hjá öðrum sjúklingum sem þekki ekki sjúkdóm- ana og óttist jafnvel smit. „Þannig getur þetta valdið félagslegum óþægindum fyrir húðsjúklingana,“ segir Gísli, en einkenni þeirra eru eðli samkvæmt sýnilegri en einkenni annarra sjúkdóma. Legudeild húðsjúkdóma breytt  Húðlæknir gagnrýninn Morgunblaðið/ÞÖK Breytingar Flestum sjúklingum með húðsjúkdóma er sinnt á göngudeild. Gísli Ingvarsson, húðlæknir, segir að með þessum breyt- ingum verði engin legudeild á Íslandi sem sérhæfir sig í meðhöndlun og umönnun húð- sjúklinga. Hann segist óttast að spít- alinn missi ákveðið aðdrátt- arafl vegna þessara skipu- lagsbreytinga. Einstaklingar sem hafi farið til útlanda í sérnám snúi þá ef til vill síður heim til Íslands að námi loknu. „Það að ekki sé húðdeild á Íslandi hljómar steinald- arlega,“ segir Gísli. Missi að- dráttarafl MINNI SÉRHÆFING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.