Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Hampiðjan þjónustar sjávar-útveginn, ekki aðeins hér á
landi heldur einnig erlendis. Þess
vegna er fróðlegt að heyra álit for-
stjóra fyrirtækisins, Jóns Guð-
manns Péturssonar, á sjávarútveg-
inum hér og
umræðunni um
hann.
Í samtali við við-skiptablað
Morgunblaðsins
sagðist hann hvergi
heyra talað um
sjávarútveginn eins og hér á landi.
Kvótakerfi hefði rutt sér til rúms í
mörgum löndum og skapað mikið
hagræði í greininni og gert fyr-
irtækjum kleift að snúa tapi í
hagnað.
Þrátt fyrir þetta væri ekkikvartað undan hagnaði sjáv-
arútvegsins erlendis og þar væri
ekki uppi krafa um að gera hagn-
aðinn upptækan í ríkissjóð.
Um ástandið hér sagði Jón Guð-mann: „Áður en kvótakerfið
kom til sögunnar hér á landi
gengu útgerðirnar illa og oft
þrautin þyngri að fá reikningana
greidda hjá þeim. Þær áttu margar
í stökustu vandræðum. Það er ekki
lengra síðan en 1988 að stofnaður
var opinber sjóður með skattfé
sem átti að bjarga þeim útgerðum
sem hægt var að bjarga, að sögn
þáverandi forsætisráðherra. Nú er
vandinn sem sumir stjórn-
málamenn sjá helstan í landinu að
útgerðir hagnast. Ríkisstjórnin
hefur með atlögum sínum að sjáv-
arútveginum svipt hann framtíð-
arsýninni. Þegar svo ber undir
hætta fyrirtækin að skapa sér
tækifæri til framtíðar, að þróa,
fjárfesta og sækja fram.“
Hér er forstjóri Hampiðjunnarað lýsa því hvernig stjórn-
völd hafa leikið sjávarútveginn.
Hvernig gat þetta gerst?
Jón Guðmann
Pétursson
Hvergi nema hér
STAKSTEINAR
Óháð ráðgjöf
til fyrirtækja
Firma Consulting gerir fyrirtækjum
tilboð í eftirfarandi þjónustu:
• Kaup, sala og sameining.
• Verðmat fyrirtækja.
• Samningaviðræður, samningagerð
• Áætlanagerð.
• Fjárhagsleg endurskipulagning.
• Samningar við banka.
• Rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík.
Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766
info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is
Veður víða um heim 12.4., kl. 18.00
Reykjavík -2 léttskýjað
Bolungarvík -3 skýjað
Akureyri -3 snjóél
Kirkjubæjarkl. -1 skýjað
Vestmannaeyjar 0 léttskýjað
Nuuk 0 heiðskírt
Þórshöfn 5 skúrir
Ósló 3 skýjað
Kaupmannahöfn 7 þoka
Stokkhólmur 2 þoka
Helsinki 5 skýjað
Lúxemborg 8 skýjað
Brussel 12 léttskýjað
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 6 skúrir
London 11 léttskýjað
París 15 léttskýjað
Amsterdam 8 skýjað
Hamborg 12 léttskýjað
Berlín 12 léttskýjað
Vín 14 alskýjað
Moskva 6 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 18 heiðskírt
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg 0 alskýjað
Montreal 0 slydda
New York 5 skúrir
Chicago 4 alskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:02 20:56
ÍSAFJÖRÐUR 5:58 21:09
SIGLUFJÖRÐUR 5:41 20:52
DJÚPIVOGUR 5:29 20:27
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Matvælastofnun kom 17 sinnum til
okkar í heimsókn í fyrra. Stofnunin
gerir okkur að líma merkimiða á
vörur til að framfylgja reglugerð frá
Evrópusambandinu. Stofnunin hef-
ur tjáð okkur að tilefnið sé ítrekaðar
kvartanir frá heildsölum og sam-
keppnisaðilum um að við séum ekki
að fylgja reglum. Það má því segja
að það sé verið að siga hinu op-
inbera á okkur,“ segir Jón Gerald
Sullenberger, eigandi lágvöruverðs-
verslunarinnar Kosts, um ítrekar
heimsóknir stofnanarinnar til versl-
unarinnar.
Betri merkingar vestanhafs
Að sögn Jóns Geralds er ástæðan
sú að Kostur þarf að merkja vörur í
samræmi við staðla sem ESB geri
kröfu um í gegnum EES-samning-
inn. Kostur flytur inn mikið af
vörum frá Bandaríkjunum og segir
Jón Gerald að þar séu vörumerk-
ingar að jafnaði betri og eftirlit með
matvælaframleiðslu strangara en í
ríkjum Evrópusambandsins. Mat-
vælastofnun vísi því án tilefnis til
evrópskrar löggjafar, enda sé ekki
hægt að bera því við að merkingarn-
ar séu ófullnægj-
andi.
Eftirlitið sé því
fram úr hófi og
torveldi honum
að flytja inn
bandarískar
vörur. Hann hafi
undir höndum
gögn frá heil-
brigðiseftirlitinu
sem sýni að eftir-
litið sé runnið undan rifjum sam-
keppnisaðila.
Eftirlitið versluninni dýrkeypt
Þetta sé neytendum dýrkeypt
sem og kostnaður við að greiða
tveim starfsmönnum laun fyrir að
merkja vörur að kröfu ESB. Hér sé
á ferð óþarfa kostnaður sem komi
niður á neytendum. Þá sé matarverð
mun lægra í Bandaríkjunum en víða
í Evrópu, munur sem íslenskir neyt-
endur njóti ekki af þessum sökum.
Starfsmenn Matvælastofnunar
hafi þegar komið sex sinnum í ár.
„Við þurfum meira að segja að
merkja kaffibaunir. Tilgangurinn
með þessu er að vinna skipulega að
því að koma í veg fyrir að Kostur
reyni að flytja inn ódýrar neysluvör-
ur frá ríkjum utan ESB.“
Morgunblaðið/Ómar
Á Dalvegi Verslunin Kostur er í Kópavogi. Hún var opnuð árið 2009.
Telur Kost vera
lagðan í einelti
Kaupmaður kvartar undan eftirliti
Jón Gerald
Sullenberger
„Kortaþjónustan áskilur sér rétt til
að fara fram á skaðabætur vegna
þessa máls, enda er ólíðandi að sitja
undir endurteknum lögbrotum af
hálfu keppinauta okkar á mark-
aði.“ Þetta stendur í tilkynningu
sem Kortaþjónustan sendi frá sér í
gær eftir að Samkeppniseftirlitið
lagði 500 milljóna króna sekt á Val-
itor fyrir alvarleg brot á samkeppn-
islögum.
Í ákvörðun Samkeppniseftirlits-
ins, sem birtist í gær, er komist að
þeirri niðurstöðu að Valitor hafi
misnotað markaðsráðandi stöðu
sína með aðgerðum sem beindust
gegn keppinautum félagsins á
markaði fyrir færsluhirðingu.
Einnig braut Valitor gegn skil-
yrðum sem fyrirtækið hafði skuld-
bundið sig til þess að virða.
Valitor mun vísa ákvörðuninni til
áfrýjunarnefndar samkeppnismála,
að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá fyrirtækinu. Enn-
fremur er þar bent á að Valitor hafi
í tvígang þurft að leita á náðir dóm-
stóla í tengslum við þetta mál og í
bæði skiptin hafi Hæstiréttur úr-
skurðað Valitor í vil.
Íhugar lögsókn og fer
fram á skaðabætur