Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Ég upplifi að sannleiksreglan sé kannski aðeins sett til hliðar til að ná fram ákæru. Kannski finnst mönn- um það bara allt í lagi, en ég er ekki sáttur við það. Þegar farið er með þessum hætti í mál munu menn víkja af þessari sannleiksreglu því menn missa hlutlægnina,“ segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður í tengslum við ákvörðun Gests Jóns- sonar og Ragnars Hall að segja sig frá Al Thani-málinu svokallaða. „Maður skynjar þetta ekki með sama hætti hjá öðrum rannsóknar- aðilum. Ég lýsti þeim áhyggjum mínum fyrir fjórum árum þegar ég vildi ekki láta stofna sérstakt emb- ætti til að rannsaka þessi brot þar sem lagt væri upp að gefa út margar ákærur. Ég hef áhyggjur af því,“ segir Brynjar. Hlutlægni teflt í tvísýnu „Ég hef sjálfur verið verjandi í rannsóknum hjá sérstökum sak- sóknara og ég upplifi sama viðhorf og Gestur og Ragnar virðast lýsa.“ Brynjar óttast að við þessar aðstæð- ur geti menn ekki gætt þeirrar hlut- lægni sem þeim beri skylda til. Brynjar telur jafnframt að dóm- arinn í málinu hafi gert rétt þegar hann neitaði Gesti og Ragnari um að segja sig frá málinu svona stuttu fyr- ir aðalmeðferð. „Málshraðareglan spilaði kannski ekki stóra rullu í þeirri ákvörðun heldur miklu frekar það að það var búið að ákveða þessa dagsetningu og að ætla að segja sig frá máli sé í raun ótækt á þessum tímapunkti. Ég hef fullan skilning á því og afstöðu dóm- arans til þess.“ Skýringar verjenda eðlilegar „Þessi afsögn er hins vegar stað- reynd og ég held að allir séu sam- mála um að þetta sé slæm staða, eitt- hvað sem menn geri ekki að gamni sínu eða sem hluta í einhverri leik- fléttu eða töfum,“ segir Brynjar. Brynjar telur verjendurna hafa fært fram ágæt rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá mál- inu. „Svo má alltaf deila um hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá þeim. Persónulega hef ég mikinn skilning á þessu vegna þess að það er svo margt athugavert við vinnu- brögð ákæruvaldsins í málinu. Í stað þess að ákæruvaldið gæti jafnræðis og afhendi þau gögn sem óskað er eftir þá beitir það einhverjum bola- brögðum,“ segir Brynjar. Hann bendir á að mikill munur sé á hlutverki ákæruvalds og verjenda við sakamál. Ábyrgðin einnig ákæruvaldsins „Ég legg ekki minni ábyrgð á ákæruvaldið á því í hvaða stöðu mál- ið er. Mér finnst það undarlegt, þeg- ar ákæruvaldið leggur fram viðamik- il ný gögn að ekki sé hægt að breyta því hvenær aðalmeðferðin fer fram. Málið er þegar búið að taka einhver þrjú ár í meðferð hjá ákæruvaldinu,“ segir Brynjar. „Ég held að grunnástæðan fyrir því að dómarinn hafnar þessari kröfu verjendanna í upphafi sé að hann sér fram á að málinu muni seinka um hálft ár eða svo. Hann á að gæta þess að málið gangi sem hrað- ast fyrir sig. Þá getur ákæruvaldið ekki ákveðið hvaða gögn þeir telja rétt að leggja fyrir, án þess að verj- endur fái nokkuð um það að segja,“ segir Brynjar. „Ég held því að sökin á því hvernig þessu máli er komið liggi ekki síður hjá ákæruvaldinu og ég get vel skilið verjendurna.“ Sannleiksreglan verður undir hjá sérstökum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Dómsmál Brynjar Níelsson lýsir skilningi á ákvörðun verjendanna  Hæstaréttarlögmaður sýnir ákvörðun verjenda skilning Íslykill, veflykill sem Þjóðskrá Ís- lands hefur þróað til að tryggja ein- falda og örugga leið til auðkenn- ingar inn á vefi, var kynntur í gær. Lykilinn má nota til innskráningar á einstaklingsmiðaðar síður hjá stofnunum, sveitarfélögum, fé- lagasamtökum og fyrirtækjum sem nýta sér innskráningarþjónustu Ís- land.is. Einstaklingar og fyrirtæki geta þegar pantað Íslykil í gegnum island.is. Lykill samanstendur af kennitölu og leyniorði. Í tilkynningu frá innanríkisráðu- neytinu segir að líta megi á Íslyk- ilinn sem einskonar nafnskírteini á netinu. Þá segir að innskráning- arþjónustu Ísland.is hafi verið hleypt af stað fyrir fimm árum og lagt grunninn að öflugari rafrænni stjórnsýslu. Undanfarin ár hafa um 70 vefir boðið upp á innskráningu með veflykli ríkisskattstjóra og raf- rænum skilríkjum. Nefnd um eflingu sveitarstjórn- arstigsins og nefnd um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði kall- aði eftir því að innanríkisráðherra beitti sér fyrir breytingum á sveit- arstjórnarlögum þannig að íbúa- kosningar gætu verið rafrænar ef sveitarstjórn óskaði þess. Jafn- framt var óskað eftir því að inn- skráningarþjónustan Ísland.is yrði þannig búin að hún gæti sinnt því hlutverki að auðkenna kjósendur í íbúakosningum sveitarfélaga. Ráð- herra hefur brugðist við hvoru tveggja. Í tilkynningunni segir að með Ís- lyklinum sé nú sköpuð umgjörð sem bjóði upp á mikla möguleika í raf- rænni stjórnsýslu og rafrænu lýð- ræði í framtíðinni. Auðkenning Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnir Íslykilinn. Ýtir undir þróun á rafrænu lýðræði Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogur | Sími 519 7100 | mannverk.is B lá fj öl l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.