Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 22

Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 6,3% Fastir vextir Óverðtryggðir innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu 2,5% Fastir vextir Verðtryggðir innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu Nýjung í landslaginu Við bjóðum fjölbreytt úrval innláns- reikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% 36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% Í kafla um varadómara í Hæstarétti segir að heimild í dómstólalögum til að skipa varadómara í mál hafi verið mun meira notuð en ráð var fyrir gert í athugasemdum með frumvarpi til laganna. „Heimildin hefur þannig oft verið nýtt, þó að í sjálfu sér hafi verið unnt að fullskipa dóm í viðkomandi máli reglulegum hæstaréttardómurum. Það eitt hefur verið látið duga til notkunar á heimildinni að hennar hafi verið þörf til þess að ná því markmiði sem gilt hefur við dómstólinn, að hver dómari sitji í þremur munnlega flutt- um málum í hverri viku. Slík beiting reglunnar fær ekki staðist. Þeir sem kvaddir eru til sem vara- dómarar gera sér sumir hverjir vonir um að verða kvaddir til slíkra starfa á ný, enda er það regla fremur en und- antekning að sömu einstaklingarnir séu tilkvaddir aftur og aftur. Það er andstætt þessum hagsmunum þeirra að vera með „uppsteyt“ ef svo má að orði komast. Þeir hafa því, eins og reynslan sýnir, ríka tilhneigingu til þess að fylgja meirihluta dómaranna sem fyrir eru að málum. Hafa þeir sjálfsagt orðið varir við andúð flestra hinna reglulegu dómara á sér- atkvæðum. Líklega eru engin dæmi frá síðari árum um að varadómari hafi orðið í minnihluta í dómi og skil- að sératkvæði. Sá sem þannig hagaði sér þyrfti sjálfsagt ekki að gera ráð fyrir að verða kvaddur aftur til starfa,“ segir í kaflanum. Ekki sé laust við að sú tilfinning vakni að að helst hafi þeir orðið fyrir valinu sem fallið hafa forseta réttarins á hverjum tíma persónulega í geð. Síðar segir: „Það er staðreynd, sem lögmenn og starfandi dómarar þekkja, að innan dómskerfisins hefur komið sér fyrir hópur manna sem hefur sýnt sig í að vilja ráða málum í dómsýslunni, hvort sem um ræðir starfshætti við dómstóla, réttar- farsreglur eða skipun nýrra dómara. Þessi hópur stjórnar Hæstarétti og réttarfarsnefnd 21 og hefur oft og tíð- um haft veruleg áhrif í dómstólaráði sem fer með stjórnsýsluvald yfir hér- aðsdómstólum, sbr. einkum 13. og 14. gr. [laga um dómstóla]. Þá hefur hann undirtökin í nefndinni sem fjallar um dómaraefni, enda tilnefna Hæstiréttur og dómstólaráð meiri- hluta nefndarmanna. Svo virðist sem nefndin noti flokkunarvald sitt mjög til þess að tryggja skipun dómara sem eru þessum valdahópi í dóms- kerfinu helst þóknanlegir. Einnig má greina ákveðna þjónkun við kynlæg sjónarmið sem vitað er að ráðherra hefur. Það er ekki endilega auðvelt að rekja dæmin, þar sem þetta hefur komið fram, enda málið viðkvæmt og snertir persónulega hagi þeirra sem fjallað hefur verið um í umsögnum nefndarinnar“ Klætt í búning hlutlægni Í kafla um skipan nýrra dómara gagnrýnir Jón Steinar starfshætti fimm manna dómnefndar sem ætlað er að skila umsögn til innanríkis- ráðherra um umsækjendur og reglur sem um hana gilda. „Nokkrum sinnum hefur komið til kasta hinnar nýju nefndar við skipun dómara við Hæstarétt eftir að lög- unum var breytt. Verður ekki betur séð en nefndin hafi haft ríka