Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 15

Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Langar þig að búa hér? TIL SÖLU – LJÓSAKUR 2-8, GARÐABÆ Mannverk reisir 24 íbúðir á Ljósakri 2-8 í Garðabæ. Í hverju húsi eru sex 2-4 herbergja íbúðir, þrjár á hverri hæð og geymslur í kjallara. Galdurinn á bak við þessi hús er einfaldleikinn. Sérinngangur er að hverri íbúð sem tekur á móti þér björt og hlýleg, með hátt til lofts og stórum gluggum. Veglegar svalir bjóða þér út að horfa suður yfir Garðabæ. Fáðu nánari upplýsingar um draumaíbúðina á mannverk.is eða hjá söluaðilum. Arkitektahönnun: Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar. K ei lir B es sa st að ir Fyrr í vikunni var tilkynnt innköllun á sjöhundruð Toyota bifreiðum vegna hugsanlegs galla í loftpúða. Nokkuð hefur verið um innkallanir á bifreiðum frá Toyota umboðinu síð- astliðin ár vegna hvers kyns galla og bilana. Á árunum 2008 til 2012 voru 14.693 bifreiðar innkallaðar. Engin bifreið var kölluð inn árið 2008, 896 bifreiðar árið 2009, 4.916 árið 2010, rúmlega þrjúhundruð árið 2011 og 8.536 bílar á síðasta ári. Páll Þor- steinsson, upplýsingafulltrúi Toyota umboðsins á Íslandi, telur mögulegt að sumir viðskiptavinir hafi komið oftar en einu sinni með sama bílinn vegna þessara innkallana. Páll segir bílaframleiðendur gera meiri kröfur nú og gæðastaðlar séu hærri en áður. „Öryggisbúnanaður í bílum er einnig betri en hann var áð- ur,“ segir Páll. larahalla@mbl.is Fjórtán þúsund bílar innkallaðir Gera meiri kröfur » Toyota umboðið innkallaði 14.693 bifreiðar á árunum 2008 til 2012. Framleiðendur gera meiri kröfur en áður. » Sumir viðskiptavinir hafa komið oftar en einu sinni með sömu bifreiðina. Vilhjálmur Óli Valsson, starfsmaður Landhelgisgæsl- unnar, var borinn til grafar í gær. Útförin var gerð frá Digraneskirkju. Félagar hans úr Landhelgisgæslunni stóðu heiðursvörð. Vilhjálmur Óli vakti mikla athygli í tengslum við áheitasöfnunina Mottumars en hann stóð uppi sem sigurvegari einstaklingskeppninnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagarnir stóðu heiðursvörð Viðskiptavinur Vodafone uppgötv- aði fyrir skömmu að reikningur sem fyrirtækið hafði sent honum hafði verið of hár um 2-3 mánaða skeið. Upphæðinni skeikaði um 20- 30 þúsund krónur. Vodafone við- urkenndi í kjölfarið mistök og fékk viðskiptavinurinn endurgreitt í samræmi við þau. Jafnframt fékk viðskiptavinurinn þau svör frá Vodafone að hann væri ekki sá eini sem hefði lent í mistökum af þessu tagi. Erfitt að útiloka mistök þegar umfangið er mikið Hrannar Pétursson, fram- kvæmdastjóri hjá Vodafone, segist ekki kannast við að nein kerfis- bundinn skekkja sé í kerfinu af neinu tagi. Tilvikið sem um ræðir sé tilfallandi og gæti skýrst af mis- tökum í skráningu, afskráningu eða öðrum breytingum sem hafi orðið á þjónustu viðkomandi. Hrannar tek- ur fram að viðskiptavinir Vodafone séu um 100 þúsund og svona mál geti því komið upp. „Ef skráð er vitlaust inn á reikning, eða ekki skráð út þegar fólk hefur sagt upp þjónustu, eða þjónustu ekki sagt upp með réttum hætti þá getur þjónusta setið eftir á reikningi,“ segir Hrannar. „Sannarlega á þetta ekki að vera svona en þegar um- fangið er mikið er erfitt að útiloka að mistök komi upp.“ Nefnir Hrannar að skil á myndlyklum geti verið dæmi um misskilning sem komi upp. Þá telji fólk sig hafa skil- að myndlykli en uppgötvi síðan að það sé áfram innheimt fyrir hann. Hrannar segir að í slíkum dæmum hafi myndlykillinn ekki skilað sér með réttum hætti til Vodafone. Hrannar vill koma þeim skila- boðum á framfæri að viðskiptavinir rýni í reikninga sína og skoði þá vel. Eins skuli viðskiptavinir ekki hika við að hafa samband ef þeir hafi spurningar eða óski skýringa á reikningum. Ekki kerfis- bundin skekkja  Vodafone endurgreiddi viðskiptavini tugi þúsunda sem það rukkaði að ósekju Morgunblaðið/Golli Vodafone Veitir fjölþætta þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.