Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 14

Morgunblaðið - 13.04.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Ég upplifi að sannleiksreglan sé kannski aðeins sett til hliðar til að ná fram ákæru. Kannski finnst mönn- um það bara allt í lagi, en ég er ekki sáttur við það. Þegar farið er með þessum hætti í mál munu menn víkja af þessari sannleiksreglu því menn missa hlutlægnina,“ segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður í tengslum við ákvörðun Gests Jóns- sonar og Ragnars Hall að segja sig frá Al Thani-málinu svokallaða. „Maður skynjar þetta ekki með sama hætti hjá öðrum rannsóknar- aðilum. Ég lýsti þeim áhyggjum mínum fyrir fjórum árum þegar ég vildi ekki láta stofna sérstakt emb- ætti til að rannsaka þessi brot þar sem lagt væri upp að gefa út margar ákærur. Ég hef áhyggjur af því,“ segir Brynjar. Hlutlægni teflt í tvísýnu „Ég hef sjálfur verið verjandi í rannsóknum hjá sérstökum sak- sóknara og ég upplifi sama viðhorf og Gestur og Ragnar virðast lýsa.“ Brynjar óttast að við þessar aðstæð- ur geti menn ekki gætt þeirrar hlut- lægni sem þeim beri skylda til. Brynjar telur jafnframt að dóm- arinn í málinu hafi gert rétt þegar hann neitaði Gesti og Ragnari um að segja sig frá málinu svona stuttu fyr- ir aðalmeðferð. „Málshraðareglan spilaði kannski ekki stóra rullu í þeirri ákvörðun heldur miklu frekar það að það var búið að ákveða þessa dagsetningu og að ætla að segja sig frá máli sé í raun ótækt á þessum tímapunkti. Ég hef fullan skilning á því og afstöðu dóm- arans til þess.“ Skýringar verjenda eðlilegar „Þessi afsögn er hins vegar stað- reynd og ég held að allir séu sam- mála um að þetta sé slæm staða, eitt- hvað sem menn geri ekki að gamni sínu eða sem hluta í einhverri leik- fléttu eða töfum,“ segir Brynjar. Brynjar telur verjendurna hafa fært fram ágæt rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá mál- inu. „Svo má alltaf deila um hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá þeim. Persónulega hef ég mikinn skilning á þessu vegna þess að það er svo margt athugavert við vinnu- brögð ákæruvaldsins í málinu. Í stað þess að ákæruvaldið gæti jafnræðis og afhendi þau gögn sem óskað er eftir þá beitir það einhverjum bola- brögðum,“ segir Brynjar. Hann bendir á að mikill munur sé á hlutverki ákæruvalds og verjenda við sakamál. Ábyrgðin einnig ákæruvaldsins „Ég legg ekki minni ábyrgð á ákæruvaldið á því í hvaða stöðu mál- ið er. Mér finnst það undarlegt, þeg- ar ákæruvaldið leggur fram viðamik- il ný gögn að ekki sé hægt að breyta því hvenær aðalmeðferðin fer fram. Málið er þegar búið að taka einhver þrjú ár í meðferð hjá ákæruvaldinu,“ segir Brynjar. „Ég held að grunnástæðan fyrir því að dómarinn hafnar þessari kröfu verjendanna í upphafi sé að hann sér fram á að málinu muni seinka um hálft ár eða svo. Hann á að gæta þess að málið gangi sem hrað- ast fyrir sig. Þá getur ákæruvaldið ekki ákveðið hvaða gögn þeir telja rétt að leggja fyrir, án þess að verj- endur fái nokkuð um það að segja,“ segir Brynjar. „Ég held því að sökin á því hvernig þessu máli er komið liggi ekki síður hjá ákæruvaldinu og ég get vel skilið verjendurna.“ Sannleiksreglan verður undir hjá sérstökum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Dómsmál Brynjar Níelsson lýsir skilningi á ákvörðun verjendanna  Hæstaréttarlögmaður sýnir ákvörðun verjenda skilning Íslykill, veflykill sem Þjóðskrá Ís- lands hefur þróað til að tryggja ein- falda og örugga leið til auðkenn- ingar inn á vefi, var kynntur í gær. Lykilinn má nota til innskráningar á einstaklingsmiðaðar síður hjá stofnunum, sveitarfélögum, fé- lagasamtökum og fyrirtækjum sem nýta sér innskráningarþjónustu Ís- land.is. Einstaklingar og fyrirtæki geta þegar pantað Íslykil í gegnum island.is. Lykill samanstendur af kennitölu og leyniorði. Í tilkynningu frá innanríkisráðu- neytinu segir að líta megi á Íslyk- ilinn sem einskonar nafnskírteini á netinu. Þá segir að innskráning- arþjónustu Ísland.is hafi verið hleypt af stað fyrir fimm árum og lagt grunninn að öflugari rafrænni stjórnsýslu. Undanfarin ár hafa um 70 vefir boðið upp á innskráningu með veflykli ríkisskattstjóra og raf- rænum skilríkjum. Nefnd um eflingu sveitarstjórn- arstigsins og nefnd um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði kall- aði eftir því að innanríkisráðherra beitti sér fyrir breytingum á sveit- arstjórnarlögum þannig að íbúa- kosningar gætu verið rafrænar ef sveitarstjórn óskaði þess. Jafn- framt var óskað eftir því að inn- skráningarþjónustan Ísland.is yrði þannig búin að hún gæti sinnt því hlutverki að auðkenna kjósendur í íbúakosningum sveitarfélaga. Ráð- herra hefur brugðist við hvoru tveggja. Í tilkynningunni segir að með Ís- lyklinum sé nú sköpuð umgjörð sem bjóði upp á mikla möguleika í raf- rænni stjórnsýslu og rafrænu lýð- ræði í framtíðinni. Auðkenning Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnir Íslykilinn. Ýtir undir þróun á rafrænu lýðræði Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogur | Sími 519 7100 | mannverk.is B lá fj öl l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.