tilhneig- ingu til þess að haga störfum sínum þannig að hún sé sjálf að velja þann umsækjanda sem hún telur æskilegt að fái embætti, fremur en að binda sig við að segja til um hæfni umsækj- endanna. Auðvitað hefur verið reynt að klæða umsagnirnar í þann búning hlutlægni sem er augljós forsenda fyrir starfi svona nefndar,“ segir í kaflanum. Ekki yrði séð að lagt væri mat á hvernig viðkomandi hefði stað- ið sig í þessum störfum. Síðar bendir Jón Steinar á að „til dæmis getur um- sækjandi með umfangsmiklum skrif- um sínum um lögfræðileg efni um langt árabil hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að hann ætti alls ekki að verða skipaður í dómarastöðu.“ runarp@mbl.is Valdahópur og veikburða dómur Morgunblaðið/Eyþór Dómur Veikburða Hæstiréttur eftir Jón Steinar Gunnlaugsson er tæplega 100 blaðsíður að lengd. Almenna bókafélagið gefur ritið út. Jón Steinar var dómari við réttinn í átta ár, frá 2004 til 2012. Ritgerðin Veikburða Hæstiréttur – verulegra úrbóta er þörf, eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, kom út í gær. Hér er fjallað um nokkur atriði sem þar koma fram. Jón Steinar vekur athygli á miklu álagi á Hæstarétt. Árið 2003 hafi 497 mál borist til réttarsins og það ár voru kveðnir upp 440 dómar. Ár- ið 2012 komu 770 ný mál til dóms- ins og 710 dómar voru kveðnir upp. „Við þessu hefur verið brugðist með fjölgun dómara en einnig með því að ákveða að skipa að jafnaði færri dómara til meðferðar ein- stakra mála en fyrr. Mér sýnist að síðustu ár hafi 75–80% af munn- lega fluttum málum verið dæmd af þremur dómurum. Á síðustu árum eru dæmi um að hver og einn dómari hafi dæmt í allt að 330 málum á ári. Þetta er með öllu óviðunandi ástand. Það hefur leitt til þess að einstakir dómarar hafa, að minnsta kosti sumir hverj- ir, alls ekki haft tök á að sinna öll- um málunum af þeirri kostgæfni og á þann sjálfstæða hátt sem nauð- synlegt er samkvæmt þeim sjón- armiðum sem fyrr var getið. Þeir freistast þá til þess að treysta um of á aðra dómara, einkum frum- mælandann í málinu,“ en það er sá dómari sem hefur verið valinn til þess að skrifa dómsatkvæði,“ segir í kafla um málafjölda og þriggja dómara kerfi. Ennfremur segir: „Dómararnir eru líka, eins og gengur, mis- atkvæðamiklir þegar fjallað er um málin. Sumir eiga stundum erfitt með að gera upp hug sinn og eru þá eftir atvikum líklegir til fylgilags við aðra í hópnum sem hafa ákveðnari skoðanir. Er ekki útilokað að þá geti jafnvel persónuleg tengsl milli manna skipt máli við hlið hinna lög- fræðilegu sjónarmiða. Það er einnig óhjákvæmilegt að hafa orð á því, að dómararnir sjálfir, þar á meðal þeir sem stjórna starfsemi dómstólsins, virðast telja það markmið í sjálfu sér að dómararnir séu sammála um niðurstöður og að forðast beri sér- atkvæði. Ég tel ekki vafa leika á að þetta hefur einatt valdið því að ein- stakir dómarar hafi sveigt af þeirri lögfræðilegu leið, sem þeim hefur fundist réttust, í þágu samstöð- unnar í hópnum. Menn geta velt því fyrir sér hvort þetta sé sá háttur sem þeir vilja að starfað sé eftir í fjölskipuðum áfrýjunardómstólum.“ Síðar í ritgerðinni segir Jón Steinar að hann hafi heyrt suma dómara tala um að fjölskyldu- stemning ríkti við dómstólinn og að þeir teldu slíkt æskilegt. Því er hann ósammála. Treysta um of á aðra dómara HVER OG EINN DÓMARI DÆMIR Í 330 MÁLUM Á ÁRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.