Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 21

Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 21
byggist stefna VG um að skattar hækki ekki á því auðlindarenta skili sér í auknum mæli til ríkisins í samræmi við tillögur auðlinda- stefnunefndar. Dögun telur að svigrúm verði til þess að lækka skatta af sömu ástæðu og Lýðræð- isvaktin telur að hægt sé að afla fjár í meira mæli með arði af auð- lindunum. Báðir flokkar aðhyllast einnig svonefnda hvalrekaskatta á skyndilegan gróða af sérstökum ástæðum eins og gengisbreyt- ingum. Þá leggur Dögun til að tekinn verði upp svonefndur Tobin- skattur á fjármagnsflutninga á milli landa til þess að draga úr áhættu lítils gjaldmiðils eins og krónunnar gagnvart gengisfellingu spákaupmanna og til að tryggja ríkissjóði tekjur. Slíkur skattur hefur verið mjög til umræðu á al- þjóðavettvangi í kjölfar heims- kreppunnar og hefur það meðal annars komið til tals að Evrópu- sambandi taki upp slíkan skatt Lesa má um helstu punkta skattastefnu flokkanna hér að of- an. Stefna stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu í skattamálum Dögun Hækka persónuafslátt og endurskoða frítekjumark ellilífeyrisþega Halda í þriggja þrepa skattkerfi en breyta því í þágu hinna tekjulægri Taka upp Tobin-skatt á fjármagns- flutninga á milli landa Fjármagnseigendur greiði útsvar til sveitarfélaga Framsóknarflokkurinn Telja of langt gengið í að hækka skatta Vilja einfalda skattkerfið og draga úr neikvæðum jaðaráhrifum þess Persónuafsláttur verði hækkaður til fyrra horfs að raungildi Telja að lág tekjuskattsprósenta rekstraraðila sé líklegri til að bæta samkeppnishæfni, draga að erlenda fjárfesta, auka innlendar fjárfestingar og auka skatttekjur Píratar Við alla álagningu skatta skal áhersla lögð á að skatturinn sé sýnilegur og skiljanlegur greiðanda Sjálfstæðisflokkurinn Vilja afnema þriggja þrepa skattkerfið Lækka tekjuskatt Lækka eldsneytisgjöld, tolla og vöru- gjöld til að lækka verð á neysluvörum Segja nauðsynlegt að vinda ofan af fjölda skattabreytinga á kjörtímabil- inu sem er að ljúka Hægri grænir Vilja taka upp flatan tekjuskatt sem verði 20% í lok kjörtímabilsins Skattleysismörk verði samfara því hækkuð í 200.000 krónur Auðlegarskattur verði afnuminn Tryggingagjald fyrirtækja lækki í 3% og verði 0% fyrir fyrirtæki með færri en 10 starfsmenn Lýðræðisvaktin Vilja afla fjár í auknummæli með auðlindagjöldum og hvalrekasköttum Telja að gera þurfi markvissa áætlun um ráðstöfun auðlindagjalda Hækka þurfi skattleysismörk til að bæta hag láglaunafólks Halda aftur af almennri skattheimtu Björt framtíð Skattkerfið verði réttlátara, einfaldara og auðskiljanlegra Skiljanleg og réttlát heildarhugsun ríki Laga þurfi vörugjaldafrumskóg og óskiljanleg bréf frá skattinum Samfylkingin Engir nýir skattar verði lagðir á heimili eða fyrirtæki og verja þurfi jöfnunarhlutverk skattkerfisins þar sem fólk með lágar tekjur og millitekjur borgi lægri skatta. Lækka tryggingagjald til að hvetja til fjölgunar starfa Skattalegir hvatar til að hvetja til fjárfestinga í minni fyrirtækjum Endurskoða skattkerfið með einföldun og gagnsæi að markmiði Vinstri Græn Óbreytt skattkerfi og engar frekari skattahækkanir Lítil fyrirtæki fái undanþágu frá tryggingagjaldi þar til launakostnað- ur hefur náð ákveðnu marki Skattaívilnanir til að hvetja sjávarútvegsfyrirtæki til að reyna endurnýjanlega orkugjafa Lækka virðisaukaskatt á umhverf- isvottuðum vörum til að hvetja til umhverfisvænni neysluhátta 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 við elskum skó VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND MIKIÐ ÚRVAL AF BARNA, HERRA OG DÖMUSKÓM Vertu vinur á 17.990,- fjórir litir 16.990,- fjórir litir 16.690,- tveir litir 13.890,- 18.990,- tveir litir 22.890,- tveir litir Byggjumupp heilbrigðiskerfið - snúumvörn í sókn. Opinn fundur í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins, Skeifunni 7, mánudaginn 15. apríl kl. 20. Umræða um hvernig við getum byggt upp betra heilbrigðiskerfi á næsta kjörtímabili. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður, Kristín Heimisdóttir tannlæknir, Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Fundarstjóri: Elsa Valsdóttir, læknir. Sjálfstæðisflokkurinn NÁNAR Á 2013.XD.IS Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Málfundafélagið Óðinn, Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og félög sjálfstæðismanna í Laugarnesi og Túnahverfi, Hlíða- og Holtahverfi, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi, Háaleiti og Langholti. XD Skeifunni 7 (bak við ELKO) Opið: mán - fös kl. 15 til 21 & laugardaga kl.11 til 18 & sunnudaga kl. 13 til 18 Nokkur framboð bjóða ekki fram í öllum kjördæmum. Af þeim vill Flokkur heimilanna lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Skatt- kerfið verði einfaldað og skattarnir lækkaðir í þrepum á kjör- tímabilinu fyrir utan lægra virðisaukaskattsþrepið sem haldist óbreytt. Flokkurinn vill afnema stimpilgjöld strax og stuðla að því að lækka tolla með fríverslunarsamningum. Alþýðufylkingin beitir sér fyrir því að skattlagning þróist í þá átt að léttast af tekjum almennings og færast í auknum mæli yfir á hagnað fyrirtækja en þau hagnist af því að losna undan oki fjármála- fyrirtækja. Húmanistaflokkurinn vill að almenningur taki þátt í fjárlagagerð og ákvörðunum um ráðstöfun skattfjár á landsvísu og í sveit- arstjórnum. Létti byrðum af almenningi STEFNA MINNI FRAMBOÐANNA UM SKATTAMÁL Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.