Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 13.04.2013, Síða 12
SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Ekki er að finna marktækan mun á framgangi sjálfsáins birkiskógar í landi sem beitt er hóflega af sauðfé og á friðuðu landi, samkvæmt niður- stöðum BS-verkefnis Friðþórs Sóf- usar Sigurmundssonar, doktorsnema í landfræði við Háskóla Íslands. Hann og Höskuldur Þorbjarnarson, meistaranemi í landfræði við HÍ, unnu hvor sína BS-rannsóknina á út- breiðslu og þekju birkiskóga í ná- grenni Heklubæja. Þeir skoðuðu hvor sitt svæðið og rannsókn Friðþórs var gerð fyrir tímabilið 1987 til 2008 en Höskuldar fyrir tímabilið 1987 til 2012. Samkvæmt niðurstöðum beggja virðist sauðfjárbeit á svæðinu ekki hafa neikvæð áhrif á útbreiðslu birki- skóga svo framarlega sem aðrir þætt- ir í umhverfinu eru í lagi og á veð- urfar þar stóran þátt. Raunar gefa niðurstöðurnar til kynna að birki- skógur á svæðinu hafi aukist á þess- um árum um tæpa 250 hektara. Mest aukningin í hekturum var í skógi með yfir 75% þekju eða um tæpa 113 hektara. Næst mest var aukningin á svæðum þar sem þekja er 10-25%. Þar jókst skógur um 84 hektara á þessum árum. Heildaraukning nemur 27% Bornar voru saman loftmyndir af landi bæjanna Næfurholts, Hóla og Haukadals sem allir teljast til svo- nefndra Heklubæja. Einnig kort af Galtalæk og Merkihvoli í Landsveit en Ytri-Rangá skilur þá að frá Heklu- bæjum. Í Næfurholti og á Hólum er sauðfjárbeit en hin svæðin eru friðuð fyrir beit. Mikið er um hraunlendi á Heklubæjum og samkvæmt skil- greiningu dr. Ólafs Arnalds frá árinu 1997 var svæðið þá almennt lítt gróið og rof áberandi.. Ekki er langt síðan landið í Merki- hvoli var að stórum hluta auðn, hraun og vikurflákar. Svæðið ásamt nær- liggjandi jörðum fór illa árið 1882 þegar gróðurinn flettist af í ofsaroki sem á sér fáar hliðstæður. Þar er nú mikil útbreiðsla á birki. Árið 1987 nam skóglendi á svæðinu sem rannsóknirnar tóku til 905 hekt- urum en þegar rannsóknirnar voru gerðar var skóglendi orðið rúmlega 1.150 hektarar sem er aukning um 27%. Þeir segja að skógar sem hafi verið með 50-75% þekju árið 1987 hafi þétt sig mikið á þessu árabili og þó svo að merkja megi að sauðféð hafi haft áhrif á stærstu trén að neðanverðu og toppar verið bitnir af smærri plöntum hafi það ekki neikvæð áhrif á út- breiðsluna sem sé mjög mikil. Friðþór og Höskuldur segja að hækkandi meðalhiti sumarmánaða og öflugt uppgræðslustarf bænda hafi haft mikil jákvæð áhrif á útbreiðsl- una, en fræframleiðsla birkis fer sam- an við sumarhita sem hefur aukist úr 9°C í 10,5°C frá 1987 til 2012. Þau ár sem meðalhiti er lágur fari fram meiri útbreiðsla, hlutfallslega, með rótarskotum sem sé hægari og að svo virðist sem beit hafi neikvæðari áhrif þegar svo er. En fleira kemur til eins og beit- arstjórnun og friðun svæðis vor og haust. Þeir félagar segja að í Hekluhrauninu frá 1845 sé áber- andi mikil útbreiðsla á birki sem og í svokölluðu Norð- urhrauni. Þá telja þeir að í Suðurhrauni, sem er á bænum Selsundi, sé sama þróun að eiga sér stað og líkur standa til að þar verði á næstunni unnið samskonar BS-verkefni þannig að allt svæðið í heild verði þá rann- sakað. Skógarbeit styrkir skógbotninn Mikil umræða hefur verið í þjóð- félaginu undanfarið um áhrif sauð- fjárbeitar á svæði sem ekki eru fullgróin og á skógarsvæðum. Nýlegust er umræðan um þá ákvörðun að hefja aftur upprekstur á Almenninga innan við Þórsmörk, en þar eru birkiskógar í vexti. Dr. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að niðurstöður rann- sókna Friðþórs og Höskuldar komi sér ekki á óvart. Hún segir um- ræðuna einkennast of mikið af „ofbeit eða friðun“ og að ekki sé hægt að hafa umræðuna svo svarta eða hvíta. „Erlendis er beit í dag víðast hvar notuð markvisst í náttúruvernd- arskyni. Þetta er gjörbreyting frá því ég var í námi á sjöunda og áttunda áratugnum. Það er mikið búið að rannsaka síðan og mat á því hvaða áhrif beitin hefur í vistkerfinu hefur gerbreyst,“ segir Anna Guðrún. Hún segir æskilegt að beita skóga og sér í lagi ef þeir eigi að vera til úti- vistar. Þar tryggi búféð að aðgengi sé auðvelt og styrki skógarbotninn með fjölbreyttari flóru. Skógar vaxa með sauðfjárbeit  Rannsókn sýnir 27% aukningu birkiskóga með sauðfjárbeit  Ekki marktækur munur þar sem friðað var  Hröð útbreiðsla í Hekluhrauni frá 1845  Hærri sumarhiti og beitarstjórn skipta mestu Útbreiðsla birkiskóga í nágrenni Heklubæja frá 1987 til 2008/2012 Þekja skóglendis 1987 Þekja skóglendis 2008/2012 Heimild: Friðþór Sófus Sigurmundsson og Höskuldur Þorbjarnarson Ljósmynd/Friðþór Sófus Sigurmundsson Birki Á myndinni má sjá uppgræðslusvæði á Heklubæjum. Skóglendi á svæðinu hefur vaxið um 250 hektara á 25 árum þrátt fyrir sauðfjárbeit. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 „Það eru heilmiklir skógar í Næfurholti og mikill fræforði en ekki eins mikill skógur á Al- menningum og minna af fræi að berast yfir. Svo er þetta lægra yfir sjó og miklu stærra svæði sem þær [ærnar] hafa úr að velja í Næfurholti,“ segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suð- urlandi, spurður út í mun á áhrifum beitar á vöxt birkiskóga á Almenningum og í Næfurholti. Hreinn er mótfallinn beit á Almenningum og segir nauðsynlegt að skógurinn fái að vaxa þar betur áður en landið verður beitt. Hann segir rannsóknir sýna að dilkar geti verið 35% þyngri úr þéttum skógi en af berangri. Fræforðinn skiptir mestu SKÓGAR OG SAUÐFJÁRBEIT Hreinn Óskarsson Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Síðustu forvöð til að koma með verk á uppboðið er mánudaginn 15. apríl Vefuppboð Silfuruppboð lýkur 29. apríl Myndlistaruppboð lýkur 30. apríl Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 VIÐ VILJUM VITA MÖGULEG INNGANGA ÍSLANDS Í EVRÓPUSAMBANDIÐ SNÝST UM HAGSMUNI ALMENNINGS – UM LÍFSKJÖR – UM FRAMTÍÐ. KLÁRUM VIÐRÆÐURNAR OG SJÁUM SAMNINGINN. JAISLAND.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.