Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 17
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
4
6
6
Vilborg pólfari átti sér þann stóra draum að
ganga á suðurpólinn og hún gerði hann að
veruleika með því að setja sér markmið.
Íslandsbanki býður viðskiptavinum upp á
frábæran fyrirlestur með Vilborgu þar sem
hún segir frá því hvernig lítil markmið geta
á endanum orðið að stórum sigri.
Hér býðst unglingum og foreldrum kjörið tæki-
færi til að hlusta saman á uppbyggilegan fróðleik.
#svaltmarkmið
Það er svalt að setja
sér markmið
Við bjóðum þér að hlusta á Vilborgu pólfara
á eftirfarandi stöðum:
15. apríl Háskólabíó
16. apríl Akureyri
17. apríl Háskólabíó
22. apríl Háskólabíó
23. apríl Vestmannaeyjum
26. apríl Ísafjörður
29. apríl Háskólabíó
30. apríl Háskólabíó
2. maí Reykjanesbæ
3. maí Akranes
Skráðu þig á islandsbanki.is/fyrirlestur
og þú mátt taka einn vin með.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Lárus Karl Ingason, ljósmyndari,
missti föður sinn í Hrímfaxaslys-
inu. Hann er sonur Inga Guð-
mundar Lárussonar sem var sigl-
ingafræðingur flugvélarinnar.
Ingi var aðeins 23 ára þegar hann
fórst. Hann var kvæntur og lét
eftir sig þrjú börn, þar af eitt í
móðurkviði.
„Ég var þriggja og hálfs árs
þegar pabbi dó og systir mín var
fjögurra og hálfs. Bróðir minn
var ekki fæddur, hann fæddist
ekki fyrr en 23. maí. Það var erf-
itt fyrir mömmu að vera ein með
okkur þrjú svona lítil,“ sagði Lár-
us Karl. Hann vinnur nú að því
ásamt Bergsteini Sigurðssyni
blaðamanni að gera bók um Hrím-
faxaslysið. Einnig er gerð heim-
ildarmyndar í undirbúningi.
Stefnt er að því að bókin komi út
síðar á þessu ári.
„Icelandair hefur stutt við
gerð bókarinnar. Okkur langar
að fara á Nesøya þar sem flug-
vélin lenti og afla efnis fyrir bók
og heimildarmynd,“ sagði Lárus
Karl. Hann sagði að þeir séu
þegar búnir að hafa samband við
marga aðstandendur þeirra sem
fórust, en þurfa að ná í fleiri.
Lárus Karl vildi hvetja alla sem
telja sig hafa eitthvað fram að
færa eða eru með ábendingar að
hafa samband við sig í tölvupósti
ljosmynd@lallikalli.is eða í síma
893 5664.
„Ég er búinn að finna börn
áhafnarmeðlima og hafa samband
við þau,“ sagði Lárus Karl. Þá er
búið að taka viðtöl við ýmsa sem
muna vel eftir slysinu eða komu á
slysstaðinn. „Á þessum tíma voru
flugslys og sjóslys mun algengari
en í dag,“ sagði Lárus Karl. „Það
var ekki til siðs í þá daga að tala
mikið um slys og mannskaða. Það
var talið best fyrir börnin að hlífa
þeim við þessu.“
Lárus Karl sagði að flugslysið
og föðurmissirinn hefði haft mikil
áhrif á líf sitt.
„Maður veit ekki hvernig ævin
hefði orðið hefði slysið ekki orð-
ið,“ sagði Lárus Karl. „Ég áttaði
mig á því smátt og smátt að ég átti
ekki pabba. Maður þekkti það ekki
fyrr en móðir mín giftist aftur
þegar ég var orðinn tólf ára. Ég
átti góðan afa og ömmu sem komu
mér í föðurstað. Ég hafði alla tíð
áhuga á flugi og var ábyggilega
með sömu flugbakteríu og faðir
minn var með. Ég fann ekki fyrir
hvatningu til að fara þá leið í líf-
inu. Fyrir vikið varð ég ljósmynd-
ari, en ljósmyndun var einnig
áhugamál pabba. Hann átti m.a.
tæki til að framkalla skuggamynd-
ir (slides) sem þótti mjög sérstakt
á þeim tíma.“
Skrúfuþotur Flugfélags Íslands Vickers Viscount skrúfuþoturnar á Reykjavíkurflugvelli. Þær hétu Gullfaxi TF-
ISN og Hrímfaxi TF-ISU. Þetta voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði.
Missti föður sinn í flugslysinu
Bók og heimildarmynd um Hrímfaxaslysið í undirbúningi
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hrímfaxi TF-ISU, Vickers Viscount flugvél
Flugfélags Íslands fórst í aðflugi að Fornebu-
flugvelli í Ósló, Noregi, á páskadag þann 14.
apríl 1963. Á morgun er því liðin hálf öld frá
slysinu. Um borð voru tólf manns, sjö farþegar
og fimm manna áhöfn. Þau fórust öll.
Flugvélin var á leið frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur með viðkomu í Ósló og Bergen.
Hún var í aðflugi að Fornebu og átti örstutt
eftir þegar hún fórst klukkan 13.19 að norsk-
um tíma. Minna en 20 sekúndur liðu frá því að
starfsmenn flugturnsins höfðu síðast samband
við flugvélina þar til þeir sáu eldblossa í að-
flugslínu hennar, að því er sagði í Morgun-
blaðinu þann 17. apríl 1963.
Sjónarvotta greindi á í lýsingum sínum á því
hvernig flugvélin steyptist til jarðar. „Sumir
þeirra segja m.a. að hún hafi komið mjög bratt
niður og lent í 45 gr. horni á hæð einni um 3
km frá flugvellinum, en rétt í sömu mund hafi
sprenging orðið í henni og eldur gosið upp.
Einn sjónarvottur telur að sprenging hafi orð-
ið í vélinni áður en hún lenti á jörðinni og full-
yrðir að urgað hafi í hreyflunum þegar flug-
vélin steyptist til jarðar,“ segir í blaðinu.
Flugvélin splundraðist þegar hún skall í
jörðina nema stélið var nokkuð heillegt. Nærri
300 metra löng og 30 metra breið rák nálægt
Asker aðaljárnbrautarstöðinni á Nesøya
markaði staðinn þar sem flugvélin fórst, að
sögn Skúla Skúlasonar, fréttaritara Morg-
unblaðsins í Ósló. Hann sagði að fjórum mín-
útum áður en flugvélin fórst hefði flugturninn
á Fornebu haft samband við hana. Flugstjór-
inn sagði að allt væri í lagi og aðflug eðlilegt.
Skýjahæð yfir Nesøya var aðeins 150 metrar
en flugvélin var á réttri aðflugsstefnu.
Tólf fórust með Hrímfaxa
Á morgun eru 50 ár frá því að Hrímfaxi fórst við Fornebu-flugvöll í Óslófirði 14. apríl 1963
Flugvélin var í aðflugi að flugvellinum og átti stutt eftir þegar hún steyptist skyndilega til jarðar
Hrímfaxi TF-ISU Myndin var tekin á Fornebu-flugvelli við Ósló.
Útför í Dómkirkjunni Áhöfn Hrímfaxa og
einn farþeganna voru jarðsett við sameig-
inlega útför þann 24. apríl 1963.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þau sem fórust með Hrímfaxa voru
eftirtalin. Anna Borg Reumert, 59
ára leikkona. Hún lét eftir sig eigin-
mann og tvo syni.
Ilse Hochaphel, 24 ára, nuddkona
frá Þýskalandi.
Hjónin María og Karl West. María var
69 ára og fædd í Reykjavík. Karl
West var 63 ára Dani. Þau áttu dótt-
ur á Íslandi.
Margrét Bárðardóttir, 19 ára, sem
var í námi ytra.
Þorbjörn Áskelsson, 58 ára, útgerð-
armaður frá Grenivík. Hann lét eftir
sig eiginkonu og sex börn.
Baume, breskur kaupmaður.
Jón Jónsson, 45 ára, flugstjóri.
Hann lét eftir sig dóttur.
Ólafur Þór Zoëga, 27 ára, flug-
maður. Hann lét eftir sig eig-
inkonu og tvö börn.
Ingi Guðmundur Lárusson, 23 ára,
loftsiglingafræðingur. Hann lét
eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
María Jónsdóttir, 30 ára, flug-
freyja. Hún lét eftir sig dóttur.
Helga Guðrún Henckell, 25 ára,
flugfreyja.
TÓLF VORU UM BORÐ Í FLUGVÉLINNI, ÞAR AF NÍU ÍSLENDINGAR
Þau sem fórust í flugslysinu
Morgunblaðið
17. apríl 1963.